Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 25

Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 25 Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Þessi tvö báru hitann og þungann af bekkjarkeppninni í mælskulist. Soffla Gísladóttir og Jónas Fr. Jónsson. „Kennarar eiga harma að hefna“ Stutt spjall við Jónas Fr. Jónsson forseta NFVÍ og Soffíu Gísladóttur form. málfundafélagsins „Hápunkturinn á þessum vetri verður kennarakeppnin sem verður fyrsti viðburðurinn í nýja Verzlunarskólanura. Þá mætast lið nemenda og kennara í 3ja sinn,“ sagði formaður Málfundafélags Verzlunarskólans í stuttu spjalli við blm. Formaðurinn heitir Soffía Gísladóttir og ásamt forseta nemendafé- lagsins, Jónasi Fr. Jónssyni, sat hún fyrir svörum í fundarherbergi einu góðu. „Bindin gerðu jafnvel útslagið“ Sigurvegararnir teknir tali Sigurvegararnir í 6T voru um- kringdir velunnurum eftir fræki- legan sigur á 3D. Blaðamanni tókst þó að króa þá af í 5 mínútur, síðan átti nefnilega að halda rækilega upp á þetta. „Undirbúningsvinna okkar skil- aði sér fullkomlega," sagði Andri Þór Guðmundsson og lagaði bind- ishnútinn. „Við ákváðum fyrir 2 mánuðum að skrá okkur í þessa keppni og höfum eiginlega lítið hugsað um annað síðan. Kennarar okkar hafa reynst okkur ómetanlega hvað varðar frí og slíkt og viljum við nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir liðlegheitin," bætti Heimir Jónsson við. Af hverju eruð þið svona fínir? Hefur það mikið að segja til dæmis aðhafabindi? „í þessari keppni skiptu bindin miklu máli. Gerðu jafnvel útslag- ið,“ segir Finnur. „Við vissum að allavega % af dómnefndinni voru bindissinnar. Jónas forseti er allt- af með bindi og ég hef fyrir satt að Soffía sé með almennri bindis- skyldu." Hvað er erfiðast við ræðukeppn- ina? „Mér finnst erfiðast að byrja ræðuna og enda,“ svaraði Andri og hinir voru greinilega á sama máli. „Annars er þett bara leikrit allt saman. Reglurnar eru mjög þving- andi og manni finnst mjög erfitt að vera eðlilegur. Ég er á því að 1 eða 2 brandarar séu nauðsynlegir í hverja ræðu. Sé sannfæringar- krafturinn einnig til staðar, þá er leikurinn unninn," sagði Heimir og þannig var nú það. Hvernig fór í fyrstu tvö skiptin „Við nemendur áttum ekki í telj- andi erfiðleikum með þessa menn sem gera allt hvað þeir geta á degi hverjum til að fræða okkur með mismunandi árangri. Ég reikna nú með þeim sterkum í þessa keppni því þeir eiga harma að hefna. Kannski fáum við Þorvarð skóla- stjóra til að vera oddadómara,“ svaraði Jónas. Málfundafélag Verzlunarskólans er 77 ára gamalt og að sögn þeirra Soffíu og Jónasar er Framtíðin, málfundafélag Menntaskólans í Reykjavík, eina félagið sem er eldra. „Þó gæti verið að nemendur Menntaskólans á Akureyri hefðu eitthvað við þessa fullyrðingu að athuga. Ég er ekki alveg með á hreinu hve þeirra félag er gamalt,“ svaraði Jónas. Hvaö hefur veriö fleira á dagskrá í vetur? „Við féllum út í fyrstu umferð MORFÍS-keppninnar, vanmátum lið Isfirðinga og súpum nú seyðið af því. Hér hafa verið ræðunám- skeið og málfundir og þeir eiga eftir að verða fleiri og loks er ekki úr vegi að minnast á keppni sem kall- ast Mælskasti maður skólans," sagði Soffía. Nú flytur skólinn í nýtt húsnæói um áramót. Eruö þiö ekkert smeyk um aö þar með hverfi andi sá sem hér ríkir í félagshTinu? „Auðvitað og þetta gæti orðið erfitt til að byrja með en þegar fram líða stundir er ég ekki í neinum vafa um að þetta verður öllu sem viðkemur félagslífinu og skólahald- inu til mikils framdráttar," sagði Jónas og með þeim orðum kvaddi blm. þetta indælisfólk. FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD VEITINGAHÚS AMTMANNSSTfG 1 RF.YKJAVÍK SÍMl 91-13303 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆDISMANNA í REYKJAVÍK 24. OG 25. NÓVEMBER 1985 Ræðukeppnin: Fleyg orð og málshættir Sjöttubekkingar sigruðu þá yngri Það er heilmikið tilstand í kringum bekkjarkeppm i ræðumennsku eins og þá sem fylgst var með í þessu tilfelli. Það þarf fundarstjóra, tímaverði, 3 dómara, tvö 4ra manna lið sem keppa og áheyrendur. Allt þetta var til staðar á mánudagskvöldið og upp úr fundarhamrinura. Það kom í hlut 6T að mæla með því að öll aldurstakmörk yrðu samræmd í 18 ár! Já, hvorki meira né minna. Fyrstur sté í pontu Helgi Krist- jánsson liðsstjóri væntanlegra stúdenta í 6T. Hann kynnti lið sitt sem var skipað 3 piltum. Þeir heita Finnur Sveinsson sem var frum- mælandi, Heimir Jónasson sem var meðmælandi og Andri Þór Guðmundsson stuðningsmaður. Liðsstjóri 3jubekkinga, Auður Einarsdóttir, fór að dæmi Helga og kynnti lið sitt. Það skipuðu þau Karl Thorodden, Anna Þ. Þor- grímsdóttir, kölluð Anna Tobba, og Hjördís Kristinsdóttir. Karl var frummælandi, Hjördis meðmæl- andi og Anna Tobba stuðnings- maður. Svo hófst ballið fyrir alvöru og ekkert var gefið eftir. Fleyg orð og málshættir gengu á milli, sem og vísur og kvæðabálkar. Rökfesta ræðumanna var með ólíkindum og þóttust allir hafa rétt fyrir sér. sjö fékk pontan góða að finna fyrir Eldri bekkingar kváðu þá yngri ekki nógu þroskaða til að skilja hvað málið snerist um en þeir yngri sögðu hina alltaf þykjast vita allt. Taktar hvers og eins voru ansi sérstakir. Finnur var alvörugefni predikarinn, Heimir sá spaugsami en Andri Þór mest sannfærandi. Tók meira að segja af sér gleraug- un eins og Lúðvík forðum þegar hann kom að áherslupunktum í ræðum sínum. Þriðjubekkingarnir létu þá eldri nú ekkert vaða ofan í sig og svör- uðu hástöfum fyrir sig við mikinn fögnuð áheyrenda sem voru marg- ir á bandi þeirra yngri. Sérstaka athygli vakti fyrrnefnd Anna Þorgrímsdóttir fyrir skeleggan málflutning og rökstuðning. Gæti sú náð ansi langt haldi hún áfram af slíkum fítonskrafti sem ein- kenndi allt hennar fas og fram- komu þetta kvöld, enda fór svo að hún var kosin mælskasti ræðu- maðurinn í þessari keppni. Andri Þór Guðmundsson sést hér í ræðustól og lítur málið greinilega alvarlegum augum. Morgunblaöiö/Árni Sæberg Það voru hinsvegar félagarnir fjórir í 6T sem sigruðu með þó nokkrum yfirburðum í samanlögðu og nutu ekki síst góðs af því hversu illa andstæðingunum gekk að halda sig innan ákveðinna tíma- marka í ræðum sínum. Auk þess voru þeir greinilega mun betur undirbúnir fyrir keppnina enda vanir menn, eins og þar segir. Það var ástsæll forseti nem- endafélagsins, Jónas Fr. Jónsson, sem tilkynnti úrslitin. Ætlaði allt um koll að keyra þegar hann las upp úrslitin og átti greinarhöfund- ur fótum sínum fjör að launa. ÁFRAM Við skorum á allt Sjálfstæðisfólk að kjósa HILMAR GUÐLAUGSSON í 4. sæti í prófkjöri flokksins og tryggja þar með áframhaldandi veru hans í borgarstjórn Reykjavíkur SÍMI Á SKRIFSTOFU STUDNINGSMANNA HILMARS ER 33144

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.