Morgunblaðið - 21.11.1985, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
55
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - P0455- SÆTUNI 8- 15655
Systirmin,
ELÍN GUDNADÓTTIR,
Bárugötu 8,
verður jarösungin trá Fríkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 22.
nóvemberkl. 13.30.
Þórdís G. Bridde.
Inniiegar þakkir tyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu
minnar,
AUÐARPÉTURSDÓTTUR,
Hólabrekku, Miöneshreppi.
Sérstakar þakkir til slysavarnadeildar kvenna í Garði fyrir ómetan-
lega aöstoð.
Kristofer H. Jónsson
og aöstandendur.
Einlægar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og vináttu
við andlát og útför eiginmanns mins, sonar, föður og tengdaföður,
HERBERTS JÓNSSONAR,
kjötiönaðarmanns,
Vesturbergi 20.
Steinunn H. Felixdóttir,
Lína Dalrós Gísladóttir, Jón Ásgeir Jónsson,
Elísabet Herbertsdóttir, Sigurbjörn Herbertsson,
Vílhjálmur E. Eggertsson.
Kæru vinir nær og f jær,
þökkum sýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
ÁSTU THORSTENSEN
söngkennara.
Gunnar Reynir Sveinsson
og dætur.
vinkonu sem ég hef eignast um
ævina. Hún varð ekki aðeins vin-
kona mín heldur einnig mildur
ráðgjafi sem jafnan kom auga á
björtu hliðarnar og færði allt sem
miður fór til betri vegar. Af henni
lærði ég svo ótal margt sem reynst
hefur mér ómetanlegt á lífsleið-
inni.
Eiginmaður Guðrúnar var Jónas
Sveinsson, forstjóri í Dverg. Einn-
ig hann reyndist mér sem besti
faðir. Þau bjuggu lengst af í Mjó-
sundi 15 og þar ólust börnin þeirra
sex upp. Af þeim eru nú 5 á lífi.
Heimili tengdaforeldra minna var
mikið rausnar- og myndarheimili.
Þar var jafnan margt um manninn
því bæði voru börnin mörg og
gestagangur mikill. Þau hjónin
voru mjög samhent og höfðingjar
heim að sækja. Snyrtimennska og
gestrisni var þeim báðum í blóð
borin og andrúmsloftið á heimilinu
einkenndist af því. Það var fátítt
í þá daga að karlmenn tækju til
hendinni við heimilisstörfin en í
því var tengdafaðir minn á undan
sinni samtíð. Það var mikið áfall
fyrir Guðrúnu þegar hann lést árið
1967.
Vinnudagurinn var oft langur
hjá tengdamóður minni og oft hef
ég undrast hve afkastamikil þessi
hægláta kona var.
Fyrir utan að halda heimilinu í
röð og reglu og vera börnum sínum
góð móðir, saumaði hún svo til
ailan fatnað og vann mikla handa-
vinnu. Þó varð mannlegi þátturinn
aldrei útundan því alltaf var
nægur tími aflögu til þess að sinna
öllum þeim sem til hennar þurftu
að leita. Það var sama á hverju
hún snerti, allt lék í höndunum á
henni og þrátt fyrir erilsamt heim-
ilishald fann hún tíma til að sauma
falleg listaverk til að prýða heimili
sitt og gefa afkomendum og vinum.
Hún var listfeng að eðlisfari og
langaði til að læra að mála, en
heimilið sat alltaf í fyrirrúmi og
öll tilsögnin sem hún fékk á því
sviði var aðeins eitt kvöldnám-
skeið. Hún hafði alltaf mikið af
blómum í kringum sig. Við blómin
sín talaði hún og fór um þau
nærfærnum höndum, enda hef ég
ekki séð fallegri blóm en blómin
hennar.
Guðrún fæddist á Valþjófsstað
í Önundarfirði og bernskustöðv-
arnar áttu sterk ítök í henni. Oft
talaði hún um fallegu sveitina sína
og allt það góða fólk sem þar bjó.
í hennar augum voru reyndar allir
góðir og aldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkrum manni. Hún
kunni vel við sig í margmenni og
átti auðvelt með að tala við fólk.
Hún var fínleg og falleg kona og
frá henni stafaði hlýju sem laðaði
bæði börn og fullorðna að henni.
Hún var vel greind o^víðlesin. Tvo
vetur átti hún þess kost að sækja
Héraðsskólann á Núpi og þó skóla-
gangan yrði ekki lengri bæði talaði
hún og las dönsku og ensku mjög
vel. Hún var líka skáldmælt en
hafði það ekki í hámælum.
Tveim árum eftir mína fyrstu
heimsókn í Mjósundið, fluttum við
hjónin til Hafnarfjarðar. Eftir það
var daglegur samgangur á milli
heimilanna. Tengdamóðir mín
studdi mig með ráðum og dáð og
var alltaf boðin og búin að rétta
mér hjálparhönd. Síðar er við
vorum flutt austur á land og hún
var orðin ein, kom hún oft í heim-
sókn og dvaldf langdvölum hjá
okkur. Þar eins og annars staðar
eignaðist hún marga trausta vini.
Vinkonur mínar urðu hennar vin-
konur og margar þeirra heimsóttu
hana þegar þær voru í bænum.
Börnin okkar hlökkuðu alltaf til
að fá hana í heimsókn og eiga
dýrmætar minningar um ömmu
sína sem las með þeim bænirnar
á kvöldin og umvafði þau ástúð og
umhyggju. Ég og fjölskylda mín
eigum henni mikið að þakka.
Síðustu árin dvaldist Guðrún á
Hrafnistu í Hafnarfirði og átti við
mikla vanheilsu að stríða. Aldrei
heyrðist frá henni æðruorð en
hugurinn dvaldist við börnin og
barnabörnin. Hún átti sterka trú
og þangað sótti hún styrk í veik-
indum sínum.
Þar sem góðir menn fara eru
guðsvegir, þá vegi fetaði tengda-
móðir mín allt sitt líf.
Jóhanna Guðnadóttir
Philco 421 þurrkarinn.
Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti
sama magn og þvottavélin. Hann er
einfaldur í notkun; þú velur á milli 3
sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum
tegundum þvotts. Þurrktími getur
varað allt að tveimur klst. auk átta
mínútna kælingar í lok þurrkunar.
Philco w 393 þvottavélin.
Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir
Philco að enn betri og öruggari
þvotttavél en áður. Vélin vindur með
allt að 1000 snúninga hraða á mínútu.
Hún hefur stóran þvottabelg og tekur
inn á sig bæði heitt og kalt vatn.
Þannig sparast umtalsverð orka.
Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni
- það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði.
Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað.
Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco
og erufrá Heimilistækjum. Þaðtalarsínu máli:Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta.
Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur.
Við erum sveigjanlegir í samningum.
PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI.
ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 25.990 -
OG ÞURRKARINN FYRIR KR.19.620>