Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 1
80SIÐUR B
STOFNAÐ1913
264. tbl. 72. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Leiðtogafundur Reagans og Gorbachevs í Genf:
Fundir í gærkvöldi
og aftur í morgun
Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti (t.h.), og
Mikhail Gorbachev, for-
maður Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna,
teygja sig yfir fundar-
borðið og takast í hendur
í upphafi viðræðna leið-
toganna í Genf í gær.
Bandaríkjamenn voru
gestgjafar fyrri viðræðu-
daginn, en fundirnir fóru
í gær fram í sovézka
sendiráðinu í Genf.
Sameiginleg athöfn í Genf í dag
Gorbachev boðið til Bandaríkjanna
Genf, 20. nóvember. Frí AP og Önnu Bjarnadóttur, fréttarilara Morftunblaósinn.
LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ákváðu í kvöld, miðvikudags-
kvöld, að koma fram saman í stuttri athöfn í alþjóðafundarsetrinu í Genf
á fimmtudagsmorgun. Larry Speakes, talsmaður Ronalds Reagan, skýrði
fréttamönnum frá þessu skömmu fyrir miðnstti að staðartíma í Genf. Hann
sagði að leiðtogarnir myndu ekki svara spurningum en vildi ekki segja hvað
myndi eiga sér stað við athöfnina. Formlegum fundum leiðtoganna lauk án
niðurstöðu, en embættismenn unnu í nótt að gerð sameiginlegrar yfirlýsingar
Gorbachev hafði boðað blaða-
mannafund á fimmtudagsmorgun
á sama tíma. Hvað verður með
þann fund er ekki vitað hér í Genf
í kvöld. Gorbachev á að fara frá
borginni um hádegið samkvæmt
dagskrá fundarins en Reagan á að
fara klukkan 14. Hann flýgur til
Brussel þar sem hann mun greina
bandalagsmönnum Bandaríkjanna
í Norður-Atlantshafsbandalaginu
frá fundi sínum með leiðtoga Sov-
étríkjanna.
Sovézkur embættismaður í Genf
og sendifulltrúar í Prag sögðu að
Gorbachev héldi frá Genf til Prag
þar sem hann mundi skýra leið-
togum Varsjárbandalagsríkjanna
frá viðræðum þeirra Reagans.
Leiðtogar stórveldanna og ráð-
gjafar þeirra ræddu alþjóðamál á
fundum sínum í Genf á miðviku-
dag og Speakes sagði eftir fundinn
að framför hefði orðið á honum,
samkomulag hefði náðst um ýmsa
hluti.en frekari viðræðna væri
þörf áður en hægt væri að greina
frá útkomu hans. Reagan og Gor-
bachev ræddust við einslega í einn
og hálfan tíma eftir að formlegum
viðræðum þeirra lauk. Á sama
Bonner
til Rómar
3. des.
Newton, Massachusetts, 20. nóvember. AP.
YELENA Bonner, eiginkona
sovézka andófsmannsins Andrei
Sakharov, sagói í símtali við dótt-
ur sína og tengdason í Bandaríkj-
unum að hún héldi 2. desember
næstkomandi til Rómaborgar.
Frú Bonner tjáði dóttur sinni
í símtalinu að hún hefði skrifað
undir samkomulag um að ræða
ekki við fjölmiðla meðan hún
dvelur á Vesturlöndum.
Jafnframt sagði Yelena
Sakharov hefði dregið til baka
úrsögn sína úr sovézku vísinda-
akademíunni eftir að konu hans
var veitt leyfi til að leita sér
lækninga á Vesturlöndum.
Frú Bonner fékk nýlega leyfi,
eftir langa baráttu, til að leita
sér lækninga á Vesturlöndum.
Hún fer í ítarlega augnskoðun
í Rómaborg og heldur þaðan til
Bandaríkjanna í hjartaaðgerð.
tíma ráðfærðu utanríkisráðherrar
þeirra og aðrir ráðgjafar um ýms
mál, sem rædd voru á leiðtoga-
fundinum, en niðurstaða fékkst
ekki í. Þegar Reagan yfirgaf fund-
arstaðinn var enn ekki fullgengið
frá öllum málum og fundir ráð-
gjafa héldu áfram.
Ýmsir fréttamenn töldu að fund-
urinn hefði tekist vel þar sem
tónninn í Sovétmönnum breyttist
þegar á fundinn leið. Þeir drógu úr
fullyrðingum um nauðsyn sam-
komulags um vigbúnaðarmál og
fyrirhugað geimvarnarkerfi
Bandaríkjamanna en bentu þess í
stað á að það væri skref í rétta
átt að leiðtogarnir hefðu hist og
fundurinn væri mikilvægur sem
ný byrjun á samskiptum stórveld-
anna. Bandaríkjamenn hömruðu á
þessu áður en leiðtogafundurinn
hófst og sögðu að í Genf þyrfti að
leggja grundvöll að betri sam-
skiptum stórveldanna í framtíð-
inni.
Fréttamenn frá austantjalds-
löndunum sögðu í kvöld að það
hefði verið mjög mikilvægt fyrir
Sovétmenn að Reagan tók Gor-
bachev sem jafningja og Sovétrík-
in hefðu þar með fengið viðurkenn-
ingu sem hitt stórveldið í heimin-
um.
Leiðtogarnir og eiginkonur
þeirra þóttu einkar létt á brún og
afslöppuð í móttöku sem Kurt
Furgler, forseti Sviss, hélt fyrir
þau áður en kvöldverðarboð Reag-
an-hjónanna fyrir Gorbach-
ev-hjónin og þátttakendur í leið-
togafundinum hófst. Þeir höfðu
orð á því að fréttamönnum lægi
of mikið á að fá upplýsingar um
fundinn og Gorbachev sagði að
þeir hefðu enn ekki lokið störfum.
Starfsmenn þeirra reyndu að fá
niðurstöðu í mál fundarins á
meðan þeir snæddu kvöldverð og
hringdu í þá í kvöldverðarboðið.
Utanríkisráðherrar þeirra greindu
þeim frá niðurstöðum starfs-
manna, leiðtogarnir ræddu þær í
fimmtán mínútur í návist ráðgjafa
sinna á bókasafni dvalarstaðar
Reagan-hjónanna og ákváðu síðan
að koma fram saman, tókust í
hendur og Gorbachev-hjónin
kvöddu. Gorbachev staðfesti að
honum hefði verið boðið til Banda-
ríkjanna, en sagði að koma yrði í
ljós hvort af þeirri för yrði og þá
hvenær.
Sjá einnig bls. 30 og 31.
Smiðshöggið rekið
yfir sftrónuhræru?
Genf, 20. nóvember, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morjfunblaóeins.
GORBACHEV-hjónin mættu í kvöldverð hjá Reagan-hjónunum í snjókomu
á miðvikudagkvöld. Reagan-hjónin tóku á móti þeim í heimkeyrslunni að
dvalarstað þeirra og leiðtogahjón stórveldanna heilsuðust eins og gamlir
kunningjar. Ronald Regan og Mikail Gorbachev höfðu enn ekki tekið loka-
ákvarðanir varðandi leiðtogafundinn fyrir boðið og búist var við að ráðgjafar
þeirra myndu jafnvel ræða við þá um málefni fundarins, Larry Speakes,
talsmaður Reagans, sagði að smiðshöggið yrði kannski rekið „milli súpunnar
og hnetanna".
Hvorugt var á matseðlinum.
Humarhræra, kjúklingaréttur,
jólasalatsalat, ostahræra með
avokado og heit sitrónuhræra með
berjasósu var borin fram og þrjár
víntegunir drukknar með.
Kvöldverðarboðið hjá Gorbac-
hev-hjónunum á þriðjudagskvöld-
ið þykir hafa tekist vel. Samræð-
urnar þar voru hversdagslegs eðl-
is. Matseðillinn í boði sovésku
hjónanna var ekki birtur opin-
berlega en vitað er að það var ekki
boðið upp á vodka. Eitt af helstu
baráttumálum Gorbachevs er að
minnka drykkju í Sovétríkjunum
og hann sýndi gott fordæmi í Genf.
Hjónin buðu þó upp á hvít- og
rauðvín frá Georgíu með matnum.
Samstöðuleiðtogi:
Fékk heila-
blóðfall við
réttarhöld
Varsjá, 20. nóvember. AP.
ANTONI Lenkiewicz, einn af
leiðtogum Samstöðu, hinna
óháðu verkalýðsfélaga í Póllandi,
hné niður við réttarhöld. Fékk
hann heilablóðfall og var fluttur
í sjúkrahús.
Lenkiewicz er gefið að sök
að hafa æst til uppþota,
skemmt lögreglubíl og sýnt
mótþróa við handtöku. Réttar-
höld i máli hans stóðu allan
þriðjudag og fram á kvöld, en
þeim var frestað þegar hann
fékk heilablóðfall.
Kona Lenkiewicz hefur ekki
fengið að heimsækja mann sinn
í sjúkrahús. Hann var lagður
inn á sérstakt lögreglusjúkra-
hús, sem innanríkisráðuneytið
rekur.
Bróðir Lenkiewicz, Tadeusz,
og námsmaður við Lublin-
háskólann, Bogdan Giermek,
voru dæmdir í gær í hálfs
annars árs fangelsi fyrir að
sýna mótþróa við handtöku og
fyrir að vinna tjón á eignum
lögreglunnar, eins og það var
orðað. Lenkiewicz-bræðurnir
og Giermek voru handteknir
eftir handalögmál við lögreglu-
menn eftir kvöldmessu í Wroc-
lawll.nóvember.
AP/Símamynd
Raisa Gorbachev stingur bréfi þeirra Nancy Reagan í málmhylki, sem
múrað var inn í hornstein nýs safnahúss Rauða krossins í Genf. í bréf-
inu láta leiðtogafrúrnar í Ijós þá von að mannkynið muni eiga friðsam-
lega framtíð. Nancy fylgist með er Raisa setur skilaboðin í hólkinn, sem
fulltrúi Rauða krossins heldur á.
AP/Simamynd