Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 36

Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 Leikarar í VígsluvottorAinu, aftari röð f.v.: Salbjörg Nóadóttir, Reynir Höskuldsson, Guðjón Elísson. Fremri röð: Grétar Höskuldsson, Anna María Reynisdóttir og Jakobína Hallmarsdóttir. Grundarfjörður: „ V ígsluvottorð- iðu frumsýnt á föstudag LEIKKLÚBBURINN á Grundarfirði frumsýnir í fyrsta sinn hér á iandi gamanleikinn „Vígsiuvottorðið“ föstudag- inn 22. nóvember eftir Ephraim Kishon í þýðingu Arna Bergmann. Höfundurinn er þekktur spaugari og hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann kemur fram. Verk hans hafa verið þýdd á 28 tungumál og bækur hans hafa selst í 30 milljónum ein- taka um heim allan. Þetta er i fyrsta sinn sem leikrit eftir hann er flutt hér á landi. Fyrir nokkrum árum las þekktur íslenskur leikari kímnisögur eftir hann í Ríkisútvarpinu á sunnudagseftirmiðdögum og vöktu þær mikla athygli fyrir sinn hárfína húmor og kitluðu hláturtaugar landans svo um munaði. Einnig hefur komið út eftir hann í íslenskri þýðingu bókin „Hvunndagsspaug". Tónlistardagar æsk- unnar á Suðurnesjum SÚ TILLAGA var borin upp í Tónlist- arfélagi Miðneshrepps í haust, að athuga áhuga á því hjá tónlistarskól- unum á Suðurnesjum að sameinast um tónleika í tilefni árs sskunnar og árs tónlistarinnar í Evrópu. Skóla- stjórar voru boðaðir á fund og áhugi þeirra var slíkur að allt var sett í fullan gang til undirbúnings. Hugur þeirra stóð líka ennþá hærra og vildu þeir gera meira úr þessu. Þvi var ákveðið að efna til tónlistardaga eina helgi, sem var ákveðin 23. og 24. nóvember, segir í frétt frá Tónlistar- dögum. A laugardag verða tónleikar í Félagsbíói kl. 16.00. Þar koma fram nemendur á ýmsum stigum frá öllum skólum. Dagskráin verður því mjög fjölbreytt og byrjar með því að Lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur leikur í u.þ.b. 15 mín. á meðan fólk kemur í salinn. Síðan opnar sveitin tónleikana og þá tekur við einleikur á orgel og píanó, leikið verður fjórhent á píanó, ein- leikur á fiðlu, trompet og þver- flautu með píanóundirleik, samleik- ur á þrjár þverflautur, tvær básún- ur, forskóladeildir leika, söngtríó (sóp., sóp., alt), málmblásarakvint- ett, lítil hljómsveit, bjöllukór barna, bjöllukór skipaður kennur- um og nokkrum lengra komnum nemendum. Tónleikunum Iýkur síðan með samleik lúðrasveitar sem skipuð er nemendum úr öllum skól- unum. Að tónleikunum loknum geta nemendur farið beint í Holtaskóla, þar sem seldar verða samlokur og drykkir, en kl. 19.30 hefst þar kvöld- vaka með skemmtiatriðum og að lokum dansi til kl. 11.00. Á sunnudag er opið hús í Holta- skóla fyrir nemendur úr tónlistar- skólunum. Skólinn verður opnaður kl. 12.45. í einni áimu skólans verð- ur í gangi til kl. 17.00 eftirfarandi: Blásturshljóðfærakynning, strengjahljóðfærakynning, slag- verkshljóðfærakynning, bjöllukórs- kynning, kynning á tónlist frá Afríku, kynning á rafmagnshljóm- borðum (synthesizerum), kvik- myndasýningar, danshljómsveit verður í gangi og á sal verður dansstúdíó. Á Suðurnesjum eru starfræktir sex tónlistarskólar og er nemenda- fjöldi í þessum skólum samtals 520. Aldrei áður hafa nemendur úr skól- unum hist allir á sama stað og því er það von okkar sem að þessu stöndum að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í þessari helgi. Dagskráin á sunnudag er eingöngu ætluð nemendum, en tónleikarnir á laugardag eru ókeypis og öllum opnir á meðan hægt er að troða i húsið. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: „Skref í rétta átt og ber vott um raunsæi“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Áhugamönn- um um úrbætur í húsnæðismálum: Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum lýsa fullum stuðningi við framkomnar hugmyndir á þingi Verkamánnasambands íslands og Landssambands verslunarmanna um að lækka vexti á lánum til hús- næðiskaupa. Við tökum undir með Guðmundi H. Garðarssyni, stjórnarformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna, um að raunvextir af lánum til hús- næðiskaupa verði lækkaðir niður í 2%. Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum telja þessar hug- myndir skref í rétta átt og bera vott um meira raunsæi og meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart fólk- inu en verið hefur um nokkurt skeið af hálfu ráðamanna. Frá töku myndarinnar „Love Streams“. Við myndavélina er Ál Ruban kvikmyndatökumaður. Hinn maðurinn á myndinni er John Cassavetes, aðalleikari, leikstjóri og handritshöfundur. Regnboginn sýnir „Love Streams“ REGNBOGINN hefur nú hafið sýningar á kvikmyndinni „Live Streams“ með leikurunum Gena Rowlands og John Cassavetes í aðal- hlutverkum. John Cassavetes er leikstjóri og hefur einnig samið handritið ásamt Ted Allen, sem samdi samnefnda sögu og kvikmyndin er byggð á. Aldarafmæli bókasafns Seltjarnarness í dag HINN 21. nóvember eru 100 ár liðin fra þvi að Seltirningar stofnuðu lestrarfélag og hófu bókaútlán. Var þetta einn þáttur í starfsemi Fram- farafélags Seltirninga, sem stofnað hafði verið tæpum tveimur árum áður, 6. desember 1883. Framfaraféiagsmenn höfðu aðeins starfað í tæpt ár þegar raddir heyrðust um það að nauðsyn væri á hæfilegum bókakosti, til þess að unnt væri að ræða um ýmis mál af þekkingu, sem á góma bæri á málfundum. í október 1884 sagði einn ræðumaðurinn að rétt væri að koma upp lestrarfélagi, t.d. til þess að eignast Alþingistíð- indin, „það æfði menn í að tala líka, þingmenn". Lestrarfélagsmálinu var hrint í framkvæmd haustið 1885 og voru fyrstu lög lestrarfélags, innan Framfarafélagsins sam- þykkt 31. október 1885. í þeim sagði að allt að 30 kr. úr félags- sjóði skyldi varið til bókakaupa. Þá var mælst til þess við félags- menn að þeir lánuðu bækur, sem þeir ættu sjálfir, og svo útsjón- arsamir voru Seltirningar árið 1885, að þeir settu í fyrstu lög lestrarfélags síns, að skipuð skyldi fimm mann nefnd til þess að fá lánaðar bækur í Lands- bókasafni. Þær skyldu síðan lán- aðar öðrum félagsmönnum. Ekki munu þó þessi millisafnalán hafa gefist vel, því að nokkuð var um að Seltirningar þyrftu að greiða skaðabætur vegna skemmda á bókunum úr Landsbókasafni. Fyrsti fundur Framfarafélags- ins, þar sem félagsmenn gátu notið bóklestrar eða fengið lán- aðar bækur með sér heim, var þegar þeir heyrðu ræður eftir töluga haldinn 21. nóvember 1885. Var þá lesið í tvær stundir, frá sex til átta um kvöldið, og síðan hófst venjulegur málfundur. Fyrsti bókavörðurinn, Þórarinn Arn- órsson skipstjóri hafði þá verið kosinn úr hópi félagsmanna og bækurnar voru geymdar í skóla- stofunni í Mýrarhúsaskóla. Stundum voru umræður í Framfarafélaginu um einstök bókakaup til safnsins og var t.d. fellt í nóvember 1887 að kaupa Egils sögu Skallagrímssonar af því að fundarmenn álitu að hún væri „flestum kunn“. Árið eftir ákváðu félagsmenn að taka 200 kr. lán til bókakaupa og lofuðu allir að ganga í ábyrgð. Má af þessu ráða að áfram var haldið við að stækka safnið. Ekki fór mikið fyrir opinberum styrkjum á þessum árum og synjaði lands- höfðingi t.d. félaginu um styrk árið 1890. Fimm árum síðar, 1895, var safnið þó orðið bað stórt að rétt þótti að veita öðrum hreppsbúum en félögum Fram- farafélagsins aðgang að því. Skyldu menn greiða 45 aura á mánuði fyrir bókaafnotin. Með þessari ráðstöfun var safnið orðið almenningsbókasafn. Um aldamótin sturiduðu Seltirningar mikla þilskipaútgerð og mun þá hafa tíðkast að bækur væru lán- aðar um borð í skipin. Árið 1906 lagði Framfarafé- lagið fram verulega fjárupphæð til byggingar nýs Mýrarhúsa- skóla gegn því að fá þar inni fyrir fundarhöld sín og bókasafn. Var safninu komið fyrir í sér- stöku herbergi á efri hæð húss- ins. Þar dafnaði það vel og árið 1919 sagði Þorsteinn G. Sigurðs- son, kennari og bókavörður, að það væri „eitt hið mesta hér á landi í sinni röð“. Hann bætir því við, að í safninu séu „flestar góðar bækur, sem til eru á ís- lenskri tungu“, en á hinn bóginn séu þar einnig „ósköpin öll af andlegu léttmeti eftir útlenda blaðrara og bullara". Árið 1921 voru bækur safnsins orðnar um 1700 og veitti ekki af, því að útlánum fór fjölgandi. Töluvert var á þessum árum lán- að út í Viðey, en þar hafði þá myndast þorp innan hreppsins. í skýrslu Sigurðar Jónssonar, skólastjóra og bókavarðar, fyrir árið 1924, kemur fram að útlán voru þá 923 og var mest lánað af útlendum skáldsögum eða 250. Framfarafélagi Seltirninga var slitið árið 1943 og var þá ákveðið að bókasafn félagsins yrði látið ganga til Seltjarnar- neshrepps. Það hafði þá að geyma um 2.500 bindi bóka. Sig- urður Jónsson var áfram bóka- vörður og gegndi hann því starfi til dauðadags árið 1959. Næstu tvö árin var starfsemi Bókasafns Seltjarnarness lítil sem engin, en þá tók Sveinbjörn Jónsson við starfi bókavarðar og gegndi því til ársins 1973. Hafði safnið nú verið flutt í nýjan Mýrarhúsaskóla. Hinn 1. október 1973 tók Finn- ur Sigurjónsson, bókavörður, við forstöðu safnsins og hefur verið starfsmaður þess síðan. Síðustu árin í Mýrarhúsaskóla bjó safnið við mikil þrengsli en gerbreyting varð á starfsaðstöðu árið 1983, en á 98 ára afmæli sínu, 21. nóv- ember það ár, fluttist safnið í ný og vistleg húsakynni við Melabraut. Þar er rúmt um bækur safnsins, en þær voru taldar I árslok 1984 vera um 25.000 eða tíu sinnum fleiri en þær voru við afhendingu safnsins til Seltjarnarneshrepps, árið 1943. Útlán hafa lengi verið til- tölulega mikil og námu þau á síðasta ári 65.070 bindum. Les- stofa er til afnota alla daga á opnunartíma safnsins, en það er nú opið 32 tíma á viku á vetrum, en nokkru skemur yfir sumarið. Einnig er lesaðstaða í barnadeild safnsins og sérstakur barnakrók- ur, þar sem sitja má eða liggja við lestur eða skoðun mynda- blaða og bóka. (Fréttatilkynnmg)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.