Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 27 Nýbygging Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins: Fyrsta húsið sem byggt er úr vikursteypu sem er sérstaklega vatnsfælin NTBYGGING Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, sem nú er nýris- in að Keldnaholti, er frumraun við byggingu úr svokallaðri x-steypu. Er hún fyrsta íslenska einingabyggingin úr léttsteypu. Sú vikursteypa sem notuð var í bygginguna hefur verið þróuð sl. tvö ár. Hún er sérstaklega vatnsfælin sökum efnis sem látið hefur verið í steypuna, Cemos 110, og gera frauð- plastkúlur sem eru í steypunni það að verkum að hún verður léttari og þjálli en ella. X-steypan er ný gerð vikur- steypu sem þróuð hefur verið í samvinnu Rannsóknarstofu bygg- ingariðnaðarins, B.M. Vallá og sænska verkfæðifélagsins Delcon AB. Norræni iðnaðarsjóðurinn veitti styrk til rannsóknarihnar auk þess sem styrkir komu frá sænskum aðilum. Nýbyggingin er alls 770 fermetrar auk tveggja tengiganga. Áformað er að byggingin hýsi aðallega byggingartækni og steinsteypu- rannsóknir, en aðstaða verður þar síðar fyrir vinnurannsóknir og þar mun einnig verða aðstaða til nokk- urra mælinga á brunaþoli, hljóð- einangrun og ómburði. Að auki er gert ráð fyrir skrifstofum í suður- enda hússins. 1 steypudeild er byrjað á stóru verkefni sem snýst um það að steypa smábjálka úr x-steypu og skyldum léttsteypum. Vonast er til að slíkir bitar geti komið í stað timburs t.d. í þakbyggingum. Önnur verkefni, svo sem við trefja- léttsteypa, eru í undirbúningi. Tónlistarhátíð ungs fólks á Norðurlöndum 1986: Sigrún Eðvaldsdóttir fulltrúi íslands Morgunblaðið/Júlfus Nýbygging Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins að Keldnaholti er fyrsta húsið sem byggt er úr x-steypu sem heldur vel frá sér raka og er mjög létt. Húsið er byggt á vegum Rann- sóknaráðs ríkisins og fjármagnað af Byggingarsjóði rannsókna- stofnana. Lánsfjárheimild 1985 nam 8 milljónum króna. Af því fé fengust 5 milljónir króna í skamm- tímalánum frá Iðnþróunarsjóði og Framkvæmdasjóði. Lánsfjárheim- ild nægði hinsvegar ekki fyrir innréttingum og endanlegum lögn- um og því er húsið nú tekið í notk- un óinnréttað og með bráðabirgða- lögnum. Tillögur fjölmiðlanefndar ASÍ: ASÍ stofni útvarpsstöð í félagi við önnur samtök Sendi út á Reykjavíkursvæðinu a.m.k. 12—16 tíma á dag FJÖLMIÐLANEFNI) Alþýðusambands íslands hefur lagt til að sambandið hefji útvarpsrekstur í félagi við önnur launþegasamtök og Samband íslenskra samvinnufélaga. Gert er ráð fyrir að stöðin útvarpi að minnsta kosti í 12-16 klukkustundir á dag og að hún nái fyrst og fremst til höfuðborgarsvæðisins. SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari, verður fulltrúi íslands á Tónlistar- hátíð ungs fólks á Norðurlöndum sem haldin verður í Helsinki í Finn- landi í nóvember 1986. Hátíð þessi er haldin annað hvert ár og munu 11 ungmenni frá Norðurlöndúnum, sem samnorræn dómnefnd hefur valið, koma fram á hátíðinni að þessu sinni. Þorgerður Ingólfsdóttir á sæti í hinni samnorrænu dómnefnd, sem lagði fram niðurstöður sínar í fyrradag. Sagði hún ’í samtali við Morgunblaðið að undanfarna mán- uði hefði farið fram forval í hverju Undi og undirbúningur fyrir end- Sólsetur í Leikfélag Siglufjarðar sýnir í kvöld, föstudagskvöld kl. 20, leik- ritið Sólsetur eftir Sólveigu Traustadóttur. Sýningin fer fram í veitingahúsinu Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi. Önnur sýning verður anlegt val dómnefndarinnar. Upp- tökur af hljóðfæraleik þeirra ung- menna sem þóttu líklegust til að verða fyrir valinu hefðu svo verið lagðar fyrir samnorrænu dóm- nefndina fyrr í vikunni. Sigrún Eðvaldsdóttir, sem er 18 ára gömul, lauk einleiksprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavk vorið 1984 og stundar nú framhaldsnám í Bandaríkjun- um. Þess má að lokum geta að Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóieikari var fulltrúi Tslands á síðustu tónlistarhátíð sem haldin var í Osló fyrir ári. Kópavogi annað kvöld og verður haldinn dansleikur að lokinni sýningu bæði kvöldin. Miðasala fer fram frá kl. 19 í veitingahúsinu. (Or fréttatilkynningu.) Tillögum nefndarinnar, sem lagð- ar voru fyrir sambandsstjórn ASÍ í vikunni, var vísað tií miðstjórnar Basar í Hall- grímskirkju KVENFÉLAG Hallgrímskirkju heldur árlegan basar sinn í safnað- arheimili kirkjunnar, í norður- álmu turnsins, á morgun, laugar- dag og hefst basarinn kl. 14. Á boðstólnum verða hannyrðir og ýmsir aðrir munir og í fréttatil- kynningu frá félaginu segir að ágóðanum verði varið til krikjunn- ar. Ennfremur segir að áformað sé að taka í notkun kirkjuskip kirkjunnar að ári. Leiðrétting I FRÉTT af vígsluafmæli Grund- arkirkju í Morgunblaðinu 1 gær var farið rangt með nöfn tveggja fyrr- verandi organista kirkjunnar, þeirra Bolla Sigtryggssonar og Gyðu Halldórsdóttur. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. og stjórnar Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu, sem var falið að vinna áfram að málinu með hlið- sjón af tillögunum. Nefndin leggur til að hið fyrsta verði stofnað útvarpsfélag með aðild þeirra sambanda og félaga, sem hafa átt aðild að viðræðum við Samband íslenskra samvinnufélaga á undanförnum mánuðum - en þó verði ljóst, að aðild SÍS sé ekki nauðsynleg. Félaginu, sem á að fá tekjur sínar með félagsgjöldum, er ætlað að undirbúa stofnun útvarps- stöðvar en síðan verði tveimur milljónum króna safnað í hlutafé. Samkvæmt áætlun um stofn- kostnað er gert ráð fyrir að út- varpsstöð, sem í „fyrstu næði til Stór-Reykjavíkursvæðisins“, kost- aði 6-10 milljónir króna, allt eftir hvers konar tækjabúnaðir yrði valinn og hvort hljóðver stöðvar- innar yrðu eitt eða tvö. Inn í þessa tölu er ekki reiknaður kostnaður við sendi, þar sem fjölmiðlanefndin telur ekki ljóst hvort hugsanlegar útvarpsstöðvar framtíðarinnar þurfi að eiga eigin senda eða hvort megi leigja þá af Pósti og síma. Þurfi að kaupa sendi má reikna með að hann kosti um hálfa aðra milljón króna, segir í skýrslu nefnd- arinnar. Gert er ráð fyrir að rekstrar- kostnaður við stöðina verði árlega um 15,3 milljónir króna og að tæplega 100 þúsund króna halli verði á henni. Miðað er við að hún sendi út um 6500 stundir á ári, þar af framleiði sjö starfsmenn stöðv- arinnar um helming dagskrárefnis- ins. Nefndarmenn gera ekki tillögu um sjónvarpsstöð - segja að hún muni kosta miklu meira en útvarps- stöð. Tillögur nefndarinnar fengu já- kvæðar viðtökur á sambandsstjórn- arfundinum og var þeim vísað til miðstjórnar og stjórnar MFA, eins og áður segir. Leiðrétting HÖFUNDUR opins bréfs til menntamálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er Lára Magnúsardóttir. I blaðinu var föðurnafn hennar skrifað Magnús- dóttir. Vinsældarlisti Rásar 2 1. ( 2)Nikita........................EltonJohn 2. ( 1) This is the night............Mezzoforte 3. ( 4) White wedding.................Billyldol 4. (11) Can’t walk away......Herbert Guðmundsson 5. ( 6) Cherry cherry lady........Modern talking 6. ( 5) Ilection day...................Arcadia 7. ( 3) Maria Magdalena.............: Sandra 8. (—) Watingforananswer.............CosaNostra 9. ( 8) Eaten alive..................Diana Ross 10. (19) Power of love..............Jennifer Rush Halastjarna Halleys á himni Ætti að sjást 15. og 16. nóv. HALASTJARNAN Halley er þegar farin að sjást á himni og hefur Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur séð hana héðan gegn um handkíki. Hún lítur út eins og daufur ljóshnoðri, en halinn sést ekki ennþá að heitið geti. Hún er ekki björt, en verður bjartari. Segir Þorseinn í viðtali i sunnudagsblaðinu að skást ætti að vera að greina hana um þessar mundir að kvöldi 15. og 16. nóv- ember, þ.e. föstudag og laugar- dag. Þá er hún næst sjöstirninu, um tvær fingurbreiddir útréttrar handar neðan við það. Síðan heldur hún áfram á sinni braut en í byrjun janúar mun hún svo sjást best. I almanakinu fyrir 1986, sem er komið út sýnir Þorsteinn Sæmundsson braut halastjörnu Halleys með teikn- ingu og birtir töflu með áætlaðri fjarlægð og birtustigi. Þorsteinn tekur fram að til þess að sjá halastjörnuna verði maður að komast frá öllum ljós- um og gefa augunum tíma til að venjast myrkrinu, sem geti tekið allt að 20 mínútum. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Leikfélag Siglufjarðar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.