Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 6

Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Pam w Imorgunútvarpi fyrir nokkru mætti Flosi ásamt frauku nokkurri er ég kann ekki frekari skil á. Flosi og fraukan ræddu í grafalvarlegum tón um erfið- leikana í Dallas. Bóbby var í þann veginn að missa Pam af Ewing- búgarðinum þar sem Miss Elly leggur ofurþunga áherslu á sam- heldni fjölskyldunnar þrátt fyrir að hver höndin sé upp á móti annarri. Viðhafði Flosi mörg og fögur orð um erfiðleika þessa ríka fólks. Ég rek ekki frekar harmatölur Ewinga eins og þær komu Flosa fyrir sjónir, hef reyndar rakið þær fyrr hér í grein, en dálítið finnst mér nú orðinn þunnur þrettándin á Ewing-setrinu. Það má að vísu líta á þetta sjónarspil „grafalvar- legum augum" þannig að súkkul- aðisæti harmleikurinn snúist upp í gamanleik. En ég verð nú að segja alveg eins og er að því oftar er blessað fólkið mætir augum mín- um á skjánum því leiðari verð ég. Einkum og sér i lagi fer Pam í taugarnar á mér. Er þessi mann- vera gersneydd öllum mannlegum tilfinningum og hafa áhorfendur tekið eftir því hve augnköld hún er og frekjuleg alla jafna? Um Súellen þarf ekki að fara mörgum orðum. Stöðugar varasleikingar og bjánalegar hláturrokur afhjúpa vitsmunaskort leikkonunnar. Sumir eru yfir sig hrifnir af miss Ellí. Kona þessi hefir það eitt sér til ágætis að depla augunum eins • hratt og kólibrífugl blakar vængj- unum og svo hefir hún þann ágæta sið að halda ætíð á kaffibollanum sínum með báðum höndum. Bobby er einnig í miklu uppáhaldi hjá ýmsum. Hef ég sjaldan kynnst fúllyndara fési, það er eins og blessaður maðurinn þjáist af við- varandi hægðateppu. Og hvað um Afton, hina brjóstgóðu vinkonu drykkjurútsins Cliff Barnes. Þessi barbídúkka er nú með slíkum fá- dæmum gerð að stundum velti ég því fyrir mér hvort stúlkukindin sé mennsk eða úr plasti. Litla buddan er ber tíkarheitið Lúsí er svo sem ágæt, skinnið, ýmist spik- feit eins og dvergvaxinn trúður eða með brjóstin út og rassinn inn og þá í veiðikattastellingum með tunguna á fleygiferð um bústnar varirnar. JR og hitt dótið í mynd- inni stendur fyrir sínu. Þjóðfélagsmyndin Fötin skapa manninn stendur einhversstaðar skrifað. Ég skil þessa setningu þannig að fólkið mótist helst af þeim þjóðfélagsað- stæðum sem það býr við. I Dallas virðist skipta höfuðmáli að kon- urnar séu sætar og barmmiklar og helst illa gefnar til höfuðsins. Karlarnir hins vegar klárir og harðskeyttir. Karlrembusvínin dafna sum sé í þessu samfélagi. En hitt finnst mér þó öllu verra hversu eðlilegt þessu fólki er að umgangast þjónustufólk: barna- píur er virðast sjá um uppeldi barnanna, bílstjóra, er stökka út úr glæsibifreiðum við minnsta vink, og hana Teresu er líður hljóð- laust um eldhúsið á Ewing-búgarð- inum. f myndaflokkum er lýsa bresku yfirstéttinni er þjónustu- fólkið oft mennskt og nýtur j afnvel nokkurrar virðingar. Hin hvíta yfirstétt á Ewing-búgarðinum heldur hinsvegar púertoríkönun- um og mexíkönunum í þjónsklæð- um dyggilega í skugganum. Við skulum vona að aldrei rísi búgaður á við Ewing-búgarðinn hér á landi. Þó gæti slíkt aftur- hvarf til vinnukonualdarinnar átt sér stað í krafti hinnar takmörk- uðu frjálshyggju, en sú stefna reyrir kaupgjald í bönd á sama tíma og hún grefur þeim sem ekki þiggja laun nánast ótakmarkað svigrúm. Er annars ekki einhver mildur millivegur milli vinstri og hægri öfganna? Ólafur M. Johannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Helga Bachmann Svipmynd — Helga Bachmann gestur þáttarins 22 ■ Svipmynd — 55 þáttur Jónasar — Jónassonar, út: varpsstjóra á Akureyri, er á dagskrá rásar 1 í kvöld kl. 22.55. Gestur Jónasar verður Helga Bachmann sem vel þekkt er orðin fyrir leikara- og leik- stjórnarstörf sín hérlendis og erlendis. Helga hefur verið áber- andi í' leiklistarlífi frá unga aldri. Segja má að Helga hafi alist upp við- loðandi leiklistina þar sem faðir hennar, Hallgrímur Bachmann, var ljósa- meistari Leikfélags Reykjavíkur um tíma og síðar sem fyrsti ljósa- meistari Þjóðleikhússins. Hún er gift leikaranum Helga Skúlasyni og hafa þau hjón leikiö bæði sam- an og sundur. Nú er verið að sýna Reykjavíkursögur Ástu í Kjallaraleikhúsinu þessa dagana en sýningin er í leikgerð og leikstjórn Helgu. ÚTVARP Kvöldvaka ■i Kvöldvaka í 40 umsjá Helgu — Ágústsdóttur er á dagskrá rásar 1 í kvöld kl. 20.40 og er þrennt á kvöldvöku að þessu sinni. Fyrst les Halldóra Ei- ríksdóttur frásögn Sigurð- ar ó. Pálssonar sem nefn- ist Höfuðdagsrölt um Geitavíkurbrekkur. Þá hefur Finnbogi Guð- mundsson tekið saman þátt úr stökum Stephans G. Stephanssonar og flyt- ur Finnbogi hann sjálfur. Síðast á dagskrá kvöld- vöku er „Skyggni Helga Sveinssonar". Úlfar K. Þorsteinsson les frásögn af dulrænum toga. Kastljós — innlend málefni Sylvester Stallone í hlutverki Rockys ásamt unnustu sinm, sem leikin er af Taliu Shire. Togarinn Kolbeinsey frá Húsavík. ■■^* Bandaríska bíó- no 10 myndin Rocky er á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 23.10 og ættu sjónvarpsáhorf- Rocky endur að fá eitthvað við sitt hæfi nú þar sem myndin hlaut hæstu ein- kunn kvikmyndahand- bókarinnar sem gefin er — fjórar stjörnur. Leikstjóri er John G. Avildsen og með hlutverk Rockys — boxarans fræga — fer hinn íturvaxni Sylv- ester Stallone. Með önnur aðalhlutverk fara Talia Shire og Burgess Mere- dith. Saga myndarinnar er um misheppnaðan hnefa- leikara sem býðst' óverð- skuldað tækifæri til að berjast við sjálfan meist- arann í þungavigt. Að áeggjan þjálfara síns og vinkonu tekur hann á sig rögg og æfir af kappi fyrir bardagann. ■i Kastljós, þáttur 55 um innlend — málefni, er á dagskrá sjónvarps í kvöld í umsjá ólafs Sigurðsson- ar, fréttamanns, og verða tvö mál á dagskrá. Ólafur fór norður á Húsavík í vikunni og ræddi við Húsvíkinga um uppboðið á Kolbeinsey, sem nýlega fór fram, og hvað það í raun þýddi fyrir staðinn. Þá mun verða rætt um hvort hagkvæmt væri fyrir staðinn að kaupa skipið aftur og hvaða möguleikar eru fyr- ir hendi í því efni. Ólafur ræddi við bæjarstjórann, Bjarna Aðalgeirsson, og forstjóra Fiskiðjusam- lagsins, Tryggva Finns- son, auk starfsfólks Fisk- iðjusanrlagsins. Síðar í þættinum verður fjallað um okur og okur- lán, sem svo mikið hafa verið í fréttum að undan- förnu. Sérstaklega verður rætt um hvernig þau mál snúa að einstaklingum sem lánin hafa tekið. ólaf- ur sagði að erfitt reyndist að fá fólk til að tjá sig um málið opinberlega — bæði það sem tekið hefur okur- lánin og það fólk sem veitt hefurþau. ; • ? • •<!■■■*■■ FÖSTUDAGUR 15. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórssonles(15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þuiur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður I umsjá Siguröar G. Tómas- sonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.10 Málefni aldraðra. Um- sjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.25 Morguntónleikar. Etýöur op. 10 nr. 1-12 eftir Fréderic Chopin. Vladimir Ashkenazy leikur á planó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfréttir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guörún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (19). 14.30 Sveiflur — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri.) 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. „Also sprach Zarathustra", sin- fónlskt Ijóð op. 30 eftir Rivc- hard Strauss. Fllharmonlu- sveitin I New York leikur. Leonard Bernstein stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Marlanna Friöjónsdóttir. 19.25Jobbi kemst I kllpu. Annar þáttur. Sænskur barnamyndaflokkur I fimm þáttum um sex ára dreng og tuskudýrið hans sem heitir Jobbi. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar 19.45 Þingmál 19.55 Daglegtmál 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Höfuðdagsrölt um Geita- vlkurbrekkur. Halldóra Ei- rlksdóttir les frásögn Sigurö- ar Ó. Pálssonar. b. Or stökum Stephans G. Stephanssonar. Finnbogi Guömundsson tekur saman og flytur. FÖSTUDAGUR 15. nóvember Umsjónarmaöur Páll Magn- ússon. 20.55 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Ólafur Sig- urðsson. 21.30 Ljósið. Finnskur látbragðsleikur með Ulla Uotinen. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö.) 22.05 Derrick. Fimmti þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur. Aöal- hlutverp: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet- c. Skyggni Helga Sveinsson- ar. Olfar K. Þorsteinsson les frásögn af dulrænum toga. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Tom Krause syngur lög eftir Franz Schubert. Irwin Gage leikur með á planó. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. (Frá Akur- eyri.) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. urliöi Guönason. 23.10 Rocky. Bandarisk biómynd frá 1976. Leikstjóri John G. Avildsen. Aðalhlutverk: Sylv- ester Stallone, Talia Shire og Burgess Meredith. Saga af misheppnuöum hnefaleik- ara sem býðst óverðskuldaö tækifæri til aö berjast við sjálfan meistarann I þunga- vigt. Aö áeggjan þjálfara slns og vinkonu tekur hann á sig rögg og æfir af kappi fyrir bardagann. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 01.05 Fréttir I dagskrárlok. 00.05 Djassþáttur — Jón Múli Arnason. 01.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 15. nóvember 10Æ0—12Æ0 Morgunþáttur. Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. Hlé. 14:00—16:00 Pósthólfiö. Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20HX>—21KW Hljóðdósin. Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.-00—22HW Djassspjall. Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 22HX>—23HX) Rokkrásin. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23KX)—03HX) Næturvaktin. Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.