Morgunblaðið - 15.11.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 15.11.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 19 Hafnarstræti, fyrsta göngugata 4 Akureyri. Mannlíf i Akureyri hefur tekið 4 sig nýja mynd. Arkitekt Haraldur V. Haraldsson, í samráði við skipulagsdeild Akureyrarbæjar. Yfírbyggt torg í miðbæ Seltjarnarneskaupstaðar, sem riðgert er að Ijúka næsta sumar. Arkitekt- ar Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. um árum kynnti Þórður Ben Sveinsson hugmyndir sínar um „ylstræti", eða yfirbyggðar og hitaðar göngugötur, á Kjarv- alsstöðum. Kanadískir arki- tektar sem hér voru á ferð fyrir ári vöktu líka máls á því að hér væri upplagt að byggja fir götur, torg, stræti og arnaleikvelli með gleri eða plasti og hita þessi svæði með þeirri orku sem almættið sendi okkur fyrir lítið neðan úr jörð- inni. Þannig gætum við fengið sumarauka í skammdeginu og sparað okkur dýrar ferðir til sólarlanda. Glöggt er gests augað. Til þessa hefur ekkert sveit- arfélag hér á landi nema Sel- tjarnarneskaupstaður viljað trúa á að þessar hugmyndir væru raunhæfar og ættu hing- að fullt erindi. Þar er nú verið að undirbúa yfirbyggingu torgs í nýjum miðbæ sem verð- ur jafnframt fyrsta yfirbyggða torgið á íslandi. Margt bendir til þess að mjög miklar félagslegar breyt- ingar séu enn að eiga sér stað, sem fyllsta ástæða er að taka tillit til við skipulag. Hugsan- legt er m.a. að mannfjölda- aukning á höfuðborgarsvæð- inu stöðvist fljótlega eftir aldamót og að fjöldi aldraðra aukist verulega. Líklegt er að báðar þessar breytingar hafi í för með sér auknar kröfur um betra umhverfi sem við getum notið á hverjum degi og betra mannlíf. Þótt mörgum þyki miður að við skulum vera svo fátæk að við höfum ekki efni á að eiga Fjalaköttinn lengur þá er ennþá margt sem gerir Reykjavík að óumdeilanlegri höfuðborg landsins og ennþá margar góðar hugmyndir sem hún getur haft forystu um. Höíundur er arkitekt /skipulags- fræöingur og er form. landssamtak- anna Líf og land. konur Sigurðar miklar myndar- húsfreyjur og bjuggu honum fag- urt heimili með rausn og prýði. Eg kveð vin minn, Sigurð frá Haukagili, með trega og eftirsjá. í mínum huga var hann alltaf skrauteintak af rammþjóðlegum íslendingi. Ekkju hans og börnum votta eg innilega samúð. Andrés Björnsson Við Sigurður ræddum æði oft um aldursmun, mismunandi kyn- slóðabil og ekki síst hinar ólíku og margbreytilegu aldursviðmið- anir eftir því hvar sá sem saman- burðinn gerði stóð sjálfur á aldri, og var þá á stundum að við sátum í bíl Sigurðar í Austurstræti á góðum degi svo sem eins og mitt í iðandi mannlífi. Kynni okkar hófust þegar báðir voru orðnir fullorðnir menn og fór vel á með okkur þótt hann væri þá nær helmingi eldri en ég. Einnig þótt hann væri þá vinnuveitandi unnustu minnar og því á þeim tíma a.m.k. fjarlægari en ella, enda fór svo að frekar mátti tala um eins og kæran frænda og vin eða jafnvel auka tengdaföður. Vinátta og samgangur milli heimilis okkar Jóhönnu annars vegar og þeirra Vilborgar og Sig- urðar hins vegar stóð um hálfs annars áratugar skeið og er margs að minnast og þakka úr þeim kynnum og samvistum og við Sig- urð og síðara heimili hans æ síðan. Sigurður Jónsson, frá Haukagili fæddist 21. marz 1912 að Haukagili í Hvítársíðu sonur Jóns Sigurðs- sonar bónda þar og alþingismanns og konu hans Hildar Guðmuns- dóttur. Sigurður stundaði nám við Reykholtsskóla, og lærði einnig söðlasmíði 2—3 ár en stofnaði 1939 leðurverkstæði að Víðimel 35, sem hann rak fyrsta áratuginn sem aukastarf en sem aðalatvinnu frá 1950, er hann hætti störfum í lög- reglunni í Reykjavík og ailt til fyrir 2—3 árum er hann seldi verkstæðið í hendur syni sínum og tengdadóttur. Um leðuriðju Sigurðar má með sanni segja að hún var alla tíð rekin af miklum búhyggingum, framsækni og skörungsskap. Framleiddi hann og seldi vandaða vöru og naut trausts allra sinna viðskiptavina bæði þeim sem að- föngin seldu og hinna sem fullunna vöru fengu í hendur. Sigurður stóð heldur ekki einn því að 1935 kvæntist hann Vil- borgu Karelsdóttur hinni ágæt- ustu mannkostamanneskju, sem bæði bjó honum og börnum þeirra tveim glæsilegt heimili og studdi bónda sinn með ráðum og dáð til góðra verka. Vilborg lést langt um aldur fram aðeins sextug að aldri. Síðari kona Sigurðar er Sigríður Steingrímsdoftir, sem nú lifir mann sinn eftir rúmlega hálfs annars áratugar sambúð, en þeirra bú var bæði farsælt og gott, Sig- urði ekki síst er veikindi surfu að hin síðari árin. Sigurður átti mörg áhugamál og var á mörgum sviðum hafsjór fróð- leiks enda maðurinn fullur áhuga, lestrarhestur og stálminnugur. Persónusaga, ættartengsl og áhrif samtvinnun örlaga, ólíkra og óskyldra stofna innan rúms og tíma voru hugleiki viðfangsefni. Ferðalög og veiðar lax og silungs, voru einnig mikil áhugamál meðan tími og heilsa leyfðu, en nú eru kalsamar haustveiðar í Hvitá saga ein, og þá einnig langar göngur og strangar með Stóru-Laxá á fyrstu árum stangaveiði þar. Sú íþrótt sem alla tíð stóð hjarta og huga Sigurðar næst var vísna- gerð og þó enn frekar vísnasöfnun. Vafalaust hefur hann átt flest ef ekki öll met í fjölda þeirra vísna sem hann safnaði og án efa bjarg- að oft frá gleymsku og ekki síður að eiga skráð og tiltæk og kunna flest tildrög eða formála hverrar vísu eða kvæðis ef slíkt var til. Hitt var og með algjörum ólíkind- um hvað maðurinn kunni af þess- um vísum ásamt og með formálum. Það hlýtur að hafa verið heims- met, allt annað er óhugsandi. Tvítugur byrjaði Sigurður að safna vísum og skrá skipulega hjá sér, rúmlega fertugur er hann formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar og siðan i rúm 8 ár, enda þungavigtarmaður og driffjöður þar á bæ lengi. íslendingar allir sem unna tungu sinni og bókmennta- og ljóðahefð standa í ómældri þakk- arskuld við Sigurð Jónsson frá Haukagili fyrir staðfestu hans við að safna og halda til haga á skipu- lagðan hátt ljóðum og lausavísum sem ella hlutu æði mörg að týnast á hraðfaraöld og þar með æði stór hluti þeirrar þjóðarsálar sem er grunnur framtíðarinnar. Sigurður var maður meðalhár, þéttur á velli og svipmikill, en sviphreinn og einarður svo sem skapgerð hans stóð til. Vinur var hann vina sinna, en sáttfús við sína mótgangsmenn væri sátta leitað eða þeim færi gefið. Við leiðarlok er margs að minnast og þá fyrst að alltof strjálir urðu nú fundir í hlaupum hinna síðari ára og var ekki Sig- urðar sök, en jafnvíst er að lengi varir í minningunni sá góði dreng- ur sem eyddi á sinum tima daglega 1—2 tímum á dag frá vinnu sinni vikum saman að færa lítilli stúlku lífsbjörg og móðurfaðm, eða hann sem sagði ungum sveini söguna af „Kiðhús" svo snilldarlega að aldrei gleymist þeim sveini né öðrum sem til heyrðu. Sigurður Jónsson frá Haukagili skilur slíkar minningar eftir hjá þeim sem hann þekktu vel og sakna nú vinar í stað. Sú minning lifir. Sigríði konu Sigurðar og ástvin- um hans öllum, sendum við J6- hanna samúðarkveðjur. Einar Birnir í dag er vinur minn, Sigurður Jónsson frá Haukagili, til moldar borinn. Um ættir og uppruna Sig- urðar er ég heldur fáorður og verða vísast mér kunnugri menn til að rekjaættir hans. Er ég fyrst kynntist Sigurði var það í gegnum viðskipti hans við föður minn og er mér löngu minnisstætt hversu skemmtilegur og eftirtektarverður mér þótti hann vera. Þeir félagar Sigurður og faðir minn áttu sannarlega vel skap saman og er þeir hittust var giettnin ávallt í fyrirrúmi. Gerðu þeir óspart grín hvor að öðrum, en það var jafnan græskulaust og kunnu báðir vel að meta glettni hins. Ekki var það þó eingöngu kímnin sem gerði þá að svo góðum vinum, sem raun bar vitni, heldur og gagnkvæmur áhugi á stangveiði og veiddu þeir víða saman. Seinna urðu þeir svo nágrannar í Borgar- firðinum og varð þá Norðurá þeirra á. Nokkrum sinnum var ég með Sigurði í veiðum, enda vildi hann alls ekkki veiða einn, heldur hafa félagsskap annarra við veið- arnar. Margar þessara stunda hafa orðið mér ógleymanlegar enda laxveiðin ekki stunduð af þvi ofur- kappi sem nú þekkist. Væri veiðin dræm lögðust veiðimenn upp í brekku og nutu árniðarins og þeirrar kyrrðar sem jafnan er honum samfara. Á þessum stund- um kynntist ég best vísnafróðleik Sigurðar, en eins og þeir vita sem gerst til þekkja var hann hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Það bar ekki ósjaldan við í þessum sam- ræðum okkar að Sigurður sagði allt í einu „hefur þú heyrt hana þessa" og á eftir fylgdi jafnan góð staka. Oft varð ég þess vísari að bara eitt „stikkorð" sem hafði komið upp í viðræðum okkar kom honum á sporið með stökuna eða jafnvel heila vísnabálka. Eitt sinn t.d. reyndum við veiðar sitt hvor- um megin árinnar í yndislegu veðri. Lítið var um veiði en því meira um frábærar vísur. Ég er þess fullviss að hann hefur í gegn- um árin eflt áhuga allrar fjöl- skyldu minnar á vísnakveðskap. Ævinlega verð ég honum t.d. þakk- látur fyrir að bjóða mér að koma þegar góðvinur hans og visnavinur, Egill Jónasson frá Húsavík, var í heimsókn hjá þeim hjónum. Sjálfur var Sigurður vel hag- mæltur þótt hann flíkaði því lítt og margar góðar „kannski tvíræð- ar“ vísur flugu á milli hans og föður míns í gegnum árin. Mér er eftirfarandi visa dálítið minnis- stæð, en þá var Sigurður í boði föður míns í veiðum og var mun drýgri við veiðarnar. „Áinmínerekkisínk öft á laxinn gjðful en nú hef ég eignast veiðimink óðan veiðidjöful." Þetta kunni Sigurður vel að meta og sýnir vísan gerla þann tón sem var í kveðskap milli þessara góðu vina. Okkur vinum Sigurðar þótti leitt að verða vitni að því hve heilsu hans hrakaði nú hin síðustu ár og sérstaklega þegar heyrnin fór að daprast, en þá dró mjög úr sam- skiptum hans út á við, en hann var annars maður mjög mannblend- inn. Ég er hinsvegar sannfærður um að heldur vildi hann kveðja þennan heim en að verða sínum nánustu til byrði. Kona hans, Sig- ríður, annaðist hann af alúð þar til hann loks varð að fara á sjúkra- hús, en þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Nú, þegar þessi sómamað- ur er horfinn yfir móðuna miklu, veit ég að hann nýtur þess að geta haldið áfram að miðla öðrum af vísnafróðleik sinum. í þeirri full- vissu kveð ég og fjölskylda mín góðan vin og sendum eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristmann Magnússon Ung kona kemur til Reykjavíkur um 1930 að leita sér fjár og frama, fær leigt herbergi hér í bænum og stofnar til ævilangrar vináttu við dóttur húsráðenda. Þannig kynnt- umst við Sigurður frá Haukagili. Hin fyrrnefnda var móðir min, hin síðarnefnda fyrri kona Sigurðar. Fjölskylda Sigurðar og heimili var hluti af uppvexti mínum og sá hluti hefur ekki minnkað þótt ár- unum hafi fjölgað. Samskipti okk- ar takmörkuðust framan af af því að ég var barn og unglingur en hann fullorðinn, en með tímanum mótaðist mynd mín af Sigurði og þó aldrei frekar en fyrir fimm árum að ég var fast að einu ári kostgangari hjá þeim hjónum, Sigriði, síðari konu hans, og hon- um. Sigurður var fæddur á Hauka- gili í Hvítársíðu 21. febrúar 1912, sonur Jóns Sigurðssonar bónda þar alþingismanns og konu hans, Hildar Guðmundsdóttur. Þar ólst hann upp í hópi fimm systkina. Sjá einnig bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.