Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 31 HVAÐ SEGJA ÍSLENZKIR STQRMEISTARAR UM ÚRSLIT HEIMSMEISTARAEINVÍGISINS í MOSKVU? Friðrik Ólafsson stórmeistari: Úrslitin sanngjörn „ÞETTA var mjög spennandi ein- vígi, þótt ekki hafi þetta veriö í fyrsta sinn í sögunni sem úrslitin réöust ekki fyrr en í síöustu skák- inni. Árin 1951 og ’54, þegar Bo- tvinnik tefldi viö Bronstein og Smyrslov, var sama upp á teningn- um. Staöan var þá IIV2-IIV2 fyrir síðustu skákina. Báðum þeim skák- um lauk meö jafntefli og Botvinnik hélt titlinum. Þá var einvígi þeirra Karpov og Kortsnoj spennandi 1981. Staðan var 5-5 og allt valt á sjöttu skákinni,” sagði Friðrik Ól- afsson stórmeistari. „Einvígið var ekki aðeins mjög spennandi, heldur einnig sérlega vel teflt af beggja hálfu,“ sagði Friðrik. „Skákirnar voru fjörug- ar og lítið var um afleiki. Úrslitin voru einnig sanngjörn. Kasparov hafði undirtökin og var meira í sókn á meðan Karpov virtist verjast og hliðra sér hjá því að Friörik Ólafsson. taka áhættu. Mér fannst það líka bera vott um nokkurn skort á sjálfstrausti hjá Karpov að líta ekki við peðsfórnum Kasparovs, sem oft virtust nokkuð tvíeggjað- ar. Það er eins og heimsmeistar- inn fyrrverandi hafi með þessu viljað forðast að flækja taflið of mikið. Stíll þeirra Karpovs og Ka- sparovs er mjög ólíkur. Karpov teflir rólega og yfirvegað, á meðan Kasparov er kraftmeiri og teflir meira upp á flækjur og taktískar stöður. Það má því segja að í þessu einvígi hafi tekist á tveir ólíkir skólar, og sá skemmtilegri, að flestra mati, orðið ofan á,“ sagði Friðrik Ól- afsson. Helgi Qlafsson stórmeistari: Skemmtilegasta og best teflda einvígið „AÐ MíNUM dómi var þetta best teflda og skemmtilegasta einvígi sem háö hefur veriö. Baráttan var geysimikil í hverri skák og margar frábærar skákir tefldar,“ sagði Helgi Ólafsson stórmeistari. „Einvígið hér í Reykjavík 1972 var auðvitað mjög skemmtilegt líka, en Fischer var svo miklu sterkari skákmaður á þeim tíma en Spassky, að það dró úr spenn- unni. Hins vegar er styrkleika- munur Karpovs og Kasparovs svo lítill að hann er vart mælan- Helgi Ólafsson. legur. Þó finnst mér Kasparov mjög vel að titlinum kominn. Hann fylltist nýjum krafti þegar Karpov komst yfir, og eftir afleik Karpovs í 11. skákinni hafi Kasp- arof greinilega undirtökin. Enda má segja að það hafi verið erfitt fyrir Karpov að ná sér sálfræði- lega á strik eftir þennan hroða- lega afleik. Hinn nýi heimsmeistari er mjög glæsilegur, tilfinningaríkur og skemmtilegur persónuleiki, sem um blása ferskir vindar. Og það er skemmtilegt að slíkur maður hafi velt Karpov úr sessi,“ sagði Helgi Ólafsson. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari: Stíll Kasparovs höfð ar til fólks „ÞETTA var gott einvígi, en í mínum huga slær það ekki út ein- vígið milli Fischers og Spasskys í Reykjavík 1972,“ sagði Guðmund- ur Sigurjónsson stórmeistari. „En Kasparov er vel að sigrin- um kominn og persónulega er ég mjög ánægður með að hann skyldi vinna. Hann hefur skemmtilegan stíl, sem höfðar meira til fólks almennt. Hann teflir upp á leikfléttur og flækjur sem flestir skilja. Karpov er hins vegar mun þyngri og það þarf mun meiri þekkingu til að geta metið snilli hans. Því er það gott fyrir skáklistina að Kasparov fór með sigur af hólmi. Karpov er greinilega í ein- hverri lægð, en það er of snemmt að segja til um það hvort hann sé að dala. Hann gæti þess vegna Guðmundur Sigurjónsson. náð sér á strik á ný og endur- heimt titilinn. En sjálfur hef ég þó þá að trú að Kasparov vinni næsta einvígi. Hann er mjög þroskaður og fullmótaður sem skákmaður, þótt ungur sé, og ef honum tekst að aga sig betur, öðlast meiri yfirvegun og rósemi við taflborðið, getur orðið erfitt að vinna hann. Ég held að flestir séu ánægðir með að hann skildi velta Karpov úr sessi. Jafnvel Sovétmenn, því hann er geysilega vinsæll skák- maður þar í landi sem annars staðar. En eitt er víst, hann verður aldrei eins þægilegur fyrir kerfið þar í landi og Karpov," sagði Guðmundur Sig- urjónsson. Skipstjóri Alseyjar - 115 þúsund kr. í sekt fyrir landhelgisbrot Vestmannaoyjum. 11. nóvember. Varöskipsmenn af Ægi fóru um borð í Álsey VE 502 síðdegis á föstu- daginn þar sem báturinn var aö togveiðum út af Hrolllaugseyjum, utan leyfilegra marka. Geröu varð- skipsmenn könnun á búnaði bátsins og veiðarfænim og töldu ýmsu ábóta- vant. Var skipstjóra bátsins gert að sigla til hafnar í Vestmannaeyjum. y . Við mælingar á möskvastærð í poka fiskitrolls Álseyjar reyndust möskvar vera smærri en leyfilegt er, flestir 145 mm og nokkrir 150 mm en þeir eiga að vera 155 mm samkvæmt reglum. Þá var i skýrslu varðskipsmanna fundið að ýmsum búnaði bátsins og í ljós kom að enginn stýrimaður var um borð. Mál skipstjórans var tekið fyrir í Sakadómi Vestmannaeyja og lauk því með dómsátt í dag. Var skipstjóranum gert að greiða 115 þúsund kr. i heildarsekt, þar af 85 þúsund krónur í landhelgis- sjóð og 30 þúsund kr. í ríkissjóð. Dómsforseti var Július Georgs- son, aðalfulltrúi bæjarfógetans í _ Vestmannaeyjum, og meðdómend- ur Angantýr Elíasson og Kristinn Pálsson. —hkj. Fjölbreyttir tón- leikar í Húsa- víkurkirkju Húsavík, 11. nóvember. FJÖLBREYTTIR tónleikar voru í Húsavíkurkirkju í gær; vel sóttir og vel tekið. Þar kom fram blandaður kór kirkjunnar og tónlistarskólans, undir stjórn Ulriks Ólasonar með undirleik Antonía Ogonovsky tónlist- arkennara frá Akureyri. Hún lék jafnframt einleik á píanó. Þá skemmtu nemendur tónlist- arskólans, þær Jónasína Arn- björnsdóttir og Matthildur Rós Haraldsdóttir, sem sungu einsöng við undirleik Ulriks. Tveir ungir nemendur skólans, þær Ingibjörg Gunnarsdóttir og Herdís Hreið- arsdóttir, léku einleik á píanó. Það er nýmæli kórsins að efna til hausttónleika og boðar það mikið starf 1 vetur. — Fréttaritari. Gagnsókn Kasparovs tryggði honum titilinn Skák Margeir Pétursson Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn l.e4, Það kemur nokkuð á óvart að Karpov skuli hefja leikinn með kóngspeðinu í þessari mikilvægu skák. Hann hefur samtals unnið sex skákir af Kasparov, en aðeins í þeirri fyrstu þeirra, þ.e. þriðju skák fyrra einvígisins, lék hann l.e4. c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 — e6, Líklega hefur Kasparov verið mjög sáttur við að tefla Scheven- ingen-afbrigði Sikileyjarvarnar- innar. Hann hefur beitt því gegn Karpov í fjölmörgum skákum og aldrei tapað. 7. (H) - Be7, 8. f4 - 04), 9. Khl — Dc7, 10. a4 — Rc6, 11. Be3 — He8, 12. BÍ3 — Hb8, 13. Dd2 — Bd7,14. Rb3 — b6,15. g4 í átjándu einvígisskákinni lék Karpov hér 15. Bf2 og þeirri skák lauk með jafntefli eftir 23 leiki. Nú duga engin vettlingatök og strax blásið til sóknar. - Bc8, 16. g5 — Rd7, 17. Df2 — Bf8,18. Bg2 Hér hafði Karpov aðeins eytt tíu mínútum. Þessi staða hefur áreiðanlega verið á borðinu heima hjá honum kvöldið áður. - Bb7,19. Hadl — g6,20. Bcl Það er ekki hlaupið að því fyrir hvít að halda sókninni á kóngs- væng áfram. f4—f5? lætur svarti eftir mikilvægan reit á e5 og framrásin h4—h5 færir hvítum einnig lítið í aðra hönd. Sóknar- áætlun Karpovs byggist á því að flytja drottningarhrókinn yfir til h3 og leika síðan Dh4 við tæki- færi. - Hbc8, 21. Hd3 - Rb4, 22. Hh3 -Bg7 Svartur verður að vera reiðu- búinn til að svara 23. Dh4 með Rfg 23. Be3 — He7!! Klunnalegur leikur við fyrstu sýn, en ákaflega djúpur. Nú er afskaplega freistandi fyrir hvít að ráðast á svart með offorsi, en þegar grannt er skoðað lumar Kasparov á vörn í báðum hættu- legustu afbrigðunum: a) 24. f5 — exf5, 25. exf5 — Bxg2+, 26. Kxg2 — Bxc3!, 27. bxc3 — Dxc3, 28. Dh4 — h5!, og hvítur hefur engan veginn fullnægjandi bætur fyrir peðið og losaralega stöðu sína. b) 24. Dh4 - Rf8, 25. f5 - exf5, 26. exf5 — Bxg2+, 27. Kxg2 — Rxc2!, 28. f6 — Rxe3+ með vinn- ingsstöðu. Kostir hróksleiksins eru þeir að nú er f7-reiturinn mjög vel valdaður og tvöföldun hrókanna á e-línunni er möguleg. Þar sem bein árás er dæmd til að mis- heppnast, bíður Karpov átekta. 24. Kgl!? — Hce8,25. Hdl — f5! Þar með tekur Kasparov af skarið. 26. exf6 (framhjáhlaup) Rxf6! Kasparov fórnar peði, en af- leiðingar fórnarinnar er þó vart hægt að reikna til enda. Dæma- laus kuldi, miðað við stöðuna í einvíginu. 27. Hg3 Það breytir ekki öllu þó hvítur leiki 27. Bxb6 strax. Eftir 27... Db8 (En ekki 27... Rg4?! 28. Bxc7 - Rxf2, 29. Bxd6!) 28. Bf3 er 28... g5! mjög sterkt. — Hf7,28. Bxb6 — Db8,29. Be3 Ef 29. Bf3 þá nær svartur frumkvæðinu með 29... d5! — Rh5,30. Hg4 — Rf6,31. Hh4? Þarna stendur hrókurinn mjög afkáralega og tekur ekki frekari þátt í átökunum. Vegna stöðunn- ar í einvíginu var Karpov þó þvingaður til að leika honum, þar eð þráleikur með 31. Hg3 — Rh5 leiðir til jafnteflis, og þar með taps í einvíginu. 31...g5! Eftir þetta sleppir Kasparov ekki frumkvæðinu. Staða hvíts er losaraleg og vantefld, þó hann sé peði yfir, og ekki bætti úr skák fyrir Karpov að hann er orðinn tímanaumur. 32. fxg5 — Rg4, 33. Dd2 — Rxe3, 34. Dxe3 — Rxc2, 35. Db6 — Ba8, 36. Hxd6?! Tapar manni. Bezti jafnteflis- möguleikinn var 36. Dxb8 — Hxb8, 37. Hd2, þó svartur standi mun betur í endataflinu. — Hb7, 37. Dxa6 — Hxb3, 38. Hxe6 — Hxb2, 39. Dc4 — Kh8, 40. e5? Afleikur í tapaðri stöðu. — Da7+, 41. Khl — Bxg2+, 42. Kxg2 —Rd4+ í þessari stöðu gafst Karpov upp, því hann tapar hróknum á e6, og þar með var Gary Kasp- arov orðinn heimsmeistari í skák. Frábær skák af hálfu Kaspar- ovs, sem lýsir ofurmannlegum skilningi á undiröldunni í því erfiða afbrigði Sikileyjarvarnar sem kom upp. Karpov var vel undirbúinn og reiðubúinn til að leggja allt í sölurnar. Hann vildi ekki þrá- leika í 31. leik þegar staðan var orðin mjög viðsjárverð og því tapaði hann skákinni. <r v.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.