Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 19

Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 19 Tryggjum Vilhjálmi Þ. Viihjálmssyni öruggt sæti í borgarstjórn — eftirGísla Halldórsson Þegar vinstri meirihlutinn réð ríkjum í Reykjavík fór margt úr- skeiðis í borgarmálum. Enginn einn málaflokkur leið þá svo sem skipulagsmálin. Fáu var komið í framkvæmd vegna sundrungar flokkanna sem mynduðu meiri- hlutann. Frægt varð punktakerfið, sem allir áttu að uppfylla, ef þeir áttu að fá úthlutað lóð fyrir íbúð- arhúsabyggingu. En þrátt fyrir þetta einstaka kerfi var lítið um úthlutun lóða, þar sem eftirspurn- in var ávallt mun meiri en fram- boðið. Ekkert eitt mál átti jafn mikinn þátt í að fella vinstri meiri- hlutann og seinagangur á úthlutun lóða fyrir ibúðarhús. Fulltrúar sjálfstæðismanna lof- uðu að afnema þetta kerfi ef meiri- hluti ynnist, og hver og einn mundi geta fengið lóð, sem þess óskaði og þyrfti á því að halda. Eftir stórsigur Sjálfstæðis- manna var því forysta flokksins vandi á höndum, að velja dugandi og víðsýnan starfsmann, sem for- mann skipulagsnefndar. Einhugur varð um, að velja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem formann nefndarinnar. Það hefur sýnt sig, að þar var vel valið því undir forystu Vilhjálms hefur verið unnið þrekvirki á sviði skipu- lagsmála í borginni. f því starfi hefur borgarstjórinn og borgar- stjórnarmeirihlutinn stutt hann dyggilega. Eins og menn muna var langt komið að skipuleggja íbúðarsvæði við Rauðavatn, en svæðið liggur í yfir 100 m hæð yfir sjávarmáli og þar við bætist að hluti þess er mikið sprungusvæði, sem eftir er að rannsaka mun betur, áður en hægt er að huga að byggingar- framkvæmdum. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn lýst því yfir að ekki yrði byggt á þessu svæði ef flokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn. Engar lóðir voru því fyrir hendi til út- hlutunar þegar Sjálfstæðismenn tóku við stjórn borgarinnar að nýjufyrir3% ári. Hinum nýja formanni var því mikill vandi á höndum, ef leysa ætti skipulagsmálin á skjótan hátt fyrir borgarbúa. En langan tíma tekur að skipuleggja heil hverfi oggera lóðir byggingarhæfar. Hitablásarar ffyrir gas ogolíu Skeljungsbúöin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Fyrir einstakan áhuga og dugn- að Vilhjálms, svo og samstöðu flokksins, tókst að skipuleggja nýtt íbúðarsvæði á einum af okkar fal- legustu stöðum — Grafarholti við Grafarvog — á undraskömmum tíma, byggja götur og úthluta lóð- um í það stórum áfanga að hið illræmda punktakerfi var úr sög- unni og allir borgarbúar gátu fengið byggingarlóðir eftir óskum og þörfum hvers og eins. Þar með var skömmtun á þessum gæðum borgarinnar úr sögunni. En það er ekki aðeins skipulagið í Grafarvogi, sem hefur verið drif- ið áfram af dugnaði, festu og með hagsmuni borgaranna að leiðar- ljósi. En fátt grípur eins víða inn í hagsmuni borgaranna og skipu- lag borgarlandsins. Á þessu kjörtímabili hefur skipulagsnefndin látið skipuleggja „Ekkert eitt málefni átti jafn mikinn þátt í aö fella vinstri meirihlut- ann og seinagangur á úthlutun lóða fyrir íbúar- hús. Fulltrúar sjálfstæö- ismanna lofuöu aö af- nema þetta kerfi ef meirihluti ynnist, og hver og einn mundi geta fengiö lóö, sem óskað og þyrfti á því aö halda.“ stórt íbúðarhverfi við Skúlagötu, en það á eftir að styrkja okkar gamla borgarhluta og gefa honum nýtt líf. Gísli Halldórsson Þá hefur gamli miðbærinn verið endurskipulagður, og tillögur um það lagðar fram, þar sem hinni gangandi umferð verður tryggð betri aðstaða en áður. Mun það án efa verða til þess að efla verslun og viðskipti um leið og það mun gefa miðbænum nýtt líf og frjáls- ara yfirbragð. Sérstakar göngugötur eru áformaðar og vistgötur byggðar. Nýr miðbær hefur verið skipulagð- ur við Kringlumýrarbraut og er þegar verið að reisa þar stærsta verslunarhús landsins. Þar verður íbúðum, atvinnuhúsnæði og menn- ingarsetrum blandað saman, þannig að á daginn verður þarna iðandi athafnalíf fyrir þann borg- arhluta, en á kvöldin geta íbúarnir fylgst með fögrum listum. Að öllum þessum skipulagsmál- um hefur Vilhjálmur starfað af víðsýni og alhug í þágu borgar- anna. En skipulagið snertir nú meir en áður hvern einasta þegn í borginni, enda lætur hann sig það miklu skipta hvernig til tekst. Nú er stefnt að því að ljúka aðalskipulagi Reykjavíkur á næsta ári, það verður því aðeins gert með því að tryggja öruggan meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Tryggjun einnig að hann hafi sér við hlið samhenta starfsmenn. Með því að tryggja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson nái öruggu sæti í hönd komandi próf- kjörs, tryggjum við honum dug- mikinn og víðsýnan skipulags- mann, sem vill og getur haldið hinu umfangsmikia skipulags- starfi áfram. Höfundur er arkitekt og fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjaríkur. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 25. NÓV. 1985 JMrf m $ / GUTTORMUR P. EINARSSON forstjóri Tryggjwn athafnamanninum Guttormi P. Einarssyni fullgilt sœti í borgarstjórn með góðri kosningu í prófkjörinu um helgina. Við teljum að reynsla hans og fyrri störfí atvinnulífinu viðhaldi þeirri breidd sem jafnan hefur einkennt fulltrúa Sjálfstœðisflokksins. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa: Ármúla 21. Sími 82888. fi verRs^^- -—--TZ-TíTrP EinafSÞOVV——

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.