Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 :shannon: :datastor: :datastor: Allt á sínum staö meö : shannon : :datastor: idatastor: sKjalaskáp Ef einhver sérstðk vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband við okkur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig ShdHHOH skjalaskápur hefur ,.allt á sínum staö". Otaöluataðir: REYKJAVlK Penninn Hallarmúla KEFLAVlK Bókabué KeHavlliur AKRANES Bókaversl . Andrós Níelsson HF ISAFJÖROUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI Bókaval. bóka- og ritfangaverslun HUSAVlK Bókaverslun Þóranns Stefánssonar ESKIFJÖRÐUR. Elis Guónason. verslun VESTMANNAEYJAR Bókabúótn EGILSSTAOfR Bókabúótn Hloóum SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Léttur, Ijúfur og þéttur Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld. Því skiptir það móli að þú veljir góðan kodda, - kodda sem veitir höfði og hölsi nökvœmlega réttan stuðning. Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu kröfum vandlótra notenda og er prýddur fjölmörgum kostum: • Hann er gerður úr hreinu nöttúrugúmmíi, - sérstaklega hreinlegu efni sem hrindir frö sér ryki og óhreinindum og þolir þvott. Hann er þvf einnig mjög heppilegur fyrir þö sem þjöst af ofnœmi, asma og heymœði. • 3000 rörlaga loftgöt sjö um að loftið leikur um koddann að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir jafnframt að koddinn heldur övallt lögun sinni, er mjúkur og fiaðurmagnaður. Haltu þér fast! - Verðið kemur ö óvart! Haltu þér fast! - Verðið kemur ö óvart! \f0 Við erum með tvœr gerðir af Latex kcxldum: i.f\l Mýkri gerð á kr.600.- Stífari gerð á kr.712.- 5® x DbnlopíllO LVéTADUn Dugguvogi 8-10 Síml 84655 p fógtnil S>1 n £ Áskriftcirsíminn er 83033 Listamiðstöðin Svía- virki og Níels Hafstein Þad var sögulegur dagur í norrænni menningarviðleitni er Sonja krónprins- essa Noregs opnaði aðalbyggingu Svíavirkis nú í sumar. Hér sést hún ásamt Merettu Jukkuri við þá hátíðlegu athöfn. Myndlist Bragi Ásgeirsson í Morgunblaðinu 22. október sl. birtist athugasemd frá Níelsi Hafstein, ritara stjórnar Nýlista- safnsins, vegna greinar minnar um formlega opnun aðalbyggingar Listamiðstöðvarinnar Sveaborg nú í sumar. Grein mín birtist 17. september. Níels Hafstein er mikið niðri fyrir og segir mig hafa rangfært staðreyndir varðandi þátttöku Nýlistasafnsins. Hann hefur grein sína á því að segja mig hafa notað mikinn hluta greinar minnar í að úhúða Nýlistasafninu, og að ég finni því allt til foráttu. Hvort tveggja er rangt, því að hið fyrsta þá er ekki nema lítill hluti greinar minnar sérstaklega helgaður hlut Nýlistasafnsins, og svo tók ég einungis fyrir þátttöku safnsins á þessari einu sýningu, en alls ekki starísemi þess almennt. Fram- slátturinn dæmist þvi neðanjarð- arrök. Þetta upphaf gerir að sjálfsögðu skrif Níelsar ákaflega hæpin og lítt svaraverð, en það er alvarlegt mál, er hann segir mig hafa komið fram með rangfærslur um um- rædda sýningu og sætti ég mig alls ekki við þann misvísandi framslátt. Meginkjarninn i umfjöllun minni um hlut Nýlistasafnsins á umræddri sýningu var vísun til þess, að viðkomandi hefðu ekki farið eftir þeim reglum, er þátttak- endum voru settar í upphafi. Var þess m.a. sérstaklega óskað, að innsend verk væru ekki mjög stór og fyrirferðarmikil né viðkvæm fyrir hnjaski og skemmdum. Þetta eru í raun alþjóðleg ákvæði um flestar meiri háttar sýningar því að sjálfsagt er hér mikið í húfi vegna vátryggingar verkanna og uppsetningu þeirra í sýningarrýminu. Þessi ákvæði ættu í raun að vera óþörf og óskráð lög, er samviska hvers einasta listamanns býður honum að halda í heiðri. En á því hefur því miöur bersýnilega verið mikill misbrestur, og því hefur þetta ákvæði, skýrt og skorinort verið sett inn í alþjóðlegar sýning- arreglur. Sjálfur hef ég sem fyrrum með- limur og formaður sýningarnefnd- ar FlM þurft að taka afstöðu í leiðindamálum, er skara þennan vettvang og orðið vitni að ótrúlegri lágkúru og öfugsnúnu siðgæði hér. Ég samdi því sýningarreglur fyrir félagið, er ég vann upp úr alþjóð- legum reglum í þessum efnum. Lagði ég og sérstaka áherslu á þetta atriði. Eðlilega fór það sérstaklega illa í mig, er ég uppgötvaði, að augljóst var, að þessar reglur höfðu ekki verið virtar nægilega vel varðandi sýninguna á Sveaborg. Ég fékk svo staðfestingu á því, er heim kom, og ég fékk reglurnar upp í hend- urnar. Það er rétt, sem Níels Hafstein segir, að sýningarsölunum hafi verið skipt niður þannig, að hvert land fékk ákveðið rými og verkun- um var yfirleitt dreift þannig, að þau nytu sín sem best. Undantekn- ingin var hér íslenska deildin, því að henni var skipt í tvo afmarkaða hluta nema að því leyti, að tvö viðkvæmustu verkin voru sett innan um málverk Listasafns Is- lands — tvö verk, sem bæði voru í eðli sínu og uppsetningu andstæð sýningarreglunum að mínu mati og sköpuðu strax á fyrsta degi óþrif kringum verk Listasafns íslands. Þá má geta þess, að sýningar- gesti nokkrum héðan frá tslandi kom þetta allt einnig spánskt fyrir sjónir nokkru seinna og spurðist fyrir um ástæðuna. Fékk hann það svar, að þannig hefðu fulltrúar Nýlistasafnsins víst viljað hafa það... Hér er enginn að dæma um verkin í sjálfu sér, heldur vægast sagt óheppilega staðsetningu þeirra. I grein Níelsar segir og, að sam- band hafi verið haft við listsagn- fræðinginn frú Merettu Jukkuri, umsjónarmann sýningarinnar, og hafi hún verið mjög undrandi og sár yfir rangfærslum Braga Ás- geirssonar. Hér er málum nokkuð blandað, því að umrædd Meretta Jukkuri var einmitt stödd hér á landi og hafa viðkomandi rætt við hana hér, en ekki haft samband við hana yfir hafið. Það væri og næsta fróðlegt að vita, hvernig Nýlistasafnsmenn hafa hagað orðum sínum og mál- flutningi, og hví var ég ekki kallað- ur á fundinn til að standa fyrir máli mínu? Og hví mótmælti ekki Meretta Jukkuri umsvifalaust ummælum mínum persónulega eða birti athugasemd í Mbl.? Ég er vel kunnugur Merettu Jukkuri og hef haft við hana ánægjulegt samstarf og vona, að svo verði áfram og ávallt. Ekki hefði staðið á mér að leið- rétta allar meintar rangfærslur, hafi þær einhverjar verið, sem mér virðist þó ekki. Ég vissi ekki fyrr en ég las grein Útlifaðar Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Tónabíó: HAMAGANGUR I MENNTÓ — Joy of sex ‘á Leikstjóri Martha Coolidge. Aðalhlutverk Colleen Camp, Ernie Hudson. Bandarísk frá 1984, gerð af Paramount. Það er vissulega ánægjulegt að sjá að þeir sem semja textann við auglýsingar kvikmyndahús- anna í dagblöðunum, gera orðið tilraunir til að lyfta honum af því ofur lága plani sem hann hefur dormað á allt frá tímum Bíópetersen. Hér hafa löngum blasað við augum útslitnar klisj- ur og örmagna lýsingarorð sem fara fyrir brjóstið á lesendum. Menn reyna að sjálfsögðu að selja sína vöru og allar upplýs- ingar um efni, aðstandendur og listamenn þá sem lagt hafa myndinni lið eru vel þegnar og ágætar. En smeykur er ég um að gömlu frasarnir séu orðnir harla neikvæðir. Þegar litið er á auglýsinga- texta Hamagangs í Menntó, (nafnið sjálft gömul lumma), kemur í ljós romsa: „Ofsafjör- ug... pínudjörf, ný amerísk grínmynd", og síöan það sem á að vera rúsínan í pylsluendanum, og reynt er að framreiða að hætti þess aldurshóps sem mestar lummur vonir eru bundnar við að rekist inn á myndina „ .. .sem fjallar um tryllta menntskælinga og víðáttuvitlaus uppátæki þeirra...“ Ekki gengur þetta. I ljós kem- ur við skoðun, að umrædd mynd á því miður fátt af þessum lýs- ingarorðum né háfleygu útlegg- ingum skilið. En það sem hefur vakað upphaflega fyrir framleið- endum myndarinnar hefur sjálf- sagt verið eitthvað í áttina við textann. Og höfundur hans er að selja það sem hann hefur vonast til að sé efni myndarinnar. En Hamagangur í Menntó er ekkert annað en enn eitt, vesælt, stein- dautt og andlaust, (og gjörsam- lega náttúrulaust, varið ykkur á bandaríska heitinu), afkvæmi unglingamyndadellunnar. Flest það sem fyrir augun ber hefur oft sést áður og heldur betur gert. Myndin komst reyndar á síður blaða, um það leyti sem átti að fara að dreifa henni til sýn- inga vestan hafs. Sú frægð var af endemum. Stjórnendur háðs- blaðsins National Lampooh, sem stóðu að baki þessarar og nokk- urra annarra grínmynda á síð- astliðnum árum, voru svo óhress- ir með þetta afkvæmi sitt að þeir afneituðu því; létu fjarlægja nafn blaðsins úr titli og af plakötum myndarinnar, kalla þeir þó ekki allt ömmu sína. Nóg sagt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.