Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 44

Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÖVEMBER1985 mnm • 1981 Univraol Pr»n Syndicof >o-a3 er ekk'i rneS rveúna. f&r&cxbösku?" Áster... að /ara saman í sveppatínslu. TM R#a. U.S. Pat. Off.—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate íbúð? Hvernig gengur að safna peningum í nýja þakið á kirkjuna? HÖGNI HREKKVlSI „ HÆTTU P65SUM HAÐSöuÓSUM.*'* „Ástin sigrar“ góð skemmtun V. skrifar: Velvakandi góður. Mig langar til að senda þér línu og þakka honum Eyvindi Erlends- syni fyrir spjall hans í útvarpinu á sunnudagskvöldum — þáttur hans er bæði léttur og skemmtileg- ur. Þá langar mig til að þakka fyrir þætti Þráins Bertelssonar — þeir voru alveg frábærir. Svo ég vendi mínu kvæði í kross þá langar mig til að benda fólki á að fara í Austurbæjarbíó og sjá gamanleikritið „Ástin sigrar", ef það vill eiga skemmtilega kvöld- stund. Ég sá sýninguna um daginn og þar ómaði hlátur stanslaust í tvo klukkutíma. Hef ég ekki skemmt mér jafnvel í mörg ár eða síðan gömlu, góðu revíurnar voru upp á sitt besta. Takk fyrir skemmtunina. Frá sýningu á gamanleikritinu Ástin sigrar. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Ekki allt til sem er í vörulistanum Ástríður Sveinsdóttir spyr: Nýlega barst mér IKEA-vörulist- inn, en honum mun nú vera dreift f hvert hús á landinu. Dreif ég mig í nýju verslunina þeirra í nýja miðbænum og hugðist festa kaup á teppi sem gefið var upp f listanum. í versluninni fékk ég hins vegar þau svör að teppið væri ekki til og eng- inn virtist vita hvenær von væri á því í verslunina. Margir sem ég þekki hafa sömu sögu að segja, þ.e. ekki virðist allt vera til sem gefið er upp í vörulistanum. Er von á því að úr þessu verði bætt? Svar Gests Hjaltasonar, rekstrar- stjóra IKEA-verslunarinnar: Allt sem gefið er upp í vörulistan- um á að vera til hjá okkur og það sem er ekki þegar komið er væntan- legt. Þannig er að pantanir eru misfljótar að berast og getur það tekið allt að þrjá mánuði að fá nýja sendingu. IKEA-vörulistinn er fyrir árið 1986 og af þeim sökum fáum við sumar vörutegundir jafnvel ekki sendar fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Það er von okkar að þetta eigi ekki eftir að valda viðskiptavin- um okkar miklum óþægindum og þeir geti innan tíðar fengið i verslun okkar allt það sem gefið er upp á vörulistanum. Óskyldum málum bland- að saman Að gefnu tilefni vill Leiklistar- skóli íslands taka fram að Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins blandar saman tveimur óskyldum málum f skýringum sín- um við fyrirspurnum Ólafíu Jóns- dóttur, er birtust í Velvakanda laugardaginn 9. nóv. sl. þar sem leiklistarstjóri svarar fyrir mistök sín varðandi útsendingu á nemenda- verkefni Leiklistarskólans nýverið. Það er rétt að af hálfu skólans hefur verið lögð áhersla á að nem- endur vinni að verkefnum sem sé útvarpað (nú síðast Galeiðunni) eða sjónvarpað (nú siðast Reykjavík er perla), að loknum námskeiðum i útvarps- og sjónvarpsleik. Það er hinsvegar rangt, að skóla- yfirvöld hafi tekið einhver ráð af leiklistarstjóra varðandi umrætt verkefni. Það er fjarri öllu lagi að skólinn hafi áhuga á að sendar séu út upptökur sem ekki hafa verið fullunnar, á þær hlustað eða um þær fjallað af þátttakendum og aðstand- endum, þ.á m. leiklistarstjóra. Rétt er að fram komi að skólayfirvöld óskuðu ítrekað eftir að aðstandend- ur fengju að hlusta á upptökuna, áður en til útsendingar kæmi, en við þeirri ósk var ekki orðið. Skólanefnd Leiklistarfélags íslands. Víkverji skrifar Nú eru að rísa fyrirtæki sem vinna að því að snara útlenzk- um texta yfir á íslenzku og koma þeim á myndbönd. Texti hf. er elzta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Hjá því vinna nú hvorki meira né minna en um 25 manns. Tækjakostur þess er afar góður og afköst mikii. Þannig getur Texti fjölfaldað erlenda mynd í 120 ein- tökum í einu. Þessi framleiðsla er að verða mikilvægur þáttur á ís- lenzkum markaði og umsetning þeirra sem að þessu starfa skiptir nú hundruðum milljóna. Þetta er að verða eins og bókaútgáfa og ófyrirsjáanlegt hvert stefnir. Von- andi verður þessi starfsemi ekki til að veikja arf okkar og menningu né heldur aukinn þrýstingur að utan, m.a. vegna gervitungla. Hún ætti þvert á móti að geta eflt það sérstæða í þjóðlífi okkar ef vel er á haldið. Með því verður rækilega fylgzt. Þýðendur þessara fyrir- tækja bera mikla ábyrgð og þau sjálf ekki síður. Löggjafinn ætti ekki sízt að krefjast þess að reglum um meðferð íslenzkrar tungu, sem sjónvarpið verður að hafa í heiðri, verði einnig fylgt fram í fyrirtækj- um sem fjölfalda myndbönd. En sjónvarpið heldur ekki leikreglur, því miður. Það leyfir auglýsingar sem eru útlenzkar þótt reynt sé af veikum mætti að böggla þeim í kauðskan „íslenskan" búning. Út- lendar auglýsingar eru brot á regiugerðum um meðferð íslenzkr- ar tungu í sjónvarpi. Stundum eru þessar reglur einnig brotnar í út- varpi, t.a.m. þegar auglýstar eru vörur og notaður enskur fram- burður á einstökum bókstöfum. Það er rétt sem kona nokkur sagði hér í Velvakanda fyrir skemmstu að Hi-C ætti að bera fram hikk á íslensku. Annað væri óhæfa. Út- varpið á ekki að umbera sóðaskap. Konan sagðist ekki vita hvort hún ætti frekar að segja dobbeljú eða tvöfalt vaff, þegar hún bæri fram bókstafinn w. Að sjálfsögðu á að bera þennan staf eins og aðra fram á íslenzka vísu, þ.e. tvöfalt vaff. Látum ekki útlenzk áhrif villa okkur sýn. Gerum íslenzkan fram- burð að tízkufyrirbrigði á íslandi. Þá mun framtíðin hafa samtíð okkar í hávegum. Annars verðum við eins og þeir sem vilja taka leigu fyrir að láta verja okkur á tvísýn- um tímum, leiguliðar erlends al- þjóðaskvaldurs. Það getum við aldrei orðið, ekki frekar en við getum selt hugsjón okkar um ör- yggi og sjálfstæði landsins. Slíkur lýður yrði í hæsta lagi menningar- lausir peningapúkar. Við eigum að verja land okkar af reisn, en við eigum ekki síður að verja tungu okkar og menningu með kjafti og klóm. Tungan, menn- ingararfleifðin og landið eru það eina sem við eigum, en það er ekki svo lítið. Við erum öfundsverð af hverjum einum þessara þriggja þátta. Það er skylda okkar að vernda tunguna, vernda menning- ararfleifð okkar og verja landið hættulegum utanaðkomandi áhrif- um. Bæði Bjarni Thorarensen og Bólu-Hjálmar töldu að ísland mætti sökkva í. sjá ef við brygð- umst þeirri skyldu okkar að vera íslenzk þjóð á Islandi. XXX Iraun ætti íslenzka sjónvarpið að kappkosta að allt erlent tal hyrfi úr flestum útsendingum þess og að sett yrði tal inn á erlendar kvikmyndir, sem þar eru sýndar. Þetta ætti hljóðvarpið einnig að kappkosta í stað þess að láta hljóð- fall með erlendri tungu viðstöðu- Iaust renna inn á hvert einasta heimili í landinu. Víkverji segir flestar kvikmynd- ir. Sumar kvikmyndir geta orðið einkar skrítnar og ankannalegar, ef menn skyndilega birtust á skjánum og töluðu reiprennandi íslensku. Enginn, t.d. sem þekkir John Wayne, leikarann góðkunna úr villta vestrinu, gæti sætt sig við að hann talaði íslenzku eins og innfæddur íslendingur. Þá yrði eitthvað að. Menn hafa heyrt slíka hlóðsetningu t.d. í þýzku sjónvarpi og það verður að segjast að Vík- verji hefur aldrei fyrirhitt neinn, sem kann við það að John gamli mæli viðstöðulaust á þýzku. Það á ekki við, hvorki persónuna né það umhverfi, sem hann leikur í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.