Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
57
„Sigurinn kom mér ekki
mjög mikið á óvart"
— segir Þröstur Þórhallsson, 16 ára,
nýbakaður unglingameistari í skák
Sigurinn kom mér satt að
segja ekki mjög mikið á
ovart, eg sigraði á Unglingameist-
aramótinu 1983 og var staðráðinn
í að hreppa titilinn aftur“, sagði
Þröstur Þórhallsson 16 ára, nýbak-
aður unglingameistari í skák. Hlaut
hann 6V6 vinning af sjö.
Aðspurður kvaðst Þröstur hafa
byrjað að tefla sjö ára gamall.
„Vinur minn kenndi mér að tefla
en þegar ég fór að vinna hann hálfu
ári síðar hætti hann að nenna að
tefla við mig,“ sagði Þröstur. „Það
er enginn í minni fjölskyldu sem
teflir og því æfi ég mig í Taflfélagi
Reykjavíkur tvisvar sinnum f viku.
Annars hef ég haft lítinn tíma
til að æfa mig eftir að ég byrjaði
í Verslunarskólanum í haust. Áður
fyrr gerði ég ekkert annað en að
tefla en í vetur veitir mér ekki af
að nota tfmann til að læra. Að auki
missti ég viku úr skólanum f haust
þegar ég fór til Danmerkur til að
keppa á Norðurlandamóti grunn-
skólasveita f skák og hef haft fullt
í fangi með að vinna upp það sem
ég missti niður."
Verðlaunin sem Þröstur hiaut á
Unglingameistaramóti fslands
Þröstur Þórhallsson með verðlauna-
bikarinn.
1985, voru þátttaka í unglingamóti
í skák sem fram fer í Svfþjóð milli
jóla og nýárs, og verða keppendur
frá ðllum heimshornum. Og í lok
janúar nk. heldur Þröstur aftur til
Svíþjóðar ásamt fleiri ungum ís-
lenskum skákmönnum, til að taka
þátt í Norðurlandamóti unglinga í
skák. Ljóst er að í nógu verður að
snúast fyrir hinn nýbakaða ungl-
ingameistara íslands f skák.
„Lærði mannganginn
þegar ég var f imm ára“
— segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 13 ára,
yngsti Islandsmeistari
Satt að segja er ég ekkert mjög
dugleg að æfa mig, tefli bara
þegar ég er í skapi til þess, sagði
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 13
ára, nýbakaður íslandsmeistari
kvenna f skák og jafnframt yngsti
í slandsmeistari í skák frá upphafi.
Guðfríður Lilja lagði alla and-
stæðinga sína að velli á íslandsmót-
inu, hlaut 5 vinninga. Hún var
spurð hvenær hún hefði fengið
áhuga á skák. Amma mfn kenndi
mér mannganginn þegar ég var
fimm ára, sagði hún. „Eftir það
dundaði ég mér dálítið við að tefla
en missti svo áhugann. Hann
glæddist svo aftur hjá mér þegar ég
var tíu ára, enda mikið teflt heima
hjá mér og komst ég eiginlega ekki
hjá því að byrja sjálf.
Við hvern teflirðu helst?
Ég tefli stundum við ömmu og
Andra bróður minn, en mest við
strákana í Taflfélagi Reykjavíkur.
Annars er ég ekkert ofsalega dugleg
að æfa mig. Ég hef lært á pfanó sl.
sex ár í Tónmenntaskóla Reykja-
víkur og það fer mikill tími í æfing-
ar.
skák frá upphafi
MorgunblaöiÖ/Júlíus
Guðfríður Lilja Grétaredóttir
Guðfríður Lilja sagði að þetta
væri þriðja íslandsmótið í skák sem
hún tæki þátt í. Mér gekk illa í
fyrra og hittifyrra en gerði mér
vonir um að að sigra núna. Ég reyni
svo auðvitað að verja titilinn á
næsta móti, sagði hin unga skák-
drottning að síðustu.
COSPER
Loksins erum við komnir í veg þar sem engar hraðatakmarkanir eru.
JÓLASKEIÐIN 1985
I tilefni af 300 ára ártíð Bachs
Hándels og Scarlattis er jólaskeiðin frá
GUÐLAUGI f ár tileinkuð þessum
meisturum kirkju- og orgeltónlistar.
Við minnum á að uppiag jólaskeiðar-
innar er mjög takmarkað.
Guðlaugur A. Magnússon
Laugavegi 22 a
| Sími 1 5272
ÁNÆGJULEG
UTKOMA
Á skrifstofudeildinni í Hljómbæ er
úrval SHARP reiknivéla.
SHARP reiknivélarnarþjóna þér vel. Þæreru
mikilvirkar, snararogskýrar.
Við höfum örugglega reiknivélina sem hentar
þér og verðið kemursvo sannarlega á óvart,
aðeins frá kr.
4,670.-stgr.
SHARR
HHHLJÐMBÆRHi
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999
<