Morgunblaðið - 15.11.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 15.11.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Anna Stefáns- dóttir - Minning Fædd 4. ágúst 1917 Dáin 10. nóvember 1985 Léttstíg og brosandi kom hún inn í garðinn. Hún var fögur sem forðum i himinbláum kjól og geisl- aði af gleði. „Ég er á förum“, sagði hún, „ég kom bara til að kveðja." Svo hvarf hún á braut. Þannig var draumurinn, og þannig munum við hana. Alltaf fylgdi önnu góðvild og gleði, alltaf var hún sönn, alltaf heil. Yngra * fólkinu í Ás-fjölskyldunni var hún einlægur vinur. Hún hafði áhuga á því, sem við fengumst við, var ávallt hvetjandi og sá einatt björtu hliðarnar á hverju máli. öllum þótti vænt um hana, og henni þótti vænt um alla og var öllum góð. Við systurnar viljum, að leiðar- lokum, þakka henni vináttu, tryggð og elsku, sem við nutum alla tíð og seinna einnig eiginmenn og börn. Guð geymi hana um eilífð. Gísladætur In memoriam. » Fátækleg viðurkenning á skuld fjrrir gömul kynni: Friðrik Sigurbjörnsson, bernskuvinur minn og frændi, sá hana fyrst. En það var ég sem fann hana. Það var á Víkingsballi sem Frið- rik sá hana. Hann hringdi til mín i hádeginu þegar ég kom heim úr menntaskólanum, dálítið flaum- ósa, og sagðist hafa séð svo óskap- lega fallega stúlku á ballinu. Hann ■ » spurði þann, sem með henni var, hver stúlkan væri, en sá vildi ekki segja honum það. Friðrik sagði: „Hún er ljóshærð og stóreyg með afskaplega fallegar hvítar tennur og ég hef aldrei séð eins fallega fætur. Ég horfði á eftir henni þegar hún fór út og hún var í blárri skinnkápu. En hún er ekki úr bænum, og þú verður að finna hana fyrir mig, Sjana mín.“ Minna mátti ég nú ekki gera fyrir Friðrik vin minn. Þá voru ekki margar bláar skinnkápur á landinu og einhver skólasystra minna leysti fyrir mig gátuna. Þokkadísin var sem sagt sunnan með sjó og var að læra sauma hjá . frú Goldstein í versluninni Gull- r fossi. Þangað sótti Friðrik sér djásn fyrir konu. Ég eignaðist þar gimstein að vini. Anna fæddist að Auðnum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigurðar- dóttir og Stefán Sigurfinnsson út- vegsbóndi og oddviti. Fjölskyldan fluttist 1927 tii Innri-Njarðvíkur, og þar átti Anna heima þegar fyrrgreind kynni okkar hófust. Það var í október 1940 að þau Friðrik giftu sig. Börn þeirra urðu fjögur. Ekki hirði ég nú að rekja ein- staka þætti kunningsskapar okkar og ævilangrar vináttu, en hlýt að geta eins, sem kann að lýsa hugar- þeli hennar betur en flest annað, ástúðarinnar sem hún auðsýndi móður sinni gamalli. Einnig í því reyndist Anna Stefánsdóttir fáum konum lík. Við ber að lífið verður eins og vefur utan um harðan þráð, sem einhver af ljóðrænu heimspeking- unum nefndi „kaldhæðni örlag- anna“. Ekki held ég að Anna vin- kona mín hafi skynjað lífið þannig, og ekki heldur undir það seinasta, þegar sá harði þráður skar hana þó. Sannast sagna held ég að hún hafi aldrei vitað mikið um lífið. En hún kunni það. Ég hef aldrei þekkt lífshæfari manneskju. Hún gat allt, kunni allt og ægði ekkert það sem til þarf til að lifa lífinu. Kannski hefur hún aldrei litið á neitt sem uppá bar sem erfiðleika. Að minnsta kosti brosti hún að þeim og brást við þeim með öllu sínu sprellfjöruga dansandi afli — og afgreiddi þá. Hafi hún sem sagt ekki verið læs á nótur lifsins, þá söng hún það eigi að síður, spilaði og dansaði. Og svo var það fyrir röskum fjórum árum, kaldhæðni örlag- anna, blóðtappi í heila, lömun, lífs- dansinum lokið. Síðan aðdragandi andlátsins, sem ekki fékk að gerast fyrr en á sunnudaginn var. Dauðinn er kanski ekki merki- legri en hver annar punktur á eftir sögu sem lifað var. í þessu tilfelli var hann settur á eftir lífi, sem er í vitund minni eins og stór, síkvikur sólskinsblettur í grænum Esjuhlíðum. Hann hlaut að koma — en hann hefði mátt vera miklu miskunnsamari. Þar er við þann að deila, sem ég á ekki sakarafl við, slíkur sem hann er. En ekki megnar hann þó að hindra mig í því að kvitta fyrir ævilöng dýrleg kynni við Önnu Stefánsdóttur á útfarardegi hennar. Kristjana Sigurðardóttir Þegar ég heyrði andlát góðrar konu, vinkonu minnar í mörg ár, Önnu Stefánsdóttur, rifjast upp fyrir mér atvik sem átti sér stað fyrir rúmum fimm árum. Það var gleðistund við vorum saman komnar margar konur til að fagna áfanga í lífi mínu. Anna birtist brosandi og glæsi- legust af öllum eins og venjulega, rétti mér lítið kort þar sem hún hafði skrifað til mín þessa frábæru setningu: „Mundu að lífið er eins gott og við viðjum sjálf hafa það“. Síðan hafa margir hlutir gerst og þessi lifandi, lífsglaða kona varð mikill sjúklingur. Við skiljum ekki alltaf tilgang lífsins. En Anna stóð ekki ein, maðurinn hennar og börnin hennar studdu hana og auðvelduðu henni lifið eins og frekast var unnt. Sérstaklega lang- ar mig til að nefna skólabróður minn og æskuvin Friðrik son henn- ar sem mér fannst sýna móður sinni slíka ást að með eindæmum er að mínu mati. Hann á gott. Lífið heldur áfram. Ég trúi því að sólin sem skín á okkur í dag, baði önnu geislum sínum og svipti hana erfiðleikum veikinda síðustu ára. Og að endingu orð spámannsins Kahlil Gibran: Þjáningin er fæðingarhríð skiln- ingsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljós- ið, eins hljótið þið að kynnast þján- ingunni. Og ef þið sæjuð hin dag- legu kraftaverk lífsins, yrði þján- ingin ykkur undursamleg engu síður en gleðin. Helga Mattína Kveöja: Sigurbjörg J. Guðmundsdóttir Fædd 17. febrúar 1909 Dáin 5. nóvember 1985 Amma mín, Sigurbjörg J. Guð- mundsdóttir, Bjargarstíg 7 hér í Reykjavík, er horfin yfir á annað tilverustig eftir erfiðan sjúkdóm. Langþráð hvíld er komin. Þegar ég minnist ömmu minnar sé ég hana hlæjandi sínum smitandi hlátri og ég minnist faðmlaganna þegar við heilsuðumst og kvöddumst. Hún hafði viðkvæmni barnsins í hjarta sínu, góðsemi og trúrækni. Hún var næm og skilningsrík kona sem ætíð var gott að ræða við. Hún trúði á framhaldslífið og tal um það bar oftar en ekki á góma milli okkar tveggja. Mér verður hugsað til þessa spjalls okkar nú er ég kveð hana með þökk fyrir sam-- fylgdina. Bið ég ömmu minnar allrar blessunar Guðs. Sigurbjörg B. Guðmundsdóttir Félag frímerkjasafnara efnir til frímerkjakynningar Félag frímerkjasafnara efnir til frímerkjakynningar á morgun og á sunnudag í Síðumúla 17, en í því húsi tók félagið í notkun á sl. vori nýtt félagsheimili. Frímerkjakynningin verður op- in báða dagana frá kl. 13.00 til 20.00. Sýnt verður í 40 til 50 römm- um fjölbreytt efni, t.d. öll íslensk frímerki frá upphafi, tegundasöfn, erlend söfn og fleira. Leitast verð- ur við að sýna frímerkjasöfnun Leiðrétting í minningargrein hér í blaðinu á miðvikudag um Herbert Jónsson, eftir Jónu Sigurðardóttur féllu niður nöfn systkina hans. Þau eru: Alda f. 9.3. 1935, Sigurvin f. 13.8. 1937, og Sveinn Viðar f. 5.12. 1939. Auk þess átti Herbert heitinn 6 hálfsystkini frá fyrra hjónabandi móður sinnar og Jóhanns Sigurðs- sonar. Þau eru: Guðmunda f. 20.3. 1922, Gísli f. 29.8. 1923, Guðbjörg f. 29.4. 1927, óskar f. 25.5. 1928, Áslaug f. 29.9. 1929 og Jóhann Líndal f. 25.11.1930. hins almenna safnara en sneitt hjá sérfræðisöfnun með afbrigð- um, sem hinir lengra komnu stunda og hljóta verðlaun fyrir á alþjóðafrímerkjasýningum. Þó verður sýndur hluti af hinu fræga Hans Hals-safni, sem er í eigu íslensku póststjórnarinnar. Á laugardeginum verður félags- heimilið formlega tekið í notkun og félögum í Félagi frímerkjasafn- ara boðið til kaffidrykkju svo og öðrum viðstöddum milli kl. 15.00 og 17.00. Á sunnudeginum verður skipti- markaður í félagsheimilinu í sam- vinnu við póstkortasafnara kl. 13.30 til 16.30. Hann er öllum op- inn. Kynningin er liður í áætlunum frímerkjasafnara að vekja áhuga á þessari tómstundaiðju, sem nú um nokkurt skeið hefur verið í lægð vegna samkeppni við önnur hugðarefni og eins vegna ónógrar kynningarstarfsemi. Félagið er opið öllu áhugafólki um frímerkja- söfnun og er veitt fræðsla í félags- heimilinu fyrir almenning, sé þess óskað. Lionsmenn selja jóladagatöl Vojfum, 13. nóvember. LAUGARDAGINN 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember fara fé- lagar í Lionsklúbbnum Keili í öll hús, í öllum byggðarlögum á Suðurnesj- x um til að selja jóladagatöl. Sala jóladagatala hefur verið árleg hjá klúbbnum sl. tíu ár. Allur ágóoi af suiuiiúi icnnur til iikiiai - mála. Á meðfylgjandi mynd eru Helgi Valdimarsson formaður Keilis og Kjartan Þorbergsson formaður fjáröflunarnefndar, með jóla- dagatöl. E.G. Líffræðifélag íslands heldur umræðufund: „Náttúruvernd á Islandi staða og framtíðarhorfur“ LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands heldur almennan umræðufund undir yfír- skriftinni: “Náttúruvernd á íslandi: staða og framtíðarhorfur." Fundur- inn verður í ráðstefnusal Hótel Loft- leiða á morgun, laugardag og hefst hann kl. 14.00. Framsögumenn verða: Arnþór Garðarsson prófessor, Björn Dag- bjartsson alþingismaður, Eyþór Einarsson formaður Náttúru- verndarráðs, Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL og Þorleifur Ein- arsson formaður Landverndar. Fundarstjóri verður Agnar Ing- ólfsson prófessor. Eftir stutt fram- söguerindi og pallborðsumræður um þau verða almennar umræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum. í fréttatilkynningu frá Líffræði- félaginu segir að hvatinn að fund- inum sé sú skoðun margra, að kreppa ríki í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum sem lýsir sér m.a. í því að raungildi fjárveitinga til umhverfis- og náttúruverndar- mála hafi farið minnkandi undan- farin ár. Náttúruverndarsjónar- mið hafa átt í vök að verjast fyrir öðrum hagsmunum í ýmsum mál- um undanfarið t.d. í „Mývatnsmál- NÆSTKOMANDI laugardag, 16. nóvember, kl. 17.00, verða þriðju tónlcikar í tónleikaröð til styrktar orgelsjóði Fríkirkjunnar. Þá mun Víoleta Smídova halda orgeltónleika. Á efnisskrá eru verk eftir Joh. Seb. Bach og Cesar Franck. Violeta Smídova er fædd í Eúlg- aríu og lauk burtfararprófi frá Tónlistarháskólanum í Prag í org- el- og semballeik árið 1970. Hún hefur haldið tónleika víða í Evrópu inu“, „sela- og hvalamálunum". Einnig segir í fréttatilkynningu frá félaginu að neikvætt viðhorf fjölmiðla til náttúruverndarfólks hafi verið ráðandi undanfarið. s.s. í flestum löndum Austur- Evrópu, Svíþjóð, Hollandi og Vest- ur-Þýskalandi. Víoleta fluttist til íslands árið 1976 og hefur stundað tónlistar- kennslu m.a. á Eskifirði þar sem hún var organisti Eskifjarðar- kirkju og nú síðustu ár kennari við Söngskólann í Reykjavík og er nú organisti Seljasóknar. Víoleta er gift Pavel Smid, Fríkirkjuorg- anista. Tónlistarhátíð Fríkirkjunnar: Víoleta Smfdova flytur orgelverk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.