Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Athafnasaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Karvel Ögmunds-soii: Sjómannsævi. III. bindi. Órn og Örlygur hf. Reykja- vík, 1985. Karvel Ögmundsson fór það sem maður getur kallað eðlilega leið frá árinni að skrifborðinu. »Sjó- mannsævi* kallar hann endur- minningar sínar. Það er réttnefni. Hann ólst upp við sjó og stundaði sjó. Og flestöll hafa störf hans verið sónum tengd. Hann byrjaði með árina. Síðan kom vélin. Því lýsir hann í þessari bók. Menn fengu vélar í árabátana. Það var framtíðin. En tilhlökkunin var strax kvíða blandin. Handaflið brást mönnum sjaldan. Sama máli gegndi um seglið. Vélin gat hins vegar brugðist þegar verst gegndi. Áraskipin gömlu voru ekki byggð fyrir vélina, »þau þoldu ekki vélar- aflið*. Karvel er Snæfellingur að uppruna, ólst upp á Hellissandi. Og þaðan stundaði hann sjóinn framan af ævi. Þar kvæntist hann. Klukkan þrjú á brúðkaupsnóttina vaknaði hann við »það að komið er austan stórviðri, og þegar ég llt út sé ég að fjórir af hásetum mínum koma heim að húsinu og segja að stýrimaður hafi sent þá í land, því vélin sé biluð, hún fari ekki í gang og það vanti til viðgerð- ar borvél og stálbora.« Sjómennsk- an bauð ekki upp á værðarlíf á þeim árum, fremur en líklega nokkru sinni, ekki einu sinni á brúðkaupsnóttina. Svo gerist það að Karvel tekur sig upp frá Hellissandi og flyst með útgerð sína til Innri-Njarðvík- ur. »Um annað var ekki að ræða,« segir hann. í Njarðvíkunum átti síðan eftir að verða starfsvett- vangur hans. I vitund almennings er nafn hans órjúfanlega tengt þeim stöðum. í Njarðvíkunum tók hann að sinna félagsmálum ýmiss konar, bæði fyrir sveitarfélag sitt og eins á víðtækari vettvangi. Sem sjálfstæðismaður hafði hann lang- varandi kynni af ólafi Thors, þing- manni kjördæmisins. Lýsing hans á ólafi er skemmtileg og mjög í samræmi við það sem aðrir hafa lýst honum. Eitt sinn heyrði Kar- vel það haft eftir ólafi að hann kysi Karvel helst sem eftirmann sinn á þingi. Ekki varð það. Og ekki er sú saga rakin gerr. En Karvel starfaði með fleirum Karvel Ögmundsson en flokksbræðrum einum. Hann var líka stofnandi Olíufélagsins með Vilhjálmi Þór og fleiri góðum mönnum. Einnig stóð hann að stofnun Samvinnutrygginga. Kar- vel hefur aldrei lokað sig inni i flokki. Sýnu mest mun þó hafa reynt á Karvel í sveitastjórnarmálunum. Upphaflega voru Njarðvíkur í sveitarfélagi með Keflavík og telur Karvel að þær hafi verið afskiptar í því samfélagi vegna smæðar. Árið 1938 var Karvel kosinn í sveitarstjórn og var þess þá ekki langt að bíða að spurningar tækju að dynja á honum: »Hvenær fáum við raflýsingu eins og Keflvíking- ar? Hvenær fáum við almennileg- an veg í gegnum plássið svo við þurfum ekki að elta rútubílana upp að þjóðvegi þegar við förum til Reykjavíkur? Hvenær getum við hætt að ramba með vatnsfötur gegnum allt plássið? Og hvenær fáum við skóla hér í Njarðvík fyrir börn okkar eins og Keflvíkingar hafa haft r.m langan aldur? Og hvenær veróur byrjað á lendingar- bótum og hafnargarði?* — Spurn- ingar þessar eru tilfærðar hér vegna þess að þær segja langa sögu. Þótt Karvel hefði siglt marg- an krappan sjó reyndist nú ekki síður vandasamt að þræða skerj- ótta leið á milli stjórnvalda og fjármálastofnana. Áfallalaust gekk sú sigling og hlaut Karvel oft hagstæðari byrr ená horfðist í fyrstu. En vegna umsvifa þessara kynntist Karvel fjölda manna og hefur þá vafalaust notið þess að hann var enginn strangtrúarmað- ur í pólitík. Fáir eru nú lífs sem þekkja munu jafn vel og Karvel Ög- mundsson alla þætti sjósóknar og útgerðar hérlendis á þessari öld, allt frá vinnubrögðum á áraskip- um í byrjun aldarinnar til út- gerðarstjórnunar eftir að þessi atvinnuvegur tók á sig nokkurs konar stóriðjusnið. En sjómennsk- an felur í sér fleira en athafnir í brú og á þilfari. Sjósókn við ís- landsstrendur hefur alltaf verið hættuleg. Og árangurinn byggist í og með á heppni. Þess háttar hvetur mann til að rýna út fyrir hið augsýnilega. »Ég var mjög berdreyminn og hef verið það allt til þessa dags,« segir Karvel. Nokkur dæmi þess koma fram í bókinni. Alkunna er hversu sjó- mönnum er illa við að dreyma fyrirgang í kvenfólki þó þeim kunni að vera konur kærar að öðru leyti. Karvel segir líka frá hversu sjá mátti og heyra á sjómönnum hvort þá hafði dreymt vel eða illa, enda þótt þeir flíkuðu ekki því sem þá hafði dreymt. Eins og fyrr segir eru mannlýs- ingar margar í þessari bók. Ýms- um kann að finnast sem þær séu of einhliða bjartar, skuggana vanti. Og satt er það, þetta er saga af átökum við náttúruöfl — en friðsamlegri sambúð við menn. Að því leyti líkjast endurminningar Karvels guðspjöllunum þar sem enginn er bardaginn. En þjóðhátta og þjóðlífslýsing er hér bæði margvísleg og merkileg. Ævisaga Karvels Ogmundssonar er því, þegar öllu er á botninn hvolft, meiri sagnfræði en afþreyingar- bókmenntir. Hún er sjómanna- skóli fortíðarinnar og vafalaust einnig stórfróðleg fyrir þá sem stjórna útgerð nú á dögum. Nafnaskrá fylgir (yfir manna- nöfn), einnig bátaskrá. Þá er í bókinni sægur mynda af fólki sem við sögu kemur. Glöggt gestsauga Bókmenntir Erlendur Jónsson P.E. Kristian Kálund: íslenzkir sögu- staðir. II. Þýð. Haraldur Matthías- son. 221. bls. Örn og Örlygur hf. 1985. Haustið 1872 kom Kristian Ká- lund hingað til lands. Hann var þá á besta aldri, tæplega þrítugur, og vel lesinn í íslenskum fræðum. Erindi hans hingað var að athuga íslenska sögustaði. Hann dvaldist hér í tvö ár, ferðaðist um landið á sumrin og hélt dagbók. í Kaup- mannahöfn skrifaði hann svo rit sitt hið mikla sem kom út fáeinum árum síðar og nú fyrst er verið að gefa út á íslensku. Þótt áherslan í riti Kálunds beinist mest að ís- lenskum sögustöðum er ritið frem- ur alhliða landlýsing og svo vel samið sem slíkt að það stendur enn vel fyrir sinu, röskum hundrað árum síðar. Kálund var réttur maður til að skrifa rétta bók á réttum tíma. Hann kom hingað á heppilegasta andartaki. Áhugi á fræðum þeim, sem hann hafði kjörið sér, var víða mikill. íslendingar voru almennt vel upplýstir um söguleg efni og gátu leiðbeint honum. Árferði var hér sæmilegt — og miklu beta en næsta áratug á eftir. Síðasta árið, sem Kálund dvaldist hér, lét kon- ungur í fyrsta skipti svo lítið að stíga fæti á þetta land sitt og færði þjóðinni stjórnarskrá. Þá var jafn- framt strikað yfir liðna tímann með því að taka upp krónur og aura í staðinn fyrir spesíur, dali og skildinga. Kálund mun því hafa hitt hér fyrir tiltölulega bjartsýna þjóð. Þótt okkur, sem nú lifum, þyki ekki mikið til um framfarim- ar á nítjándu öld, voru þær samt vel sýnilegar þeim sem þá lifðu. Kálund sýnist líka hafa unað sér hér vel. Og árangurinn af ferðum hans var undraverður. Hann hefur verið bæði duglegur og kjarkmikill ferðamaður. Og hann hefur verið flestum betur til þess fær að setja sig inn í íslenskar aðstæður og islenskan hugsunarhátt. Ferðamaður mátti þá ekki vera kresinn né gjarnt að klígja við mat og híbýlum. Sætti hann sig við allt slíkt hlaut honum hins vegar að koma hér margt á óvart, t.d. söguþekking og almenn menntun fólks sem annars bjó við bág kjör. í þessu öðru bindi er fjallað um Vestfirðingafjórðung, það er að segja Mýrasýslu til Strandasýslu að báðum meðtöldum. Kálund skiptir bókinni í kafla eftir sýslum og er það í fyllsta máta eðlilegt. Sýslan var ekki aðeins lögsagnar- umdæmi og kjördæmi. Hún var Kristian Kálund líka þess háttar söguleg eining sem átti sér lengsta og sterkasta hefð í íslensku stjórnkerfi, og að nokkru leyti i íslenskri menningu. Með kaflaheitunum tilgreinir Kálund ibúafjölda hverrar sýslu. Þegar hann fer hér um er þegar hafin sú tilfærsla byggðarinnar á landinu sem siðan hefur haldið áfram jafnt og þétt. Þá eru t.d. 7.300 i Gullbringu- og Kjósarsýslu, en aðeins 1.700 i Strandasýslu. Kálund skrifar misjafnlega mikið og ýtarlega um sýslurnar. Hefur það farið eftir fjölda sögustaða, en einnig eftir aðstæðum til ferða og skoðunar. Til að mynda skrifar hann 32 síður um Dalasýslu, enda sögufræg, en aðeins 11 síður um Strandasýslu. Hann hefur verið vel lesinn i fornritunum, ekki hvað síst í íslendinga sögunum. Víða endursegir hann smákafla úr þeim þar sem hann telur nauðsyn krefja vegna lýsingar á sögustöðum. Oft finnur hann það sem hann leitar að. Annars staðar getur hann þess að örnefni muni hafa breyst ef sögunöfn koma ekki heim við samtímaheiti. Sérstaklega getur Kálund þess ef eitthvað horfir einhvers staðar til framfara. Til dæmis áttar hann sig vel á því að um þetta leyti er þéttbýlismyndun að hefjast á ís- landi. Og hann hefur verið fljótur að skilja hvað því olli að ein jörð var betri en önnur til búskapar. Furðu má gegna hversu oft Kálund talar um vegi, góða eða vonda. Ófróður gæti ætlað að þá þegar hefði verið búið að leggja hér vegi um allar sveitir og héraða mlli. En raunar voru fjölfarnar leiðir þá kallaðar vegir þótt ekki væri annað en mismunandi greini- legir troðningar. Ekki er mér fullkunnugt um hvernig Danir tóku riti Kálunds þegar það kom út á dönsku á árun- um 1877—82. Hitt er merkilegra að þýðing þess og útgáfa á íslensku skuli nú þykja talsverður viðburð- ur. Þótt Kálund væri ekki á undan sinni samtíð var hann svo glöggur að margar athuganir hans standa í fullu gildi enn í dag. Sú magnað- asta til þessa Hljómplötur Siguröur Sverrisson Iron Maiden Live after Death EMI/Fálkinn Eftir að hafa hlustað á þessa tvöföldu tónleikaplötu Iron Maid- en er mér sannarlega til efs að nokkur þungarokkssveit hafi gert betur á tónleikum. Það er alveg sama hvar á er litið; söngur, hljóð- færaleikur, stemmning og upp- taka, allt er þetta skothelt. Söngur Dickinson í raun magnaður, ekki hvað síst í ljósi þess að plöturnar voru að mestu teknar upp í Long Beach Arena á miðri tónleikaferð flokksins, en í henni léku strákarn- ir á 191 tónleikum á 300 dögum í 24 löndum. Geri aðrir betur. Platan (plöturnar væri kannski nær að segja) hefst á broti úr ræðu Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Breta, frá í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem hann lýsir því yfir að Bretar muni berj- ast til síðasta blóðdropa við varnir eyjunnar sinnar. Rakleitt í kjölfar- ið fylgir svo lagið Aces High, sem samið er til heiðurs orrustuflug- mönnum Breta frá í síðari heims- styrjöldinni. Síðan rekur hvert lagið annað og hápunkturinn á hliðunum fjórum er tvímælalaust á lokahliðinni, sem tekin er upp á „heimavelli" Iron Maiden, Hamm- ersmith Odeon í London. Eitt hundrað mínútna tónleikakeyrslu lýkur á laginu Phantom of the Opera, frábær endir á frábærri tónleikaplötu. Á Live after Death er að finna öll bestu lög Iron Maiden til þessa af plötunum Iron Maiden, Killers, Number of the Beast, Piece of Mind og Powerslave. Þegar laga- valið er jafn vel heppnað og á Live after Death er útkoman ekkert minna en mögnuð. Ég hafði þau orð um tvöfalda tónleikaplötu Scorpions, sem kom út fyrr á þessu ári, að hún væri rafmögnuð. Live after Death slær henni rækilega við og er í mínum huga magnað- asta tónleikaplata þungarokks- sveitar fram til þessa dags. Hrífandi söngdúettar Hljómplötur Árni Johnsen Ef menn vilja lengja sumar- stemmninguna þessa köldu daga sem hafa vaðið um landið að undanförnu þá er borðleggjandi- að festa sér nýútkomna hljóm- plötu sem ber nafnið söngdúett- ar. Þar eru á ferð félagarnir Bjarni Lárentínusson tenór og Njáll Þorgeirsson bariton frá Stykkishólmi, en undirleikari þeirra félaga er Jóhanna Guð- mundsdóttir. Þessi hljómplata er logandi fjörug og skemmtileg eins og einn gamall söngkennari minn úr Kennaraskólanum hefði orðað það. Það er eins og þeir Bjarni og Njáll hafi verið smíðaðir til þess að syngja saman hið skemmti- lega lagaval sem Söngdúettarnir búa yfir og við fágaðan en fjörug- an undirleik Jóhönnu nýtur söng- ur þeirra félaga sín eins og blómailmur í haga. Þarna eru m.a. á ferðinni lög eftir Kalda- lóns, Sjöberg, Sigfús Halldórs- son, Brahms, Hinrik Finnsson, Eyþór Stefánsson, Lehár, Inga T. Lár. og Emil Thoroddsen og ætti nú eitthvað að vera við allra hæfi eftir slíka upptalningu. Meðal ljóðanna eru Svana- söngur á heiði eftir Steingrím, Þú komst 1 hlaðið eftir Davíð, Játning Tómasar, í fyrsta sinn ég sá þig í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar, Kveðja Árna Helga- sonar frá Stykkishólmi, Lausn- arorð Friðriks A. Friðrikssonar, Mánaskin Helga Konráðssonar, Við ána eftir Friðjón Þórðarson alþingismann, Hríslan og lækur- inn eftir Pál ólafsson og Vöggu- kvæði Jóns Thoroddsens. Þeir félagar Bjarni og Njáll hafa sungið saman í áraraðir, en Söngdúettarnir eru fyrsta hljóm- platan sem kemur út með þeim. Eru þeir þó kunnir víða um land af söng sínum á skemmtunum og öðrum mannamótum. Halldór Víkingsson tók plötuna upp en útgefandi er Fermata og Fálkinn annast dreifingu. Það er stemmning í þessari plötu og hún er hrífandi. Það fer ekkert á milli mála að þarna eru svo sannarlega á ferðinni gömlu góðu, lögin og það má vera djúpt sokkinn maður sem ekki lætur þá félaga bera sig burt, a.m.k. um stund frá dagsins þrefi og baráttu. Þá eru söngdúettarnir dæmigerð plata um eina af þeirri gerð þar sem fólk fer ósjálfrátt að syngja með. Ef ríkisfjölmiðl- arnir ræktuðu meira en gert er garðinn þar sem sungið er á ís- lensku þá værum við ugglaust ekki að berjast eins gegn alls kyns erlendum slettum í íslensku máli og það er vonandi að söngur þeirra Bjarna og Njáls eigi eftir að heyrast sem oftast á öldum ljósvakans. Tríóið Bjarni, Njáll og Jóhanna sem er tónlistar- kennari og kórstjóri, gefur með sanni frá sér birtu og yl, angur- blíðan söng og leik. Haldið áfram Hólmarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.