Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 Hrossagaukurinri Fugl andstæðna og ótraustra spádóma MENN eru stundum kallaðir skrítnir fuglar ef þeir eru eitthvað aérkennilegir í háttum, eða hegða sér ekki í einu og öllu eins og almenningsálitið krefst. Svo eru líka til fuglar sem standa vel undir nafninu „skrítnir fuglar" og um einn slíkan fugl verður fjallað nú þó svo að nær allir hafi þeir flúið land um sinn, eða til næsta vors. Greinin mun fjalla um hrossagauk- inn, þann lúmska og laumulega litla vaðfugl, sem er svo furðulegur í háttum, að fyrr á öldum voru þeir eigi allfáir sem töldu hann tilheyra öndum og göldrum fremur en fuglaríkinu. Laumulegt atferli hans, sérkennileg hljóð bæði í lofti og á landi og fieira hefur heillað fólk svo mjög í gegnum tíðina, að ýmsar sagnir hafa verið sagðar um hrossagauka, bæði sannar og logn- ar. Höldum af stað. Hrossagaukurinn er einn af algengustu fuglum þessa lands og verpir hann alls staðar á lág- lendi þar sem aðstæður leyfa. Kjörlendi hans er votlendi, en einnig er hann spenntur fyrir kjarrlendi sem varpsvæði. Vot- lendið verður að vera vel gróið og ekki það blautasta sem fyrir- finnst. Verpa gaukarnir og í þurru heiðalandi. Hrossagaukur- inn er farfugl að mestu leyti og þær heimtur sem orðið hafa á merktum gaukum benda til þess að megnið af íslenska stofninum hafi vetrardvöl á írlandi. Ekki er hann þó óhultur þar, því þar, i Skotlandi og á Englandi, er hann vinsæl bráð sportveiði- manna sem þykja erfitt við hann að eiga sökum hraðs og breyti- legs flugiags. Er að sjá að gauk- urinn fari úr öskunni í eldinn er hann flýr vetur konung í norður- höfum til þess eins að vera á stanslausum flótta undan byssu- kjöftum. Ef menn ætluðu hrossagauk- inn greindan, mætti einnig ætla, að veiðiskapurinn réði einhverju um það, að hann er með fyrstu farfuglum sem til Iandsins koma á vori hverju. Skýringin mun þó ekki vera sú. Strax upp úr miðj- um apríl fara þeir fyrstu að koma og fyrstu dagana fer lítið fyrir þeim, þjóðtrúin álítur að dýrið verði að éta merarhildi til þess að fá röddina. Hvort það á við rök að styðjast eður ei verður látið liggja milli hluta, en víst er, að skömmu eftir komuna „heim“, færist gaukurinn litli allur í aukana. Hann þeytist um loftin blá og gefur frá sér hin fjölbreytilegustu hljóð. Þetta er liður í varpundirbúningi hrossa- gauksins og í alla staði andstætt hegðun hans aðra tíma ársins en vorsins og fyrri hluta sumarsins. En það eru fleiri dýr en hrossa- gaukur sem geta ekki hamið sig á vorin. Hið umtalaða hnegg hrossagauksins er furðulegasta hljóðið sem hann gefur frá sér og lengi veltu menn því fyrir sér hvernig fuglinn færi að því að framleiða slíkt hljóð, því vissu- lega gátu menn ekki ímyndað sér það koma úr barka dýrsins. Grh. minnist þess að hafa lesið ein- hvers staðar um tilraun tveggja manna. Þeir festu dauðan hross- agauk á spýtu og gættu þess að stélið væri þanið. Þeir grunuðu nefnilega að stélið væri fleira en það sýndist, sum sé e.t.v. hljóð- gjafi. Þeir framkvæmdu tilraun sína í hávaðaroki og fólst hún í því að teygja spýtuna með hinum dauða fugli á fyrir horn og láta veðurhæðina leika um hann og þanið stélið. Er þeir gerðu þetta myndaðist mjög svipað hljóð og menn heyra frá gauknum er hann steypir sér skáhalt í háloft- um á vorin og sumrin. í Fugla- bók AB stendur að „hið sérkenni- lega hnegghljóð myndist við titr- ing ystu stélfjaðranna þegar fuglinn steypir sér skáhallt niður á við í loftinu með þanið stél“. Fyrir þetta háttarlag fékk hross- agaukurinn ákúrur fyrir undir- flog eins og músarindlar og stein- deplar í gamla daga. Fluglag hrossagauksins við þessi tæki- færi er skrautlegt og óhætt að segja að hann hefur ekki hug- mynd um hvert förinni er heitið, enda trúlega dauðhræddur sjálf- ur, enda er undantekning ef hann skilur ekki eftir litla drithrúgu þar sem hann þaulsat uns mað- urinn næstum steigofan á hann. Fyrir kemur, að hrossagaukur- inn verpir við mannabústaði og fyrir kemur að hann er að mynd- ast við varp fram á vetur, hvað svo sem kann að valda því. Frá þessu sérkennilega háttalagi greinir Björn J. Blöndal í bók sinni „Vinafundir" og telur sig oft hafa séð þetta sjálfur. Fleiri segja sömu söguna. Einstaka hrossagukar þrauka hér veturinn og halda sig þá við volgrur, en vetrarvarp þetta á þó ekkert skylt við hinu harðgerðu ein- staklinga sem veturinn þrauka. Hrossagaukurinn verpir yfir- leitt í maí eða júní, allt eftir árferði og landshlutum. Eggin eru oftast fjögur talsins og út- ungunartíminn er 3 vikur. Ung- arnir fara á stjá um leið og þeir þorna og 3-4 vikum síðar eru þeir að fljúga fyrstu spottana. í riti Landverndar um íslenska fugla segir, að varp hrossagauka geti verið með ólíkindum þétt þar sem skilyrði eru ákjósanleg. Stendur þar eftirfarandi: „A tveim stöðum við Mývatn, þar sem talin voru varppör, var meðaltalið 25 pðr á ferkíló- metra.“ Þjóðtrúin ætlaði hrossagauk- um einkum það hlutverk að spá um orðna hluti og atburði, en þó máttu menn vara sig á því að taka ekki mark á hvaða hrossa- gauk sem var. Hrossagaukur sem hneggjaði fyrir sumardaginn fyrsta afhjúpaði sig t.d með því að gera það, menn voru klárir á því að fugl sem vissi ekki hvort komið var sumar eður ei gæti ekki verið gæddur spádómsgáfu. Engu breytti þótt tíðarfar væri svo gott að engu líkara væri en sumarið væri í raun komið. Allt miðaðist við sumardaginn fyrst. Öðru máli gilti um hrossagauka sem biðu sumardagsins fyrsta og hneggjuðu fyrst þá og síðan af kappi fram eftir sumri, þeim fuglum mátti treysta. Það var þó aðeins fyrsti hrossagaukur sem menn heyrðu til hneggja sem gat spáð og lá mikið við að Hnegg-f1ug“ Fjórir kostir góðir og tveir afleitir, en þó bót í máli að varla hneggjar venjulegur hrossa- gaukur á jörðu niðri, til þess þarf hann samspil loftmótstöðu og stélfjaðra. Hann gefur frá sér önnur hljóð á jörðu niðri. Auk þessa töldu ýmsir í gamla daga, að hrossagaukurinn væri að hamast við að spá um tíðarfar og mikil gleðilæti og gassagang- ur í háloftunum snemma vors átti að merkja spá um góðæri og að enginn afturkippur kæmi í sumarkomuna. Það var þó stór- varasamt að leggja of mikinn trúnað í þetta, því kapp var meira en forsjá í spám gauksins og honum skjátlaðist oft og mörgum sinnum. Mönnum hefur löngum þótt gott að hafa ein- hvern til að kenna um ófarir og í umræddum tilvikum var skuld- inni skellt á hrossagaukinn (og spóann), hvað voru þeir líka að spágóðæri? Ha? Látum þessu nú lokið um hrossagaukinn, þann merka og skemmtilega íbúa íslenska fugla- ríkisins og glöggvum okkur að lokum á því, að hér er ekki um neina „sérislenska" útgáfu að ræða, heimkynni hrossagauksins eru víðfemari heldur en gengur og gerist hjá einstökum fuglateg- undum. Fyrst ber að geta að hrossagaukurinn er algengur varpfugl á íslandi, á láglendi. Grh. hefur þó vitað þá verpa á Þó hrossagaukurinn sýni sig og sjá aðra með þessum hætti á umræddum tíma grósku og vakn- andi lífs, lætur hann aldrei af hinu hefðbundnara og kunnara atferli sínu, að spretta undan fótum manna og dýra með sker- andi ískri, þannig að fórnarlömb hans standa eftir illa brugðin. Hrossagaukur. átta sig á því hvaðan hljóðið barst. Gömul þula segir allt sem þarf í þeim efnum: í austri unaðsgaukur í suðri sælugaukur í vestri vesalgaukur í norðri námsgaukur uppi ununargaukur niðri nágaukur Arnarvatnsheiði og séð þá þar svo sem annað hvert ár eða svo. Nú, svo verpir hrossagaukurinn í mestallri Evrópu og norðan- verðri Asíu. Bæði í Norður- og Suður-Ameríku og ekki nóg með það, heldur ofan á allt saman í Suður- og Austur-Afríku. -gg- Nýr sýningarsalur Sólveig Eggerz við mynd sína Poseidon og Lorelei í nýja sýningarsalnum við Austurströnd 6. Myndlist Bragi Ásgeirsson Á ýmsu getur maður átt von í íslensku myndlistarlífi en þó naumast að opnaður yrði nýr sýningarsalur á höfuðborgar- svæðinu og það á Seltjarnarnesi. Rekstur sýningarsala hefur nefnilega gengið báglega undan- farið og nú þegar hafa tveir þeirra hætt starfsemi sinni, Gallerí Lækjartorg og List- munahúsið. Aðrir sýningarsalir berjast hetjulega fyrir lífi sínu og fer ýmsum sögum um gengi þeirra. Rekstrargrundvöllur sýning- arsala í því formi sem þeir hafa verið reknir virðast þannig afar hæpinn og verður því að leita nýrra leiða til að skjóta stoðum undir hann. En það bíður síns tíma að ræða nánar um þessi mál öll. Sýningarsalurinn að Austur- strönd 6 er hinn vistlegasti og hentar vel hinum smærri sýning- um og gæti orðið ágætt innlegg í menningarlíf þeirra Seltirn- inga. Það er Sólveig Eggerz Péturs- dóttir, sem sýnir fyrst manna á þessum stað — 48 vatnslita- myndir ásamt dálitlu af rekavið, sem hún hefur málað á. Það er orðið langt síðan Sól- veig sýndi síðast en það hefur sínar gildu ástæður í heilsufars- legum mótbyr, sem hefur tekið hana fleiri ár að vinna sig upp úr. En í tilfelli sem hennar tekst það stundum með þrautseigju, þolinmæði og brögðum listar. Hugmyndaflugið var alltaf sterkasta hlið Sólveigar og svo er enn eins og myndirnar „Úr hugarfylgsnum" (18) og „Bálið“ (19) eru til vitnis um en þær bera báðar sterk persónuein- kenni höfundarins. Ymsir góðir taktar eru í mörgum vatnslita- myndunum en ennþá á Sólveig erfitt með að samræma himin, hafa og jörð þannig að úr verði ein sterk heild eins og í myndinni „Sumar í Sveit“ (9), sem er elsta myndin á sýningunni. Heilleg- ustu áhrifunum hygg ég að hún nái í sumum blómamynda sinna. En hvað sjálfan rekaviðinn snertir, sem Sólveig málar á eftir frjálsu hugarflugi, sé ég ekki betur en að taktarnir séu hinir sömu og áður og á það einkum við er henni tekst að beisla form og lögun viðarins og laga að málunarástríðu sinni. Þessum framslætti mínum til áréttingar vísa ég til mynda svo sem nr. 4 og 13. Það sem máli skiptir, er að mynd og viður samræmist í eina órofa heild og að hvoru- tveggja njóti sín án þess að troða hinu um tær. Listakonunni óska ég svo góðs gengis í lífi og starfi og sýningarsalnum að Austur- strönd 6 farsældar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.