Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
Vetrarleikur á Laugardalsvelli
og allir (nema dómarinn, sem er greinilega kalt) í
bláu norsku ullarnærfötunum sem þér líður vel í
EINNIG REGN- OG KULDAFATNAÐURI MIKLU URVALI
Kuldaúlpur. ___ ^
Loöfóöraöir samfestingar.
Kappklæðnaður.
Peysur, buxur, skyrtur.
Húfurog hanskar.
Hlíföarskófatnaöur.
simi 28855.
Ananaustum, Grandagarði 2,
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
/ Ilfsspeki gyðinga segir. Gagnrýndu
ekki þína nánustu, því þú veist ekki
hvað þú sjálfur hefðir gert í þeirra
sporum.
Næ.sti réttur ætti art jafna allan
ágreining, svo mildur er hann og
bragðgóður. Það hefur mikil áhersla
▼eríð lögð á það frá upphafi þessa
þátta, að koma með sem fjölbreytt-
astar uppskriftir af fiskréttum. f dag
verður bætt við einni sem er „algjört
spes“ segja smakkarar mínir. Þetta
Smálúða í
sítrónumarinaði
800 gr smálúða
Marínaðið:
1 sítróna, safinn
4 matsk. matarolía
1 hvftlauksrif pressað
Vi lítill laukur saxaður
1 lárberjablað brotið í sundur
1 tsk. chives
1 tsk. steinselja söxuð eða þurrkuð
salt og pipar
í fiskverslunum er hægt að kaupa
smálúðu flakaða og er flakið venju-
lega frá 700—900 gr á þyngd.
1. Smálúðuflakið er roðflett, það
er síðan skorið í hæfilega stór stykki
og látið í leirfat eða á disk.
2. Marinaðið þ.e. sítrónusafi, mat-
arolía, hvítlaukur, laukur, lárviðar-
lauf, laufkrydd, salt og pipar er
blandað vel saman. (Ef graslaukur
eða steinselja er ekki við hendina þá
má sleppa því)
3. Marinaðið er síðan sett yfir fisk-
stykkin og þau marineruð í u.þ.b. 1
klukkustund, snúið þeim nokkrum
sinnum í marinaðinu.
4. Fiskurinn er siðan grillaður í
ofni (í u.þ.b. 10—15 mín.) Fer það
eftir stærð stykkjanna. Penslið þau
með marinaðinu.
Fiskurinn er síðan borinn fram
með hrásalati og gjarnan lauksteikt-
um kartödum: Kartöflurnar eru soðn-
ar, afhýddar og skornar í sneiðar. 2
matsk. af smjörlíki eru hitaðar á
pönnu og '/á laukur smátt skorinn
er hitaður í feitinni. Kartöflurnar
eru síðan steiktar í laukfeitinni í 1—2
mínútur.
Ábætir: þegar ofninn er hitaður á
annað borð, á vetrardegi er mjög
vinsæll ilmur af eplum bökuðum að
evrópskum hætti.
Epli bökuö í hjúp:
Uppskriftin er fyrir 4 epli
Deig:
100 gr hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 matsk. sykur
50 gr smjörlíki
‘A dl. vatn
Fylling:
4 epli
1 matsk. sykur
1—2tsk. kanill
lOgrsmjörlíki
1. Hveiti, lyftidufti, sykri, er
blandað saman, — smjörlíkið er
mulið samanvið og síðan hnoðað með
vatninu.
2. Deigið er flatt út og skorið síðan
út í 4 ferninga hæfilega stóra til að
náaðhjúpa eplin.
3. Eplin eru afhýdd, fræhúsið fjar-
lægt og það síðan fyllt með kanilsykri
og smjörflís.
4. Epli er síðan komið fyrir á miðju
deigfernings, deigiö er lagt utan um
eplið þannig að hornin sameinist
efst, þau eru fest með tannstöngli
eða negulnöglum. Pennslað er síðan
með þeyttu eggi og eru eplin bökuð
í ofni við venjulegan hita í 15—20
mínútur.
Eplin eru bragðbest nýbökuð.
Verð á hráefni:
Smálúða
sítróna
1 laukur
4 epli u.þ.b.
kr. 165.00
kr. 11.00
kr. 5.00
kr. 50.00
kr. 231.00