Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 259. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óttast um líf tugþús- unda Kólumbíumanna Bogota. 14. nóvember. AP. ÓTTAST var um líf tugþúsunda manna í nágrenni eldfjallsins Nevado del Ruiz í Kólumbíu í kvöld. Eldfjallið bræddi af sér jökulskjöld og steyptist íshroði og eðjuflaumur niður í dali Andesfjallanna með þeim afleiðingum að þrjár borgir með samtals um 20 þúsund íbúa hurfu með öllu undir aur- skriðu og 50.000 manna borg, Armero, að mestu. Langflestir íbúanna voru í svefni er ósköpin dundu y fir. AP/Símamynd Björgunarmenn hlaupa að flugvél með mann á börum sem lifði hamfarirnar í Armero. Um 50.000 manns búa í borginni og grófst hún að mestum hluta í eðju. Þeim sem tókst að bjarga, var flogið í þyrlum til bæjarins Mar- quita, skammt frá Armero, og þaðan voru slasaðir fluttir á sjúkrahús í flugvélum. „Eldi og eimyrju rigndi af himnum“ Bogota, 14. nóvember. AP. Fregnir af náttúruhamförunum voru óljósar þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hins vegar er kröft- ugt hraungos hafið í fjallinu en óljóst hvaða hætta stafar af því. Gosaska hefur borizt 400 km til austurs og norðausturs af eld- stöðvunum. Talið var að öskugos hefði hafizt í Nevado del Ruiz á miðvikudagskvöld og nokkrum stundum síðar hefði 5 metra hár eðjuveggur skollið á borgum og þorpum í tugi kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Hins vegar virtist 70.000 manna borg, Chinchina, sem er 10 km frá fjallinu, hafa sloppið. Hún stendur á hæðardragi við fljótið Langunilla, sem breyttist í Sharon áfram ráðherra Tel Aviv, ísraei, 14. névember. AP. ARIEL SHARON, iðnaðar- og við- skiptaráðherra fsrael, hefur tekið allar ásakanir sínar á hendur Shimon Peres, forsætisráðherra, til baka. Er þar með komið í veg fyrir stjórnar- kreppu í landinu, en Peres hafði hótað að setja Sharon af bæðist hann ekki afsökunar, þrátt fyrir andstöðu Likud-bandalagsins, flokks Sharons. Það var vegna ágreinings um utanríkisstefnu og vegna friðar- umleitana við Jórdana, sem Shar- on lét orð falla, sem Peres taldi sig ekki geta unað við og hótaði hann að setja Sharon af vegna þeirra. Sharon kom ekki fram í sjónvarpi, en þar var hins vegar haft eftir honum að hann vonaði að málinu væri lokið og að hann vonaðist til að skýringar sínar myndu bæta andrúmsloftið innan rikisstjórnarinnar. MARGARET Thatcher, forsætisráð- herra í Bretlandi, virðist hafa látið að því liggja í samtali sem birtist í breska blaðinu The Financial Tim- es, að hún muni hætta afskiptum af stjórnmálum eftir fimm ár, ef hún vinni næstu kosningar, sem gert er ráð fyrir að verði á árinu 1987. Full- trúi hennar hefur hins vegar borið þessar fregnir til baka og segir að tilvitnuð setning í viðtalinu hafl ekki ógnvekjandi eðjuflaum sem tók með sér allt er fyrir varð. Björgunarstarf var illmögulegt þar sem aurflóðið tók þjóðveginn til Armero í sundur og eyðilagði 5 brýr á honum. Komust fyrstu björgunarmennirnir ekki á vett- vang fyrr en í morgun, sex stund- um eftir að aurflóðið lagði borgirn- ar í rúst. Gífurleg úrkoma hófst rétt eftir upphaf gossins og jók það á eðjuflauminn. Menn, sem flugu yfir hörmungasvæðið í dag, sögðu borgirnar Santuario, Car- melo og Pindalito undir eðjuhafi, aðeins stöku húsþak gægðist upp úr, og svipaða sögu væri að segja um Armero, sem er 50 km frá eldfjallinu. Borgirnar þrjár stóðu við ána Langunilla og voru á milli Armero og fj allsins. Flugmenn Avianca-þotu í áætl- unarflugi frá Miami til Bogota sögðu feiknalegar eldtungur hafa teygt sig frá fjallinu. Flaug þotan inn í þykkan gosmökkinn skömmu eftir upphaf gossins og urðu far- þegar að setja á sig súrefnisgrímur er hún fylltist af reyk. átt aö gefa til kynna að hún hygðist hætta. Eftir fimm ár til viðbótar sem forsætisráðherra hefur Thatcher verið við stjórnvölinn í rúmlega 11 ár. Hún segir í viðtalinu að hún hafi áhuga á að fylgja efnahags- stefnu sinni frekar eftir sem meðal annars felur í sér sölu ríkisfyrir- tækja. Að þeim tíma liðnum geti einhver annar haldið kyndlinum á lofti áfram. „ÞETTA var hræðilegt. Eldi og eimyrju rigndi af himnum. Ég hef aldrei upplifað annan eins hrylling," sagði Edeliberto Neito, sem komst lífs af er eðjuflóðið gróf borgina Armero í kjölfar gossins í Nevado del Ruiz. „Konan mín beið bana og dóttir okkar, sem orðið hefði fjögurra ára á morgun. Móðir mín dó líka, einn- ig systir mín og frænka. Þetta var hreint helvíti og askan undir fót- unum var svo heit að ég skað- brenndist," sagði Neito og réð ekki við tárin. „ósköpin dundu yfir um mið- nætti. Þá heyrðum við skelfilegar drunur. Rétt á eftir skall snörp vindhviða á okkur og það var sem eldregn félli af himnum. Sam- stundis kviknaði í húsum og stundu síðar grófst allt í eðjuflóði," sagði Nieto. Samkvæmt fregnum beið borg- arstjóri Armero, Ramon Antonio Rodriguez, bana á heimili sínu er hann reyndi að gera viðvart og ná í hjálp með því að hringja til næstu borga. Marina Franco de Huez sagðist hafa sloppið með því að leita skjóls með dóttur sína í kirkjugarði. „Lætin hófust klukkan 6 að kvöldi með öskuregni. En okkur var sagt að engin alvara væri á ferðum, þetta væri eðlilegt fyrir- bæri og við héldum okkur heima. En um klukkan 10 jókst öskuregnið og skerandi hávaði fylgdi í kjölfar- ið. Ég vakti dóttur mína og við forðuðum okkur upp í kirkjugarð. Meira en helmingur íbúanna grófst undir er eðjuflóðið helltist yfir borgina með hræðilegum háv- aða og skarkala. Það tók með sér hús, skepnur, og allt sem fyrir varð. Það vannst enginn tími til neins, kirkjan hvarf í flauminn, skólinn, leikhúsið og allt,“ sagði frú de Huez. Annar íbúi borgarinnar, sem var ekki nafngreindur, kvaðst hafa vaknað við vondan draum og vatn og eðju um allt hús. „Ég heyrði gífurlegan skruðning, eins og risa- stór eimreið æki hjá á ógnarhraða og vissi ekki fyrr en rúmið var í miðjum iðustraumi." AP/Símamynd ELDFJALLIÐ Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Öskugos hófst í fjallinu árla í gær og síðar hraungos. Bræddi fjallið af sér ísskjöldinn. Óttas er um líf tugþúsunda Kólumbíumanna af völdum gossins. Sjá fréttir um náttúruham- farirnar á bls. 20. Segir Thatcher af sér eftir fimm ár? London, 14. nóvember. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.