Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 16

Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 40 glös*af hressandi Cola í einni flösku Þú þarft að koma fleiru en Cola fyrir í ísskápnum, er þaö ekki? 1 glas = 20 sl SÓLHF Gerum góða borg betri — eftir Sigurbjörn Þorkelsson Nú líður að sveitarstjórnarkosn- ingum. Sjálfstæðismenn og borg- arbúar allir geta fagnað árangri sem náðst hefur í uppbyggingu höfuðborgarinnar á líðandi kjör- tímabili. Röggsamur borgarstjóri og sterkur meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórninni hefur skilað sér vel. Það er áríðandi að við getum haldið áfram þeirri uppbyggingu sem hafin er og verð- ur því að berjast fyrir að halda meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórninni. Eða hver vill upplifa aftur þá sundrung og það aðgerðarleysi sem ríkti í borgar- málunum er vinstri flokkarnir réðu á árinum 1978—1982? Þakka ber þeim borgarfulltrú- um sem staðið hafa sig eins vel og raun ber vitni. Ég tel það þó styrkja flokkinn að fá nokkur ný nöfn á framboðslistann. Sjálfstæð- ismenn verða að hafa í huga að nú kjósa yngri kjósendur en áður hafa gert. Þess vegna er nauðsyn- legt að ungt fólk skipi nokkur örugg sæti eða baráttusæti á fram- boðslistanum nú í vor. Það er eitt atriði úr stefnu Sjálf- stæðisflokksins sem ráðamenn hans hafa lítinn gaum gefið að, sérstaklega í seinni tið. Það er að styðja við bakið á kirkju og kristin- dómsmálum. Úr því verður að bæta, ef við ætlum að byggja upp lifandi borg með heilbrigðu fólki. Ég vil beita mér fyrir þvi að kristileg æskulýðsstarfsemi verði styrkt á allan hátt. Einnig þarf að opna börnum og unglingum aðstöðu til iþróttaiðkana og tóm- stundastarfs í auknum mæli. Stuðla þarf að því að félög sem starfa í borginni á þessum vett- vangi og telja hundruð ef ekki þúsundir félaga verði gert kleift að færa út kviarnar og efla þannig heilbrigða starfsemi sína. Æskan er framtið borgarinnar. Þess vegna er brýnt að efla kristilegt og annað heilbrigt æskulýðsstarf i borginni. Borgin ásamt iþrótta- og æsku- lýðsfélögum noti allar tiltækar leiðir til að vinna gegn vimugjafa vánni, aðrar en þær að fjalla um þau mál opinberlega. Ég tel það aðeins verka öfugt. Fjölga verður barna- og dag- heimilum í borginni í samræmi við eftirspurn. — Gera þarf átak til að bæta umferðarmenningu borg- arinnar. — Sorphreinsun borgar- innar verði boðin út. — Athugaðar verði nýjar leiðir i rekstri SVR með tilliti til hagkvæmni og bættr- ar þjónustu. — Verkefni Hitaveitu Reykjavíkur verði boðin út í aukn- um mæli. — Komið verði á fót hugmyndasamkeppni meðal borg- arbúa varðandi uppbyggingu og framtið Viðeyjar, með tilliti til aukins ferðamannastraums i eyna. — Þjónustuíbúðum fyrir aldraða verði fjölgað verulega. öldruðum borgarbúum verði gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi. — Áfram verði haldið uppbyggingu nýs íbúðahverfis í Grafarvogi. — Vinna þarf ötullega að sköpun hins nýja miðbæjar. — Byggingu Borg- arleikhúss verði hraðað. — Vinna þarf að miklum endurbótum á gamla miðbænum. — Bæta þarf úr bílastæðisþörf í gamla miðbænum. — Auka þarf samskipti við ná- grannasveitarfélögin með hag- VJterkurog kJ hagkvæmur augiýsingamiðill! Sigurbjörn Þorkelsson kvæmnis sjónarmið í huga. — Störf lögreglu á höfuðborgarsvæð- inu verði sett undir sama hatt. — Herða verður heilbrigðiseftirlit á sundstöðum borgarinnar. — Borg- in leitist við að selja hlutabréf í Bæjarútgerð Reykjavíkur. — Borgaryfirvöld beiti sér sérstak- lega fyrir og stuðli að nýsköpun í atvinnulífi borgarinnar og þjóðar- innar allrar. Eins og sjá má eru verkefnin óþrjótandi, þó ég hafi ekki nefnt nema lítinn hluta þeirra verkefna sem vinna þarf að og eru mér hugleikin. Fyrir mestu er, fyrir sjálfstæðis- menn að þeir sætti sig við endan- legan framboðslista fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor og vinni í sameiningu að sem glæst- ustum sigri Sjálfstæðisflokksins. Allirsem einn. Sigurbjörn Þorkelsson er verslun- armadur í Kevkjavík. Reyðarfjörður: Söltun lokið Reyðarfjörður, 12. nórember. FYRIR viku síðan lauk söltun hér á Reyðarfirði og var saltað í 19.572 tunnur sem skiptist þannig að Verktakar eru hæstir með 8.333 tunnur, GSR með 4.800 tunnur, Kópur sf. með 3.200 tunnur, Austursíld með 3.000 tunnur og Hraun með 239 tunnur. Þegar mesta törnin var þá höfðu fljótustu stúlkurnar yfir 30 þúsund krónur yfir vikuna, en söltunin stóð ekki nema í rúmar tvær vikur, svo að þetta var stuttur tími. Nú þegar söltun er lokið hér á Reyðarfirði eru komnar 38 konur á atvinnuleysisskrá og búist er við að fleiri verði búnar að skrá sig fyrir helgi. óvíst er hvenær þessar konur geta farið að vinna aftur, því verið er að breyta og laga frystihúsið hjá Kaupfélaginu og óvíst hvenær þeir verða tilbúnir að taka á móti fiski. Togarinn Snæfugl er á veið- um og selur 21. nóvember í Englandi. Gréta. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.