Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 17 Sjálfseignarstefna og Sjónvarpið — eftir Bjarna Braga Jónsson í fréttum sjónvarpsins 12. nóv. sl. var birt tafla unnin af Stefáni Ingólfssyni um samhengi mismun- andi raunvaxta og íbúðarstærðar, sem kaupandi hafi ráð á að eign- ast, setji hann sér ákveðið hlutfall tekna til greiðslu af íbúðinni. íbúð- arstærðin sveiflist þannig frá 130 fm sérhæð niður i 50 fm íbúð með breytingu vaxtanna úr 2,5% í 7,5%. Af þessu dró fréttamaður þá ályktun, að sjálfseign íbúða mundi falla niður í um 65% og bjó til þá „frétt", að sjálfseignar- stefnan væri gengin sér til húðar. Þessi fréttasamsuða er röng og vítaverð. Stærðfræði Stefáns Ing- ólfssonar mun að vonum vera rétt, og mér hefur skilist hann birta þessar tölur til þess að hvetja íbúðakaupendur til fyrirhyggju og ráðdeildar. Frá því er iangur vegur til þess að dæma sjálfseignarstefn- una gjaldþrota. Vélrænt samhengi af þessu tagi, þar sem allt er sett fast annað en vextirnir, er villandi af eftirgreindum orsökum. 1. Fólk hagar vinnusókn sinni og tekjuöflun oft að nokkru eftir út- gjaldabyrði, og er færi til þess rýmra, þegar hjón eiga í hlut. 2. Hlutfall íbúðaútgjalda er engan veginn fast, nema af allra lægstu tekjum, og verður annað að víkja, ef í hart fer. 3. Vextir opinberra lána eru enn almennt breytanlegir, svo að vaxtabyrðin er ekki svo endanlega ákveðin og áhrifamikil, sem vera mundi við fasta vexti. Þeir eru nú neðanvert á þeim vaxtastiga sem birtur var: 1% hjá Byggingarsjóði Einn af starfsmönnum Gámaþjón- ustunnar hf. sýnir hvernig gámurinn pressar rusl. Gámaþjónustan hf.: Flytur inn gáma sem pressa rusl GÁMAÞJÓNUSTAN hf. hefur hafið innflutning á gámum frá Danmörku sem pressa rusl og var fyrsti pressu- gámurinn, sem seldur hefur verið Smjörlíki hf., sýndur forystumönn- um sveitarfélaganna á dögunum. Benóný ólafsson, framkvæmda- stjóri Gámaþjónustunnar hf., sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að pressugámarn- ir væru þeir fyrstu sinnar tegund- ar hér á landi. Kvað hann gámana hafa mikla hagræðingu og sparnað í för með sér og hægt væri að koma allt frá 500 til 700 tunnum af rusli í einn gám. Gat hann þess jafn- framt að Gámaþjónustan hf. byði viðskiptavinum sínum þá þjónustu að sjá um að flytja gámana á ruslahaugana og losa þá, þegar þeir væru orðnir fullir. verkamanna og til einstaklinga með sérþarfir og út á heilsuspill- andi íbúðir hjá Byggingarsjóði ríkisins, en almenn lán hans bera 3,5% vexti. Vextir lífeyrissjóða takmarkast við 5% á beinum lán- um enda þótt þeir geti fengið 7% eða meira í skuldabréfakaupum. Einkalán með hærri vöxtum þurfa að nema verulegu hlutfalli til þess að færa meðalvexti lánsfjármögn- unar að ráði upp úr þeim 4—4,5% meðalársvöxtum, sem þannig eru sennilegir á lánum hins opinbera og almenna lánakerfis. 4. Með aukinni lánalengd má mynda mótvægi gegn hækkun vaxtanna, og er það samnings- frjálst á almennum markaði. 5. Fólk hefur færi á að haga tíma- setningu, hraða byggingar og full- um frágangi eftir aðstæðum, og hefur ætíð þurft að gera svo. Það eru þessi raunverulegu skil- yrði, sem ráða úrslitum um hús- næðisöflun fólks og gengi sjálfs- eignarstefnu, en ekki hugsuð, öfga- full dæmi um vaxtabyrði. Frétta- stofu sjónvarps væri nær að halda sér að raunverulegum fréttaflutn- ingi, en láta af krossferð sinni gegn ábyrgri stjórn fjármagns- markaðar og sjálfsákvörðunar- rétti um ráðstöfun fjármagns. Höíundur er aðstoðsrbankastjóri Seðlabankans. 'varahlutir' BREMSUKLOSSAR, BREMSULJÓSA- ROFAR, •• J HJORULIÐIR, HITAMÓTSTÖÐUR, KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTIR, OLÍUROFAR, RAFGEYMAR, SPINDILKÚLUR, STÝRISENDAR^"-^ TÍMAHJÓL TÍMAKEÐJUR, UPPHÆKKANIR, VATNSDÆLUR, VATNSLÁSAR, VIFTUROFAR, ÖRYGGISBELTI, OG MARGT FLEIRA OPIÐ LAUGAR- DAGA10—16 VARAHLUTAVERSLUTTm » SlMAR: 34980 og 37273 A Fer inn á lang flest heimili landsins! Ein flaska í staö þess ad rogast með 11 lítra af vatni Ódýrt og hressandi Cola! SOLHF ARGUS<€>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.