Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 5 Morgunblaðið/Árni Sœberg Við afhendingu rauðviðarfurunnar, sem sést í baksýn. Á myndinni eru: Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar: Rauðviðarfuran afhent „Nýi Laugavegurinn“ opnaður á morgun umræðunni um Útvegsbankann að á undanförnum mánuðum hefði gengið yfir ein versta kreppa í skipaútgerð frá stríðslokum. Telja mætti að verðmæti íslenska kaup- skipaflotans hefði rýrnað um 2,5 til 3 milljarða á þessu tímabili. Hlutur Hafskips í þessu dæmi væri sennilega um 10%, eða um 300 milljónir. „Þetta hefur ekki aðeins gerst hjá kaupskipaflotan- um,“ sagði Friðrik, „því sömu sögu er að segja af fiskiskipaflotanum. Hins vegar er markaður fiski- skipaflotans einangraður. Þar ganga skipin kaupum og sölum innanlands, en bannað er að flytja inn ný skip til landsins. Ef ein- angrun markaðarins væri rofin hvað yrði þá um veðhæfni fiski- skipaflotans?" „Jón Baldvin að notfæra sér vandamál Hafskips í pólitísku skyni“ Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra (S) sagði ma.: „Margt hefur verið sagt hér út af saklausri fyrirspurn frá Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem hlýtur að hafa verið sett fram til þess að stuðla að lausn þessa máls þó að sá grun- ur læðist að mér að Jón Baldvin sé að notfæra sér vandamál Haf- skips í pólitísku skyni. 1 þessari umræðu hef ég orðið fyrir alvar- legum ásökunum og því spyr ég: Var það hluti af stórum glæp að ég tók að mér að gegna starfi sem Alþingi kaus mig til, vegna þess að ég er kunnur viðskiptalífinu?" Albert sagði að í stjórn Hafskips hefðu verið ungir hæfir menn sem hefðu verið áberandi með velrekin fyrirtæki. Það væri ekki þeim að kenna hvernig farið hefði fyrir fyirirtækinu, heldur alvarlegum áföllum sem það hefði orðið fyrir. „Nauðsynlegt er að rannsaka þetta mál til hlítar, til þess að það komi fram hvort þær fullyrðingar sem beinast gegn mér, eiga við rök að styðjast," sagði Albert. Jón Baldvin tók á nýjan leik þátt í umræðunni og Matthías Bjarna- son einnig. Auk þeirra tóku þátt i umræðunni þau Kristín Kvaran (BJ) og Árni Johnsen (S). Fjölmenni stofnaði „Gamla miðbæinn“ FJÖLMENNI sótti stofnfund félags- ins Gamli miðbærinn á Hótel Borg í gærkvöldi. í lögum félagsins, sem samþykkt voru samhljóða, segir að tilgangur þess sé aö efla mannlífið í gamla miðbænum, standa vörð um eignir og söguleg verðmæti og stuðla að eðlilegri uppbyggingu. Ennfremur að efla þjónustu og viðskipti jafnt sem menningariíf og útivist, umhverfis-, skipulags-, og umferðarmál og annað sem þjónar auknu mannlífi. Fundurinn kaus fimmtán manna stjórn og fimm manna varastjórn fyrir félagið. Fyrirhugað er að stjórnin ráði síðan framkvæmda- stjóra til að annast um framkvæmd- ir og daglegan rekstur félagsins. Á fundinum var fjallað um skipu- lagsmál gamla miðbæjarins og upplýsti Davíð Oddson, borgar- stjóri, að hann hefði áhuga á að snemma á næsta ári yrði efnt til samkeppni um lítið ráðhús við Tjörnina. Kvaðst hann sjálfur vilja stefna að því að framkvæmdir við slíkt hús gætu hafist ári síðar. Að fundinum á Hótel Borg lokn- um kom nýkjörin stjórn saman og samþykkti að skora á verslunareig- endur í gamla miðbænum að hafa verslanir sínar opnar til kl. 4 nk. laugardag til að fagna því að þá verður neðri hluti Laugavegar opn- aður á ný eftir gagngerar breyting- ar. ÍSLENDINGUM var afhent í gær sneið af 1300 ára gamalli rauðviðar- furu sem gjöf frá Bandaríkjunum í tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Gjöfina afhenti sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe, og Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, veitti henni viðtöku. Forstöðumaður Náttúru- gripasafns íslands, Ævar Pedersen, tók síðan við gjöfinni fyrir hönd safnsins. f furuna er ýmislegt áritað, t.d. þau ár sem landnám varð, kristni- taka, lok þjóðveldisaldar, siða- skipti, skaftáreldar, endurreisn Alþingis og stofnun lýðveldis. Rauðviðarfurunni hefur verið valinn staður fyrst um sinn í Há- skólabíói. SÁ HLUTI Laugavégsins, sem lokað- ur hefur verið sl. fjóra mánuði vegna lagfæringa verður formlega opnaður umferð á morgun, laugardag, og munu atvinnurekendur við götuna standa fyrir hátíðardagskrá þá. Allir atvinnurekendur við þennan nýja kafla ætla að hafa staði sína opna til kl. 16.00 og hafa nokkrir aðrir verslunareigendur í miðbænum hugsað sér að gera slfkt hið sama. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur milli 10.00 og 11.00 og mun borgar- stjórinn, Davíð Oddsson opna göt- una formlega. Gatan verður opin allri umferð til hádegis en verður lokað aftur vegna áframhaldandi skemmtiatriða fram eftir degi. Brúðuleikhúsið sýnir leikþátt kl. 13.15. Hljómsveitin Kukl, Stúd- entaleikhúsið og Medusa munu halda uppi fjöri á götunni með hljóðfæraleik, söng og karnival- stemmningu. Morgunblaðið/Emilía Nokkrir atvinnurekendur við „Nýja Laugaveginn", er skýrðu blaðamönnum frá framkvæmdum við Laugaveginn. Á myndinni eru Skúli Jóhannesson. Sigurður E. Haraldsson, Erla Hallgrímsdóttir, Árni Kristjánsson og Gísli Sigurðsson. ENDURFUNDIR II tgafudagur ídag I dag kemur út hin stórgóða safnplata Ballöður, Endurfundir II, sem er beint framhald met- söluplötunnar „Endurfundir“ sem út kom í fyrra. Ballööur innihalda 14 hugljúf lög, sem allir unnendur góörar rólegrar tónlistar ættu aö fá sér. Hlið 1. The Power of Love — Jennifer Rush Careless Whispher — George Michael Could It Be l’m Falling in Love — David Grant & Jaki Graham Smooth Operator — Sade Þú og ég — HLH flokkurinn That Ole Devil Called Love — Alison Moyet El Cavantina — Viðar Alfreðsson Þú færð plötuna eða kassettuna Ballöður í næstu hljómplötuverslun. Hlið 2. Heartbreaker — Dionne Warwick Suddenly — Billy Ocean Sometimes When We Touch — T ammy Wynette & Mark Graham í felum — Ellen Kristjánsdóttir Love Don’t Live Here Anymore — Jimmy Nail Don’t Try to Fool Me — Þú og ég Undur vorsins — Mezzoforte Dreifing sfeoinorhf Sími 46680,45800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.