Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 5 Listaverkauppboðið í Kaupmannahöfn: Konumynd Blöndals fór á 224 þúsund krónur — sem er talsvert yfir matsverði Jón.shú.si, Kaupmannahöfn, 15. október. KONUMYND Gunnlaugs Hlöndal var slegin á 52 þúsund danskar krónur, eða tæpar 224 þúsund ís- lenskar, á listaverkauppboði Arne Bruun Rasmussen hér í Kaup- mannahöfn í dag. Er þaö talsvert yfir matsverði, því samkvæmt sýn- ingar.sk rá var myndin metin á 30 til 40 þúsund danskar krónur. Hins vegar fór Þingvallamynd Kjarvals á nokkuð undir matsverði, en hún var slegin á 55 þúsund danskar, eða rúmar 236 þúsund íslenskar, en var metin á 60 til 80 þúsund danskar. Átta málverk eftir sex íslenska málara voru borðin upp á þessu listaverkauppobði og auk mynda Kjarvals og Blöndal voru það „Vegurinn milli trjánna" eftir Jón Þorleifsson, sem fór á 17 þús- und danskar, en var metin á 15 til 20 þúsund danskar. önnur mynd eftir Jón, „Reiðmenn við Konumynd Gunnlaugs Blöndals. íslenskt vatn“ fór á 14 þúsund danskar, matsverð 15 til 20 þús- und danskar krónur. „Uppstill- ing“ eftir Þorvald Skúlason fór á 22 þúsund danskar krónur, mats- verð 20 til 30 þúsund. „Þema frá annarri heimsstyrjöld" eftir Erró fór á 10 þúsund danskar en var metin á 10 til 15 þúsund. „Skarðsfjall á landi" eftir Jón Stefánsson fór á 42 þúsund danskar, eða rúmlega 180 þúsund íslenskar krónur, en hún var metin á 40 til 50 þúsund danskar krónur. „Abstrakt" eftir Svavar Guðnason var seld talsvert yfir matsverði, en hún var metin á 20 til 30 þúsund danskar en fór á 36 þúsund, eða tæplega 155 þúsund íslenskar krónur. Loks var „Goshver" eftir Jón Þorleifsson seld á 17 þúsund danskar, mats- verð 15 þúsund til 22 þúsund danskar. Dýrasta myndin á þessu upp- boði í dag var eftir danska mál- arann Richard Mortensen máluð árið 1944, 200 x 300 sm að stærð, en hún var slegin á 425 þúsund danskar, eða rúmar 1,8 milljónir íslenskra króna. Matsverð henn- ar var 250 til 300 þúsund danskar krónur. Næstar komu myndir eftir japanska málarann Foujita, sem fóru á 250 þúsund danskar krónur. G.L.Ásg. Kynningardagur í öllum grunn- skólum landsins KYNNINGARDAGUR verður haldinn í öllum grunnskólum úti á lands- byggðinni laugardaginn 2. nóvember nk., en á suðvesturhorninu verður kynningin ýmist haldin á laugardeginum eða á mánudeginum 4. nóvember. Verða grunnskólarnir opnir öllum þeim sem áhuga hafa á skólastarfinu. Kynningardagurinn er haldinn að frumkvæði Kennarasambands íslands og í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Sólrún Jensdóttir, skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með kynningardegin- um væri að gefa foreldrum og að- standendum barnanna kost á að kynnast því starfi sem fram fer í grunnskólum landsins. Sem fyrr sagði verður kynningardagurinn haldinn laugardaginn 2. nóvember í grunnskólum úti á landsbyggðinni. Verður þá kennt samkvæmt stund- arskrá mánudagsins 4. nóvember en í staðinn gefið frí á mánudeginum. Sólrún sagði að ekki hefðu allir skól- ar á suðvesturhorninu séð sér fært að halda kynningardaginn á laugar- deginum, 2. nóvember, eins og upp- haflega hefði verið ætiað, og því yrði kynningardagurin haldinn á mánudeginum 4. nóvember í sumum skólum. Sólrún sagði að á kynningardeg- inum yrði af fremsta megni reynt að halda starfsemi skólanna eins eðlilegri og mögulegt væri, svo að foreldrar og aðrir sem áhuga hafa á skólastarfinu, fengju sem réttasta mynd af því sem fram færi innan skólaveggjanna. Þetta væri í fyrsta skipti sem reynt væri að koma á kynningardegi nær samtímis í öll- um skólum landsins, og væri von- andi að sem flestir notuðu tækifærið og kynntu sér skólastarfið. Smygltilraunin á Schipholflugvelli: Fíkniefnin falin í bleiu barnsins Foreldrum barnsins sleppt í gær Tveir ungir menn handteknir HJÓNUNUM, sem handtekin voru á Schipholfiugvelli í Amsterdam í síðustu viku þegar uppvíst varð, að þau höfðu falið fíkniefni á 114 árs barni sínu, var sleppt úr haldi síð- degis í gær eftir yfirheyrslur hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Þau komu til landsins í fyrrinótt í fylgd hollenskra lögreglumanna. „Þeirra þáttur í málinu er upplýstur og því ekki ástæða til að halda þeim. Þau tóku að sér að smygla fíkniefnum til landsins og fóru gagngert til Hollands til þess,“ sagði Arnar Jensson, fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Tveir liðlega tvítugir menn voru handteknir á þriðjudagskvöldið og hefur fíkniefnadeildin gert kröfu í sakadómi í ávana og fíkniefna- málum um, að þeir verði úrskurð- aðir í 30 daga gæsluvarðhald. Báð- ir hafa ítrekað komið við sögu fíkniefnamála og var annar viðrið- inn stórsmygl á LSD í lok júlí síðastliðins. Fjögur sitja nú inni vegna rannsóknar málsins; menn- irnir tveir og ung hjón, sem úr- skurðuð voru á sunnudag. Öryggisverðir á Schiphol-flug- velli í Ámsterdam fundu fíkniefn- in; 25 grömm af heróíni, 650 grömm af hassolíu og 100 grömm af hassi í bleiu barnsins í öryggis- hliði vallarins. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, mun hjón- unum hafa verið talin trú um, að smygla ætti lítilræði af hassi til íslands. Þau munu hafa tjáð hoi- lenskum lögregluyfirvöldum, að þau hafi íhugað að kasta fíkniefn- unum þegar þau sáu magnið, en ekki þorað af ótta við hefnd smyglaranna. Þau munu ekki hafa vitað, að heróín hafi verið i blei- unni. Hjónin voru handtekin eftir að uppvíst varð um smygltilraunina og með þeim ungur maður, sem hafði verið þeim samferða frá hót- eli til flugvallarins. í ljós kom, að hann var ekki viðriðinn málið. Umfangsmikil leit var gerð í vél- inni og seinkaði för hennar til íslands af þeim sökum. Ekki er upplýst í málinu hve miklu fé ungu hjónunum var lofað fyrir að smygla fíkniefnum til landsins. Inga Jóna áfram aðstoðarmað- ur Ragnhildar NÚ ER frágengið að Inga Jóna Þórðardóttir, sem verið hefur að- stoðarmaður Ragnhildar Helga- dóttur í menntamálaráðuneytinu, muni fylgja Ragnhildi í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið og verða aðstoðarmaður hennar þar. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigð- is- og tryggingaráðherra staðfesti þetta í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Matseðill helgarinnar Rjómasúpa prinsesse (fuglakjötsúpa) Broadwaysteik (lamba- piparsteik) Franskur súkkulaðibúð- ingur með rjóma Hinn landskunni píanósnill- ingur Ingimar Eydal spilar fyrir matargesti. hin eina og sanna, meö alla helstu slœmmtiKrafta landins í fararbroddi er svo sannarlega búin aö setja svip sinn á helstu skemmtistaði landsins sl. 15 ár meö söng, dansi, gríni og gleöi. Enn gera þeir það gott, strákarnir í Sumargleö- inni, og nú í Broadway, glæsilegasta veitingahúsi landsins. Troðfullt hús var í Broadway sl. tvær helgar. Nú er um aö gera aö vera snöggur aö panta sér miöa og borö í síma 77500 — því næsta skemmtun þeirra Sumargleðimanna verður í Broadway nk. föstudags- og laugardagskvöld. Góöa skemmtun í gleöinnar-kvöldi meö þeim gleö- innar-mönnum í Broadway. uen»w'eku' sveittu- S„ú«i Sn|ól's3on sioo tiu9ur- JJÍutviShve'" ilatehi SiguTöardoi’úi- heiHaT' Æ m Miöa-og ^ boröa- pantanir »i isíma 7750oB|^. $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.