Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
15
Rödd okkar í þágu friðarins
Jerzy Wielunski skáld skrifar Jaruzelski opið bréf
— eftir Guðmund
Daníelsson
Þann 22. sept. sl. birti eitt helsta
málgagn pólsku rikisstjórnarinnar
í Varsjá, Rzeczpospolita (Lýðveldið)
efst á 3. síðu, bréf frá kunningja
okkar, Jerzy Wielunski skáldi og
þýðanda í Lublin, til W. Jaruzelsk-
is hershöfðingja í Varsjá.
Bréfið hljóðar svo í íslenskri
þýðingu:
Rödd okkar í
þágu fridarins
Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar
óskar eftir að kynna í blöðunum
úrval tilvitnana úr bréfum pólskra
ríkisborgara, sem stíla bréf sín til
W. Jarúzelskis hershöfðingja og
innihalda tillögur, sem teknar
yrðu til umfjöllunar í ræðu, sem
Jaruzelski mun flytja á 40. aðal-
þingi Sameinuðu þjóðanna. Pól-
land hefur siðferðilegan rétt til að
verja lífshagsmunamál hinna svo-
kölluðu „tilverulausu" þjóða, (sem
eru tilverulausar samkvæmt al-
þjóðalögum, það er að segja:
minnihluta þjóðarbrota). Þennan
rétt hefur Pólland vegna þess, að
engin slík þjóðarbrot fyrirfinnast
innan landamæra Póllands, þjóð-
arbrot sem berjast fyrir því að fá
að halda tungumáli sinu og varð-
veita fornan menningararf.
Pólland er eitt þeirra fáu ríkja
í heiminum, þar sem hugtakið Ríki
fellur saman við hugtakið Þjóð, þar
sem flest allir íbúarnir eiga sér
móðurmál, sem jafnframt er opin-
bert og löggilt tungumál í öllu
landinu.
Einmitt um þessar mundir hýsi
ég sem gesti tvo franska rikis-
borgara af þjóðerni, sem ekki er
viðurkennt af frönskum yfirvöld-
um og búa við þess konar hlut-
skipti í sínu eigin föðurlandi, svo
sem þeir væru „2. flokks" þegnar,
reyndar sambærilegir við ýmis
önnur þjóðarbrot innan franska
ríkisins, til að mynda Baska í
Suður-Frakklandi og Korsíkubúa.
Aldrig Russn er félagi í bret-
ónska sósíaldemókrataflokknum,
sem berst fyrir þjóðarréttindum
til handa Bretónum. Frú Angela
Russon talaði aðeins eitt tungu-
mál, bretónsku, þangað til hún
varð 9 ára gömul, ásamt þúsundum
annarra barna, — gamla keltneska
tungumálið sitt, bretónsku, sem
talað er í Bretoníu og víðar í
Evrópu löngu áður en nokkur hafði
heyrt orðin Frakkland og Frans-
maður.
Rödd Póllands á Þingi Samein-
uðu þjóðanna um þetta málefni
mundi verða framhald okkar rót-
gróna kjörorðs: „Fyrir frelsi okkar
og fyrir frelsi yðar“, til fylgis við
þá hugsjón, sem svo margir af
okkar miklu föðurlandsvinum og
samlöndum hafa barist fyrir og
fórnað fyrir hana lífi sínu.
Herra og frú Russon þekkja
fullkomlega innihald þessa bréfs,
og þau undirrita það ásamt mér í
þeirri von, að þú munir minnast á
það í ræðu þinni, þar sem þú fjall-
ar um alþjóðleg viðhorf til réttar-
stöðu minnihluta þjóðfélagshópa
innan stórra ríkja, vandamála sem
eru náskyld nýlenduvandamálum,
útþenslupólitík, innanríkisátök-
um, og heimsfriði.
Jerzy Wielunski Lublin, Aldrig
og Angela Russon Bretoníu.
Vinur minn Jerzy Wielunski
sendi mér ofanskráð bréf ásamt
pólska dagblaðinu sem það birtist
i og bað mig snúa því á íslensku
og kanna hvort ég fengi það birt
í íslensku blaði. Svo skemmtilega
vill til, að við höfum áður í sam-
vinnu þýtt á íslensku og birt á
prenti ljóð eftir Bretónann Ronan
Huon, sem nú er nýlátinn, virt
skáld, sem orti á móðurmáli sínu,
bretónsku. Ég leyfi mér að láta
það fylgja þessum línum:
Ronan Huon:
Að vera ekki til
Reyndar er land okkar lítið,
valdhafarnir útlendir menn,
þeim hljótum við að hlýða.
Viðokkursegjaþeir
— Þiðeruðekkitil!
Reyndar er land okkar lítið
og við okkur segja þeir:
— Drepið hvur annan!
Þettahöfum viðgert.
Já.
Reyndar er land okkar lítið
og valdhafarnir útlendir menn.
(Guðmundur Daníelsson og
Jerzy Wielunski.)
Húsavík:
Danskur kvenna-
kór í heimsókn
Húsavík, 15. október.
KLARUP Pigekor frá Álaborg,
vinabæ Húsavíkur, söng í Húsavík-
urkirkju í gærkvöldi við góða aðsókn
og undirtektir.
Stjórnandi kórsins er Ule Mort-
ensen. Kórinn er skipaður 20 stúlk-
um sem eru mjög vel þjálfaðar.
Stúlkurnar hafa unnið sér inn
farareyri til íslandsferðarinnar
með því að syngja í sjónvarp og
útvarp í Danmörku. í dag ferðast
stúlkurnar um Þingeyjarsýslu og
munu skemmta nemendum í skól-
unum að Hafralæk, Laugum og
Mývatnssveit.
Fréttaritari.
f V"1 * "N,
Fjölbreytt og vandaö námskeiö í
notkun Amstrad-tölvunnar
Dagskrá
Grundvallaratriöi í notkun tölva
Uppbygging og notkunarmöguleikar Amstrad
Helstu jaöartæki tölva
Forritunarlögmál
Æfingaríforritunarmálinu BASIC
T eiknimöguleikar Amstrad
Ritvinnsla
Töflureiknar
Gagnasafnskerfi
Tími 22., 24., 29. og 31. okt.
Unglingar kl. 17—20, fullorðnir kl. 20—23.
INNRITUN í SIMUM 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Ármúla36, Reykjavik.
RENAULT 9
NCJTÍMABÍLL MEÐ
FRAMTÍÐARSVIP