Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Útvegsbanki og Hafskip rædd í Sameinuðu þingi í gær: Tryggingastaða Útvegsbankans mun veikari en talið hafði verið UMRÆÐA utan dagskrár fór fram í var um stöðu Útvegsbanka íslands Fór þessi umræða fram að ósk Jóns þingmanns Reykvíkinga. Jón Baldvin sagði að í fjölmiðl- um hefðu komið fram fullyrðingar þess efnis að skuldir Hafskips við Útvegsbankann væru langt um- fram veðhæfi eigna þess fyrirtæk- is og að þessar skuldir væru orðnar svo miklar að með hliðsjón af stöðu bankans hvað varðar eigið fé, væri staða bankans komin í algjört óefni. Þetta sagði þingmaðurinn að þyrfti að upplýsast á Alþingi íslendinga, hvort rétt væri. Sagði Jón Baldvin að með hliðsjón af ofangreindu og þeim yfirlýsingum sem fram hefðu komið í ríkisfjöl- miðlum og viðar frá bankastjórn- armönnum að óhjákvæmilegt að Alþingi fengi að vita hið rétta í málinu. „Um að ræða banka sem er í eigu þjóðarinnar.“ „Kjarni málsins er að hér er um að ræða banka sem er í eigu þjóð- arinnar. Banka sem rekinn er undir stjórn og á ábyrgð þing- kjörins bankaráðs," sagði Jón Baldvin, „banka sem heyrir beint undir stjórn ráðherra og er á ábyrgð hans. Við spyrjum ein- faldlega: Ef þær fullyrðingar eru á rökum reistar, sem fram hafa komið í fjölmiðlum og eru nú stað- festar af fulltrúum bankastjórnar- innar - hvað er tap þjóðarinnar mikið og hverjir borga þetta tap? Hvað hefur verið gert af hálfu löglegra yfirvalda, hæstvirts ráð- herra, bankaráða, Seðlabanka og bankaeftirlits til þess að stemma stigu við þessu í tæka tíð og koma í veg fyrir tap verulegra fjármuna skattgreiðenda, áður en í óefni var komið?" Þingmaðurinn sagði að þegar svo væri komið að bankastjórnar- menn viðurkenndu í fjölmiðlum að í óefni væri komið, þá væri augljóslega um hættuástand að ræða. Allur sá fjöldi fólks sem beinna hagsmuna ætti að gæta, innstæðueigendur, viðskiptavinir bankans, hlytu að sjálfsögðu að vera mjög kvíðnir. Upp gæti komið slíkt felmtur að til fjöldaúttekta leiddi, þrátt fyrir ákvæði gildandi laga um ríkisábyrgð. „Eiga skattgreiðendur og eigendur þessa banka engan rétt á því að fá að vita sannleikann?“ Vitnaði þingmaðurinn í blaða- ummæli sem voru m.a.: „Hverjar skuldir Hafskips eru við Útvegs- bankann, kemur engum við. Auð- vitað komum við til með að tapa verulegu fé.“ Jón Baldvin sagði þessu næst: „Ég spyr, eiga skatt- greiðendur og eigendur þessa banka engan rétt á því að fá að vita sannleikann í þessu máli? Ef það eru rétt rök að ríkisábyrgð sé og hún er þeirra, er þá ekki kominn tími til að þeir sem ábyrgðina eiga að bera fái að vita sannleikann í málinu?" Jón Baldvin rifjaði upp að þetta væri í annað skiptið á fáum árum sem „gera þarf út björgunarleið- angur vegna þessa banka". Hann sagði að í upphafi árs 1981, í fram- haldi af stjórnarmyndunarviðræð- um, hefði verið samþykkt að leggja fram 5 milljarða gamalla króna af almannafé í Utvegsbankann, ásamt með því að eins milljarðs gamalla króna refsivaxtaskuld við Seðlabankann hefði verið felld niður. Framreiknað til nóvember- verðlags í ár væri þetta um 360 milljónir króna, án vaxta. Væri upphæðin hins vegar framreiknuð Sameinuðu þingi í gær, þar sem rætt vegna viðskipta hans við Hafskip hf. Baldvins Hannibalssonar (A) fimmta á raunvöxtum, „erum við farnir að tala um upphæðir sem væru ekki lægri en 700 milljónir króna. Eitt blaðanna hefur haldið því fram, herra forseti, að heildar- skuldir þess fyrirtækis sem hér hefur verið nefnt, við Útvegs- bankann séu ósköp svipuð upp- hæð.“ „Hvaöa breyting varö á skuldastööu Hafskips við Útvegsbankann frá því í janúar 1981 til júní 1983?“ Jón Baldvin spurði viðskiptaráð- herra jafnframt hvort eitthvað væri hæft í þeim fullyrðingum að Útvegsbankinn hefði sniðgengið reglur og hefðir um greiðslutrygg- ingar útlána - þ.e.a.s. hvort skuldir Hafskips væru miklu meiri en nokkurt raunsætt mat á veðhæfni eigna bak við þær gæti gefið. Jafnframt sagði Jón Baldvin að ástæða væri til þess að spyrja sér- staklega um það hvernig viðskipt- um Hafskips og Útvegsbanka ís- lands hefði verið háttað frá því í janúar 1981 til júnímánaðar 1983, en þann tíma hefði sami maðurinn, Albert Guðmundsson gegnt stjórnarformennsku hjá Hafskip og í bankaráði Útvegsbankans. „Þess vegna spyr ég og vænti svars — hvaða breyting varð á skulda- stöðu Hafskips hf. við Útvegs- bankann, eign þjóðarinnar, á tíma- bilinu eftir 15. janúar 1981 til 2. júní 1983?“ Viöskiptaráöherra gagnrýndi vinnubrögð Jóns Baldvins Næstur tók til máls Matthías Bjarnason, viðskipta- og banka- ráðherra. Gagnrýndi hann vinnu- brögð Jóns Baldvins, og greindi frá því að hann hefði lagt til við þingmanninn að hann biði eftir því að mál skýrðust fram í næstu viku, þar sem málin væru á mjög viðkvæmu stigi nú. Þetta hefði þingmaðurinn ekki viljað og því lagt fram nokkrar spurningar sem hann (viðskiptaráðherra) ætlaði að leitast við að svara. Byrjaði viðskiptaráðherra á því að segja að ekki væri vinnandi vegur að svara þeirri spurningu hver skuldastaða Hafskips við Útvegs- bankann hefði verið á því tímabili sem tiltekinn maður (Albert Guð- mundsson) gegndi formannsstöðu hjá stjórn Hafskips og bankaráði Útvegsbankans. „Þó að ég væri allur að vilja gerður, gæti ég ekki svarað þeirri spurningu nema að fara í bankann og vinna að slíku svari," sagði viðskiptaráðherra. „Skuldamál Hafskips hafa lengi verið vandamál fyrir Útvegsbank- ann,“ sagði Matthías og sagði hann að nokkrum sinnum hefði verið um þau fjallað í skýrslu Bankaeftir- litsins á liðnum árum. Hann sagði að hagur Hafskips hefði farið vaxandi eftir endurskipulagningu 1979 allt til ársins 1984, en þá hefði afkoma fyrirtækisins versnað verulega. Á sl. ári hefðu þessi mál nokkrum sinnum verið til umræðu í bankastjórnum Seðlabankans og Útvegsbankans, en stjórn Útvegs- bankans hefði talið að vonir stæðu til þess að ráðstafanir er ákveðnar voru, myndu nægja til þess að tryggja hag félagsins og hagsmuni Útvegsbankans. Þar hefði m.a. verið um að ræða aukinn rekstur á erlendum flutningsleiðum og aukningu hlutafjár. „í júnímánuði á þessu ári, fékk Matthías Bjarnason viðskipta- og bankaráðherra sagði Seðlabankann hafa fylgst náið með framvindu mála hjá Útvegsbankanum og samninga- viðræðum við Hafskip og Eimskip. Seðlabankinn samkvæmt beiðni upplýsingar um stöðu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum, sem dagsettar voru 3. júní, en þar kom fram að nokkuð vantaði á til þess að tryggingar bankans nægðu fyrir heildarskuldbindingum Haf- skips gagnvart bankanum, að meðtöldum víxlum vegna annarra og ábyrgð," sagði viðskiptaráð- herra, og bætti við að í framhaldi þessarar skýrslu hefði Bankaeftir- litinu verið falið að gera athugun á viðskiptum Hafskips við Útvegs- bankann. í skýrslu Bankaeftirlits- ins hefði komið fram að trygginga- staða bankans væri mun veikari en talið hefði verið. Ljóst hafi þó verið að málið þyrfti mun nánari athugunar við, einkum er varðaði mat á eignum er bankinn átti veð í. Að lokinni gagnaöflun hefði ráðuneytinu þann 9. september sl. verið sendar nánari upplýsingar, þar sem fram hefði komið enn frekari rýrnun á tryggingum Haf- skips gagnvart Útvegsbankanum. „Jafnframt hafði Bankaeftirlitið þá hafist handa um upplýsinga- söfnun stærstu lánþega bankans," sagði Matthías, „og var ítarlegri skýrslu um það efni lokið um miðjan október sl. . . Grein er þar gerð fyrir stöðu Hafskips allt fram til 30. október sl.“ Seölabankinn fylgst náiö meö framvindu þessa máls Sagði ráðherra að Seðlabankinn hefði fylgst náið með framvindu þessa máls, og samningaviðræðum þeim sem átt hefðu sér stað á milli Eimskips, Hafskips og Út- vegsbankans. Jafnframt hefði við- skiptaráðherra fylgst með málinu. Ráðherra sagðist vilja vekja athygli á því að Útvegsbankinn hefði ríkistryggingu, þannig að viðskiptavinir bankans þyrftu ekki að óttast um fjármuni sína. Vísaði hann í því sambandi til 2. gr. laga nr. 12 frá 21. mars 1961 þar sem segir: „Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Útvegs- banka íslands." Matthías greindi frá því að mat á veðum bankans frá því í júní í sumar til október hefði rýrnað um 20%. „Þetta sýnir betur en nokkuð annað hve ör þessi rýrnun hefur verið.“ Matthías sagðist halda að enginn gæti svarað þeirri spurn- ingu hversu mikið tap bankans yrði á þessari stundu. „Ef fyrir- tækið verður tekið til gjaldþrota- skipta, þá verður tapið mjög mik- ið,“ sagði viðskiptaráðherra, „en ef samningar nást við annan aðila, t.d. Eimskipafélag íslan'ds, þá verður tapið mun minna. Það er Valdimar Indriðason formaður bankaráðs Útvegsbankans sagði vandamál Hafskips ekki vera neitt leyndarmál, og rakti ástæður örðug- leika fyrirtækisins. ljóst að þá vérður samt sem áður nokkuð tap, en í svona stórum rekstri eru ekki öll kurl komin til grafar fyrr en uppgjör liggur fyrir. Við skulum vona að dæmið versni ekki, en þó má alltaf búast við því þegar rekstrarstaða er erfið að eitthvað nýtt geti komið upp á.“ „Á móti bankaleynd“ Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði m.a.: „Margt athgytisvert hefur komið fram í þessu máli og ætla ég hér að fara yfir nokkra þætti þess. Ég hef aldrei stutt þessa ríku banka- leynd sem viðgengst i dag, og ég vil leggja á það áherslu að brýn nauðsyn er til þess að málið verði gert upp lið fyrir lið. Öllum mis- skilningi verður að eyða. Það er ekkert nýtt að Útvegsbankinn lendi 1 vandræðum og það er ekkert nýtt að gælufyrirtæki Sjálfstæðis- flokksins hafi verið þar að verki aftur og aftur." Svavar benti á að i nýju banka- lögunum væri þagnarskylda jafn- vel enn strangari en í þeim gömlu. Hér væri um alvarlegt mál að ræða, sem hann hefði margoft bent á því bankarnir ættu að vera skyl- daðir til þess að birta lista yfir stærstu viðskiptavini sína. Hvað þetta mál snerti, þyrfti að hugleiða alvarlega hvort ekki væri rétt að kjósa ákveðna rannsóknanefnd sem hefði það hlutverk að komast til botns i málinu. „Voru Hafskipsmenn að fegra myndina?" spurði Svavar, „að moka yfir óhroðann?" Loks sagðist Svavar vilja benda á það siðleysi sem fram hefði komið í þessu máli. Nú ættu skatt- greiðendur, íslenska þjóðin, að borga eyðslu nýríku kapitalist- anna. Jóhanna Sigurðardóttir (A) sagði m.a. að vert væri að íhuga hver staðan væri ef ekki væri um ríkisábyrgð að ræða í þessu máli. Hún spurði hvort bankaeftirliti hér á landi væri svo ábótavant, að hættan á því sem nú hefði gerst væri ávallt fyrir hendi. Hún benti á að í nágrannalöndunum væru reglur í gildi sem bönnuðu að einu fyrirtæki væri lánað meira en næmi ákveðinni upphæð af bók- færðu fé viðkomandi banka. „Ég vildi fá slíkt ákvæði inn í nýju bankalögin á sínum tíma. Því var hafnað, en það hefði betur verið samþykkt," sagði Jóhanna. „Það sem gerðist hjá Hafskip er ekkert leyndarmál“ Valdimar Indriðason, formaðúr Jón Baldvin Hannibalsson sagði eigendur Útvegsbankans, skattgreið- endur eiga heimtingu á að fá að vita sannleikann um stöðu Útvegsbank- ans. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra var formaður bankaráðs Út- vegsbankans og formaður stjórnar Hafskips frá 1981 til 1983. Hann spurði þingheim í gær hvort hann hefði framið glæp með því að taka að sér formennsku í bankaráðinu, þegar hann var kosinn til þess starfs af Alþingi. bankaráðs Útvegsbankans, þakk- aði Jóni Baldvin það í upphafi máls síns að hann skyldi taka málið upp á þingi, því nú hefðu sparifjáreig- endur fengið það staðfest að spari- fé þeirra væri ekki í hættu. „Það sem gerðist hjá Hafskip er ekkert leyndarmál," sagði Valdimar, „Hafskip hefur starfað í 27 ár og fyrirtækinu oft gengið illa á því tímabili. Árið 1977 var gerð gagn- ger endurskipulagning á fyrirtæk- inu og allt benti til þess að bjartir tímar væru framundan. Á árinu 1983 var hagnaður af rekstri Haf- skips. En þau gífurlegu áföll sem fyrirtækið varð fyrir á árinu 1984 og á þessu ári hafa gengið svo nærri eiginfjárstöðu fyrirtækisins, að þrátt fyrir þá hlutafjáraukn- ingu sem átti sér stað, þá hefur fyrirtækinu ekki tekist að rétta úr kútnum. En hver eru þessi gífur- legu áföll sem er talað um? í fyrsta lagi er vert að nefna að gífurleg verðrýrnun hefur átt sér stað á flutningaskipum á alþjóðlegum markaði. Þau hafa lækkað um 15 til 20% síðustu mánuðina. En þessi verðrýrnun skekkir að sjálfsögðu stöðu fyrirtækisins. í öðru lagi varð gengislækkun meiri á þessu tímabili en stjórnvöld stefndu að. í þriðja lagi hafði verkfall BSRB veruleg áhrif á rekstrarstöðu fyr- irtækisins. f fjórða lagi missti fyrirtækið spón úr aski sínum þegar það missti viðskipti sín við varnarliðið yfir til Rainbow Navi- gation. í fimmta lagi voru miklar vonir bundnar við Atlantshafs- flutninga félagsins, en þeir áttu að tvöfalda veltu fyrirtækisins." Valdimar sagði að því miður hefðu allar áætlanir varðandi Atlants- hafssiglingarnar brugðist hrapal- lega. Valdimar sagði að þrátt fyrir hlutafjáraukningu upp á 80 millj- ónir króna í júní í sumar, sam- kvæmt kröfu bankaráðs Útvegs- bankans, hefði það ekki nægt til, vegna þeirra snöggu breytinga á ytri aðstæðum, sem hann hefði þegar lýst. ‘iFriðrik Sóphusson sagði m.a. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.