Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
67
Meðal mynda, sem
vöktu serstaka athygli á
nýafstaðinni
kvikmyndahátíð í New
York borg var Colonel
Redl eða Redl ofursti,
sem ungverski
kvikmyndaleikstjórinn,
Istvan Szabo hefur gert.
Szabo er hvað frægastur
fyrir myndina Mephisto
um þýskan leikara, sem
vinnur fyrir nasista í
síðari heimsstyrjöldinni.
Redl ofursti gerist að
mestu fyrir fyrri
heimsstyrjöldina og er,
eins og titillinn gefur til
kynna, um ofurstan Redl,
sem var foringi í
austurrísku
leyniþjónustunni og
starfsmaður austurríska
herráðsins. En að auki
var hann landráðamaður
— njósnari fyrir Rússa.
Úr myndinni Redl ofursti.
Ifyrstu orustum heimsstyrj-
aldarinnar fyrri missti keis-
aradæmið Austurríki —
Ungverjaland um hálfa
milljón hermenn og almennt
er talið að tugir þúsunda
þeirra hafi dáið beinlínis
vegna njósna og svika Redls ofursta.
Hann lét Rússum í té ómetanlegar
upplýsingar um herafla austurríkis-
manna. Sagnfræðingar, sem fjallað
hafa um síðustu daga Habsborgar-
veldisins er á einu máli um að Redl
hafi verið sannkallaður stórsvikari.
Evrópubúar hafa alla tíð haft mik-
inn áhuga á Redlmálinu. Kvikmynd
Szabos er a.m.k. fimmta leikgerð sög-
unnar, sem gerð hefur verið fyrir svið
eða kvikmynd og um ofurstann hafa
verið skrifaðar margar bækur. Það
þykir erfitt að meta hve mikið tjón
njósnarar nútímans vinna með starfi
sínu í dag en þegar Redl sveik Austur-
ríki vissi hann að hann var að senda
þúsundir landa sinna í dauðann.
Redlmálið hefur allt sem þarf í
spennandi sögu: kynlíf, njósnir, föður-
landssvik og stórkostlegan hápunkt
þar sem Redl iðrast og tekur dauða
sínum eins og persóna í miklum harm-
leik. Og það eykur enn á dramað ?J
Redlhneykslið kom fram í dagsljóúð
við upphaf heimsstyrjaldarinnar, æm
táknaði endi austurríska keisaradæm-
isins.
Það sem mönnum þykir undarlegt
við þessa nýju útgáfu Szabos af sög-
unni er að leikstjórinn fjallar um
landráðamanninn af samúð, sem er,
sögulega séð, talsverður vandi. Því er
haldið fram að Redl hafi selt Rússum
helstu árásaráætlun austurríkis-
manna, orustuáætlanir, áætlanir um
herkvaðningu (á tímum þegar her-
kvaðningar gátu verið lykillinn að
sigri) og nákvæmar áætlanir um víg-
girðingar þær sem Rússar áttu
skömmu seinna eftir að flæða yfir.
Vitað er ennfremur að Redl hafi sent
austurríska njósnara yfir til Rúss-
lands og síðan komið upp um þá. Hann
hafði einnig komið njósnurum sínum
fyrir meðal starfsmanna keisarans en
selt þá síðan í hendurnar á Rússum,
sem annaðhvort hengdu þá eða neyddu
til sjálfsmorða.
Þegar herráð austurríkismanna
komst að svikum Redls sendi það fjóra
háttsetta foringja á hans fund. Brown-
ing-skammbyssa var lögð á borð hjá
honum og fjórmenningarnir biðu á
götunni fyrir neðan. Redl skaut sig í
hausinn. Hann skildi eftir sig orðsend-
ingu. í henni stóð: „Ástríður og alvöru-
leysi hafa lagt líf mitt í rúst. Eg borga
fyrir syndir mínar með lífi mínu.
Biðjið fyrir mér.“ Svona skrifa varla
saklausir menn.
Ástríðurnar, sem Redl talaði um,
tengdust kynvillu hans. Þótt Rússar
hafi borgað honum himinháar fjár-
hæðir fyrir njósnirnar var Redl upp-
haflega kúgaður til svikanna. En
greiðslur Rússanna gerðu honum
kleift að lifa eins og aðalsmaður. Menn
gætu haldið að íburðarmikið líferni
Redls hefði vakið athygli gagnnjósna-
deildar austurríkismanna en á það ber
að líta að Redl var í mörg ár yfirmaður
gagnnjósna í landinu.
Bréf gefa til kynna að Redl hafi
verið afar ástfanginn af ungum ridd-
araliðsforingja og haldið honum uppi
af mikilli rausn. Hann sá honum fyrir
hestum, sérsmíðuðum Daimler (sem
kostaði þrenn árslaun ofursta í hinum
keisaralega her) og stórri íbúð. Allt
var borgað með Rússafé. Stundum
hafði Redl riddaraliðsforingjann unga
með sér við opinber tækifæri og sagði
þá að hann væri frændi sinn. Ástin á
foringjanum kom þó ekki í veg fyrir
að ofurstinn gamnaði sér með öðrum
félögum. Eftir að Redl framdi sjálfs-
morð brutust meðlimir úr herfor-
ingjaráðinu inn í íbúð hans og fundu
þar ýmsar gerðir af snyrtivörum,
ilmvötn, liti, krullujárn, kvensilki-
sokka og ljósmyndir af Redl og öðrum
austurrískum foringjum, nöktum eða
í kvenmannsfötum, í fjölbreytilegum
kynlífsstellingum.
Allt varð þetta að hræðilegu
hneyksli. Ef herforingjaráð keisarans
var svona gjörspillt og einn meðlimur
þess á launum hjá Rússum, hvaða trú
gátu þá hermennirnir haft á foringj-
um sínum? Hneykslið hefur aldrei
verið kveðið niður til fulls. Þjóðverjar
Þýski leikarinn,
Klaus Maria Brandauer
í hlutverki Alfred Redls
í nýjustu mynd
Szabös Redl ofursti.
hafa gert þrjár kvikmyndir um Redl-
málið og leikritaskáldið breska, John
Osborne, skrifaði leikrit eftir því, A
Patriot for He, sem fékkst þó meira
við kynvillu Redls en landráð.
Eftir öllu þessu að dæma er ljóst
að Redl var erkiþrjótur og því kemur
það á óvart þegar Szabo fjallar um
hann af samúð í mynd sinni. Szabo
lætur honum í té æskuvin, ungverskan
aðalsmann, Kubinyi að nafni, ástkonu,
Katalin að nafni, sem er systir Kub-
inyi og eiginkonu, Clarissu að nafni
en allar þessar persónur hefur leik-
stjórinn sjálfur skáldað upp og sett í
söguna. Hann lætur Franz Ferdinand
erkihertoga vera í samsæri um að
koma af stað „litlu, ljúfu stríði" og
reyna að fá Redl til liðs vð sig en
Redl færist undan. Enn er hér skáld-
skapur Szabos á ferðinni og svo dregur
hann úr kynvillu ofurstans niður í eitt
sársaukalaust tilfelli og „landráð"
hans gerir Szabo ekki að neinu Iand-
ráði heldur einstöku tilviki þar sem
Redl ryður útúr sér fjölda riddaraliðs-
herdeilda, fótgönguliðsfylkja og þess
háttar.
Szabo segist ekki hafa neinn sér-
stakan áhuga á kynvillu eða landráði
Redls, heldur á erfiðleikum hans við
að finna sjálfan sig 1 lífinu. í dag,
segir hann, „vill fólk vera eitthvað
annað en það er. Það er sjúkdómur
aldarinnar." Og hann heldur áfram.
„Það sem mér fannst svo áhugavert
við Redlmálið var að Redl líkaði ekki
við sjálfan sig. Hann vildi vera einhver
annar en hann var. Hann var fátækur
úkraínumaður sem vildi vera Austur-
rískur aðalsmaður. En það er ómögu-
legt að skipta um persónu. í dag vill
fólk skipta um stétt, kyn, andlit. Lýta-
læknar auðgast. Þetta er raunveruleg-
ur sjúkdómur."
Szabo viðurkennir að hafa farið
mjög frjálsum höndum um Redlmálið
í kvikmynd sinni. „Kannski við hefðum
átt að skipta um heiti myndarinnar."
En hann bætir við. „Hvað veit maður.
Kannski maður lesi á morgun að ný
skjöl hafi komið fram í dagsljósið sem
sanni að Redl var saklaus."
Szabo skrifaði handritið að Redl
ofursta ásamt Peter Dobai. „Ég vil
ekki hafa það þannig að mér sé fengið
í hendur handrit sem einhver hefur
skrifað og svo segi ég leikurunum bara
að koma hér inn og ganga hér út. Ég
vil eiga þátt í að skapa alla söguna
frá upphafi." Flestir þeir leikstjórar,
sem eru í mestu áliti hjá Szabo, —
Ingmar Bergman, Federico Fellini og
Luis heitinn Bunuel — skrifuðu einnig
eða áttu þátt í að skrifa handritin að
sínum myndum." Og svo segir Szabo.
„Fólk hefur gert alltof mikið úr kvik-
myndaleikstjórn. Leikstjóri þarf ekki
að vita meira um kvikmyndagerð en
vel gefinn stúdent getur lært á tveim-
ur vikum.“ — ai.