Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 3 Jólalesbók Eins og undanfarin ár raun jóla- lesbók barnanna koma út með jóla- blaði Morgunblaðsins. Börn og unglingar eru hvattir til að senda lesbókinni efni sem fyrst. Reynt verður að birta sem mest af efni frá börnum og unglingum og stefnt að því að hafa það sem fjölbreytilegast eftir því sem rúm leyfir. Sendið jólalesbók barnanna því frumsamið efni, sögur, ljóð, barnanna gátur, fræðsluefni, fréttir, hug- leiðingar um jólaboðskapinn, skrýtlur og hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Valið verður úr þvi efni sem berst og birt í blaðinu. Efnið þarf að berast fyrir 7. des. nk. Utanáskriftin er: Jólalesbók barnanna, c/o Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Morgunblaöið/Júlíus Lögreglu- og slökkviliðsmenn hafa náð bifreiðastjóranum út úr bifreiðinni, en til þess þurfti sérstakar klippur, sem slökkviliðið ræður yfir. Á slysadeild eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Dugguvogar og Elliðavogar um hádeg- isbilið í gær, en þar lentu saman sendiferðabifreið og fólksbifreið. Ökumaður sendibifreiðarinnar slas- aðist talsvert og var fluttur á slysa- dcild. Báðar bifreiðirnar skemmdust mikið og varð að flytja þær burtu af slysstað með krönum. JNNLENTV Talsvert var um árekstra og umferðaróhöpp í Reykjavík í gær og að sögn lögreglu er nú sérstök ástæða til að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í umferðinni, enda fer nú skammdegið í hönd. Lækjarbrekka bað um greiðslustöðvun VEITINGAHÚSIÐ Lækjarbrekka við Bankastræti í Reykjavík hefur farið fram á greiðslustöðvun. Að sögn Simonar Kjærnested endurskoðanda bað fyrirtækið um greiðslustöðvun í tvo mánuði, frá 31. október til 31. desember vegna greiðsluerfiðleika. manninn Karnabær skapar fötin Opið á laugardag frá kl. 10—16 eftir hádegi í öllum verzlunum okkar í gamla miöbænum KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Laugavegi 30 — Glæsibæ. Sími frá skiptiborði 45800. Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.