Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985
37
Lína langsokkur
— er orðin fertug
Lína langsokkur er nú miðaldra, hún átti fertugsaf-
mæli þann 26. október sl., eða nánar tiltekið bókin
um hana, sem er skrifuð af sænska barnabókahöfundin-
um Astrid Lindgren. Hugmyndina að þessari frökku
sjálfstæðu stelpu, sem sér um sig sjálf á sinn hátt í
heimi hinna fullorðnu, átti í raun og veru tíu ára dóttir
skáldkonunnar, Astrid skrifaði nokkrar frásagnir af
Línu og gaf dóttur sinni í afmælisgjöf en það var fyrst
þegar hún neyddist til þess að liggja nokkrar vikur á
sjúkrahúsi sumarið 1945 að Astrid skrifaði sjálfa bókina
um Línu iangsokk, sem nú er einhver allra vinsælaáta
barnabók i heimi. Sagt hefur verið að bókin hafi selst
í 40 milljónum eintaka á hinum ýmsu tungumálum,
m.a. hebresku og japönsku.
í tilefni afmælisins heimsótti leikkonan Inger Nilsson
skáldkonuna í Stokkhólmi og héldu þær upp á afmælið
með stærðar stríðstertu — annað var ekki við hæfi.
Inger sem nú er 26 ára og nemandi við ieiklistarskólann
í Gautaborg, var sú sem lék línu langsokk í sjónvarps-
myndinni árið 1969 sem sýnd hefur verið m.a. á íslandi.
Lína langsokkur er sterkur persónuleiki og það er því
ekki undarlegt að leikkonan hafi fundið fyrir því. Fólk
er sífellt að kenna hana við Línu og hún á erfitt með
að sannfæra fólk um að hún geti yfirleitt nokkuð annað
en leikið hana.
Astrid Lindgren er nú 7? ára og hefur dregið sig að
mestu leyti í hlé. Hún gerði þó undanþágu vegna af-
mælisins og bauð sjónvarpsmönnum í heimsókn þannig
að öil þjóðin fékk að vera með í afmælinu. Það hefur
verið heilmikið umstang kringum afmælisbarnið nú í ár
og Astrid er að vinna með a.m.k. þrjú handrit að nýjum
kvikmyndum um hana. Bandaríkjamenn hafa nú fyrst
fengið leyfi hennar til að kvikmynda söguna, en skáld-
konan var vönd í vali sínu á framleiðanda. „Það sem
gerði útslagið á að ég lét til leiðast" sagði hún, „var
að hann sagði að amerísk börn þyrftu á einhverri já-
kvæðri fyrirmynd að halda í stað alls þess glæpaefnis
og ofbeldis sem dynur yfir þau i fjölmiðlum."
Pétur Pétursson Lundi
„Ég ætia aldrei að verða fullorðin" var viðkvæðið hjá Línu í þáttunum. En nú er sagan orðin fertug og hér
eru þær Inger Nilsson sem lék Línu á sínum tíma og Astrid Lindgren að blása á kcrtin.
Frá Emmy-verðlaunaafhendingunni 1985
Ekki er ýkja langt síðan Emmy-verð-
launin 1985 voru afhent, en éins og
fólk hefur eflaust vitneskju um eru þau
verðlaun veitt fyrir bestu sjónvarpsmynd-
irnar ogleikíþeim.
Að þessu sinni hlaut eiginkona Pauls
Newman, Joanne Woodward, útnefninguna
besta leikkona ársins fyrir leik sinn í
myndinni „Do you remember love“. Sú
sjónvarpsmynd hlaut einnig verðlaun.
Þá fékk Robert Guillaume útnefninguna
besti leikari ársins fyrir leik sinn sem
Benson og íslendingar muna eflaust eftir
þeim þáttum þar sem hann fór á kostum
sem þjónn.
Þátturinn Cagney og Lacey hlaut einnig
verðlaun bæði fyrir leik og ýmis tæknileg
gæði.
Harry Belafonte og
Joseph Kennedy jr.
veittu Emmy-verð-
launin að þessu sinni
fyrir góðar frétta- og
sögulegar sjónvarps-
myndir.
Þessum muna eflaust margir fs-
lendingar eftir úr gamanþáttunum
þar sem Robert Guillaume var í
essinu sínu sem Benson. Robert
var valinn besti karlleikari ársins
í grínmyndum.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
________Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins verða til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12.
Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend-
ingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér
viötalstíma þessa.
Laugardaginn 16. nóvember
verða til viðtals Hulda Valtýs-
dóttir, formaöur Umhverfis-
málaráös og i stjórn Kjarvals-
staða og Ásmundarsafns, og
Jóna Gróa Sigurðardóttir, fuli-
trúi í atvinnumálanefnd,
fræðsluráði og byggingu
stofnana í þágu aldraðra.
Jóna Hulda
Topp-skótilboð
n4..
+ Mjúktskinn
+ Skinnfóðraðir
+ Leðursólar
+ 3hælahæðir
6,7,og8sm.
Litir: hvítir, svartir,
rauðir, brúnir, bláir.
Svart og hvítt lakk.
Póstsendum.
sV
TOPP^
—'SKORIKN
VELTUSUNDI 1
21212
Ásmundamfn
Stjórn Ásmundarsafns hefur látið steypa í brons
5 tölusett eintök af verkinu Tónagyðjan (H:43 sm)
eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1926.
Myndirnar eru til sýnis og sölu í Ásmundarsafni
við Sigtún.
Allar upplýsingar eru gefnar í síma 32155.
Stjórn Ásmundarsafns.