Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985
15
Nicholas Nickleby og David
Copperfield. Sú síðastnefnda er
raunar að miklu leyti sjálfsævi-
saga Dickens í skáldsögubúningi
(og upphafsstafir söguhetjunnar
þeir sömu og hans sjálfs nema
hvað þeim er snúið við). Kröpp
kjör barna og harðneskja í þeirra
garð sem var algeng á þessum
tíma voru honum einkar hugleik-
in viðfangsefni, og á hans eigin
dapra barnæska eflaust sinn þátt
þar í.
Frumsýning „Jólaævintýris"
hjá LA er, eins og áður sagði, í
kvöld, önnur sýning er annað
kvöld og sú þriðja á sunnudag
kl. 16.
„Dickens skrifaði söguna
handa fullorðnum en hún er engu
að síður fyrir fólk á öllum aldri.
Hann skrifaði hana til að vekja
samúð í hjörtum meðbræðr-
anna,“ sagði Signý Pálsdóttir,
leikhússtjóri.
Fyrsta frumsýning leikársins
hjá LA er seinna á ferðinni nú
en venjulega. „Já, við ætluðum
að gefa þessu langan tíma því
sýningin er flókin. Það er mikill
söngur í henni og við byrjuðum
á söngæfingum 27. ágúst. Það er
líka mikið af börnum með í sýn-
ingunni — fleiri en hafa nokkru
sinni áður verið hjá okkur — og
það er alltaf erfiðara, þó þau
hafi staðið sig eins og hetjur
núna,“ sagði Signý.
Sex manna hljómsveit tekur
þátt í sýningunni og er Roar
Kvam stjórnandi hennar. Ljósa-
meistari er Ingvar Björnsson,
' Helga Alice Jóhanns samdi dans-
ana, Hlín Gunnarsdóttir gerði
leikmynd og Una Collins hannaði
búninga. Aðstoðarmaður leik-
stjóra og leiksviðsstjóri er
Kristján Hjartarson.
Þegar blaðamaður leit inn á
„rennsli“ hjá LA um síðustu
helgi var auðsjáanlega mikið
verk fyrir höndum eins og ætíð
síðustu dagana fyrir frumsýn-
ingu. „Hvar er borðið sem átti
að vera tilbúið núna? Við hætt-
um við þrumuhljóðið þarna —
Árni, við skulum taka þetta at-
riði aftur ...“ María leikstjóri
skipaði fyrir og allir lögðu sig
fram við að bæta sig og lagfæra
það sem miður fór.
Þegar frumsýningargestir
ganga prúðbúnir inn í gamla
Samkomuhúsið í kvöld verður
allt eins og það á að vera á svið-
inu — (kannski einhverjir leik-
enda aðeins „með í maganum“
baksviðs) og þegar sexmenning-
arnir í gryfjunni hafa stillt
hljóðfæri sín verður „rúllað" af
stað. Lugtar-Gvendur fer á stjá
og...
— SH
Árni gestaleikari
Aðalleikari í sýningu LA er
Árni Tryggvason — leikur nirfil-
inn Scrooge, sem „hatar jólin".
Þetta er í annað skiptið sem Árni
er gestaleikari hjá Leikfélagi
Akureyrar; árið 1980 lék Árni í
verkinu Beðið eftir Godot eftir
Beckett.
Með annað aðalhlutverk í
„Jólaævintýri" fer Theódór Júl-
íusson — hann leikur Cratchit,
skrifara nirfilsins.
Gamalkunn og nýleg
andlit á sviöinu
Tveir gamalkunnir leikarar
hjá LA mæta nú aftur til leiks
eftir nokkra fjarveru, Jóhann
Ögmundsson og Björg Baldvins-
dóttir. Meðal annarra leikara í
sýningunni eru Þráinn Karlsson,
Marinó Þorsteinsson og Þórey
Aðalsteinsdóttir, sem öll hafa
starfað með LA í langan tíma.
Þá eru nokkrir ungir, nýútskrif-
aðir leikarar, með í sýningunni:
Erla B. Skúladóttir sem lauk námi
frá Leiklistarskóla fslands 1982
en dvaldist síðan í tvö ár við
framhaldsnám í látbragðsleik í
París, Pétur Eggerz sem stundaði
leiklistarnám í London og út-
skrifaðist þar frá The Webber
Douglas Academy of Dramatic
Art árið 1984, Barði Guðmunds-
son sem útskrifaðist frá Leiklist-
arskóla fslands síðastliðið vor og
Vilborg Halldórsdóttir sem út-
skrifaðist frá Leiklistarskóla
íslands 1983.
Frá vinstri: Una Collins, sem hannaði búninga, Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri og þýðandi leiktextans, Krístján
Hjartarson, aðstoðarmaöur leikstjóra, Hlín Gunnarsson, sem hannaði leikmynd, María Kristjánsdóttir, leik-
stjóri, og Ingvar Björnsson, sem hannar lýsingu.
Flestir aðstandendur sýningarinnar sem voru á æfingu þegar blaðamaður leit inn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsaon
Leikfélag Akureyrar:
„Fagna tíma nýjum
flokkar ofar skýjum
en til jarðar veifa vængjum samt
Senn koma jól — Sýn miskunnsemi
Ljósið jóla bjarta
lýsir hverju hjarta,
ástúð vefi
unað gefí
öllum jafnt.“
Jólin verða tekin snemma á Akur-
eyri að þessu sinni. Ástæðan: Leik-
félag Akureyrar frumsýnir í kvöld
í Samkomuhúsinu verkið „Jóla-
ævintýri" eftir sögu Charles Dick-
ens, í leikgerð Dananna Leif Pet-
ersen og Jesper Jensen. Leikstjórí
er María Kristjánsdóttir. Signý
Pálsdóttir, leikhússtjóri LA, þýddi
leiktextann en Kristján frá Djúpa-
læk þýddi söngtexta — og einn
þeirra, sem börnin syngja í upphafi
sýningarinnar, var hér að framan.
Þetta er fyrsta frumsýning LA
á þessu hausti — 201. verkið sem
sett er á svið í sögu félagsins.
35 leikarar taka þátt í sýning-
unni, þar af 17 börn, og er þetta
því fjölmennasta sýning sem LA
hefur sett upp til þessa.
Þetta er í fyrsta skipti sem
„Jólaævintýri" er sýnt hér á
landi. „Það hafa verið gerðar
margar leikgerðir eftir þessari
sögu en þessi er tiltölulega ný.
Aðeins þriggja ára gömul," sagði
Signý Pálsdóttir leikhússtjóri í
samtali við Morgunblaðið.
Nirfillinn Scrooge sestur niður við
kertaljós með kaldan graut á jóla-
dagskvöld. Sá dagur var ekki öðru
vísi en aðrir í hans augum.
SkrifaÖ árið 1843
Dickens skrifaði „Jólaævin-
týri“ haustið 1843. Hann fékk
hugmyndina að verkinu er hann
var staddur í Manchester og
hafði lokið því í London í nóv-
ember. Höfundurinn sagðist hafa
orðið „einkennilega æstur meðan
hann samdi", og sagðist hann
hafa „hlegið og grátið á víxl“,
yfir þessu hugarfóstri sínu.
Charles Dickens fæddist í
Portsmouth árið 1812. Faðir
hans var skrifstofumaður í flota-
stöð. Tveimur árum eftir fæðingu
Charles var faðir hans fluttur
um set og fór að starfa í London.
Faðirinn var mikill eyðsluseggur
og sökk dýpra og dýpra í skulda-
fenið. Fljótiega eftir að áttunda
barn Johns Dickens fæddist í
þennan heim var hann settur í
fangelsi vegna skulda sinna —
og móðirin varð því að sjá um
að ala upp börnin þar til faðirinn
var laus á ný. Charles átti ekki
möguleika á reglulegri menntun
en lærði þó lestur, skrift og
reikning af móður sinni.
Kröpp kjör barna...
Margar sögur Charles Dickens
hafa orðið geysilega vinsælar og
nægir þar að nefna Oliver Twist,
„Jólaævintýri“ Dickens
verður frumsýnt í kvöld