Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 51

Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1965 51 „Fór í bragfræði í bréfaskóla“ — segir Asthildur Cesil Þórðardóttir, sem gefíð hefur út hljómplötu með eigin lögum og textum „Sokkabandsárin" ncfnist ný 12 laga hljómplata sem út kom sl. fimmtudag. Ásthildur Cesil Þórðar- dóttir frá ísafirði er höfundur laga og texta og syngur hún öll lögin á plötunni. Ásthildur Cesil er nú garð- yrkjustjóri ísafjarðar á sumrin en starfar við rækjuvinnslu á vetrum. Hún sagði í samtali við blaða- mann að útgáfa eigin hljómplötu hefði verið draumur hjá sér í mörg ár. „Þegar ég fór í alvöru að hugsa um eigin hljómplötu, sendi ég Svav- ari Gests spólu með lögum og text- um. Hann endursendi mér spóluna með ýmsum góðum leiðbeiningum og upp úr þvi fór ég í bragfræði í bréfaskóla. Þetta var, þegar óli Gaukur og Svanhildur voru upp á sitt besta og mótuðu hina íslensku tónlistarstefnu. tvítugsaldri, m.a. hljómsveit Ás- geirs Sigurðssonar, Áðild og Ást- hildi, Líparít og Gancía. Árið 1981 stofnaði Ásthildur hljómsveitina Sokkabandið með nokkrum ísfirskum stúlkum og störfuðu þær í tvö ár. Þær tóku m.a. þátt í fyrstu SATT-keppninni í Tónabæ og komst hljómsveitin í undanúrslit. Ásthildur er gift og fjögurra barna móðir. Hún sagðist starfa mikið að leiklistarmálum á ísafirði, m.a. leikstýrði hún „Leynimel 13“ fyrir nokkrum árum, og svo hefur hún auk þess mikinn áhuga á hesta- mennsku. Þá sagðist hún hafa stofnað sálarrannsóknafélag á ísafirði með vinkonu sinni fyrir fáeinum árum en sökum anna hefði hún lítið getað starfað I því. „Hins- Ásthildur Cesil, garðyrkjustjóri á ísafirði, með nýju 12 laga hljómplötuna sína sem út kom sl. fimmtudag. Ég byrjaði í upptökum 19. júní á kvennadaginn og átti platan að koma út 24. október en henni seink- aði, því miður. Mér veitist tiltölu- lega auðvelt að semja. Ég verð fyrir einhvers konar hughrifum, fæ hugmyndir úr daglega lífinu og læt þær gerjast í mér um tíma og sest síðan niður og vinn úr hugmynd- inni. Yfirleitt sem ég lag og texta samtímis." Ásthildur Cesil er fædd á ísafirði 1944 og fór strax á unglingsárunum að koma fram á skemmtunum þar vestra með eigin gamanvísur. Fjórtán ára stofnaði hún stúlkna- tríó ásamt Klöru Margréti Arnars- dóttur og Matthildi H. Kristjáns- dóttur. Hún hefur sungið og spilað með ýmsum hljómsveitum allt frá vegar er draumurinn að komast í Garðyrkjuskólann - mig langar til að setja upp garðyrkjustöð heima. Maðurinn minn hvetur mig ein- dregið til þess svo hann hlýtur að ætla að taka að sér heimilishaldið á meðan. Aldur skiptir ekki máli svo framarlega sem einstaklingur- inn lifir lífinu lifandi. Árin sem liðin eru, hafa ekkert að gera með árin sem eftir eru,“ sagði Ásthildur. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins aðstoðuðu Ást- hildi við gerð plötunnar. Þeir eru: Ásgeir Óskarsson trommur, Helgi E. Kristjánsson bassi, Jón Kjell hljómborð og hljóðgervlar, Rúnar Georgsson saxófónn, Þorsteinn Magnússon og Tryggvi Hflbner, gítarleikarar. TORK POLER-TORK i staóinn fyrir tvistinn og tuskurnar Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. Hárkvoða m/ltt \ Litategundír < (6 lltir) • MAHOGNI Fyrir fólk meo hugmynda- f lug! Gefur hárinu einstak- • KAST ANIE lega fallegan gljáa og 9 paliSANDER litblæ. Þvæst auðveldlega úr. Má nota bæði í blautt • BRÚNN hár og þurrt. Ódýrt - og _ silfur dugir ( 10 skipti. • LJÓST (BLOND) Hárkvoða < án Ittar Fyrir 15á sem þekkja frábæra eiginleika High Hair hárkvoðunnar, en vilja halda einkennum eigin háralitar. ◄ Gel Eitt það ódýrasta og besta á markaðnum. Heldur hárinu stífu, en greiðist vel úr. llmar vel. Hárlakk ► Gerir hárið miklu stífara en þú átt að venjast og hentar því sérlega vel fyrir (slenska veðráttu. Greiðist ótrúlega vel úr. Má auðveldlega nota með geli. Heildsölubirgðir: Halldor Jönsson hf. Dugguvogi 8-10. 104 Reykjavík simi: 686066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.