Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI . TIL FÖSTUD AGS Hvað varð um fyrir- tækið „Fataspil“? Kona hringdi: Mér leikur hugur á að vita hvað sé orðið af fyrir- tækinu „Fataspil" sem var til húsa í Miðstræti 3. Þar voru prjónuð, saumuð og hekluð föt og systir mín lagði þar inn fataefni sem átti að sauma pils úr. Hún var bæði búin að borga efnið og saumaskapinn og varð því undrandi þegar hún komst að því að „Fata- spil“ hefur flutt sig um set, eða lagt upp laupana, án þess að gefa viðskipta- vinum sínum nokkra skýr- ingu. Vonandi sjá forráða- menn „Fataspils" sóma sinn í því að útskýra málið í dálkum Velvakanda. Leiðrétting Þau mistök urðu í Velvak- anda sl. þriðjudag að fyrsta lína ljóðsins Óhræs- ið eftir Jónas Hallgríms- son misritaðist. Rétt er hún þannig: Ein er upp til fjalla. Ljóðabálkur- inn eftir Benedikt Bachmann Unnur Benediktsdóttir skrif- ar: Kæri Velvakandi. Ég sá nýlega í dálkum þínum nokkrar hendingar úr ljóða- bálki sem ég tel vera eftir Benedikt Bachmann, og hann nefndi „Gott ráð“. Benedikt bjó á Hellissandi á Snæfells- nesi í nær 30 ár. Hann var þar barnakennari og símstjóri. Á þeim árum urðu margar af kímnisögum hans og gaman- vísum landsfrægar. Þó nokkuð finnst eftir hann í ritunum „f slensk fyndni". Ljóðaformið var ekki alltaf það, sem hann hugsaði mest um við sína ljóðagerð, heldur að þetta félli við það lag eða lög, sem hann hugsaði sér að syngja á þessari eða hinni skemmtuninni, sem hann oft- ast stóð fyrir. Mér finnst það liggja í augum uppi, að ááman- semi Benedikts hefur verið ómetanleg lyftistöng í fábreittu lífi fólksins í jafn afskekktu byggðarlagi og Hellissandur var á þessum árum. Sonur hans, Viggó Bach- mann, sem nú dvelur á Hrafn- istu í Reykjavík, kann enn mikið af vísum föður síns og eins hefur hann skrifað tölu- vert af þeim niður. ' V ‘ -stí~%53K ■ - - l •A J; <a (tns. Þannig leit hún út, mánahvelfingin bjarta, ofan á kolli Úlfarsfells. Hvelfingin fagra á kolli Úlfarsfells Mér varð gengið að glugganum á vinnustofu minni, þetta var 30. október og orðið rúmlega hálfrokk- ið. Og er ég leit út, mætti augum mínum fögur sýn og heldur óvenju- leg: Uppi á kolli Úlfarsfells stóð eins og björt hvelfing, ljómandi í allri sinni fegurð. Það var eins og frá þessu hvolfþaki legði sindrandi geisla í allar áttir. Hálfkúla þessi sat þarna á efstu brún fjallsins og skar sig úr umhverfinu með ofur- birtu sinni. Og upp í hug mér skaut þessari hugsun: „Ef hér, — á efstu brún þessa fjalls, sem ávalt blasir við hverjum íbúa Reykjavíkur, væri komin hvolflaga bygging, björt og glæsileg, fegursta hús landsins, raunveruleg stjörnusambandsstöð, þar sem stundum væru sambönd við lengra komna íbúa annarra stjarna — hversu mjög væri þá breytt orðið um til batnaðar öllum högum manna frá því sem nú er.“ En hálfkúlan bjarta, sem ég nú hafði fyrir augum á efstu brún Úlf- arsfells var ekki þess eðlis, heldur var hér' á ferð máni okkar „mið- garðsmanna", sem fylgt hefur reiki- stjörnu okkar frá upphafi vega, og sem glatt hefur huga jarðarbúa á öllum öldum. Hér stóð hann, máninn okkar gamli, í allri sinni fegurð og sýndist svo stór og glæsilegur, svo bjartur og skínandi, fremur en nokkru sinni áður. En þessi líking mánans við hvolf- laga byggingu stóð ekki lengi, því hér var hann í raun á fullri ferð eins og ævinlega. í næstu andrá hafði hann lyft sér upp yfir fjallið, hvolflögunin breytt- ist í hnattlögun og hér stóð hann nú á himninum í öllu sínu veldi. Það var eins og hann sendi okkur kank- víslegt bros, þarna ofan úr hæðun- um, um leið og hann hraðaði för sinni enn hærra upp á hvelfingu himins. Ekki þarf að líta iengi á ásýnd mánans til að sjá þar greinilega líkingu við andlit manns. Dökkir flekkir skera sig úr ljósari fleti og mynda augu, nef og munn. Þessir dökku fletir eru það sem kallað hefur verið höf, og stafar frá þeim tíma, sem haldið var, að yfirborð mánans skiptist í lönd og höf og að þarna væri hugsanlega manna- byggð. Nú er að vísu vitað, að svo er ekki, en máninn heldur enn áfram að heilla hugi okkar jarðarbarna, og beina athygli okkar til himins ogstjarna. Ingvar Agnarsson Óvenjuleg reynsla í viðskiptum Matthías G. Pétursson, Hlíðar- byggð 18, Garðabæ, skrifar: Eg varð fyrir óvenjulegri reynslu í viðskiptum í sl. viku, þegar ég þurfti að kaupa lítilræði til að ganga frá tengingu á vaski. Þannig var mál með vexti, að ég þurfti að skila inn eldhúskrana- setti, sem ég hafði keypt fyrir nokkru, en þurfti síðan ekki að nota. Hugðist ég því nota ferðina og skila því. Kranasett þetta kost- aði kr. 3.800 í verzluninni J. Þor- láksson og Norðmann og bað ég þar um, að það yrði keypt af mér um leið og ég keypti það lítilræði sem mig vantaði. Ungur og lipur sölumaður tók við settinu og bauðst til þess að ræða við fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Har- ald Bjarnason. Þegar ég kom stuttu seinna til að ganga frá málunum var mér tjáð, að þeir myndu eingöngu taka eldhús- kranasettið í umboðssölu. Ég taldi, að hér hlyti að vera einhver misskilningur á ferðinni, að þeir héldu t.d. að settið hefði verið keypt annars staðar, og ræddi því við viðkomandi Harald og bauð honum að lokum krana- settið á hálfvirði, eða kr. 2.000. Þegar hann hafði athugað, hvort ég ætlaði að verzla fyrir sömu upphæð, og fann út að það var aðeins lítilræði, neitaði hann al- farið að endurgreiða mér mismun- inn, eða á annað þúsund krónur og var hinn mesti snúður á honum. Var hann jafn óliðlegur og sölu- maður hans hafði verið liðlegur fyrr um daginn. Málið endaði með því, að ég greiddi mitt lítilræði og tók til baka þetta eldhúskranasett, sem er mér algjörlega óþarft. Hjá þess- ari umræddu verslun hef ég keypt vörur undanfarin ár fyrir tugi þúsundir króna, en mér er nú skapi næst að stíga þar aldrei inn fæti á ný. Aftur á móti býð ég hverjum þeim, sem þarf að kaupa slíkt eldhúskranasett (sem kostar 3.800 kr. hjá J. Þorláksson og Norð- mann) settið mitt á sama verði og ég bauð verzluninni, þ.e. kr. 2.000. Heimasimi minn er 43490. zŒs&smemmmt&msa KR0SSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, piast- húðaðar eða tiibúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðl• SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! (.U\ND5INS> \ Þið fáið að sníða niður allt plötuefni BBSTA okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. 621566 BJÖRNINN Við erum í Borgartúni 28 VAPA^ Mr^kmuJ^k HLUTIR SUBARU 1800 frá kr. m/sölusk. Smurolíusía .......... . . 183,00 Loftsía .................. 398,00 Vatnsdæla ................1.317,00 Vatnslás .................. 264,00 Kúplingsdiskur........... 1.497,00 Kúplingspressa.......... 2.220,00 ^ Bremsuboröar á kjálkum 1.021,00 Kveikjulok................. 215,00 Platínur ................... 99,00 Kveikjuþéttir ...............55,00 Kerti .......................80,00 Aöalljós .................1.416,00 c „ NIPPARTS á íslandi BiLVANGURstr HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.