Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 21.11.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nM ujjunf^-ujj'/j ir Fyrirsögn ekki í samræmi við frétt Magnús Þorkeisson, Króka- hrauni 12, Hafnarfirði, skrifar: Velvakandil Það er frægara en frá þurfi að segja að vilji maður láta eitthvað sem er ósatt líta út sem sannleika er best að beita þeirri frægu list tölfræði. Þetta hafa hagfræðingar svo og fleiri stéttir gert oftsinnis til að koma fram málefnum sínum og þá ekki síst í pólitískum til- gangi. Morgunblaðið og framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins ganga svo langt í þessari list ný- lega (Mbl. 29.10.’85) að ég get ekki orða bundist og vil því spyrja um eftirfarandi að gefnu tilefni: 1. Yfir forsíðufrétt stóð „Hol- lendingar vilja kjarnorkueldflaug- ar“. Það kemur fram að tveir aðilar hafi gert skoðanakönnun um mál- ið. Annars vegar voru samtök hlynnt NATO sem fundu út að 59% hollensku þjóðarinnar (skv. völdu úrtaki væntanlega) vilji fyrrnefnd kjarnavopn í land sitt. Hinn aðil- inn var vinstrisinnuð útvarpsstöð sem taldi 55% þegnanna vera á móti slíku. Þá kemur einnig fram að 3,7 millj. manna hafi skrifað undir mótmæli við uppsetningu kjarnorkuflauga í Hollandi. Ef tekið er tillit til þess að Hollend- ingar teljast um 14.5 millj. manna, þá má reikna með þvi að kjósendur séu um 8 millj. Virðast mér undir- skriftir því vera frá ansi ríflegum hópi kjósenda, þ.e. ef kosningaald- ur var þau mörk sem friðarhreyf- ingin hollenska setti fyrir því að skrifa mætti undir. Spurning mín er því þessi: hvar kemur fram í fréttinni eitthvað frá óvefengjanlega hlutlausum aðila sem rökstyður fyrirsögnina „Hollendingar vilja kjarnorku- flaugar" eða var hún bara til skrauts og ómarktæk? 2. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, lét hafa eftir sér í sama blaði (bls. 2) sem og reyndar í flestum fjölmiðlum, að 73% kvenna stefndi á störf hjá hinu opinbera. Segir hann það afar athyglisvert að á sama tíma og kennarastarfið hafi fengið mjög „neikvæða kjaralega umfjöllun sl. tvö ár, þá verður engin breyting á því að þangað stefni konur áfram í ríkum mæli“. (leturb. MÞ). Þetta ásamt því að vísa í að 85% nem- enda Kennaraháskóla Islands séu kvenkyns hafa fjölmiðlar gleypt hrátt. Allir eru búnir að gleyma u.þ.b. tveggja mánaða gamalli frétt sem sagði frá því að umsókn- um til KHI hafi fækkað úr yfir 200 í innan við þau 120 pláss sem skólinn býður upp á á fyrsta ári. Þá má velta þvi fyrir sér hvort tengsl kunni að liggja á milli þess að kjör kennara hafi versnað og þess að nitján ára gamall ungling- ur sé ráðinn sem skólastjóri I Grímsey (sbr. DV 2.11.’85 bls. 4). Þá fer réttindalausum kennurum ekki fækkandi og sums staðar er vart hægt að halda uppi kennslu í greinum s.s. tölvufræði o.fl. (t.d. Fjölbrautaskóla Selfoss). Ég spyr Magnús Gunnarsson hvort svona upplýsingar hafi ekk- ert að segja um hina neikvæðu kjaralegu umfjöllun ellegar þá sú staðreynd að fjöldi réttindalausra starfsmanna í skólum minnkar síður en svo? Er framkvæmda- stjóra VSÍ sama um framtíðar- menntun barna sinna, eða arftaka hans í starfi? Myndi það kannski ekki vekja neina athygli ef starfsmenn í hæstarétti, og þá á ég við lögmenn og dómara, hefðu ekki lokið lög- fræðiprófi? Slíkur finnst mér og mörgum kennurum að saman- burðurinn ætti að vera. Morgunblaðið víkur sér undan árásum keppinauta sinna endrum og sinnum i leiðurum og Stakstein- um og talar þá um eigin þjóðernis- kennd, tungu og málefnalega umfjöllun sína. Þegar menn tala um slíkt lengi í einu telja þeir að allt hljóti að vera í lagi hjá sjálfum sér. Mér sýnist Mbl. þurfa að skoða eigin málflutning eins og það skoð- ar andstæðinga sína. Segja má að þessar fréttir endurspegli aðals- merki Mbl. Hér var engu logið en flestu viðkvæmu sleppt. Er það sannleikur frelsisins? Með vinsemd og virðingu. Aths. ritstj.: Fyrirspurn Magnúsar er rétt- mæt að því leyti að fyrirsögnin er ekki í samræmi við fréttina. Aðrir svara fyrir sig. Bréf vegna prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins Velvakandi vill taka fram að öll bréf er fjalla um prófkjör Sjálf- stæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga, verða að birtast undir fullu nafni og heimil- isfangi. Meðkveðjum, Velvakandi. Frá opnun Laugavegar, en Ólafúr Jón er ekki fullkomlega ánægður með breytinguna. Þessir hringdu . . Matthías Jochumsson og afkom- endur hans Matthías Finnsson, Efstahjalla 23, hringdi: Fjölmiðlar voru að því spurðir í Velvakanda á dögunum hvernig þau séu skyld, þjóðskáldið, Matt- hías Jochumsson og biskupsfrúin okkar. Því er til að svara að allir virðast fjölmiðlarnir hafa rangt fyrir sér. Þannig er að ég og frú Sólveig erum systrabörn og afi okkar, Matthías Eggertsson, prestur f Grímsey var bróðurson- ur þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Það er mjög almennur mis- skilningur að bæði ég og biskups- frúin séum afkomendur þjóð- skáldsins. Hið rétta er sem sagt að við og þjóðskáldið erum komin út af sama manni. Laugavegurinn er vegartálmi Nú er nýlokið breytingum á neðsta hluta Laugavegs og flestir borgarbúar eru á einu máli um að útlit hans hefur batnað til muna. En engin rós er án þyrna og hafa Strætisvagnar Reykja- víkur fundið óþyrmilega fyrir því. ólafur Jón Sigurjónsson vagn- stjóri hafði samband við Velvak- anda og hrósaði breytingunni á Laugaveginum en hafði þó sitt- hvað við hana að athuga. „Þetta er snoturt fyrirkomulag en lík- lega hafa skipuleggjendur verið annars hugar meðan teikningin lá enn á borðinu þeirra. Þótt akreinin hafi verið þrengd veru- lega er gatan enn opin ALLRI umferð. Auk þess hefur verið komið fyrir örfáum bílastæðum sem ökumenn nýta til hins ýtr- asta og leggja 2-3 bílar í hvert stæði þannig að afturendi bif- reiðarinnar stendur út á miðja akbraut. Af þessu tvennu hefur leitt að strætisvagnarnir geta með engu móti haldið áætlun og tekur strætóferð niður Lauga- veginn liðlega 30 mínútur. Það er furðulegt að meðan hamrað er á nauðsyn þess að bæta þjónustu við farþega al- menningsvagna skuli með þessu móti vera komið í veg fyrir allar tilraunir í þá átt.“ Bréfdúfur á lausu Guðni Sigurbjarnarson hringdi og á hann 20-30 bréfdúfur sem hann vill gjarnan losna við. Bein- ir hann þeim tilmælum til Gunn- laugs sem hafði samband við Velvakanda í leit að dúfum, að hafa samband í síma 74166 eftir klukkan 8 á kvöldin. Kosturinn viö að þvo bílinn hjá okkur er sá að bíllinn er tvísápuþveginn og síðan færðu bón yfir allan bílinn. Ailt þetta fyrir e.t.v. 390 kr. Þú getur líka fengið Poly-lack á bílinn. Poly-lack er acryl-efni sem endist mánuðum saman, skírir litina og gefur geysifallegan gljáa. Meðferðin tekur 20 mín. Vinsamlegast pantið tíma. Allir Mercedes Benz eru afhentir með Poly-lack-gljáa í Þýska- landi. Opiö virka daga frá kl. 9—7, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—7. Bílaþvottastööin Bíldshöfða Sími 81944. (við hliöina á Bilreióaeftirlitinu). Microline182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræöir: • Þriöjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóölátari en áður. • Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Ttengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungamar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍMÍKROl Skeifunni 11 Sími 685610
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.