Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1986 „Það er eins og ef forfeður okkar hefðu hent bókunum eða handritunum eftir að hafa lesið þau, að láta fara forgörðum gömlu verkfærin og munina sem voru hluti af verkmenningu þessarar þjóð- ar. Þá verðum við rótslitin. En stærsti þátturinn í sam- bandi við söfnun til varð- veislu er að brúa bilið í hraðri tækniþróun nútímans. Það er þó bót í máli aö þegar búið er að brjóta ísinn þá fylgir á eftir mikill áhugi á þessum hlutum. En ekki fyrr, sem getur þá verið orðið of seint.“ Egill Ólafsson fyrir utan minjasafnið á Hnjóti. MorgunblaðiA/E.Pá. Að farga gömht mununum er líkt og að henda handritunum eftir lestur Úr safninu {Hnjóti, sem er mjög aðgengilegt til skoóunar. Eitthvað á þessa leið fórust Agli ólafssyni orð er við gengum um Minjasafnið á Hnjóti í Barða- strandarsýslu. Hann talar af reynslu, enda hefur hann bjargað mörgum góðum gripnum á ofan- greindum millitíma, sem ekki væri lengur hægt að bæta. Áður en hann gaf safn sitt Barðastrandar- sýslu, sem byggði yfir það fallegt safnhús, var hann búinn að skrá- setja á annað þúsund muni. Og alltaf bætist við safnið, sem nú er verið að endurskrásetja í tölvu. Þótt öllum þessum munum sé þar nú vel fyrir komið og mjög aðgengilega fyrir þá sem vilja skoða Minjasafn Egils ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn, þá lætur hann ekki deigan síga. Fyrir utan bygginguna stendur „víkingaskip", sem hafði verið flutt þangað úr Vatnsfirðinum daginn áður en blaðamaður Mbl. kom þar. Þar hafði það verið endursmíðað úr nótabáti fyrir þjóðhátíðina 1974 af Gunnari Guðmundssyni frá Skjaldvararfossi á Barðaströnd. Síðan hafði það staðið við Flóka- lund og þar sem ekki náðist sam- staða um að varðveita það þar fékk Egiil skipið, sem sýnist sóma sér vel fyrir utan minjasafnið, enda kemur margt ferðafólk til að skoða safnið. Einnig rekum við augun í skúrbyggingu, sem ekki lætur mikið yfir sér skammt frá. Þarna er þó komin býsna merkileg bygg- ing í íslandssögunni. Þetta er ein af flugafgreiðslustöðvunum sem voru víðs vegar um landið. Einnig fyrsta gerðin af hinum miklvægu radíóskúrum á flugvöllum. Þetta skýli veitti mörgum flugfarþegan- um á Patreksfjarðarflugvelli skjól frá haustinu 1965 og til 9. janúar 1985 er ný og glæsileg flugstöð var tekin í notkun þar. Egill tók þessa skúrbyggingu til handargagns og forðaði henni frá því að verða rifin. en að fáum árum liðnum þykir hún eflaust merk heimild um aðbúnað á flugvöllum landsins í byrjun flugvæðingar. Ef litið er þar inn má sjá nokkra muni, svo sem gamlan radar eins og þá sem not- aðir voru í þessum stöðvum og flugvélaskrúfu af einshreyfilsvél o. fl. Þarna er að myndast vísir að flugminjasafni fyrir almenning, sem Egill kveðst hafa mikinn áhuga á að koma upp. Egill er flugstöðvarstjóri á Patreksfjarð- arflugvelli. Þegar hann er spurður hvenær hann, bóndinn, hefði feng- ið svona mikinn áhuga á fluginu kveðst hann ekki vita það, en furðumargir af skólabræðrum hans í Núpsskóla í Dýrafirði vetur- inn 1943 hafi síðar farið í flugið, svo sem Elieser Jónsson flug- maður, Valdimar ólafsson yfir- flugumferðarstjóri og Gunnar Skaftason flugumsjónarmaður. Ólafur, faðir Egils, hafði sagt mér að Egill hafi strax sem ungl- ingur verið mikill safnari, aldrei mátt fleygja neinu gömlu. Og það hefur borið ríkulegan ávöxt. Sjálf- ur kveðst hann hafa byrjað að safna gömlum munum um tvítugt. A annað þúsund munir Mununum var komið fyrir heima á bænum og voru orðnir æði fyrirferðarmiklir í geymslu og 1980 tók Barðastrandarsýsla við því, byggði yfir það á Hnjóti og Tónlistardagar Dómkirkjunnar í fjórða sinn: Haldnir í tengslum við vígslu nýja orgelsins TÓNLIS1ARDAGAR Dómkirkjunn ar hefjast sunnudaginn 1. desember n.k. Tónlistardagar eru orrtnir árlegur viðburður, en þetta er í fjórða skipti sem þeir eru haldnir. Þeir hafa venju- lega verið fyrr á ferðinni, en nú eru þeir haldnir í tengslum við vígslu nýja orgelsins í Dómkirkjunni þann 1. desember. Tónlistardagar hefjast á því að biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, vígir orgelið í messu klukkan 11, sunnudaginn 1. des- ember. Séra Þórir Stephensen pré- dikar. Dómkórinn syngur m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson. Organ- leikari er Marteinn H. Friðriksson. * Um kvöldið verður aðventukvöld a vegum kvenfélags Dómkirkjunn- ar og hefst það klukkan 20.30. Mánudaginn 2. desember klukkan 20.30 verða orgeltónleikar. Mar- teinn H. Friðriksson frumflytur nýtt verk eftir Jón Nordal, Toccata, sem samið er sérstaklega fyrir orgelvígsluna. Verkið samdi Jón í minningu Páls Isólfssonar. Einnig verða flutt verk eftir Bach og fúgu- fantasía um Bach eftir Max Reger. Tónlistardögum lýkur á miðviku- dagskvöldið 4. desember með kór- tónleikum sem hefjast klukkan 20.30. Á tónleikunum syngur kór Dómkirkjunnar aðventu- og jóla- lög. Einsöngvari er Elín Sigurvins- dóttir, organleikari Helgi Péturs- son og stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Að sögn Marteins H. Friðriksson- ar hefur Kór Dómkirkjunnar starf- að í tveimur hópum nú um nokkurt skeið. Annar hópurinn syngur við orgelvígsluna og á aðventukvöldi Kvenfélagsins 1. desember, en hinn syngur á kórtónleikunum 4. des- ember. Marteinn sagði að efniskrá Tón- listardaga væri valin með tilliti til vígslu nýja orgelsins. Það væri viðeigandi að flytja hátíðarverk við þetta tækifæri. Aðventan gengur í garð sunnudaginn 1. desember og þess vegna verður einnig lögð áhersla á aðventu- og jólalög á efnisskránni. Nú er verið að Ieggja síðustu hönd á viðgerð Dómkirkjunnar og uppsetningu nýja orgelsins. Orgelið smíðaði Karl Schuke hjá Berliner Orgelbauwerkstatt í Þýskalandi. Það hefur þrjú hljómborð, fótspil og 31 sjálfstæða rödd. Auk þess eru tvær „pedalraddir transmission" frá fyrsta hljómborði. Morgunblaðift/ÓI.K.M. Nýja orgelið í Dómkirkjunni. Hver einasti hlutur í hljóðfærinu er handsmíð- aður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.