Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP ... detta í sjó Undirritaður hallast æ meir á þá skoðun að argaþras leiði ■sjaldan til góðs vænlegri til árang- jrs séu vinsamlegar athugasemdir ■studdar rökum og þá kannski miklu frémur að gagnrýninni fylgi huggun harmi gegn og á ég þá við að athugasemdunum fylgi ábend- ingar um það er betur má fara. Fáum er hollt að starfa í andlegu tómarúmi, en slíkt tómarúm getur hæglega skapast þegar menn eru umkringdir jábræðrum eða enginn nennir að skipta sér af störfum þeirra. Stundum kann að vera bráðnauðsynlegt að sparka hressi- lega í rassinn á mönnum, einkan- lega þegar stofnanadoðinn leggst yfir sviðið líkt og þokan hjá Einari Ben: Hér er uggi ei hreyfður eða fjöður / hér er ekkert lifsmark utan borðsins. / Eins og dautt og dofið hjaðnar löður,/detta í sjó og þagna hljómar orðsins. Hér er vissulega fast að kveðið en sú hætta vakir sífellt yfir stór- um stofnunum, að þar hreiðri um sig værukært fólk er smám saman veldur því að ... uggi (er) ei hreyfður eða fjöður. Fjölmiðlar eiga eðli sínu samkvæmt að vera einskonar hugmyndabankar er soga til sín hugmyndaríkt fólk. Þeirra hlutverk er ekki að viðhalda „ríkjandi ástandi". Ég er raunar þeirrar skoðunar að fjölmiðlarnir verði nánast frá degi til dags að endurmeta stöðuna. Tökum eitt lítið dæmi er lýsir prýðilega stofn- anadoða sumra fjölmiðlanna. Frá upphafi hefir Sjónvarpið skartað svokölluðum dagskrárþulum. Hér er gjarnan um að ræða ungar og huggulegar stúlkur og hefir þjóðin oft gamnað sér við að spá í klæða- burð stúlkna þessara og hafa jafn- vel spunnist líflegar umræður um hárgreiðsluna, förðunina og fram- göngu alla. Slíkt gaman er græsku- laust en ekki frítt. Greiðendur afnotagjalds borga stúlkunum fyrir að mæta örskot á skjáinn að lesa dagskrána. Stundum mæta blessaðar stúlkurnar til þessa starfa seint á síðkveldi eða sek- úndubroti eftir að dagskráin hefir ljómað skýrum stöfum á skermin- um. Að mínu viti er feikinóg að lesa dagskrána svo sem einu sinni og nota svo stelpurnar í að lesa fréttir og annað er til fellur. At- vinnubótavinna á ekki að þekkjast á fjölmiðlum. Þar verður hver maður að sinna sínum starfa af eldmóði líkt og hann ómar Ragn- arsson. Annað dæmi um þann doða er getur stundum valdið því, að ... detta í sjó og þagna hljómar orðs- ins... í ríkisfjölmiðlunum var að finna í föstudagsdagskrá sjón- varpsins, en þar var á dagskrá klukkan 20:55 Kastljós er fjallaði að mestu um landsfund Alþýðu- bandalagsins. Gott og blessað ef þeir hjá sjónvarpinu hefðu ekki klesst Þingsjánni sama kvöld klukkan 20:45 en í Þingsjá var líka rætt um Landsfund Alþýðubanda- lagsins. Hér er vafalaust um klaufaskap að ræða en þó finnst mér afar einkennileg sú ákvörðun að spyrða saman Þingsjá og Kast- ljós, því oft er verið að fjalla um svipaða hluti í þessum fréttaþátt- um. Þriðja dæmið er lýsir hinum sínálæga stofnanadoða í ríkisfjöl- miðlunum er hrifsað úr dagskrá rásar 1. Bókaþing nefnist þáttur Gunnars Stefánssonar á laugar- dagsmorgnum á milli 11 og 12. Þessi þáttur á rætur að rekja til bókaþátta Andrésar Björnssonar fyrrum útvarpsstjóra enda finnst mér Gunnar nánast staddur hér á miðilsfundi í stöðugri leit að for- vera sínum. Væri ekki nær að Andrés Björnsson mætti í eigin persónu í þáttinn vilji menn á annað borð hverfa aftur í fang fortíðarinnar? Við slíku er nátt- úrulega ekkert að segja svo fremi menn freisti þess að ljá fortíðinni nýtt yfirbragð. ólafur M. Jóhannesson Kastljós — leiðtogafundur Reagans og Gorbachevs ■■■■ Kastljós er á OO 15 dagskrá sjón- LíLí — varps kl. 22.15 í kvöld í umsjá Guðna Bragasonar fréttamanns. Guðni sagði í samtali við blaðamann að fjallað yrði um fyrirhugaðan leið- togafund Reagans og Gor- bachevs í þættinum en þeir munu hittast í Genf 19. og 20. nóvember nk. Sagt verður frá aðdrag- anda fundarins og helstu málum sem upp hafa komið viðvíkjandi fundin- um. Gorbachev hefur lagt til helmingsfækkun kjarn- orkuvopna í Evrópu. Jafn- framt verður fjallað um tillögur Reagans en hann leggur ríka áherslu á ýmis mannréttindamál og út- þenslustefnu Sovétmanna í þriðja heiminum, t.d. í Afganistan, auk afvopn- unar. Inn í þáttinn koma við- ræður utanríkisráðherra landanna, Shultz og Shev- ardnadze, en þeir hafa hist nokkrum sinnum að und- anförnu vegna fyrirhug- aðs fundar leiðtoganna. Utanríkisráðherrarnir komu báðir nýlega til ís- lands þar sem þeir héldu m.a. blaðamannafundi. Einnig mun Guðni ræða við ýmsa kunna banda- ríska blaðamenn frá New York Times og AP-frétta- stofunni sem voru í fylgd Schultz. Þá ræðir Guðni við Jack Metlock, einn af öryggisráðgjöfum Banda- ríkjastjórnar, og Gunnar Gunnarsson, stjórnmála- fræðing, sem starfar hjá Öryggismálanefnd hér á landi. Lifa flugeðlur enn? ■■■■ „Lifa flugeðlur <\a 4Q enn?“ nefnist Li\) “ bresk náttúru- lífsmynd, sem er í sjón- varpi kl. 20.40 í kvöld. David Attenborough er hér á ferðinni með sögu flugeðia og leiðir okkur í sannleikann um þessi sjaldgæfu dýr. Fyrir um 70 milljónum ára lifðu fleyg skriðdýr á jörðinni samtíma risaeðl- unum. Fjallað verður um lifnaðarhætti flugeðlanna og núlifandi frændur þeirra. Þýðandi er óskar Ingi- marsson. Roy Marsden í aðalhlutverkinu sem Adam Dalgliesh og aðstoðarmaður hans. „Til hinstu hvíldar“ — eftir P.D. James ■■■■ Nýr breskur 01 20 sakamála- Li 1 —— myndaflokkur, „Til hinstu hvíldar", hefst í sjónvarpi í kvöld en alls eru þættirnir sex talsins. Þættirnir eru gerðir eftir sögu P.D. James, sama höfundar og gerði hina vinsælu þætti „Vargur í véum“ sem verið hafa á skjánum undanfarnar sex vikur. f aðalhlutverkinu er Roy Marsden — hinn sami og lék aðalhlutverkið í „Vargi í véum“. Það er hann Adam Dalgliesh sem enn veltir vöngum yfir dularfullri morðgátu. Hann rannsakar dauða manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Minningar ríkisstjóraritara \ ■■■ „Minningar rík- Ort 20 isstjóraritara" Lt\J — nefnist dag- skrárliður sem er í út- varpi, rás 1, kl. 20.20 í kvöld. Pétur Eggerz les annan lestur af þremur úr minningabók sinni. Þriðji og síðasti lestur Péturs er að viku liðinni. \ Pétur Eggerz UTVARP ÞRIÐJUDKGUR 12. nóvember 7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. O.OOFréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" ettir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlöur Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (12). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 945 Þlngfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður ( umsjá Margrétar Jónsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ég man þá tlð“. Her- mann Flagnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Or atvinnullfinu — Iðnað- arrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Ur söguskjóðunni — Um Dómkirkjuhneyksliö 1850. Umsjón: Jón Hjaltason. Les- ari: Lovlsa Björk Kristjáns- dóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd. Úmsjón: Jónlna Ben- ediktsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Skref fyrir skref' eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (16). 14.30 Miödegistónleikar. a. Sónata I G-dúr fyrir fiðlu og planó eftir Joseph Haydn. Stefan Staryk og Lise Bouc- her leika. b. Strengjakvartett I C-dúr op. 29 eftir Ludwig van Beethoven. Félagar úr Vlnar- oktettinum leika. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaöu með mér — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttlr. 17.50 Slðdegisútvarp — Sverri Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Minningar rlkisstjórnarit- ara. Pétur Eggerz les annan lestur af þremur úr minninga- bók sinni. 20.50 Frumort Ijóð. Bragi Sigur- jónsson skáld les úr Ijóðum sinum. 21.05 Tónlist eftir Jórunni Viö- ar. a. Hugleiðing um fimm gamlarstemmur. b. Fjórtán tilbrigði um (s- lenskt þjóðlag. c. Dans. Höfundur leikur á planó. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnart" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (15). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar Islands I Háskólablói SJÓNVARP 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 4. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Ellefti þáttur. Franskur brúöu- og teiknimyndaflokk- ur I þrettán þáttum um vlö- förlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Bjðrt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifa flugeðlur enn? (Wildlife: Pretodactyls- ÞRIÐJUDtkGUR 12. rtóvember Alive?) Bresk náttúrullfs- mynd. Fyrir einum sjötlu milljónum ára liföu fleyg skriödýr á jðröinni samtlma risaeölunum. i myndinni er fjallaö um þessar flugeðlur, lifnaöarhætti þeirra og núlif- andi frændur. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 21.20 Til hinstu hvlldar. (Cpver Her Face.) Nýr flokk- ur — Fyrsti þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur f sex þáttum eftir sögu P.D. Jam- es, höfundar „Vargs I vé- um“. Aðalhlutverk: Roy Marsden. Adam Dalgliesh rannsakar dauöa manns sem grunaöur er um flkni- efnasölu. Hann rekur slóöina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýöandi Kristrún Þórðar- dóttir. 22.15 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Guöni Bragason. 22.50 Fréttir I dagskrárlok. 9. þ.m. Stjórnandi: Jean- Pierre Jacquillat. Einsöngv- ari: Kristinn Sigmundsson. a. „Draumur á Jónsmessu- nótt", forleikur eftir Felix Mendelssohn. b. Óperutónlist eftir Verdi, Donizetti og Giordano. c. Fjórar sjávarmyndir úr óperunni „Peter Grimes" eftir Benjamin Britten. Kynn- ir: Jón Múli Arnason. 24.00 Fréttir.Dagskrárlok. ÞRIÐJUDÞGUR 12. nóvember 10:00—10:30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórn- andi: Ragnar Sær Ragnars- son. 10:30—12.-00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14Æ0—16Æ0 Blöndun á staðn- um. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16:00—17:00 Frlstund. Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarö Ingólfs- son. 17H)0—18:00 Sögur af sviöinu. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.