Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
15
Hver er hlutur iðnaðar í
atvinnustarfsemi f Rvík?
— eftir Gunnar S.
Björnsson
Sennilega gera fáir Reykvíking-
ar sér grein fyrir því hve iðnaður
er stór þáttur í atvinnustarfsemi
í borginni. A árinu 1983 voru unnin
51.700 heilsársstörf hjá fyrirtækj-
um sem skráð eru í Reykjavík. Af
þessum tölum eru 5.275 starfandi
hjá samgöngu- og vöruflutninga-
fyrirtækjum ásamt Pósti og síma.
31 þúsund manns eru í verslun-
ar- og þjónustustarfsemi. I iðnaði
eru starfandi 13.419 og í sjávarút-
vegi, veiði og vinnslu, 1.449. Af
þessum tölum má sjá hve iðnaður-
inn skipar stóran sess í atvinnu-
starfsemi hér í Reykjavík eða rúm
25% af heildarvinnuafli. Ljóst er
að á næstu árum kemur iðnaður-
inn til með að eiga langstærstan
þátt í framleiðslustarfsemi innan
Reykjavíkur. Sá vöxtur, sem verð-
ur að koma til ef Reykjavík á ekki
á næstu árum að verða láglauna-
svæði, er fyrst og fremst innan
iðnaðarins.
Ef litið er aðeins nánar á iðnað-
inn, eins og hann skiptist nú, er
Ijóst að innan vörugreina iðnaðar
eru matvæla- og drykkjarvöruiðn-
aður og pappírsiðnaður lang-
stærstir eða með um 1.500-1.800
manns hvert. Auk þess er nú einn
þáttur iðnaðar mjög vaxandi og
verður vonandi svo áfram, en það
er ýmiss konar rafeindatækni og
vinnsla, bæði í tækja- og hug-
búnaður á því sviði.
Annar sá þáttur iðnaðar sem
hvað mest hefur kveðið að í
Reykjavík er byggingar- og verk-
takastarfsemi, en í þessum geira
voru skráð 4.854 heilsársstörf á
árinu 1983. Þessi stóri hópur var
að sjálfsögðu ekki allur vinnandi
hér í Reykjavík því mörg eru þau
verkefni, sem verktakar í bygg-
ingariðnaði hafa fengist við á
undanförnum árum, enda hafa
fyrirtæki í þessari starfsemi vaxið
mjög á síðustu árum, sem sést
best á því að þau eru nú fullfær
um að takast á við stórfram-
kvæmdir eins og virkjanir eða
Nýr konsert-
fiygiii
vígður í Sel-
fosskirkju
Selfossi, 17. nóvember.
NÝR konsertflygill var i dag
tekinn í notkun í Selfoss-
kirkju. Flygillinn er í eigu
safnaðarins og var keyptur
með stuðningi bæjarsjóðs. Af
þessu tilefni héldu þeir tón-
leika í kirkjunni Jónas Ingi-
mundarson og Kristinn Sig-
mundsson.
Það var Glúmur Gylfason
organisti og stjórnandi
kirkjukórs Selfosskirkju sem
bauð gesti velkomna til tón-
leikanna.
Jónas Ingimundarson lék
í upphafi píanóverk en síðan
söng Kristinn Sigmundsson
nokkur lög við undirleik Jón-
asar.
Þeim félögum var mjög vel
tekið af gestum sem nær
fylltu bekki kirkjunnar og
voru kallaðir fram aftur og
aftur í lokin.
Nýi konsertflygillinn er af
Schimmel-gerð og bætir
mjög vel alla aðstöðu til tón-
leikahalds. Hið nýja safnað-
arheimili kirkjunnar býður
upp á mjög góða aðstöðu
fyrir tónlistarfólk, jafnt
kóra sem hljóðfæraleikara.
Sig. Jóns.
álíka verkefni. Þó nú sé nokkur
lægð sjáanleg framundan í bygg-
ingar- og verktakastarfsemi er
ljóst að ef rétt er á haldið er fyrir
hendi mjög stórt verkefni í formi
viðhalds og endurnýjunar á öllu
því húsnæði sem fyrir er hér í
Reykjavík. Sem dæmi í þessu efni
má nefna að Reykvíkingar áttu á
árinu 1984 34 þúsund íbúðir og
voru því þá 2,6 ibúar í hverri íbúð
að meðaltali, hver íbúi hafði 47
fermetra til umráða eða samtals
41.833 þús. fermetra. Eg held að
það þurfi því engan að undra þótt
eitthvað dragi saman í nýbygging-
um á næstu árum. Auk þessa íbúð-
arhúsnæðis hefur ýmiss konar
atvinnurekstur á að skipa húsnæði
undir sína starfsemi sem nemur
2.318 þús fermetrum. Af þessum
tölum má sjá að talsverðan mann-
afla þarf til að halda þessu hús-
næði í því horfi að vel fari. Með
hliðsjón af mikilvægi iðnaðar fyrir
Reykjavík á næstu árum væri ekki
úr vegi að skoða aðeins með hvaða
hætti þeir, sem stjórna borginni á
hverjum tíma, geta komið að sem
mestu liði við uppbyggingu á nýj-
um iðnaðartækifærum.
Slíkt getur gerst í því að leyfa
atvinnufyrirtækjum, sem eru að
byggja yfir starfsemi sína, að
dreifa greiðslum á gatnagerðar-
gjöldum eins og gert hefur verið
nú síðustu ár.
Einnig væri hugsanlegt að
byggja upp einhvers konar iðn-
garða eins og einstöku sveitarfélög
hafa farið útí. Ég held þó að það
sem helst gæti þar komið að gagni
Gunnar S. Björnsson
„Sá vöxtur, sem verður
að koma til ef Reykjavík
á ekki á næstu árum að
verða láglaunasvæði, er
fyrst og fremst innan
iðnaðarins.“
væri stofnun einhvers konar Iðn-
þróunarsjóðs með svipuðu sniði og
gert hefur verið á mörgum stöðum
á landinu. Þessi sjóður hefði það
hlutverk að leggja til áhættufjár-
magn ef um væri að ræða nýjar
framleiðsluhugmyndir um ein-
hverja þá vöruflokka, sem sköpuðu
gjaldeyri í einhverri mynd, en við
þurfum sérstaklega að huga að
þeim þætti í atvinnustarfsemi
okkar. Vel mætti einnig hugsa sér
að Reykjavíkurborg hefði sinn
iðnfulltrúa á sama hátt og lands-
fjórðungarnir. Þessi aðili gæti
verið fyrirtækjum til aðstoðar í -
ýmsum málum. t.d. sem milli-
göngumaður í samskiptamálefn-
um iðnaðar og borgar o.fl.
Þessir þættir gætu mjög átt rétt
á sér, sem nýir þættir í grósku-
miklu starfi á vegum Reykjavíkur-
borgar, ekki hvað síst gæti Iðn-
þróunarsjóður ýtt verulega undir
vöxt og viðgang iðnaðar í Reykja-
vík á næstu árum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Meistarasambands bygginga-
manna
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 24. OG 25. NÓV. 1985 VEGNA BORGARSTJÓRNARKOSNINGA í REYKJAVÍK1986
VILHJÁLMUR Þ.VILHJÁLMSSON
SÆTI
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi,
hefur víðtæka reynslu í meðferð borgarmála
og glögga þekkingu á hagsmunamálum Reykvíkinga.
Hann hefur í borgarstjórn Reykjavíkur
unnið ötullega að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins.
LÁTUM VERKIN TALA
Tryggjum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins
Símanúmer stuðningsmanna að Suðurlandsbraut 14,3. hæð eru 81017 og 81047
VAL ÞITT NÚ SKIPTIR MÁLI