Morgunblaðið - 12.11.1985, Page 28

Morgunblaðið - 12.11.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Morgunblaðið/Eyjólfur Frá aðalfundi Sjóefnavinnslunnar. Guðmundur Malmkvist stjórnarformaður í ræðustól. Aðalfimdur Sjóefnavinnslunnar: Tilraun gerð með ís- lenzkt salt við fisksöltun Vogum, 4. nóvember. AÐALFUNDUR Sjóefnavinnslunnar hf. var haldinn í veitingahúsinu Glóð- inni í Keflavík sl. föstudag. Það kom fram í ræðu Magnúsar Magnússonar framkvæmdastjóra að Sjóefnavinnslan hf. hafi ráðið til sín sérstakan mann til að vinna að markaðsrannsóknum á saiti og kolsýru, og undirbúa sölu og dreif- ingu. Þá sagði hann afrakstur þeirrar vinnu að koma í ljós og það megi segja að ákveðinn mark- aður sé reiðubúinn til að greiða hærra verð fyrir Reykjanessalt en það verð sem saltið er selt á í dag, en sá markaður þarfnast annarra pakkninga en boðið er upp á í dag. Einnig er ákveðnir notendur á salti væru tilbúnir að greiða núverandi verð og þar í kring, þótt nokkur óvissa ríki um stærð þess markað- ar. Samstarf hefur tekist milli Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda, Sjóefnavinnslunnar og Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins um að hrinda í framkvæmd tilraun, sem yrði að því umfangi að gefa óyggjandi niðurstöður um gæði hinna ýmsu salttegunda, og hagkvæmni þess að nota þær salt- tegundir við fisksöltun. Þá kom það fram á fundinum, að jafnhliða fljótandi kolsýru og þurrís er verið að koma á markað, þó í minna mæli, sérstöku heilsu- salti og kísil, sem er áburður til heilsubætandi notkunar. Heilsu- salt verður selt í fljótandi formi og er mettaður saltlögur, en notk- un hans hefur gefið góða raun í bakstur. Nýlega hefur verið byrjað á sölu og dreifingu á kísil sem áburði til heilsubætandi notkunar í Noregi og Svíþjóð, og hefur til- raunasending á þessa markaði gefist vel. Sjóefnavinnslan ráð- gerði að koma kísil á innlendan markað innan skamms til sömu nota. Guðmundur Malmkvist var end- urkjörinn formaður stjórnar, en aðrir í stjórn eru Árni Kolbeins- son, Halldór Ibsen, Gunnar Sveinsson og Björgvin Gunnars- son. E.G. Hvanneyrarkirkja 80 ára ^ Hvannatúni í Andftkfl, 7. nóvember. Á ALLRA heilagra messu, sunnu- daginn 3. nóvember sl. var þess minnst að 80 ár eru liðin frá vígslu Hvanneyrarkirkju í Borgarfirði. Kirkja sú sem nú stendur á Hvanneyri var byggð árið 1905, teiknuð af Rögnvaldi ólafssyni og vígð 15. október sama ár af sr. Jóni Sveinssyni prófasti í Görðum á Akranesi. Kirkjan er í eign og umsjá Bændaskólans á Hvann- eyri. Kirkjan var illa farin vegna fúa, en 1982 var ákvörðun tekin um að endurbyggja hana og leitast við að gera hana úr garði svo sem hún upphaflega var. Má nú heita að því verki sé að mestu lokið og hefur Þorvaldur Brynjólfsson frá Hrafnabjörgum haft veg og vanda af því verki og hefur frábærlega tiltekist. Þá er og ástæða til að nefna að Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar gaf kirkjunni aðlög og tengigrind ásamt 1 xh mín. lítra af heitu vatni til upphitunar hennar um alla framtíð. Sýndi HAB þar lofsvert frumkvæði og skilning. Kirkjuafmælið á Hvanneyri hófst með hátíðarmessu kl. 14. Biskup íslands hr. Pétur Sigur- geirsson og frú hans, ásamt ritara biskups sr. Magnúsi Guðjónssyni, heimsóttu kirkjuna og staðinn. Við messuna þjónuðu þeir fyrir altari, sóknarpresturinn sr. ólaf- ur Jens Sigurðsson, sr. Geir Waage í Reykholti og sr. Brynjólf- ur Gíslason í Stafholti en hr. Pét- ur Sigurgeirsson biskup prédik- aði. I lok messunnar afhenti Guðmundur Jónsson fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri kirkjunni róðukross og 2 stjaka að gjöf og lýsti um leið hug og tilfinningum sínum til þessa guðshúss sem væri annað tveggja sem sér þætti vænst um, hitt væri kirkja sú sem hann var skírður í, fermdur og giftur, gamla Blönduóskirkja. Lýsti Guðmundur hug sínum til kirkjunnar af hógværð, einlægni og látleysi og var það áhrifarík Ilvanneyrarkirkja. Morgunblaðið/DJ stund. Biskup þakkaði Guðmundi orð hans og bað að Guðs blessun mætti fylgja þessum aldna hús- bónda á Hvanneyri og öllu hans fólki. Þá barst kirkjunni fagur blóm- vöndur frá börnum Halldórs heit. Vilhjálmssonar, skólastjóra og Svövu Þórhallsdóttur en þau systkin hafa sýnt kirkjunni lofs- verða ræktarsemi margsinnis. Magnús B. Jónsson fyrrum skóla- stjóri og formaður sóknarnefndar flutti síðan þakkir fyrir gjafir þessar og þann góða hug sem að baki þeirra byggi. Kór Hvanneyrarkirkju söng við athöfnina undir stjórn söngstjóra síns Bjarna Guðráðssonar sem nýlega hefur tekið við organista- störfum. Að lokinni hátíðarmess- unni var boðið til kaffisamsætis í húsakynnum Bændaskólans. Þeirri dagskrá sem þar fór fram stjórnaði núverandi skólastjóri, Sveinn Hallgrímsson. Hann bauð fólk velkomið og að njóta þeirra veitinga er fram voru bornar og kynnti dagskrá. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson gerði í stuttu máli grein fyrir sögu staðar og kirkju á Hvanneyri, Magnús B. Jónsson gerði grein fyrir þeim miklu endurbótum sem fram hafa farið á kirkjunni og hvers vegna sú ákvörðun var tekin að ráðast í þær. Færði hann þakkir ölium þeim sem lið hafa lagt því mikla verki sem hér hefur verið unnið og gat þar sérstaklega tveggja manna; Þorvaldar Brynj- ólfssonar og sr. Magnúsar Guð- jónssonar, biskupsritara og taldi kirkjuna hafa átt þar góða að, ásamt mörgum öðrum. Að lokum flutti biskup hr. Pétur Sigurgeirs- son ávarp. Hann benti á hvernig kirkja og skóli hefðu setið saman í sáttum á þessum góða stað, og bað Guð að blessa stað og kirkju og það fólk sem kirkjan kallaði til helgra tíða. Bjarni Guðráðsson stjórnaði fjöldasöng á milli dagskrárliða. Áð lokum þakkaði skólastjóri Sveinn Hallgrímsson, biskupi og frú hans og gestum öllum fyrir komuna að Hvanneyri þennan hátíðisdag og lét í ljós ánægju og þökk fyrir að vel hefði tiltekist. Afæmlishátíð þessi fór hið bezta fram og var öllum til sóma er að stóðu. Kirkjan á Hvanneyri vekur athygli allra sem um Hvanneyr- arstað fara, þótt ekki sé hún stór- hýsi. Hún ber höfundi sínum Röngvaldi ólafssyni fagurt vitni og hár turn hennar sést víða að. Þá fellur hún fagurlega að hinum gömlu byggingum á Hvanneyri og sómir sér vel á gamla Hvann- eyrarhlaðinu og nú hefur verið séð svo fyrir að hún verður varðveitt ásamt öðrum gömlum byggingum á Hvanneyri, sem ekki er ólíklegt að verði taidar eitt hið merkileg- asta af gamalli húsagerðarlist sem varðveitist í Borgarfirði. Að Hvanneyri kemur fjöldi gesta og ferðamanna og það er ekki fyrir tilviljun að flestir þeirra leggja leið sína í þetta helga hús. DJ. Peningamarkaðurinn1 GENGIS- SKRÁNING Nr. 214 — 11. nóvember 1985 Kr. Kr. TolF EúlKL 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 41,700 41320 41,730 SLpund 59364 59,435 59315 Kan.dollari 30393 30380 30343 Dönskkr. 4,3665 4,3791 43507 Norskkr. 53785 53937 53640 Sænskkr. 53885 53037 53573 FLmark 7,4035 7,4248 7,3494 Fr.franki 5,2265 53416 5,1765 Belg.franki 0,7844 0,7866 0,7790 Sv.rranki 19,3733 19,4290 193544 Holl. gyllini 14,1260 14,1667 13,9879 y-þ. mark 15,9267 15,9725 15,7820 iLlíra 0,02360 0,02367 0,02338 Austurr. sch. 2,2650 23715 23463 PorLescudo 03566 03574 03568 Sp. peseti 03593 03601 03576 í*P-jen 03309 030368 0,19538 Irsktpund 4932 49394 48324 SDR(SérsL 44,7694 44,8982 44,4305 dráttarr.) ___________________________________/ INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðtbækur................ 22,00% Sparisjóðtreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýöubankinn............. 25,00% Búnaöarbankinn............ 25,00% lönaöarbankinn............ 23,00% landsbankinn.............. 23,00% Samvinnubankinn........... 25,00% Sparisjcðir............... 25,00% Útvegsbankinn............. 23,00% Verzlunarbankinn.......... 25,00% meö6mánaöaupptögn Alþýöubankinn............. 30,00% Búnaðarbankinn............ 28,00% Iðnaðarbankinn............ 28,00% Samvinnubankinn........... 30,00% Sparisjóðir............... 28,00% Útvegsbankinn............. 29,00% Verzlunarbankinn.......... 31,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýöubankinn............. 32,00% Landsbankinn.............. 31,00% Útvegsbankinn............. 32,00% Innlánsskírteini Alþýöubankinn............... 28,00% Sparisjóöir................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 1,50% Búnaöarbankinn............... 1,00% Iðnaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn................. 1,00% Samvinnubankinn.............. 1,00% Sparisjóðir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn............. 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýöubankinn................ 3,50% Búnaðarbankinn............... 3,50% lönaöarbankinn............... 3,50% Landsbankinn................. 3,00% Samvinnubankinn.............. 3,00% Sparisjóöir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn............. 3,50% Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýöubankinn — ávisanareikningar.........17,00% — hlaupareikningar......... 10,00% Búnaðarbankinn............... 8,00% Iðnaöarbankinn............... 8,00% Landsbankinn.................10,00% Samvinnubankinn.............. 8,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn................. 8,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% Stjörnureikningar: I, II, III Alþýöubankinn................ 9,00% Safnlán - heimilislán - IB-lán - pkíslán með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaðarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Iðnaöarbankinn.............. 26,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir............... 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandartkjadollar Alþýöubankinn................. 8,00% Búnaðarbankinn................ 7,50% lönaöarbankinn................ 7,00% Landsbankinn................ 7,50% Samvinnubankinn.............. 7,50% Sparisjóöir.................. 8,00% Útvegsbankinn................. 7,50% Verzlunarbankinn.............. 7,50% Sterlingspund Alþýöubankinn.............. 11,50% Búnaöarbankinn..............11,00% Iðnaöarbankinn..............11,00% Landsbankinn............... 11,50% Samvinnubankinn............ 11,50% Sparisjóðir................ 11,50% Útvegsbankinn.............. 11,00% Verzlunarbankinn............11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýöubankinn............... 4,50% Búnaöarbankinn.............. 4,25% Iðnaðarbankinn.............. 4,00% Landsbankinn................ 4,50% Samvinnubankinn............. 4,50% Sparisjóöir................. 4,50% Útvegsbankinn............... 4,50% Verzlunarbankinn............ 5,00% Dansksr krónur Alþýðubankinn............... 9,50% Búnaöarbankinn.............. 8,00% Iðnaöarbankinn.............. 8,00% Landsbankinn................ 9,00% Samvinnubankinn............. 9,00% Sparisjóöir................. 9,00% Útvegsbankinn............... 9,00% Verzlunarbankinn........... 10,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextir: Landsbankinn............... 30,00% Útvegsbankinn.............. 30,00% Búnaðarbankinn............ 30,00% Iðnaöarbankinn............. 30,00% Verzlunarbankinn........... 30,00% Samvinnubankinn............ 30,00% Alþýðubankinn.............. 29,00% Sparisjóðir................ 30,00% Viðskiptavixlar Alþýöubankinn.............. 32,50% Landsbankinn............... 32,50% Búnaðarbankinn.................35% Sparisjóöir................ 32,50% Yfirdráttarlán af hlaupareikningum: Landsbankinn................31,50% Útvegsbankinn.............. 31,50% Búnaöarbankinn..............31,50% lönaöarbankinn............. 31,50% Verzlunarbankinn............31,50% Samvinnubankinn.............31,50% Alþýöubankinn...............31,50% Sparisjóöir.............. 31,50% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað........... 27,50% lán í SDR vegna útfl.framl........ 9,50% Bandaríkjadollar............ 9,75% Sterlingspund.............. 12,75% Vestur-þýsk mörk............ 6,25% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn................ 32,00% Útvegsbankinn............... 32,00% Búnaöarbankinn.............. 32,00% lönaðarbankinn.............. 32,00% Verzlunarbankinn..............32,0% Samvinnubankinn............. 32,00% Alþýöubankinn............... 32,00% Sparisjóðir................. 32,00% Viðskiptaskuldabréf: Landsbankinn................ 33,50% Búnaöarbankinn.............. 33,50% Sparisjóðirnir.............. 35,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í altt aö 2V4 ár....................... 4% Ienguren2%ár........................... 5% Vanskilavextir........................ 45% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. '84 .......... 32,00% Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphæö er nú 350 þúsund krón- ur og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjör- leg, þá getur sjóöurinn stytt lánstím- ann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóösins í tvö ár og þrjá mánuöi, miöað viö fullt starf. Biðtími eftir láni er sex mánuöir frá því umsókn berst sjóönum. Lífeyrisajööur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú, eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum, 192.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 16.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaðild bætast viö höfuöstól leyfi- legar lánsupphæðar 8.000 krónur á hverjum ársfjóröungl, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 480.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast viö 4.000 krónur fyrir hvern ársfjóröung sem líður. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggður meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvextl. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóðurinn meö skilyrðum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 525.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir nóvember 1985 er 1301 stig en var fyrir október 1266 stig. Hækkun milli mánaöanna er 2,76%. Miöaö er viö vísitöluna 100 íjúní 1979. Byggingavísitala fyrir október til desember 1985 er 229 stig, og er þá miöað viö 100íjanúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Sérboð Nafnvextirm.v. Höfuðstóls- Óbundiðfé óverðtr. kjör verðtr. kjðr Verðtrygg. tímabil tærslurvaxta vaxtaáári Landsbanki, Kjörbók: 1) 7-34,0 1,0 3mán. 1 Útvegsbanki.Abót: 22-34,6 1,0 1mán. 1 Búnaðarb.,Sparib: 1) 7-34,0 1,0 3mán. 1 Verzlunarb.,Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3mán. 2 Alþýðub.,Sérvaxtabók: 27-33,0 4 Sparisjóöir.Trompreikn: 32,0 3,0 1mán. 2 Iðnaöarbankinn:2) Bundið fé: 28,0 3,5 1mán. 2 Búnaðarb., 18mán.reikn: 36,0 3,5 6mán. 2 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka. 2) Tvær úttektir heimilaöar á hverju sex mánaöa tímabili án, þes að vextir lækki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.