Morgunblaðið - 12.11.1985, Side 15

Morgunblaðið - 12.11.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 15 Konur — hvad? — eftir Brit Bieltvedt Margt höfum við konur þurft að heyra um dagana, en þegar áhrifa- maður í þjóðfélaginu, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, lætur hafa eftir sér önnur eins ummæli og birtust í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 28. október síðastliðinn. tekur steininn úr. Á bls. 2 í umræddu blaði, er haft eftir Magnúsi orðrétt: „Maður hefur verið að gera sér vonir um, að þær (konur — innskot mitt) væru að koma í auknum mæli til atvinnulífsins, en niðurstaðan í þessari könnun sýnir því miður, að svo er ekki.“ Síðar í sömu grein segir Magnús: „Þetta er einmitt sú kynslóð sem verið hefur að ná áttunum á kvennaáratugnum og maður hefði haldið að það hefði haft einhver áhrif, en það kemur greinilega í ljós hversu áberandi það er, að konur sækja ennþá inn í þessar hefðbundnu kvennagrein- ar, þ.e. hugvisindi, kennslu og heilbrigðisgreinar" (tilvitnun lýk- ur). Hvað meinar maðurinn? Til- heyra störf kvenna ekki atvinnulíf- inu? Veit maðurinn ekki, að auk þess að sinna flestum heimilis- störfum, vinna u.þ.b. 80%íslenskra kvenna utan heimilis? Hvernig Flosi Kristjánsson (Lv.) og Ágúst Gíslason í minkahúsinu. MorgunbUaið/Bjarni ísafjörður: „Höfum heimsins besta hráefni í Ioðdýrafóður“ — segir Ágúst Gíslason sem er að byggja loðdýrabú á ísafirði ásamt félaga sínum Á ÍSAFIRÐI eru að taka til starfa tvö loðdýrabú. Eru þau í Kirkjubólslandi í Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. Karl Aspelund er búinn að byggja 600 fermetra minkahús og Ágúst Gíslason og Flosi Kristjánsson eru langt komn- ir með byggingu tveggja húsa, samtals fyrir 340 minkalæður og 100 refalæð- ur. Þeir hafa leyfi fyrir 600 minkalæð- um og 150 refalæðum og hyggjast stækka húsin síðar. Blaðamaður hitti Ágúst og Flosa á dögunum en þeir voru þá önnum kafnir við smíðarnar. Þeir hafa báðir verið skipverjar á aflaskipinu Guðbjörgu, og verður Flosi það eitthvað áfram. Búið tekur til starfa á næstu vikum og ætlar Ágúst að hirða dýrin í vetur. Ágúst er reyndar vanur loðdýraræktandi, bjó með refi í Botni í Mjóafirði við ísafjarðardjúp í tæp þrjú ár. Var hann eini refabóndinn í Djúpinu og voru erfiðleikar við fóðuröflun honum til trafala. Þrátt fyrir það náði hann framúrskarandi árangri og var bú hans með mestu frjósem- ina á landinu eitt árið. Loðdýra- ræktin togar í Ágúst og nú er hann að byrja aftur ásamt félaga sínum af sjónum. Fengu leyfi til innflutnings á silfurref Ágúst sagði að þeir félagar myndu ná í 300 minkalæður á Sauðárkrók í byrjun desember. Þá hefðu þeir fengið leyfi til innflutn- ings á 50 silfurrefum sem þeir væru þegar búnir að tryggja sér á einu besta búi Noregs. Verður bú þeirra annað silfurrefabúið í landinu því fyrir eru silfurrefir í sóttkví á Hofi 1 Vatnsdal. „Við fáum annan stofn og skapast þá möguleikar til blóð- blöndunar hér innanlands. Við telj- um alveg sérstakar aðstæður fyrir silfurrefarækt á íslandi. Bygging- arkostnaðurinn er 3-5-faldur miðað við nágrannalöndin en silfurrefur- inn skilar meiru upp í húsaleigu vegna þess að hann þarf minna húsrými en blárefurinn og gefur mun verðmætari skinn. Þetta er reyndar gífurlega dýrt fyrirtæki, hver silfurrefslæða mun kosta 18- 20 þúsund krónur hingað komin, en skinnin eru það verðmæt að þau eiga að standa vel undir þessu í framtíðinni," sagði Ágúst. Hann sagði að silfurrefurinn væri vand- meðfarinn og talinn erfiður í hirð- ingu en silfurrefabúskapurinn á Hofi hefði gengið mjög vel og væri því hægt að leita ráða þar og einnig erlendis ef á þyrfti að halda. Ágúst hefur kynnt sér skinna- verkun vel og hafa þeir hug á að útbúa aðstöðu til skinnaverkunar á búi sínu á næsta ári með það fyrir augum að verka skinn fyrir sjálfa sig og aðra. Þeir ætla að kaupa loðdýrafóður af Hraðfrystihúsinu Norðurtanganum á Isafirði sem er að setja upp fóðurstöð, en einnig er fóðurstöð á Fiateyri. „Vestfirðingar seinir ti!“ „Ég tel að vestfirskir bændur geti mjög aukið við sig í loðdýra- ræktinni því verstöðvarnar hérna hafa upp á að bjóða heimsins besta hráefni til loðdýrafóðurs," sagði Ágúst. Hann sagði að þorskaf- skurður væri langbesta hráefnið í loðdýrafóður. Á Vestfjörðum félli það til ferskt og í mestum mæli á þeim tímum árs sem fóðurþörfin væri mest. Ágúst er líka trúaður á framtíð loðdýraræktarinnar: „Ég sakna þess sárt hvað vestfirskir bændur vakna seint til lífsins i þessari nýju búgrein, sem er vaxt- arbroddurinn í landbúnaðnum í dag ásamt fiskeldinu. Þetta eru einu greinarnar í landbúnaðinum sem enn eru opnar og framtíðarmögu- leikar eru í. Ég tel að þeir menn hafi skilað góðu verki sem sömdu 5 ára áætlunina fyrir loðdýrarækt- ina. Það var fyrst þá sem ráðamenn sáu þýðingu hennar fyrir gjaldeyr- issköpun þjóðarinnar og þá var fyrst opnað fyrir fjármagn til loð- dýraræktarinnar," sagði Agúst. - HBj. „Hvers vegna eiga kon- ur að hlíta ráðum karla í starfsvali fremur en eigin löngunum?“ getur þá nokkur fullyrt, að konur taki lítinn þátt í atvinnulífinu? Hvílík fyrirlitning á hinum hefð- bundnu kvennastörfum! Ég efa ekki, að niðurstöður þess- arar könnunar, að konur sæki enn að stærstum hluta í hefðbundnar kvennagreinar, eru réttar, en því skyldu konur ekki sækja í þau störf sem þeim stendur hugur til? Hvers vegna eiga konur að hlíta ráðum karla í starfsvali fremur en eigin löngunum? Segjum svo, að konur hlýddu ráðum Magnúsar og skoðana- bræðra hans og flykktust í hin dæmigerðu karlastörf, ætli mörg- um karlinum þætti ekki nóg um samkeppnina? Hvernig ætla þessir menn, að samfélagið muni þróast, ef konur hættu að starfa í leikskól- um, skólum, elliheimilum, sjúkra- húsum og hraðfrystihúsum og beindu starfskröftum sínum að bifreiðaviðgerðum, pípulögnum og húsbyggingum? Á þá bara að loka þessum dæmigerðu vinnustöðum kvenna eða ætlar Magnús, að karlar muni taka að sér þessi störf fyrir þau laun sem í boði eru? Varla telur hann þessar stofnanir ónauðsynlegar. Er það raunverulega skoðun Magnúsar, að bílaviðgerðir eða hönnun brúa séu merkilegri störf en þau, sem varða andlega og lík- amlega vellíðan fólks? Við lestur þessarar blaðagreinar skilur maður hversvega svo hægt miðar að bæta launakjör kvenna. Þess er varla að vænta, að úr þeim málum rætist á meðan áhrifamenn eins og Magnús hafa slíkar skoðan- ir á hefðbundnum kvennastörfum og vanmeta þessi störf eins og blaðagreinin ber vott um. Ástæða er til að minna á, að Magnús er virkur samningsaðili í launamál- um hér á landi. Nei, það virðist þurfa hugarfars- byltingu til þess að karlmenn ljúki upp augum og viðurkenni mikil- vægi hefdbundinna kvennastarfa og þau sjálfsögðu mannréttindi, að sérhver einstaklingur, kona jafnt sem karl, geti valið sér það lífsstarf sem hugurinn stendur til — þá fyrst er hægt að tala um jafnrétti. Án samstarfs okkar allra, í öll- um starfsgreinum, getur samfé- lagið ekki sinnt hlutverki sínu. Því eru öll störf, jafnt kvenna- og karla- störf, mikilvæg og merkileg og ber að meta þau sem slík. Borgarnesi 29. október 1985. Höfundur er húsmódir og nemandi í félagsrísindadeild Háskóla ís- lands. Klingjandi kristall-kærkomin gjöf KOSTAÍBODA Bankastræti 10. Sími 13122 — 621812.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.