Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 35 Minning: Rósa Jónasdóttir frá Þverdal Fædd 20. september 1906 Dáin 9. nóvember 1985 í dag er til moldar borin Rósa Jónasdóttir frá Þverdal, Aðalvík. Fósturmóðir hennar var Hansína Bæringsdóttir, en ung fluttist hún á heimili þeirra hjóna, Jónínu Sveinsdóttur og Guðmundar Snorra Finnbogasonar í Þverdal. Rósa var mér og fjölskyldu minni nátengd og langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Vinnu- gleði og ótrúleg atorka einkenndi líf hennar og mótaði. Henni féll aldrei verk úr hendi. Rósa fór snemma að vinna fyrir sér og það gerði hún af ótrúlegum krafti svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Mín unglingssumur dvaldi ég á búi ættingja minna í Borgarfirði. Þaðan á ég margar og góðar minn- ingar um hana Rósu. Þegar hey- skapartíð var í nánd var Rósa alltaf væntanleg. Af gæsku sinni kom hún og hjálpaði til um há- bjargræðistímann. Og Rósa var minnst þriggja manna maki, orðin sjötug. Já, það er ótrúlegt en engu að síður dagsatt. Hún gekk í öll störf, hvort sem var inni eða úti. Oft var hún komin út á morgnana á undan húsbændunum. Ekki vegna þess að húsbændur mínir væru seinir fyrir heldur af ein- stæðum dugnaði og eljusemi. Þeg- ar ég átti að sækja kýrnar fyrir morgunmjaltir varð hún iðulega fyrri til. Kýrnar voru fyrir löngu komnar inn þegar maður nuddaði stírurnar úr augunum og fór út. Og farnar að bíða. Á daginn gekk hún í störf húsmóðurinnar innan- dyra, því af eðlilegum ástæðum var hún þó ekki á heyvinnuvélunum. Því gat húsmóðir mín tekið þátt í þeim störfum. En Rósa lét sér það ekki nægja. Þegar komið var heim með heyið rauk hún út, tók sér kvísl í hönd og mokaði heyinu upp i blásarann af ótrúlegum krafti. Eftir það var hún þotin inn aftur. Nei, henni féll sannarlega aldrei verk úr hendi. Allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af elju- semi og alúð. Öllum vildi hún gott r gera og þeim sem hana umgengust sýndi hún gott atlæti. En hún gat líka verið hvöss. Mikil ósköp, ef henni mislíkaði eða þótti eitthvert verk illa unnið, sat hún ekki á sinni meiningu. En hún var líka fljót að blíðkast og raungóð var hún öllum mönnum og málleysingjum. Minningin um Rósu er mér dýr- mæt, og mun eiga sinn stað í huga mínum um aldur og ævi. Hafi Rósa mín þökk fyrir allt og allt og hvíli húníGuðsfriði. Fríða + Móöirmín, GUDBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR, Neshaga 5, andaðist í Landakotsspítala 10. nóvember. Bálför hefur fariö f ram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag islands. Auöunn R. Guðmundsson. t Maöurinn minn, GÍSLI JÓHANNESSON frá Bláfellí, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 14. nóvember. Fjóla Lúthersdóttir. t Móðirokkar, MAGDALENA SVEINBJÖRG SIGUROARDÓTTIR Merkurgötu 12, Hafnarfiröi, lést aö kvöldi sunnudagsins 10. nóvember í sjúkrhúsi Selfoss. Fyrir hönd ættingja og vina, börnin. Minning: Sigurður Jónsson frá Haukagili Hann stundaði nám við Reykholts- skóla á fyrstu starfsárum skólans og settist síðan í Samvinnuskólann en hætti þar námi eftir einn vetur vegna veikinda. Með þennan undir- búning að baki gat ungur maður valið ýmsar brautir og ólíkar á lífsleiðinni. Þetta var á kreppuárunum og leið Sigurðar lá til Reykjavíkur þar sem hann stundaði ýmis störf uns hann gerðist lögreglumaður og fangavörður árið 1939. Árið 1935 kvæntist hann Vilborgu Karels- dóttur og eignuðust þau tvö börn, Ásthildi, skólastjóra á Stokkahlöð- um í Eyjafirði, og Jón, iðnrekanda, sem er búsettur í Garðabæ. Karel Hjörtþórsson, tengdafaðir Sigurðar, rak leðuriðju og síðar vettlingagerð og hvort sem það var fyrir áhrif frá honum eða ekki þá hóf Sigurður einnig leðuriðju. Þegar aldur færðist yfir tengda- föður hans tók hann við rekstri hans, jók umsvifin og breytti þeim eftir kröfum tímans, og rak fyrir- tækið Leðurverkstæðið, Víðimel 35, um áratuga skeið uns kraftar hans fóru að bila og hann seldi það syni sínum og tengdadóttur. Sigurður var einstaklega farsæll í öllum störfum sínum, hagsýnn og útsjónarsamur þannig að engu var líkara en hann byggi yfir sjötta skilningarvitinu eða hefði sagnar- anda. Eitt dæmi skal nefnt. Sig- urður og Karel, tengdafaðir hans, byggðu yfir sig nokkru fyrir stríð á Víðimel 35 hér í bæ. Þegar jarð- vinnan hófst kom í ljós að grunnt var á fasta klöpp en lítil tækni var þá til að vinna á henni. Hins vegar var gert ráð fyrir kjallara í húsinu eins og öðrum húsun þar í grennd. Nú voru góð ráð dýr en Sigurði datt þá í hug sú lausn að sleppa kjallaranum og byggja jarðhæð sem gengt var inn í beint frá göt- unni og hafa þar verkstæði og verslanir. Hann fékk þetta sam- þykkt hjá hlutaðeigandi yfirvöld- um og var þarna kominn með atvinnuhúsnæði, sem hann nýtti sjálfur og leigði út. Það sem halda mun nafni Sig- urðar á lofti um langan aldur er vísnasöfnun hans. Hann hóf ungur að aldri að safna vísum. Söfnunin jókst síðan stig af stigi og fór svo að Sigurður átti vart eða ekki jafnoka sinn á því sviði. Visnasafn sitt lagði hann mikla alúð við. Sigurður komst í allgóð efni og réð í þjónustu sína fólk til að færa vísur og tildrög þeirra í bækur, vélrita þær eða safna í úr- klippubækur. Sigurður var afar ljóðelskur og minnugur á kveðskap og fróður um hann, en þar eru sem vænta má mörg vafamálin á ferð og margar missagnir hafa komist á kreik. Jafnframt var Sigurður mikill smekkmaður á kveðskap svo sem sjá má í þeim vísnasöfnum, sem hann sendi frá sér á prenti, sem og vísnaþáttum sem hann flutti i útvarpi. Áhugi Sigurðar á kveðskap stuðlaði að kynnum hans við skáld og hagyrðinga og um langt skeið tók hann þátt í starfsemi Kvæða- mannafélagsins Iðunnar og var formaður þess um skeið. Nánasti vinur Sigurðar meðal skálda hygg ég að hafi verið Guðmundur Böðv- arsson skáld á Kirkjubóli, sveit- ungi hans. Það var frjó vinátta og Guðmundi einnig dýrmætt að eiga Sigurð að hér í bænum. Reyndar áttu Borgfirðingar hauk í horni þar sem Sigurður var og honum var ekki betri greiði gerður en heimsóknir þeirra og það voru margir fleiri sem áttu Sigurð að. Þeir munu vera ófáir, sem leituðu til hans í vandræðum sínum og hann lagði lið. Sigurður var mikil gæfumaður. Vilborg, fyrri kona hans, bjó hon- um fallegt heimili og studdi hann af ráðum og dáð á þeim árum þegar umsvif hans voru sem mest. Síðari kona hans, Sigríður Stein- grímsdóttir, átti með honum góð ár og veitti honum allan þann stuðning, sem í mannlegum mætti var þegar sjúkleiki sótti að honum uns yfir lauk. Ég flyt Sigríði, börnum Sigurðar og öðrum vandamönnum hans, innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Matthías Eggertsson Sigurður Jónsson fæddist og ólst upp á Haukagili í Hvítársíðu og kenndi sig æ síðan við þann stað. Honum kynntist ég á æskuárum mínum er við dvöldum í Reyk- holtsskóla, fyrstu tvo veturna er skólinn starfaði. Þá var skólatími ungmenna ekki eins mörg ár og núna, þá þótti gott að fá að vera í skóla einn til tvo vetur. Því urðu manni svo hugstæðir þeir nemend- ur og kennarar, sem með manni dvöldu, og sumt af þessu fólki hef ég haft kunningsskap við alla mína ævi síðan. í heimavistarskólum kynntist fólkið líka betur en það gerir í skólum í dag. Ég trúi að allir nemendur frá þessum árum muni Sigurð frá Haukagili. Hann var mjög sér- stæður persónuleiki, ætíð glaður og góðviljaður, spaugsamur og átti gott með að taka gríni og fljótur að svara fyrir sig og það mátti segja að hann væri hvers manns hugljúfi. En þó var hann ekki eins sérstæður fyrir neitt eins og hversu ljóðelskur hann var og það var hann til æviloka. Hann var þekktur í útvarpi fyrir vísnaþætti sína. Hann safnaði vísum um allt land og gaf út þrjár vísnabækur og það voru ekki eingöngu vísur, sem hann safnaði, hann kunni heilu ljóðin utanað og hafði þau mjög á vörum í samtölum við fólk. Og ef mann langaði að vita um eitthvert ljóð eða stöku var ætíð hægt að hringja í Sigurð til að fá vitneskju um eftir hvern ljóðið eða vísan væri og kom sjaldan að tómum kofa þar, það veit ég að fleiri hafa reynt en ég. Ég minnist þess líka, að eitt sinn er ég lá á spítala kom Sigurður í heimsókn og hafði orð á því að hann kynni nú ekki að kaupa blóm og ætlaði heldur að færa mér bók og kom með ljóðabók Stefáns frá Hvítadal. Ég sagði að mér fyndist það góð blóm og þau myndu lengi lifa. Margar skemmtilegar stundir áttum við hjónin á heimili Sigurðar á Víði- mel 35 þar sem hann bjó og rak einnig leðurverkstæði sem var hans atvinnugrein. Sigurður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Vilborg Karelsdóttir þau áttu tvö börn, Ásthildi og Jón, hún var myndarleg og góð kona og þar átti við að segja að hún hafi búið manni sínum fagurt heimili. Hún lést árið 1966. En Sigurður var gæfumaður í lífinu eins og hann sagði sjálfur eitt sinn við okkur. Hann giftist aftur árið 1969 Sigríði Steingríms- dóttur, myndarlegri og elskulegri konu, sem lifir mann sinn og hlynnti að honum til síðustu stundar. Hún tók vinum Sigurðar opnum örumum og til þeirra komum við stundum í sumarbú- staðinn fagra í Borgarfirði. Þessi kveðjuorð mín verða ekki fleiri. Skólasystkinin gömlu smá týna tölunni, eins og gangur lifsins gerir ráð fyrir, við sem eftir sitjum við gluggann og bíðum kveðjum ogþökkum samfylgdina. Eg kveð Sigurð frá Haukagili með þakklæti fyrir skemmtilegar samverustundir og sendi hans góðu konu og börnum innilegar samúðarkveðjur. Rut Guðmundsdóttir „Svo bý ég mig á ströndinni og bíð þar eftir fari og byr sem greiði fðrina yfir hafið þvert. Ég ber fram eina spurningu, býst ekki við svari: Báturinn mun koma og flytja mig, en hvert.“ (Hjörleifur Jónsson) Flestir vilja Iifa lengi en fár vill verða gamall. Háum aldri fylgir sá ókostur að verða að horfa á eftir vinum, kunningjum og öðrum samferðarmönnum á vit hins ókunna. Og sumir þessara vina og kunningja eru svo einstakir, að enginn fær skipað þeirra rúm. Og nú hefur vildarvinur minn, Sigurð- ur Jónsson frá Haukagili, unnandi ljóðs og stöku, lagt upp í sína hinztu för. „Ótal fræðin afreksmanns eru á letraskránum, meiraþóíhugahans hvarf með honum dánum.“ (Fornólfur) Ég sá Sigurð fyrst snemma árs 1941 en gaf honum þá ekki meiri gaum en öðrum samstarfsmönnum mínum, ef til vill hefur aldursmun- urinn haft sitt að segja þá, en hans gætti ekki þegar frá leið. Þegar ég svo heyrði hann fara með ljóð eða stöku lagði ég ósjálfrátt við eyru, tónninn var með þeim hætti að oftar en ekki öðlaðist ég nýjan skilning á því sem hann flutti. Ég notaði því þau tækifæri sem gáfust til að ausa af þeim nægtabrunni sem hann var mér. Meðan við vorum nágrannar í Vesturbænum fór ég alloft í heim- sókn til hans, en eftir að ég flutti í annað bæjarhverfi og starfsleiðir skildi urðu samfundir strjálli. Á því varð svo aftur breyting til batnaðar og síðustu 10—15 árin liðu sjaldan margir dagar svo að við ekki sæumst eða ræddumst við símleiðis. Að vísu varð því ekki við komið meðan hann dvaldi í sumar- húsi sínu uppi í Norðurárdal, en þegar við hjónin komum þangað í heimsókn tóku þau Sigurður og Sigríður Steingrímsdóttir kona hans á móti okkur opnum örmum, gisting boðin og stundum þegin vegna þess hve vel okkur leið i návist þeirra. Þegar við Sigurður hittumst var umræðuefnið nær ávallt hið sama: skáld, ljóð þeirra og lausavísur, svo og vísur þeirra sem ekki töldust til skálda en voru snjallir hagyrð- ingar, en af þeim átti hann stærri sjóð en aðrir menn. Oftsinnis vakti hann athygli mína á íslenzkum lífsreynslusögum, þar sem honum fannst íslenzkt tungutak njóta sín bezt. Hann var víðlesinn og fróður, kunni ótrúlega vel skil á flestu því sem birzt hafði á prenti og kunni flestum betur að greina hismið frá kjarnanum. Bókasafn átti hann mikið og gott og las mikið. Ef hann rakst á eitthvað, sem honum fannst bitastætt í, hringdi hann oft til mín til að segja mér frá, svo ég gæti einnig notið góðs af. Oft gerði ég mér þá fyrst grein fyrir ágæti ljóðs, er ég hafði heyrt hann flytja það. Ég spurði Sigurð eitt sinn að því, hvernig og hvenær áhugi hans á ljóðum og stökum hefði vaknað. Hann kvað það hafa verið í heima- húsum, er hann var ungur drengur. En á þeim árum hefði hann svo hlýtt á Ingólf Gíslason lækni flytja ljóð á útisamkomu í Borgarfirði og orðið svo gagntekinn af því, að strax og hann kom heim hefði hann leitað kvæðið upp í bókasafni föður síns og ekki hætt fyrr en hann kunni það utanað. Eftir það hefði ljóðlistin átt hug sinn allan. Ungur hóf Sigurður vísnasöfnun og hélt henni áfram til hinztu stundar. óhætt mun að fullyrða að hann hafi verið allra íslendinga stórvirkastur á því sviði, að minnsta kosti hef ég engan hitt eða heyrt um sem komizt hafi með tærnar þar sem hann hafði hælana í þeim efnum. Og nú er göngu Sigurðar vinar míns lokið. Það tók hann rösk 73 ár að komast á leiðarenda. Ég get ekki stillt mig um að skjóta hér inn setningu, sem ég hef einhverju sinni hripað niður en veit ekki hver er höfundur að: „Göngumað- urinn staldrar við á hjallabrúninni og horfir til baka. Hann horfir niður hlíðarnar og þá kemur hon- um til hugar hve allt öðru vísi fjallið sé, þegar upp er komið en að neðan séð. Þannig er lífið, að því mætti vel líkja við göngu upp eftir fjalli. Af og til er staldrað við og horft til baka yfir gengin spor, en síðan staðið á fætur og haldið upp á ný með tilveruna í fangið." Og nú, þegar Sigurður frá Haukagili hefur komizt upp á tind- inn og nær þeim himni sem ég hygg að hann hafi trúað á, þótt ekki færu orð þar um okkar í milli, sendi ég honum kveðju mína með orðum Jóhannesar skálds úr Kötlum: „Þó brostinn sé stálharði strengurinn þinn skal stilla á framtíðarhaginn, og kveðja þig félagi í síðasta sinn með söng og með þðkk fyrir daginn.“ Konu hans, börnum og barna- börnum og öðrum aðstandendum sendum við hjónin okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Torfi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.