Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
David Huddleston í hlutverki jóla-
sveinsins í myndinni
Háskólabíó frum-
sýnir Jólasveininn:
Hagnaður
fyrstu
sýningar
til blindra
Kvikmyndin Jólasveinninn „Santa
Claus“ verður frumsýnd í Háskóla-
bíói í dag kl. 14. Myndin er fram-
leidd á þessu ári og þess má geta
að hún verður ekki frumsýnd í Bret-
landi fyrr en á morgun, mánudag.
Þar er það konungsfjölskyldan sem
stendur að frumsýningunni.
Aðgangseyrir að frumsýningunni
í dag rennur til Blindrafélagsins.
„Framleiðendur myndarinnar eru
þeir sömu og gerðu Superman-
myndirnar, Salkind-feðgarnir, og
þeir hafa sjálfir samþykkt að að-
gangseyririnn á frumsýningu renni
til Blindrafélagsins," sagði Friðbert
Pálsson, framkvæmdastjóri Há-
skólabíós, í samtali viö Morgun-
blaðið.
„Jólin eru hátíð ljóssins. Blindir
sjá ekki ljósið en þeir sem eiga því
láni að fagna að sjá það munu nú
styrkja þá blindu," sagði Friðbert.
Þegar Háskólabíó frumsýndi mynd-
ina „Amadeus" í haust rann að-
gangseyrir að frumsýningu til
hjartaskurðlækninga á Islandi. „Þá
komu inn milli 130 og 150 þúsund
krónur sem ráðherra hefur þegar
móttekið," sagði Friðbert og bætti
því við að Háskólabíó léti í té hús
og starfsfólk endurgjaldslaust í
þessum tilfellum, „þannig að hver
einasta króna sem inn kemur renn-
ur beint til málstaðarins." Pening-
arnir sem Blindrafélagið fær nú
verða notaðir til tækjakaupa á
vinnustofu félagsins til að auka
atvinnumöguleika þar.
„Jólasveinninn" er fjölskyldu-
mynd. í aðalhlutverkum eru Dudley
Moore, John Lithgow og David
Huddleston, sem leikur jólasvein-
inn. Leikstjóri er Jeannot Szwarc.
r Simamynd/Bjarni Eiríksson
Ahrif olíulekans:
Kappsamlega unnið að því að gera
við biluðu olíuleiösluna á Tálkna-
firði.
verið áfátt. Um nokkurt skeið
hefur staðið fyrir dyrum end-
urnýjun á olíutönkum og leiðsl-
um á Tálknafirði en framkvæmd-
ir dregist þar sem lóð undir nýja
olíutanka var ekki úthlutað fyrr
en fyrir mánuði.
„Það hefur lengi staðið til að
endurnýja leiðslur en dregist á
langinn," sagði Jón Samúelsson,
hafnarstjóri, í samtali við Morg-
unblaðið. Olíufélagið rekur stöð-
ina i Tálknafirði. „Vafalaust má
finna eitthvað að, búnaður er
ekki í samræmi við reglugerðir
en eftir er að kanna það nánar,"
sagði Haraldur Ólafsson. Hann
kom með hreinsiefni og flotgirð-
ingu til Tálknafjarðar, en hvor-
ugt var notað. Bæði var að olían
hafði borist víða og olían gufar
upp á tiltölulega skömmum tíma.
I laxeldisstöðinni á Gilseyri
við Tálknafjörð drápust á milli
Geri ráð fyrir því að Tálkn-
firðingar sleppi með skrekkinn
- segir Þorvaldur Ólafsson hjá Siglingamálastofnun
Tálknafirdi, 23. nóvember. Frá Halli Hallswyni, blaðamanni Morgunbladsiiui.
ENGINN veit meó vissu hvaða
áhrif það hefur á lífríki hópsins á
Tálknafirði að 20 tonn af gasolíu
runnu í höfnina vegna bilunar í
leiðslu. „Ég geri ráð fyrir að Tálkn-
firðingar sleppi með skrekkinn.
Menn voru allt af því búnir að
kveða upp dauðadóm yfir fiskeldi
hér í firðinum og sðarvarpið biði
óbætanlegt tjón. Eins og mál horfa
við ný gufar gasolían upp að lang-
mestu leyti á fáeinum dögum. Ótti
um að oiían velkist um í hópinu í
vikur, jafnvel mánuöi, er ástæðu-
laus,“ sagði Þorvaldur Ólafsson
hjá Siglingamálastofnun ríkisins
en hann kom til Tálknafjarðar á
föstudaginn vegna óhappsins síð-
degis á miðvikudag þegar 20 tonn
af gasolíu runnu í höfnina.
I gær var unnið að viðgerð
leiðslunnar, sem leki kom að
síðdegis á miðvikudag. Svo virð-
ist sem búnaði leiðslunnar hafi
30 og 40 laxar. Guðjón Indriða-
son, framkvæmdastjóri stöðvar-
innar, lét stöðva dælingu sjávar
hér af ótta við að olía bærist í
kerin. Laxarnir drápust eftir að
dæling hafði verið stöðvuð. „01-
ían barst ekki í kerin. Laxarnir
hafa líklega drepist af súrefnis-
skorti þegar sjódælingu var
hætt,“ sagði Guðjón i samtali við
Morgunblaðið.
Ú tvegsbankaklukkan
hefur verið endurbætt
EITT af táknum miðborgar Reykjavík-
ur, Útvegsbankaklukkan, hefur nú
verið endurbætt verulega og vonast
stjórnendur bankans til þess, að hún
geti áfallalaust þjónað borgarbúum
næstu árin. Klukkan var fyrst sett upp
1964, er byggt var ofan á gamla Is-
landsbankahúsið og hefur átt í vök
að verjast fyrir veðri og vindum og
gengið skrikkjótt á köfium.
Reynir Jónasson, aðstoðarbanka-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að klukkan hefði átt erfitt
uppdráttar i loftsal vinda og selta
í særoki verið henni erfið. Því hefði
verið gripið til þess ráðs að end-
urnýja hana verulega. Ný snúnings-
vél hefði verið sett við hana og
neonljós á henni tekin niður. Þess
í stað hefðu verið settir hvítir stafir
á dökkan flöt, sem lýstur væri upp
með ljóskastara. Sjálfvirknibúnað-
ur ryfi síðan snúning klukkunnar
við ákveðinn vindhraða. Hann sagði
klukkuna hafa verið mjög viðhalds-
freka, sérstaklega neonljósin, sem
skipta hefði orðið um á fárra mán-
aða fresti vegna seltu, sem eyðilegði
þau. Nú væri vonazt til að klukkan
gæti áfallalaust þjónað borgar-
búum, því ljóst væri að hún skipti
þá miklu máli.
11tvegsbankaklukkan í nýjum búningi.
Morpunblaöiö/ÓI. K. Mag
Helga Þórarinsdóttir leikur með ,^lheimssinfoníuMjómsveit“:
„Má segja að ég hafí
dottið í lukkupottinn"
HELGA Þórarinsdóttir, víóluleikari
í Sinfóníuhljómsveit íslands, leikur
8. desember næstkomandi með
alheimssinfóníuhljómsveit á tón-
leikum í Stokkhólmi. Tónleikarnir
eru haldnir til heiðurs Alfred Nóbel
— en afiiending Nóbelsverðlauna
fer fram tveimur dögum síðar.
„Það má segja að ég hafi dottið
í lukkupottinn — þetta er eins og
vinna stóra vinninginn í happ-
drætti. Það verður áreiðanlega
skemmtilegt að fá að spila með
svo góðum hljóðfæraleikurum.
Ekki það að kollegar mínir hér
heima séu ekki góðir — en það
verður gaman að breyta til,“ sagði
Helga í samtali við Morgunblaðið.
„Það var sendur listi um allan
heim þar sem óskað var eftir vissu
hljóðfæri frá hverri hljómsveit
og ég var svo heppin að óskað var
eftir víóluleikara héðan."
Helga fer utan mánudaginn 2.
desember, á þriðjudeginum er
fundur með hljóðfæraleikurunum
og síðan verður æft á miðvikudag,
fimmtudag, föstudag og laugar-
dag. Tónleikarnir eru á sunnudeg-
inum. „Við eigum að spila sinfoníu
númer átta eftir Bruckner. Þetta
er stórfenglegt, kraftmikið og
langt verk. Stjórnandi er Carlo
Maria Giulini, mjög þekktur
stjórnandi sem frægur er fyrir
vönduð vinnubrögð. Þarna verða
hljóðfæraleikarar úr öllum
heimsálfum og það gæti orðið
erfitt að samræma spilamennsk-
una á nokkrum dögum þar sem
ákveðinn stíll í hljóðfæraleik
skapast í hverju landi. Enda býst
sennilega enginn við að þetta
verði eins og „alvöru“-sinfóníu-
hljómsveit. En það cr forvitnilegt
að sjá hvernig þetta kemur út.“
Tónleikunum verður sjónvarp-
að viða um heim og ágóðinn af
þeim rennur til UNICEF, Barna-
hjálpar Sameinuðu Þjóðanna.
Þetta er gert nú í fyrsta skipti
en að sögn Helgu stendur jafnvel
til að þetta verði árlegur við-
burður. „Hljómsveitin er hugsuð
sem friðarhljómsveit. Sem sam-
einingartákn fyrir fólk af mörg-
um kynþáttum og trúarbrögðum
— að fólk geti sameinast um þetta
alþjóðlega mál.“
Helga byrjaði að spila þegar
hún var smástelpa. „Ég fór í
Barnamúsíkskólann, eins og hann
hét þá (Tónmenntaskólinn í dag)
og byrjaði á blokkflautu eins og
allir gera. Þegar ég var 9 ára fór
ég síðan að spila á fiðlu og skipti
yfir á víólu (lágfiðlu) þegar ég var
14 ára. Víólan er stærri en fiðlan
— og miðja vegu milli fiðlu og
Helga Þórarinsdóttir, fyrsti víólu-
leikari í sinfóníunni.
sellós hvað hljóm varðar. Hún
hefur staðið I skugga fiðlunnar
þar til fyrir nokkrum árum. Það
hefur verið skrifað mun meira
fyrir fiðluna — menn virðast ekki
almennt hafa gert sér grein fyrir
möguleikum víólunnar fyrr á
tímum."
Þetta er 6. starfsár Helgu með
Sinfóníuhljómsveitinni en 2. árið
sem hún er fyrsti víóluleikari.
Mokveiði á
loðnumiðum
MOKVEIÐI var á loðnumiöunum á
Kolbeinseyjarsvæðinu aðfaranótt
laugardagsins. 27 skip höfðu um há-
degi á laugardag tilkynnt um 20.500
lesta afia og voru nánast öll skip á
svæðinu með fullfermi. Mesti sólar-
hringsafli til þessa á vertíðinni er um
25.000 lestir.
Skipin fengu flest fullfermi á um
þriggja klukkustunda tímabili rétt
eftir miðnættið og höfðu aðeins tvö
skip af þeim, sem á miðunum voru,
ekki tilkynnt um afla á hádegi
daginn eftir.
Eftirtalin skip voru með afla:
Magnús NK, 540, Súlan EA, 800,
Svanur RE, 730, Grindvíkingur GK,
1.080, Albert GK, 600, Sighvatur
Bjarnason VE, 700, Rauðsey AK,
610, Jöfur KE, 460, Börkur NK,
1.220, Húnaröst ÁR, 620, Kap II
VE, 710, Heimaey VE, 510, Erling
KE, 450, Gígja RE, 750, Víkurberg
GK, 530, Hilmir II SU, 560, Isleifur
VE, 730, Víkingur AK, 1.300, Gísli
Árni RE, 640, Eldborg HF, 1.450,
Ljósfari RE, 560, Sæberg SU, 630,
Höfrungur AK, 910, Sigurður RE,
1.400, Dagfari ÞH, 530, Bergur VE,
530 og Guðmundur RE 950 lestir.