Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
37
Surtur Ég bið að heilsa
Tvö jólakort frá Lista-
safni Sigurjóns Olafssonar
LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar
hefur á þessu hausti látið gera lit-
prentuð kort af tveimur verkum eftir
Sigurjón í eigu safnsins. Önnur
myndin, Surtur, var gerð árið 1968
og unnin úr málmplötum og viði, en
hin, sem er unnin í plast og ber
heitið Ég bið að heilsa, er frá árinu
1976, segir í frétt frá safninu.
Prentun annaðist prentsmiðjan
Grafík hf. Kortin, sem fást í flest-
um bókabúðum, kosta 33 kr. og
rennur allur ágóði af sölunni í
byggingasjóð safnsins.
TRYGGJUM
ATHAFNA-
MANNINUM
ÞÓRI
LÁRUSSYNI
ÖRUGGT SÆTI í
BORGARSTJÓRN
... að fenginni reynslu á
störfum Þóris Lárussonar —
Akureyri:
Ráðstefna um jafnrétti
kynja og skólastarf
RÁÐSTEFNA um jafnrétti kynja og skólastarf verður haldin í húsakynnum
Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra 22. og 23. nóvember nk. Jafnframt
verður sýning á ýmsu efni til jafnréttisfræðslu og starfrækt kennslugagna-
smiðja, þar sem kennarar fá leiðsögn við námsefnisgerð.
Að ráðstefnunni standa jafn-
réttisnefnd Akureyrar, skólanefnd
Akureyrar, Fræðsluskrifstofa N.e.
og Námsgagnastofnun ríkisins.
Ráðstefnan er einkum ætluð kenn-
urum á Norðurlandi eystra og til-
kynna þarf þátttöku til Fræðslu-
skrifstofunnar fyrir 19. nóvember.
Lög um jafnrétti kynja hafa nú
verið í gildi í 9 ár. Enn sem komið
er er lítil fræðsla um þau mál í
skólum landsins, þótt sérstaklega
sé kveðið á um það í lögunum. Með
tilkomu nýrra laga í sumar er
menntamálaráðuneytið gert
ábyrgt fyrir að þessi fræðsla fari
fram í skólum.
Námsgagnastofnun ríkisins stóð
fyrir viku dagskrá um jafnréttis-
mál og skólastarf nú á haustdögum
í höfuðborginni og er það hluti
þeirrar dagskrár sem hér verður
flutt.
innan og utan
Sjálfstæðisflokksins —
lýsum við okkar fyllsta
stuðningi við hann í
væntanlegu prófkjöri, sem
fram fer í Reykjavík 24. og
25. nóv. nk.
ÞÓRI í
BORGAR
STJÓRN
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á siVinm Moggans! >
íti0r
wmh
SkrifstQfa okkar í Síðumúla
29 — er opin alla virka daga
kl. 14 - 22 ® 34425 & 82314
Stuðningsmenn
Leiðrétting
Á MYND í Velvakanda í Morgun-
blaðinu í gær af konum, sem bjóða
sig fram í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, vantaði einn
frambjóðandann, Jóhönnu E.
Sveinsdóttur, viðskiptafræðinema.
Velvirðingar er beðist á þeim
mistökum.
> y JL. PRjÓNASTOFAN
UJuntu
Nýjarpeysuráalla
fjölskylduna, m.a.
dömupeysur og telpu-
peysur á svörtum grunni.
Útsölustaðir í verzlunum
víöa um land og í verzlun
okkar Skerjabraut 1, Seltj.
v/Nesveg, opiö daglega
9—6, laugardaga 10—4.
Tónleikar á
Hótel Borg
f KVÖLD verða haldnir tónleikar
á Hótel Borg. Þar koma fram
hljómsveitirnar Dá, Vonbrigði og
Tic-Tac. Einnig munu 3 danskenn-
arar úr Kramhúsinu sýna dans og
Flóin heldur tískusýningu. Húsið
verður opið frá kl. 10—1.