Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1965 51 „Fór í bragfræði í bréfaskóla“ — segir Asthildur Cesil Þórðardóttir, sem gefíð hefur út hljómplötu með eigin lögum og textum „Sokkabandsárin" ncfnist ný 12 laga hljómplata sem út kom sl. fimmtudag. Ásthildur Cesil Þórðar- dóttir frá ísafirði er höfundur laga og texta og syngur hún öll lögin á plötunni. Ásthildur Cesil er nú garð- yrkjustjóri ísafjarðar á sumrin en starfar við rækjuvinnslu á vetrum. Hún sagði í samtali við blaða- mann að útgáfa eigin hljómplötu hefði verið draumur hjá sér í mörg ár. „Þegar ég fór í alvöru að hugsa um eigin hljómplötu, sendi ég Svav- ari Gests spólu með lögum og text- um. Hann endursendi mér spóluna með ýmsum góðum leiðbeiningum og upp úr þvi fór ég í bragfræði í bréfaskóla. Þetta var, þegar óli Gaukur og Svanhildur voru upp á sitt besta og mótuðu hina íslensku tónlistarstefnu. tvítugsaldri, m.a. hljómsveit Ás- geirs Sigurðssonar, Áðild og Ást- hildi, Líparít og Gancía. Árið 1981 stofnaði Ásthildur hljómsveitina Sokkabandið með nokkrum ísfirskum stúlkum og störfuðu þær í tvö ár. Þær tóku m.a. þátt í fyrstu SATT-keppninni í Tónabæ og komst hljómsveitin í undanúrslit. Ásthildur er gift og fjögurra barna móðir. Hún sagðist starfa mikið að leiklistarmálum á ísafirði, m.a. leikstýrði hún „Leynimel 13“ fyrir nokkrum árum, og svo hefur hún auk þess mikinn áhuga á hesta- mennsku. Þá sagðist hún hafa stofnað sálarrannsóknafélag á ísafirði með vinkonu sinni fyrir fáeinum árum en sökum anna hefði hún lítið getað starfað I því. „Hins- Ásthildur Cesil, garðyrkjustjóri á ísafirði, með nýju 12 laga hljómplötuna sína sem út kom sl. fimmtudag. Ég byrjaði í upptökum 19. júní á kvennadaginn og átti platan að koma út 24. október en henni seink- aði, því miður. Mér veitist tiltölu- lega auðvelt að semja. Ég verð fyrir einhvers konar hughrifum, fæ hugmyndir úr daglega lífinu og læt þær gerjast í mér um tíma og sest síðan niður og vinn úr hugmynd- inni. Yfirleitt sem ég lag og texta samtímis." Ásthildur Cesil er fædd á ísafirði 1944 og fór strax á unglingsárunum að koma fram á skemmtunum þar vestra með eigin gamanvísur. Fjórtán ára stofnaði hún stúlkna- tríó ásamt Klöru Margréti Arnars- dóttur og Matthildi H. Kristjáns- dóttur. Hún hefur sungið og spilað með ýmsum hljómsveitum allt frá vegar er draumurinn að komast í Garðyrkjuskólann - mig langar til að setja upp garðyrkjustöð heima. Maðurinn minn hvetur mig ein- dregið til þess svo hann hlýtur að ætla að taka að sér heimilishaldið á meðan. Aldur skiptir ekki máli svo framarlega sem einstaklingur- inn lifir lífinu lifandi. Árin sem liðin eru, hafa ekkert að gera með árin sem eftir eru,“ sagði Ásthildur. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins aðstoðuðu Ást- hildi við gerð plötunnar. Þeir eru: Ásgeir Óskarsson trommur, Helgi E. Kristjánsson bassi, Jón Kjell hljómborð og hljóðgervlar, Rúnar Georgsson saxófónn, Þorsteinn Magnússon og Tryggvi Hflbner, gítarleikarar. TORK POLER-TORK i staóinn fyrir tvistinn og tuskurnar Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. Hárkvoða m/ltt \ Litategundír < (6 lltir) • MAHOGNI Fyrir fólk meo hugmynda- f lug! Gefur hárinu einstak- • KAST ANIE lega fallegan gljáa og 9 paliSANDER litblæ. Þvæst auðveldlega úr. Má nota bæði í blautt • BRÚNN hár og þurrt. Ódýrt - og _ silfur dugir ( 10 skipti. • LJÓST (BLOND) Hárkvoða < án Ittar Fyrir 15á sem þekkja frábæra eiginleika High Hair hárkvoðunnar, en vilja halda einkennum eigin háralitar. ◄ Gel Eitt það ódýrasta og besta á markaðnum. Heldur hárinu stífu, en greiðist vel úr. llmar vel. Hárlakk ► Gerir hárið miklu stífara en þú átt að venjast og hentar því sérlega vel fyrir (slenska veðráttu. Greiðist ótrúlega vel úr. Má auðveldlega nota með geli. Heildsölubirgðir: Halldor Jönsson hf. Dugguvogi 8-10. 104 Reykjavík simi: 686066
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.