Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Ásta S. Bjarna- dóttir - Minning Fædd 20. júlí 1907 Dáin 7. nóvember 1985 Og dagurinn leiö í djúpið vestur, og dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum — andartak, sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn — og sólina allt í einu i austrinu risa sjá. (T.G.) Eg þakka ömmu minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig gegnum lífið. Hún var mér svo mikils virði. Ásta Sigrún í Danmörku Svo er sagt að eitt sinn skulu allir deyja. En einhvern veginn fannst okkur þetta ekki eiga við um ömmu okkar. Hún skilur stórt skarð eftir sig í hjörtum okkar og það skarð reynum við að fylla með björtum og fallegum minningum um hana. Amma á Grettó var einstaklega góð kona og aldrei gat hún hugsað neinum manni nema gott eitt og alltaf sá hún björtu hliðarnar á hverju máli. Hún æðraðist aldrei og þrátt fyrir sín erfiðu veikindi undanfarin ár tók hún alltaf lífinu með brosi á vör og hafði meiri áhyggjur af hvernig öðrum liði en sjálfri sér. Er við látum hugann reika til baka minnumst við allra gleði- stundanna og birtunnar sem við fengum hjá henni ömmu okkar. í æsku okkar systkinanna var alltaf jafn gaman að fara í kaffi niður á Grettó. Voru ánægjustundirnar þar margar og eftirminnilegar. Alla tíð var hún tilbúin að rétta okkur hjálparhönd og alltaf var maður fegin að geta leitað til ömmu ef eitthvað bjátaði á, því alltaf gat maður treyst henni. Nú, þegar tími jólanna nálgast, segjum við: „Af hverju var hún ekki hjá okkur ein jólin enn?“ Við því er ekkert svar, en við vitum að hún er í góðum höndum, því samkvæmt okkar trú tekur annað líf við af þessu. En f hugum okkar munu endurminningarnar um hana lifa. Ásta Björk, Jón Ingi, Gunnar, Ármann Haukur. Elskuleg föðursystir mín, Ásta, er látin. Hún hét fullu nafni Sess- elja Ásta. Dóttir Sigríðar Jóns- dóttur og Bjarna Jónssonar í Gerði, Innri-Akraneshreppi. Ung giftist hún Ármanni Guð- mundssyni byggingameistara frá Kúludalsá í sömu sveit, hann er látinn. Þeim varð sex barna auðið, og lifa fimm þeirra foreldra sína. Dóttir þeirra, Vilhelmína, lést barn að aldri. Þau sem eftir lifa eru: Valgerður, Halldóra, Anna, Guðmundur og Ármann Örn, öll afbragðs fólk. Oftast verður manni orðfátt, þegar maður vill segja margt og svo er mér nú farið. Alla tíð hefur Ásta frænka verið stór þáttur í lífi mínu. Frá því ég man fyrst eftir mér og fram undir fermingar- aldur bjuggu þau, hún og Ármann, í næsta húsi við foreldra mína, þá var heimilislífið allt öðruvísi en nú er. Systkin voru systkin, konur voru heima og hugsuðu um börn og bú og manneskja var mann- eskja, hvort sem það var karl eða kona. Þegar mér sem barni og ungling þótti eitthvað að heima, var alltaf hlaupið til Ástu frænku. Hún átti alltaf eitthvað gott til að stinga upp í litla óþekka stelpu, svo og þetta yndislega hlýja viðmót, sem henni var alla tíð svo eiginlegt. Ég hlakkaði til allt árið í bernsku að fara í jólaboðin hjá henni og fá allar fínu kökurnar, sem hún var snillingur í að baka og skreyta. Ég minnist ferðanna, sem ég fékk að fara með henni, dætrum og Ármanni upp á Akranes. Svona gæti ég lengi talið. Eftir að ég gifti mig og eignaðist börn hafði hún í allmörg ár þann skemmtilega hátt á að koma á afmælisdegi elstu dóttur minnar og gefa öllum börnunum mínum sokka ásamt litum og litabók. Hún heimsótti mig alltaf á afmælisdegi mínum, meðan hún gat farið milli húsa, síðustu árin hringdi hún. Þegar ég kom til hennar, sem var allt of sjaldan síðustu árin, og spurði hvernig henni liði, var svar- ið alltaf það sama: „Vel, en þér elsku litla stúlkan mín?“ Þannig var Ásta frænka. Það var ekki spurning hvernig henni liði, heldur hvernig hinum, sem henni þótti vænt um, liði. Alla tíð fylgdist hún með öllu sem var að gerast í „þjóðfélagslegu vafstri" eins og hún orðaði það einu sinni við mig. Barnabörn hennar voru henni ákaflega mikils virði svo og þeirra makar og börn. Heimili hennar var hlýlegt og fallegt, blómin hennar voru yndis- leg og gestrisni hennar var frábær. Góð kona er gengin, ég sakna hennar og góðu gömlu daganna, sem henni fylgdu. Foreldrar mínir, Böðvar og Ragnhildur, ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar, barna- börnum, tengdabörnum og öðru tengdafólki hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíli hún í friði. Bróóurdóttir, VB I dag verður til moldar borin Ásta S. Bjarnadóttir, fædd að Gerði í Innra-Akraneshreppi í júlí 1907. Foreldrar Ástu voru Sigríður Jónsdóttir og Bjarni Jónsson út- vegsbóndi. Ásta kom í þennan heim þegar sólin skein hæst og vermir mest börn þessa lands. Fjölskvalaus hjartahlýja til allra er hún kynntist lýsti sér í mildu viðmóti og yfirveguðum orðum er fólu í sér virðingu hennar til hins góða er ríkja skal í sam- skiptum manna. Gjafmildi Ástu náði langt út fyrir fjölskyldutengsl. Jafnt á veraldlegum hlutum sem uppörv- andi orðum til þeirra er þess þurftu með. Ásta S. Bjarnadóttir andaðist í Landspítalanum 7. nóvember sl., eftir erfiða sjúkdómslegu. Á hand- lækningadeild spítalans naut hún bestu læknishjálpar og aðstoðar hjúkrunarliðs. Kærleiksríkan stuðning barn- anna mat hún mikils allt til þeirra stundar „er umbreytingin átti sér stað“, en þá lét hún eftirfarandi orð falla: að nú liði sér vel. Megi þessi síðustu orð hennar verða eftirlifandi börnum hennar huggun í harmi. Ásta ólst upp í foreldrahúsum til sautján ára aldurs, en flutti þá inn á heimili Þorláks ófeigssonar byggingarmeistara og konu hans, Önnu Guðnýjar á Laugavegi 98 í Reykjavík. Þorlákur og Anna voru miklir vinir foreldra Ástu. Á heimili þeirra hjóna nam hún hússtjórnarlist af önnu Guðnýju og síðar matargerðarlist á Hótel Skjaldbreið. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÞÓRÐUR V. BENJAMÍNSSON fyrrverandi bóndi í Hergilsey, sem lést 10. nóvember veröur jarösunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 16. nóvemberkl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahúsiö í Stykkishólmi. Ferö verður frá Umferöarmiðstööinni sama dag kl. 6.30. + Eiginmaöur minn, TORFI GUDBRANDSSON, Suðurgötu 12, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. nóv. kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda. Þorbjörg Siguröardóttir, Elín Sigurjónsdóttir. börn, tðhydiiböi'ii, bðrnðböm oy bðrnðbðrnðbörn. J_ + Fóstursystir mín, RÓSA JÓNASDÓTTIR frá Þverdal í Aöalvík, til heimilis á Rauöalæk 22, T Einlægar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö viö andlát móöur okkar og tengdamóöur, MARGRJETAR ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaöa fyrir frá- bæra umhyggju viö hina látnu sl. þrjú ár. verður jarösungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna, Hildur Pálsdóttir, Halldór Þorbjörnsson, Jónína Pálsdóttir, Franz Pálsson, Einar Pálsson, Valgeröur Briem. Ingimar Guðmundsson. + + Móöirokkar, LÁRA ELÍN SCHEVING GÍSLADÓTTIR, Efrí-Brunastööum, Vatnsleysuströnd, verður jarösungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi í dag kl. 13.30. Börnin. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför HALLDÓRU FRIÐRIKSDÓTTUR fyrrverandi skólastjóra frá Efri Hólum, Sigurlaug Siguröardóttir, Guörún Siguröardóttir, Siguröur Blöndal, Björn Sigurösson, Hannelore Sigurösson, Vilborg Siguröardóttir, Vikar Pótursson, barnabörn og systkini. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, AUÐUR PÉTURSDÓTTIR, Hólabrekku, Míöneshreppí, + Þakka innilega auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmannsmins, GUDMUNDAR SIGURÐSSONAR, Óttarstööum. Fyrir hönd ættingja og vina. andaöist í sjúkrahúsi Keflavíkur 10. nóvember sl. Útför hennar verður gerö frá Útskálakirkju laugardaginn 16. nóvemberkl. 13.30. Kristofer Jónsson, Páll Kristofersson, Ingibjörg Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Helga Guömundsdóttir. Meðan Ásta dvaldi hjá þeim hjónum á Laugavegi 98 var við nám hjá Þorláki verðandi húsa- smiður, Ármann Guðmundsson, ættaður frá Kuldalsá í Akranes- hreppi. Með Ástu og Ármanni tókst gagnkvæm virðing og traust er innsiglað var með giftingu 13. nóvember 1926. Ármann lést 16. ágúst 1974 er þau voru á ferðalagi með m.s. Lagarfossi. Ásta og Ármann eign- uðust sex bðrn, en eitt barnanna andaðist í æsku. Eftir lifa: Valgerður, gift Krist- bergi Guðjónssyni; Halldóra, gift Benedikt Jónssyni; Anna Guðný, gift Hermann Bridde; Guðmundur, giftur Viktoríu Ólafsdóttur; Ár- mann Örn, giftur Freyju Jóns- dóttur. Ásta og Ármann hafa nú eignast 35 afkomendur. Ásta reyndist manni sínum traustur förunautur. Hann var umsvifamikill húsasmiður og síðar á starfsferlinum stofnaði hann byggingarfélagið Ármannsfell hf. Eftir andlát Ármanns tóku synir hans Guðmundur og Ármann Örn við stjórn og rekstri fyrirtækisins. Síðustu áratugina bjuggu Ásta og Ármann á Grettisgötu 56 hér í borg. Það var föst venja á helgi- dögum að börn þeirra og barna- börn kæmu saman niður á Grettó, en svo kölluðu ömmubörnin heim- ili þeirra jafnan sín í milli. Þar ríkti gleði og umhyggja frá hendi ömmu og afa og óspart var neytt af hlaðborði húsmóðurinnar sem bar vott um þekkingu og myndar- skap. Öll hjúskaparár Ástu var heimabakað brauð aðalsmerki kaffiborðsins og auk ættingja og vina naut skrifstofufólk Ármanns- fells góðs af meðan starfsemi þess fór fram í sama húsi. Ásta S. Bjarnadóttir var ljóðelsk kona og fór oft með kvæði og sálma en í fárra viðurvist. Orð fór af bókalestri hennar og ekki var það sjaldgæft að bækurn- ar hafi numið hálfu hundraði eftir árið sem hún las. Hún vitnaði oft í þessar bækur þegar höfundana bar á góma og af spunnust fjörugar umræður um efni bókanna því hún myndaði sér ávallt ákveðnar skoðanir um það efni sem hún las. Síðustu árin tók hún virkan þátt í almennu félagsstarfi aldraðra. Fyrst á Hallveigarstöðum og seinna að Norðurbrún, félags- heimili aldraðra borgara. Ástu var mjög annt um velferð ættingja og vina og var kærkomin í öll fjölskylduboð, því frá henni ljómaði gleði að vera í samvistum með sínum nánustu. Við Anna hefðum farið margs á mis ef við hefðum ekki átt þess kost að fara ótal dagsferðir með Ástu og nánum ættingjum mínum um nærliggjandi sveitir sl. sautján ár. í þessum ferðum fengum við lifandi lýsingar á æskustöðvum foreldra okkar, staðarnöfn og munnmæli sem gáfu öllu umhverf- inu ferskan blæ af fortíðinni. í dag er ég kveð tengdamóður mína hinsta sinni minnist ég margra vinahóta í minn garð, og við fjölskyldur sona minna, með þakklæti í huga. Með sárum söknuði minnast ömmu sinnar í dag, Jóhann, sem er staddur við skyldustörf í Banda- ríkjunum, Ásta, sem er búsett í Danmörku, og Vilhelmína og fjöl- skylda. Megi góðvild og birta fylgja Ástu til móts við almættið. Blessuð sé minning hennar. Hermann Bridde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.