Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganás fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SÐJAÆGI2.REYKJ/WK HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r ; ^ REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrirspil o.fl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFA WTANIR- WÓNUSTA Flúðu Sovétríkin á hjólum og fótgangandi Stokkhólmi, 14. nóvember. AP. TVEIR sovéskir stúdentar flúðu í haust bæði fótgangandi og á reiðhjólum 1.000 km. leið frá Sovétríkjunum til Svíþjóðar. Þeir segjast hafa undirbúið flóttann með því að lesa reyfara um villtum berjum. Moskvubúarnir tveir, Alexander Kuksov og Igor Schram, hófu för sína 15. ágúst í þorpinu Petrozavodsk, skammt austan af finnsku landamærunum. Að eigin sögn fóru þeir yfir landamæri Finnlands og Sovét- ríkjanna við hið afskekkta vatn Lagoda, dulbúnir sem veiðimenn. Stúdentarnir komust óhindraðir leiðar sinnar og voru þá fyrst vissir um að þeir væru komnir til Vest- ur-Evrópu, er þeir sáu kókflöskur og annað rusl liggja á víðavangi, sem ekki gat verið af sovéskum uppruna. I Finnlandi gripu tvímenning- arnir tvö reiðhjól traustataki og James Bond og æfa sig í að lifa a hjóluðu til Svíþjóðar. Á landa- mærum Svíþjóðar og Finnlands voru þeir ekki spurðir um vega- bréf. Og áfram héldu þeir frá Norð- ur-Svíþjóð í suðurátt þar til upp rann 25. október og sovésku stúd- entarnir komu til bæjarins Sund- svall á austurströndinni. Þar vék sér að þeim kona og fór með tví- menningana til lögreglunnar að leita sér pólitísks hælis. Kuskov segir að hann og Schram hefðu verið þreyttir orðnir á sov- ésku svikamyllunni og farið eftir kafla í James Bond bók, þar sem segir frá því hvernig njósnarinn sögufrægi flýr frá Sovétríkjunum. AP/Símamynd Teygjubyssur notaðar gegn her og lögreglu Fólk sem stóð að mótmælum gegn herstjórninni í Chile á dögunum, greip til allra þeirra vopna sem tiltæk voru í baráttu sinni við her og lögreglu. Þessir ungu menn hafa greinilega rifjað upp bernskudaga sína og tekið fram teygjubyssurnar, þó ólíkt virðist þær öflugri en þær sem þá voru notaðar. Stanley Adams: Tók tólf ár að vinna sig- ur yfír skriffræðisbákninu Eiginkona hans örvilnaðist og stytti sér aldur, hann missti aieiguna og enginn vildi hann í vinnu Á lostudaginn var féll dómur í máli, sem svissneski lyfjasérfræðingurinn Stanley Adams höfðaði gegn samkeppnisnefnd Evrópubandalagsins, þar sem hann taldi, aö nefndin hefði brugöist trúnaðarskyldu, er hann lagði henni lið við að afhjúpa óheiðarlega viðskiptahætti stórfyrirtækja í lyfja- iðnaði. Nefndin var fundin sek um að hafa látið undir höfuð leggjast að halda hlífiskildi yfir vitninu og dæmd til greiöslu miskabóta. Það tók Stanley Adams 12 ár að vinna sigur yfir skrifræðis- bákninu, og á þeim tíma missti hann eiginkonu sína, sem örviln- aðist og framdi sjálfsmorð, auk þess sem hann tapaði aleigunni og kom alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaðnum. Adams skrifaði bók um bar- áttu sína, auk þess sem gerð var sjónvarpsmynd um málið, og hefur hún m.a. verið sýnd í ís- lenska sjónvarpinu. „Eg er mjög feginn yfir úrslit- unum, fullkomlega ánægður," sagði Adams, er málalok lágu •fyrir. ;Dómurinn hefur fallið mér í vil og EB-nefndin verið fundin sek um að hafa brugðist trúnaði sínum við mig.“ Allt til ársins 1973 var Stanley Adams háttsettur deildarstjóri hjá svissneska fjölþjóðafyrir- tækinu Hoffmann-La Roche. Hinn 25. febrúar á því ári skrif- aöi hann samkeppnisnefnd Efna- hagsbandalagsins bréf og greindi þar frá ólögmætum viðskipta- háttum svissneskra lyfjafyrir- tækja, þar á meðal Hoffmann-La Roche, í löndum bandalagsins. í október sama ár sagði Adams starfi sínu lausu og fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu, þar sem hann hóf svínarækt. En nefndin virti ekki rétt vitn- isins til nafnleyndar, heldur afhenti lögmanni Hoffmann-La Roche pappíra, sem Adams hafði útvegað, og leiddi það til 'þess, að unnt reyndist að rekja „lek- ann“ til hans. Á móti hét lög- maður fyrirtækisins nefndinni fullri samvinnu við að upplýsa málið, jafnframt því sem lofað var, að ekki yrði reynt að grafast fyrir um, hver „uppljóstrarinn" væri, til að sækja hann til saka, eins og haft hafði verið í hótun- um um að gera. Þegar málið kom til meðferðar hjá EB þverneituðu forráðamenn Hoffmann-La Roche hins vegar fyrir að hafa nokkuð óhreint í pokahorninu. Svindlið, sem fólg- ið var í óeðlilega háu verðlagi á vítamínpillum, var engu að síður stöðvað og fyrirtækið dæmt til greiðslu um 14 milljóna króna sektar. Nefndin hafði ekki haft fyrir því að gera Adams aðvart um afhendingu pappíranna eða hót- anir Hoffmann-La Roche um málssókn, og þegar hann svo kom ásamt konu og börnum yfir landamærin’til Sviss 31. desem; ber 1974 til þess að taka þátt í áramótafagnaði með fjölskyld- unni, var hann tekinn fastur og ákærður fyrir viðskiptanjósnir. Var það gert á grundvelli strangra laga, sem gilda í Sviss þar að lútandi. Eiginkona hans var yfirheyrð og henni sagt, að hún fengi tæpast að sjá mann sinn aftur. Tíu dögum seinna þoldi hún álag- ið ekki lengur og framdi sjálfs- morð. Það var ekki fyrr en ári seinna, að Adams var látinn laus, gegn tryggingu, og lauk málaferlunum gegn honum árið 1976 með því, að hann var dæmdur í eins árs fangelsi, en það hafði hann þegar afplánað. Adams fannst sem samkeppn- isnefndin hefði farist illa við hann og fór fram á bætur af hennar hálfu. En nefndarmenn voru hinir borubröttustu. og sögðu, að hann hefði mátt vita frá fyrstu byrjun, að hann tæki mikla áhættu með því að veita upplýsingarnar. Það var svo í júlí 1983, að Stanley Adams sá engan annan útveg en leita réttar síns fyrir EB-dómstólnum: I umsögn dómaranna kom eft- irfarandi m.a. fram: Nefndin átti að halda hlífiskildi yfir vitninu, en gerði það ekki. Nefndin átti að láta hann vita af afhendingu pappíranna og vara hann við hótunum Hoffmann-La Roche um málssókn, en gerði það ekki. Nefndin mátti undir engum kringumstæðum ‘ gefa Hoffmann-La Roche ljósrit af skjölunum, sem Stanley hafði afhent henni, en gerði það samt og stuðlaði þannig að afhjúpun hans. Dómurinn gaf málsaðiium níu mánuði til að komast að niður- stöðu um upphæð miskabóta. Náist ekki samkomulag á þeim tíma, mun dómurinn kveða upp úrskurð um þær sérstaklega. „Eg leitaði réttlætisins, þegar ég sagði til svindlaranna - og það bar árangur," sagði Stanley Adams. „Eg vona, að fólk í öllum löndum fregni af þessum dómi og skilji, að það er bæði réttur þess og skylda að segja frá lög- brotum og óheiðarleika í at- vinnulífinu og berjast á móti hrokafullum embættismönnum, sem reyna að setja fótinn fyrir það.“ (Byggt á Berlingske Tid- ende, Politiken og Aktuelt.) Stanley Adams: „Ég leitaði réttlætisins, þegar ég sagði til svindl- aranna — og það bar árangur.“ Flytjum í Brautarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Opnum meö sýningu á nýjum INVITA innréttingum föstudaginn 15. nóvember. ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 • NYTT SIMANUMER: 621420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.