Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR21. NÓVEMBER1985 Morgunblaðið/RAX Hávær mótmœli atvinnubílstjóra UM miðjan dag í gær heyrðist mikiö flaut í miðborg Reykjavíkur og varð ekkert lát á í langan tíma. Sendi- bflar og vörubflar fjölmenntu í miðborginni og bflstjór- ar þeirra þeyttu bflflauturnar til að mótmæla miklum hækkunum á bensíni og þungaskatti. Var mótælunum beint að stjórnvöldum og stjórnmálamönnum fyrst og fremst. Þingfundir stóðu yfir á Alþingi og varð nokkur röskun á þingstörfum. Um síðir stöðvuðu lögreglumenn akstur bflanna inn í Kirkjustrætið og rufu þar með hringinn, sem bflarnir höfðu myndað í miðborginni. Hér má sjá lögreglumenn vísa vörubfl frá Kirkjustæti. Iðnaðarbankanum neitað um heimild til að hækka vexti — 5 % munur á raunvöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra lána SEÐLABANKINN heimilaði ekki Iðnaðarbanka íslands að hækka vexti á óverðtryggðum lánum, eins bankinn hafði farið fram á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins samþykkti stjórn Seðlabankans aðeins hækkun á víxilvöxt- um í Búnaðarbankanum, og einnig voru vextir á afurðalánum í Bandaríkja- dollurum lækkaðir úr 9,75% í 9,50%. þetta er í annað sinn á 10 dögum sem Iðnaðarbankanum er neitað um að hækka vexti. Ragnar Önundarson, banka- stjóri Iðnaðarbankans, sagði að farið hefði verið fram á að hækka vexti á óverðtryggðum lánum, þannig að þau bæru sömu raun- vexti og verðtryggð lán. Sótt var um 5% hækkun: „Við gerðum ráð fyrir því að Seðlabankinn hækkaði vexti á óverðtryggðum innlánum. þ.e. á almennum sparisjóðsbók- um.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hækkuðu þessir inn- lánsvextir ekki. Ragnar önundarson sagði einn- ig: „Húsbyggjendur þurfa að borga 5% hærri raunvexti en atvinnu- rekendur þessa daganna. Þennan mismun teljum við ástæðulausan og órökstuddan og viljum fá að jafnan hann, en það hefur ekki fengist." 1 þessu sambandi er vert að taka fram að flest þeirra lána sem hús- byggjendur fá hjá bönkum og líf- eyrissjóðum eru verðtryggð. Raun- vextir þessara lána hafa verið um 3,6% að meðaltaii síðustu sex ár, eins og kemur fram í frétt á bls. B-l. 0 Stefán Thors skipaður í stöðu skipulagsstjóra INNLENT ALEXANDER Stefánsson, félags- málaráðherra, hefur skipað Stefán Thors arkitekt í stöðu skipulags- stjóra ríkisins frá og með 1. desem- ber næstkomandi. Stefán Thors er fæddur 24. júní Prófkjör sjálfstæð- ismanna í Reykjavík PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík fer fram á sunnudag og mánudag. Allir félagsbundnir sjálf- stæðismenn í höfuðborginni, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana, 24. og 25. nóvember, hafa atkvæðisrétt. Jafn- framt geta þeir kosið í prófkjörinu, sem verða orðnir 20 ára, þegar kosið verður til borgarstjórnar, 31. maí 1986 og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavfk fyrir lok kjörfundar. Verða inntöku- beiðnir á kjörstöðum. f prófkjörinu raða kjósendur frambjóðendum á framboðslist- ann. Kjósa skal fæst átta og flest tólf frambjóðendur. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi á endanlegum framboðs- lista. Tala 1 skal sett framan við nafn þess, sem óskað er að skipi fyrsta sæti, talan 2 við nafn þess, sem óskað er að skipi það sæti og síðan koll af kolli. Atkvæði eru talin með þeim hætti, að sá hlýtur fyrsta sæti, er fær flest atkvæði í það, annað sæti, sem hlýtur flest atkvæði í fyrsta og annað sæti, þriðja sæti, sem hlýt- ur flest atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og svo framvegis. Kjósendur greiða atkvæði hver í sínu hverfi. Kjörstaðir eru í Lækjarhvammi á Hótel Sögu, Valhöll, Hraunbæ 102B og menn- ingarmiðstöðinni við Gerðuberg frá kl. 10 til 20 á sunnudaginn, en í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á mánudaginn frá kl. 14 til 21 fyrir öll kjörhverfi. 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1969 og stundaði síðan nám við Arkitektaskólann í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan prófi árið 1976 með sérnámi í skipulagsfræðum. Að loknu námi starfaði Stefán við Skipulag ríkisins til ársins 1979. Hann var forstöðumaður Skipu- lagsstofu Austurlands á Egilsstöð- um frá 1979 til 1981 og hefur síðan rekið sjálfstæða arkitektastofu í Reykjavík. Stefán er kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur vefara og textílhönnuði og eiga þau tvö bðrn. Stefán Thors Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips: „Viljum ekki vera varaskeifa“ Eimskip dró tilboðshugmyndir sín- ar til baka hjá Útvegsbankanum „ÞESSAR BREYTTU aðstæður eru þær að nú standa yflr viðræður við aðra aðila og við viljum ekki vera varaskeifa í þessu máli,“ sagði Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskipafélags íslands er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvaða breyttu aðstæður hefðu valdið því að Eimskipafélag ís- lands dró með bréfi til stjórnar Útvegsbankans í gær til baka hugmyndir sínar að viðræðugrundvelli við bankann og Hafskip um hugsanlega yfirtöku Eimskipafélagsins á íslandssiglingum Hafskips. í bréfinu var greint frá því að vegna breyttra kringumstæðna hefði Eimskipafélagið ákveðið að draga fyrrgreinda hugmynd til baka. Jafnframt var greint frá því að Eimskipafélag- ið væri reiðubúið að taka upp að nýju viðræður um þetta mál, ef Útvegs- bankinn óskaði þess. „Ennfremur hefur það umrót sem skapast hefur, síðan við lögð- um þetta fram, gert það að verkum að við vildum draga þetta til baka, því okkur var ekki jafnljóst og áður, hvað verið væri að kaupa," sagði Hörður, og bætti við að stjórnendur Eimskipafélagsins væru ekki lengur sannfærðir um að samstaða gæti náðst með aðil- um um að ljúka málinu. Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður Hafskips sagði í gær að sér kæmi ekki á óvart að Eimskip hefði dregið til baka hugmyndir sínar að viðræðugrundvelli við Útvegsbankann, því síðasti um- ræðugrundvöllur Eimskips hefði alls ekki verið aðgengilegur fyrir Útvegsbankann. Lárus Jónsson bankastjóri Út- vegsbankans sagði að þeir í Út- vegsbankanum litu þannig á, að ekki væri endanlega búið að ljúka neinu, þó að þetta bréf hefði borist frá Eimskip. Ef Útvegsbankinn vildi, þá væru stjórnendur Eim- skips reiðubúnir að hefja viðræður ánýjan leik. Vatnsblöndun í húsi Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg. Tilraunir með blöndun vatns frá Nesjavöllum STARFSMENN Hitaveitu Reykjavíkur eru þessa dagana að gera til- raunir með blöndun upphitaðs vatns frá Nesjavöllum saman við jarð- hitavatnið sem notað er í Reykjavík í dag. Vatnið er flutt á tankbflum að húsi Hitaveitunnar á Grensásvegi þar sem tilraunin fer fram. Markmiðið er að sjá hvaða áhrif það hefur á vatnið, leiðslur og fleira þegar þessar tvær tegundir blandast saman. Einar Gunnlaugsson jarðefna- hæfilega og yrði það leitt þannig fræðingur hjáHitaveitunni sagði til Reykjavíkur og væntanlega í samtali við Morgunblaðið að blandað saman við það vatn sem Nesjavellir væru háhitasvæði og fyrir væri á kerfinu. ekki hægt að setja slíkt vatn inn Vatninu frá Nesjavöllum er á kerfið, það væri ónothæft til blandað saman við hitaveitu- þess. Hugsanleg virkjun þar vatnið í rörum og með því er myndi byggjast á því að nota ætlunin að sjá áhrif blöndunnar gufuna til að hita kalt vatn á rör, tanka og ýmsa fleiri hluti. Um 500 grömm af hassi gerð upptæk: Efnið flutt inn með Eyrarfossi FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar lagði í gærdag hald á um 500 grömm af hassi við húsrannsókn í Reykja- vík. Tveir menn stóðu að innflutningi efnisins, og mun annar þeirra, sem er skipverji á Eyrarfossi, hafa flutt efnið inn með skipinu í lok október síðastliðins. Vitneskja lá fyrir um þátt mannanna tveggja í innflutningi á 700 til 800 grömmum af hassi og var gerð leit í Eyrarfossi í gær, þar sem grunur lék á að efnið hefði verið flutt inn í þessari ferð skips- ins. Leitin í skipinu bar ekki árangur en við húsrannsókn hjá mönnunum fundust hins vegar um 500 grömm af efninu og kom þá í ljós að skipverjinn hafði flutt hassið inn í lok október. Hluti af efninu hafði verið seldur. Unnið er að frekari rannsókn málsins hjá fíkniefnadeild lögreglunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.