Morgunblaðið - 12.11.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985
MorgunblaAid/Bjanii
NEMENDUR í MR óku 1860 hringi í kringum Hagtorgið í Reykjavík um
síðustu helgi og settu þar með heimsmet í hringakstri.
Heimsmet í
hringakstri
FIMM ungir menn, nemendur í 6.
bekk Menntaskólans í Reykjavík,
settu um helgina heimsmet í hring-
akstri, en heimsmet í slíkum akstri
er ekki til skráð. Óku piltarnir 1.860
_, hringi um Hagatorg í Reykjavík, sem
samsvarar 530 kílómetrum og voru
þeir 15 klukkustundir að aka þessa
1.860 hringi. „Nei, nei, við vorum
ekkert þreyttir, en við hættum eftir
15 klukkustundir, því við vorum
búnir að ákveða það áður en við
byrjuðum," sagði Aðalsteinn Þórar-
insson, einn fimmmenninganna, er
blaðamaður Mbl. ræddi við hann í
gær. Sagðist hann eiga von á að fá
aksturinn skráðan sem heimsmet í
heimsmetabók Guinness, „nema
einhverjir setji nýtt heimsmet áður
v en bókin verður næst gefín út“. Sagði
Aðalsteinn að upphaflega hafí verið
ráðgert að safna áheitum og láta
peningana í dimmisjón- og útskriftar-
sjóð, en ýmis vandkvæði hafí síðan
komið í veg fyrir það.
Þeir sem tóku þátt í akstrinum
voru auk Aðalsteins, Ágúst ólafs-
son, Sigurður Þorsteinsson, Sig-
urður S. Björnsson og Steingrímur
B. Björnsson og óku tveir í einu í
eina klukkustund í senn á meðan
þrír hvíldu sig í tjaldi sem komið
hafði verið upp á miðju Hagatorgi.
„Það héldu nú margir að við vær-
um að mótmæla húsnæðisskorti,"
sagði Aðalsteinn, „en við leiðrétt-
um það“.
Að loknum hringakstri í 15
klukkustundir var skálað í kampa-
víni á Hagatorginu og síðan hélt
Við hvíldarbúðirnar á Hagatorgi.
hver til síns heima með bros á
vör. Hver brosir ekki eftir að hafa
sett heimsmet?
■■■1
V Þessi mynd var tekin af leikhóp Verslunarskólans sem undanfarnar vikur
hefur æft leikritið „Blúndur og blásýra", en leikritið verður sýnt í hátíðarsal
skólans að kvöldi 15. nóvember næstkomandi.
Listahátíð Verslun-
arskóla íslands.
LISTAHÁTÍÐ Verslunarskóla ís-
lands hófst í gær, mánudag, og stend-
ur til 15. þessa mánaðar. Sett hefur
verið af stað Ijósmynda- og myndlist-
arkeppni í tilefni hátíðarinnar og
verða verðlaun í keppninni afhent
að kvöldi 15. nóvember að lokinni
frumsýningu leikritsins „Blúndur og
blásýra“ eftir John Kesselving, en
Hallur Helgason leikstýrir verkinu.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu sem Morgunblaðinu
hefur borist frá listafélagi Versl-
unarskólans, þar sem ennfremur
segir að í kvöld, þriðjudagskvöld,
verði tónleikar í hátíðarsal skólans
með Costa Nostru og Valgeiri
Guðjónssyni, og hefjast tónleik-
arnir kl. 20.30. Söngva- og hæfi-
leikakeppni nemenda fer fram
annað kvöld kl. 21 og á morgun
kemur út bók með ljóðum og smá-
sögum eftir nemendur skólans. Á
fimmtudagskvöld verður bók-
menntakynning, þar sem skáld og
rithöfundar lesa upp úr verkum
sínum.
Norðanmenn
Hér funda þeir milli funda stjórnarliðar úr Norðurlandskjördæmi eystra, Stefán Valgeirsson (F) og Halldór
Blöndal (S). í baksýn Gunnar G. Schram (S).
Alþingi í gær:
Vantar mál í efri deild
— menn í neðri deild
Þrjú mál vóru á dagskrá efri
deildar þings í gær. Þau vóru öll
tekin út af dagskrá og fundi slitið
svo segja um leið og hann hafði
verið settur. í neðri deild kvaddi
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) sér
hljóðs vegna slæmrar mætingar
þingmanna í þingdeildinni. Jó-
hanna Siguðardóttir (A), sem flutti
framsögu fyrir tekjuskattsfrum-
varpi, óskaði frestunar málsins
vegna fjarveru forsætisráðherra.
Fyrsta dagskrármál efri deild-
ar var frumvarp að lánsfjárlög-
um. Það er ekki hægt að mæla
fyrir þvi frumvarpi fyrr en mælt
hefur verið fyrir fjárlagafrum-
varpi, sem verður væntanlega
gert í dag (þriðjudag). Tvö þing-
mannafrumvörp Stefáns Bened-
iktssonar (BJ) vóru tekin af
dagskrá vegna fjarveru hans.
Fjallaði annað um rétt Hitaveitu
Reykjavíkur til framleiðslu og
sölu rafmagns en hitt um
greiðsluskilmála húsnæðislána.
Onnur þingmál vóru ekki tiltæk
þingdeildinni. Góð mæting var í
þingdeildinni en málaþurrð.
Þegar neðri deild þings hafði
verið að störfum rúman klukku-
tíma kvaddi Guðrún Agnars-
dóttir (Kvl.) sér hljóðs. Bar hún
fram fyrirspurn til forseta þing-
deildarinnar (Birgis ísleifs
Gunnarssonar), hvern veg stæði
á því að svo fáir þingmenn væru
•til staðar í þingdeildinni eða
samtals fjórir (af fjörutíu) og þar
af aðeins einn stjórnarþing-
maður, sá er gegndi forseta-
starfi. Þetta væri undarlegt í
ljósi þess hve hart menn berðust
um fyrir því að komast á þennan
vinnustað.
i Birgir ísleifur Gunnarsson,
starfandi þingdeildarforseti,
sagði óvenju marga þingmenn
hafa fjarvistarleyfi, m.a. vegna
.funda utan landsteina á vegum
Norðurlandaráðs. Aðra skýringu
hefði hann ekki á mætingu í
þingdeildinni.
Jóhanna Sigurðardóttir (A)
óskaði eftir því, er hún mælti
fyrir frumvarpi til breytinga á
tekjuskattslögum, að forsætis-
ráðherra væri viðstaddur um-
ræðuna. Hann var þá genginn úr
þinghúsi. Fór hún þá fram á
festun málsins.
Við atkvæðagreiðslur í lok
fundarins tóku tuttugu og fimm
þingmenn þátt í atkvæðagreiðslu
þar af tveir ráðherrar, Sverrir
Hermannsson, menntamálaráð-
herra, og Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra.
Fundi í þingdeildinni lauk eftir
eins klukkutíma og þriggja
stundarfjórðunga fund.
Stuttar þingfréttir:
Frumvörp ganga
til þingnefnda
Nokkur frumvörp voru afgreidd til
þingnefnda eftir fyrstu umræöu í
neöri deild Alþingis í gær. Þeirra
á meöal vóru:
* Frumvarp um skattfrádrátt
fískverkunarfólks, 10% af fisk-
vinnslutekjum, flutt af Sighvati
Björgvinssyni (A) og Guðmundi
J. Guðmundssyni (Abl). Frum-
varp þetta var flutt á síðasta
þingi en varð ekki útrætt þá.
* Frumvarp um endurmenntun
vegna tæknivæöingar í atvinnulíf-
inu, flutt af Jóhönnu Sigurðar-
dóttur o.fl. Fram kom í umræðu
að þetta mál hefur verið í vand-
legri könnun hjá nefnd á vegum
AIÞIHGI
ríkisstjórnar og aðila vinnu-
markaðar. Bæði menntamála-
ráðherra og félagsmálaráðherra
tóku þátt í umræðu og töldu
mikilvægt að móta markvissa
stefnu í þessu máli.
* Frumvarp sem kveöur á um
ríkiseign á orku fallvatna flutt af
Hjörleifi Guttormssyni (Abl) og
fleirum, flutt nú í þriðja sinni.
Frumvarpið gerir ráð fyrir und-
anþágum, þ.e. eignarrétti jarð-
eigenda að allt að 200 kw. sem
og þeirra sem þegar hafa virkjað
vatnsföll.
* Frumvarp til breytinga á
orkulögum. Kjartan Jóhannsson
mælti fyrir frumvarpi sem hann
og fleiri þingmenn flytja um
ríkiseign á háhita.
Eitt frumvarp var afgreitt til
þriðju umræðu. Friörik Sóphusson
(S) mælti fyrir nefndaráliti um
stjórnarfrumvarpi, þess efnis, að
greitt skuli 1.16% (í stað 1%
áður) af vergum tekjum Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga til lands-
hlutasamtaka þeirra.
Einar K. Guöfinnsson
Nýir þingmenn
TVEIR varaþingmenn tóku sæti á
Alþingi í gær. Einar K. Guðfínns-
son, stjórnmálafræöingur, fyrsti
varaþingmaöur Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi, tók sæti
Matthíasar Bjarnasonar, viöskipta-
og samgönguráðherra, í veikinda-
forföllum hans. Þá tók Guðmundur
Búason, kaupfélagsstjóri í Vest-
mannaeyjum, varaþingmaöur
Framsóknarflokks í Suðurlands-
kjördæmi, sæti Jóns Helgasonar,
landbúnaðarráðherra, í fjarveru
hans utanlands.