Morgunblaðið - 15.11.1985, Page 13

Morgunblaðið - 15.11.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 13 Tveir úr úrvalsleikhópi Veiðiklúbbsins, James Mason og Sir John Gielgud. Þeir eru ætíð unun á að horfa. Lávarðarnir leika sér Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Veiðiklúbburinn — The Shooting Party **‘/i stjóri: Alan Bridges. Handrit: Jul- ian Bond. Kvikmyndataka: Fred Tammes. Útlitshönnuður (produc- tion design) Moreley Smith. Bún- ingar: Tom Rand. Tónlist: John Scott, flutt af Royal Philharmonic Orchestra. Aðalhlutverk: James Mason, Dorothy Tutin, Edward Fox, Sir John Gielgud, Gordon Jackson, Cheryl Campbell, Judy Bowker, Rupert Frazer. Bresk, frumsýnd 1985.95 mín. Veiðiklúbburinn gerist undir lok stjórnartíðar Játvarðar VII, meðan gamlar hefðir og venjur voru enn í hávegum hafðar og stéttaskiptingin allsráðandi. I hinni snyrtilegu og vel leiknu mynd Bridges er að finna sterka undiröldu nálægra þjóðfélags- breytinga. Sögusviðið er ríkulegt sveita- setur og veiðilendur Sir Nettleby (James Mason). Hann hefur boðið úrvalshópi aðalsfólks yfir helgi, til árlegrar veiðikeppni. Það er komið haust og landareign aðalsmannsins morandi af villi- bráð. Á daginn er fuglinn tíndur niður af miskunnarlausri grimmd, á kvöldin skemmtir aðallinn sér, allir dansa í takt eftir kokkabókum hástéttarinn- ar. En Bridges tekur á viðfangsefni sinu af vandvirkni og alúð, þó svo að það skilji ekki mikið eftir. Óneitanlega hefur veröld að- alsins verið glæst á þessum tíma. Það er stíll yfir tweedinu og og kniplingunum, veiðilöndunum og herragörðunum, en Sir Nettleby er farinn að efast hvort gæði heimsins séu einungis ætluð ör- fáum útvöldum. Og þó að samlík- ingin milli fasanadrápsins og komandi styrjaldar sé ekki slá- andi sterk, þá kemst hún til skila. Bridges leggur meiri áherslu á umbúðirnar en ádeil- una. Nokkrir úrvalsleikarar hressa uppá myndina. James heitinn Mason endar hér feril sinn með miklum ágætum, einsog hans var von og vísa, Sir John Gielgud er unun fyrir auga og eyra. Þau Cheryl Campbell, Judy Bowker og Gordon Jackson skila öll eftir- minnilegum persónum þótt þær séu ekki djúpt ristar. Þó útkoman sé ekki stórbrotin, þá er leikstjórn Bridges örugg, einkum hvað varðar leikarana. Kvikmyndatakan, tónlistin og vandaðir búningar og munir endurspegla Játvarðar-tímann. Það er fróðlegt að virða fyrir sér þetta sögubrot sem manni finnst þó að ætti best heima inná Brit- ish Museum. Og líkt og aðrir munir, hæpið til útflutnings. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: á Suðurnesjum Loftmynd af Grindavík og nágrenni. Ljósm.: Landmælingar íslands. Fiskeldi Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer í þriðja sinn kynnis- ferð vegna fiskeldis á Suðurnesj- um sunnudaginn 17. nóvember (fyrri ferðirnar voru farnar 9/7 1983 og 23/6 1984). Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverf- isgötu 116 (gegnt lögreglustöð- inni) kl. 13.45 og Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 14.00. Suðurnesjamenn sem vilja slást í förina láti Guðleif í síma 1769 Keflavík og ólaf Rúnar í sima 8049 Grindavík vita fyrir hádegi sunnudag. Fargjald verður 350 kr. Innifalið í verðinu er kaffihlaðborð á veitingastað í Grindavík. Þetta er ferð fyrir alla sem kynnast vilja hinum nýja atvinnuvegi okkar íslend- inga, fiskeldinu, og staðháttum á leiðinni. Ef veður leyfir verða farnar örstuttar gönguferðir. Farið verur um Straumsvík, Voga, Keflavík, ósabotna. Reykjanes og til Grindavíkur. I Grindavík verður stoppað og boðið upp á kaffiveitingar, stutt- ar umræður um starfsemi fisk- eldisstöðva, hugsanleg áhrif á lífríkið umhverfis þær og hvað mætti gera til að minnka þau. Áhrif vatnstöku á vatnsbúskap Suðurnesja verða rædd og hvern- ig hefur verið staðið að mann- virkjagerð tengdum fiskeldis- stöðvunum. Leiðsögumenn og fyrirlesarar verða Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur, Jón Jóns- son jarðfræðingur og ólafur Rúnar Guðvarðarson kennari. Á Reykjanesi er hvergi að finna rennandi vatn, ár eða læki á yfirborðinu, þrátt fyrir það hefur svæðið upp á ýmislegt að bjóða, sem vekur áhuga fiskeldis- manna. Víðast hvar er þar að finna ferskt jarðvatn, sem rætur sínar á að rekja til mikillar úr- komu sér i lagi á Reykjanesfjall- garðinum. Á utanverðu Reykja- nesi er ferskvatnið í ferskvatns- linsu, sem flýtur ofan á jarðsjó. Linsan er þykkust fjærst sjó en þynnist út að ströndinni. jfarð- vatnið streymir til sjávar undir yfirborði jarðar, víða í miklu magni, t.d. á Straumsvíkursvæð- inu, í Vogum, við Húsatóftir og í Grindavík, minna og dreifðara Kynnisferð á sunnudag rennsli er að finna víða annars staðar. Mikill jarðvarmi er t.d. á Höskuldarvöllum, Svartsengi og yst á Reykjanesi. Lagnir Hita- veitu Suðurnesja hafa víða skap- að rýmkaða möguleika til fisk- eldis, t.d. í Vogum. Pólarlaxa- stöðin hefur nýtt varmaorku fá álverinu við starfsemi sína. Við sunnanvert Reykjanes er hlýr sjór allt árið. Jarðsjórinn undir Reykjanesi er innilokaður og blandast lítið við sjóinn við ströndina. Efnasamsetning hans er að mörgu leyti ólík efnasam- setningu sjávar. Á undanförnum árum hefur það háð verulega þróun fiskeldis- mála að tilfinnanlea hefur skort skýra stefnumörkun alþingis og stjórnvalda í fiskeldismálum. Þar fyrir utan hefur raunin orðið sú að einstaklingum og fyrirtækjum hefur gengið frekar erfiðlega að semja um aðstöðu, sér í lagi hafbeitaraðstöðu. Það hefur orðið til þess að menn hafa leitað fyrir sér á stöðum þar sem ekki eru veiðihagsmunir fyrir en þó álitleg skilyrði. Á sviði eldis lax og silungs upp ; í fulla stærð hafa erfiðleikarnir fyrst og fremst verið í því fólgnir , að þar sem skjól er að hafa við ströndina er mikil hætta á kæl- | ingu á vetrum, sem getur drepið eldisfiskinn. Þess vegna hafa menn verið að reyna að þróa eldi á fiski í kerjum og lónum á landi. Á Reykjanesi er víða kjörin að- staða fyrir svoleiðis eldi og bygg- ist það þá á notkun jarðsjávar eða hlýsjávar við sunnan- og vestanvert nesið, og notkun jarð- hita til að hita sjóinn upp í kjör- hita fyrir eldi. Frá því að síðusta skoðunar- ferð var farin á Suðurnes í júní 1984 hefur ýmislegt gerst á sviði fiskeldis þar. Jákvæðar niður- stöður hafa fengist úr hafbeit- artilraununum í Vogum og veru- legur skriður kominn á fram- kvæmdir þar við „væntanlega" stærstu hafbeitarstöð landsins. Sjóeldi hf. er að koma fyrir risa- sjóeldiskví utan við Keflavík. Takist tilraunin hjá þeim vel mun hún vafalítið opna mikla möguleika á sjóeldi i kvíum við Suðvesturland. Framkvæmdir eru í fullum gangi við stóra ný- tískulega kerjaeldisstöð íslands- lax hf. á Stað og ný fiskeldisstöð er risin vestan við byggðina í Grindavík. (FríNVSV) En það er óveðursblika á lofti. Einn daginn birtist dýravernd- unarmaður (Sir John Gielgud), á blóðvellinum, en boðskapur hans hlýtur engar undirtektir. Ungur drengur tapar gæludýrinu sínu, öndin hans hefur sloppið úr búri og óttast hann að hún verði drepin af hinum skotglöðu gest- um. Myndinni lýkur síðan með því að einn bóndinn (G. Jackson), sem aðstoðar við að hrekja bráð- ina fyrir byssukjaftana, er særð- ur til ólífis af frægustu skytt- unni, Hartlip lávarði (Edward Fox). Táknrænn endir á sögu- skoðun fyrirstríðsáranna. Bridges staðnæmist ekki lengi hjá neinni persónanna í hinum sundurleita hópi, áhorfandinn fær heldur yfirborðslega kynn- ingu á þessari mislitu hjörð aðals og undirstétta. Einna besta inn- sýn fær maður í persónu Nettle- bys, hann gerir sér grein fyrir að tímarnir eru að breytast. Sældarlíf og forréttindi yfir- stéttanna verði brátt á undan- haldi og veröldin rambar á barmi styrjaldar. Flestir aðrir, háir sem lágir, virðast ekki skynja hvað liggur í loftinu, vilja halda í óbreytt ástand. Tæpast hafa menn botnlausan áhuga fyrir vangaveltum yfir- stéttanna bresku, enda búið að hálf-kaffæra þjóðina á undan- förnum árum í dauðþreytandi stéttardrömum í fjölmörgum, endalausum sjónvarpsþáttum. Skíðaútbúnaður á börn og unglinga Blizzard skíöi stærðir 80-90 cm kr. 2.170 100—120 cm. kr. 2.560 130—150cm. kr.3.210 160—175cm. kr. 3.650 Nordica skíöaskór teg. Nj 130 stærðir24— stærðir30— stærðir36— kr. 1.450 kr. 1580 kr. 1790 Look skíðabindingar barnabindingar LOOk 09 kr. 1.590 Unglingabindingar Look19 kr. 2.100 UTÍUF Glæsibæ. sími 82922. I <N I—~7J\ m *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.