Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 leystir út með gjöfum. (Hreinn bendir á kassa á stærö viö feröa- tösku, fullan af dýrum ilmvötnum og ýmiskonar gjafavörum frá Par- ís.) Og þá er ég vel séöur um jólinl Veistu aö hér er þaö voöa mikið atriöi aö þekkja rétt fólk. Geysimik- iö atriöi. Fyrir fullu húsi íOrdway-óperunni — Þú hefur þegar aungiö vída í Bandaríkjunum ? Ég hef feröast um öll miðvestur- fylkin, Norður-Dakota, Suöur- Dakota, Minnesota, Nebraska og lowa. Ég hef verið meö marga tón- leika eins og þú sérö af úrklippu- safninu. Núna er ég aö gera samn- inga fram á áriö 1987. Allied Con- cert Services umboöiö, sem hefur veriö mitt aöalumboö hér, er með samband viö 90 borgir í Bandaríkj- unum og er núna aö skipuleggja tónlistaráriö 1986-87 fyrirmig. Aðrir umboösmenn í New York hafa frétt af mér og meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga aö fyrra bragói er International Concert Manage- ment umboðiö, sem er þaö stærsta i veröldinni. Þannig aö það sem mér fannst ég hafa misst er allt aö koma til baka. Ég er ánægöur meö líf mitt núna. — Þú ert aó veróa nafn hérna? Já, ég hef sungiö í óperunni i Minnesota og hef haldiö marga konserta. Ég hef nokkrum sinnum komiö fram í sjónvarpi og mikiö veriö fjallaö um mig í blööunum. Ég er orðinn þekktur — orðinn nafn í Twin Cities, þaö er aö segja St. Paul og Minneapolis. Um jólin í fyrra var ég einn daginn meö konsert um miöjan dag og síóan átti ég aö syngja á öörum staö í St. Paul síódegis. Ég átti þá ekki bíl og baö stúlku sem vann þar sem ég var meö konsertinn aö ná fyrir mig í leigubíl og biöja hann aö vera tilbúinn viö leiksviösdyrnar um leiö og ég væri búinn. Hún kom svo til mín og sagöi aö þetta mundi ganga en bætti viö á ensku: Ég vissi ekki aö þú væri svona frægur. Frægur? hváöi ég, hvaö áttu viö? „nú, stúlk- an á skiptiboröinu á leigubílastöö- Inni sagöi þegar hún heyröi nafniö: Oh, the wonderful lcelandic tenor!“ Nýlega var opnað eitt fegursta og fullkomnasta óperuhús í Banda- ríkjunum. Ordway-óperan í St. Paul. Milljónamæringurinn Sally Irvine Ordway lagöi til peningana, litlar 47 milljónir dollara. Húsiö var vígt 9. janúar síöastliöinn og þá söng Leontyne Price þar. Ég hélt konsert í Ordway-óperunni 9. febr- úar og söng fyrir fullu húsi. Á dag- skránni voru Schubert, ítalskir söngvar og skandinavísk lög þar á meðal íslensk. Ég syng talsvert af skandinavískum lögum, í Minne- sota búa svo margir Skandinavar. nn Hörð samkeppni — Hver er munurinn é Evrópu og Bandaríkjunum, fyrir söngvara eina og þig? Þaó eru meiri tækifæri hér en þú veröur aö vera góöur. Ef þú ert góö- ur þá eru tækifærin mörg hérna og mjög vel borgað. En samkeppnin er svo svakalega hörö, aö þú veröur aö sýna fullkomlega fram á hæfni þína. Hér er allt bisness. Ef þú ert meö einhverja góöa vöru sem selst, og þeir eru jafnvel búnir aó selja hana áöur en hún er tekin í umboóssölu, þá skiptir ekki meginmáli hversu hátt veröið er. — Tekat þér aó lifa á aöngnun? i Núoröiö já. En ég get ekki sagt aö ég lifi góóu lifi á þessum tekjum fyrr en á næsta ári. Núna er ég að borga upp skuldir og koma málum á hreint. Þetta er vel borgað. Ég fæ 750 dollara fytir konsertinn en eftir aö hafa borgaö undirleikaranum á ég eftir um þaö bil 500 dollara. Á næsta ári verð ég meö 4—5 kon- serta á viku og þaö eru dágóöar tekjur. — Þú varat meó veraiun heima á íslandi? Ég reyndi. Þaö getur enginn lifað almennilega á söng á íslandi. Ég reyndi aó kenna, en þaó átti ekki viö mig. Þá geröi ég tilraun meö verslunarrekstur. Ég tala flest evr- ópsk tungumál og haföi góö sam- bönd á Italíu, svo aö ég byrjaöi aö flytja inn vandaöan tískuvarning og opnaöi verslun. þetta var mjög góö- ur varningur, frá Ninu Cerutti, Armani, Donatilla og Hermes — allt merki sem eru seld áfram á ís- landi. Égáttiengapeningaþegarég byrjaöi á þessu og var meö allt á lánum, en þaö rekur enginn bisness á íslandi á lánum, þaö voru skýja- borgir. Ég reyndi aö bjarga málunum meö því aö taka lán hjá okurlánur- um, hákörlum — ég reyndi allt sem ég gat til aö bjarga versluninni, en tókst ekki og þetta fór mjög illa meö mig. En þar var fólk sem reyndist mér mjög vel, bæði ættingjar og vinir. Ég stefni aö þvi aö gera upp viö þá sem ég skulda, og þá fyrst viö mínafjölskyldu. Gjaldþrot — Fóratu á hauainn? Ég varö gjaldþrota og þaö var allt hirt af mér. Og ég fór líka illa andlega, ég þoldi þetta ekki. Þetta var afskaplega erfitt, ég var meö fólk í ábyrgö fyrir lánum og maöur gerir svona ekki viljandi, en þó er maóur sjálfum sér verstur í þessu öllusaman. En peningar og veraldlegir hlutir eru ekki allt. Ég skal segja þér aö þegar allt kemur til alls, hefur mér reynst erfiöara aö ráöa viö vel- gengni en illgengni. Þegar illa geng- ur tekst maóur á viö vandann og veröur að standa sig, en velgengnin vill stíga manni til höfuös. Þannig var þaö oft á tíðum meö mig. Þetta var allt svo auövelt, ég gekk alls staöarinn. Eins og til dæmis í Vín. Þaö fer ekki hver sem er inn í starf hjá óper- unni í Vín, jafnvel þótt menn hafi mikla reynslu. Ég labbaöi þar inn! En ég stóöst ekki andrúmsloftiö í Vín og hiö Ijúfa líf. Drykkjuskapur var mitt vandamál. Ég missti stöö- una en sá þó ekki vandann, skildi ekki hvers vegna var veriö aö níöast ámér! — Frægóin hefur oróió þér aó falli? Ég mundi segja þaö. Hlutirnir voru um skeiö of auöveldir. Kýs heldur konserta — Núna heldurðu einkum konaerta? Já, mér finnst ég núna vera orö- inn of gamall til aö fara aftur inn í óperuna. Ég vil heldur halda kons- erta, jafnvel þótt þaö sé á vissan hátt auöveldara aö syngja í óper- unni. Mér finnst þaö persónulegra aö syngja á konsert. Þú ert þarna uppi í einn og hálfan tíma og þú veröur aö gefa þig allan. j óperunni er hlé og hvíldir milli atriöa. Margir þekktir óperusöngv- arar geta ekki haldiö konsert. Ég vil heldur halda konserta, af því af þegar ég er aö syngja, þá get ég gefiö. Eftir þaó sem ég hef gengiö í gegnum, á ég mikið hægara meö þaö aö túlka tónlistina og ná góóu sambandi viö áheyrendur. Ég gaf út hljómplötu í fyrravetur og ætla aö gefa aöra út í vetur. Ég reyndi sjálfur aö spara sem mest viö gerö plötunnar, gerói allt sjálfur með aöstoö vina minna. Viö vorfum sjö klukkutíma aö taka plötuna upp í kirkju meö aðstoö barnakórs meö orgelundirleik. Ég reyndi aö koma henni á mark- aö á íslandi en var hunsaöur. Þaö hefur tekiö mig sárt hvers konar viötökur ég hef fengiö á íslandi. Ég á þar yndislegt fólk aó og góöa vini, en mér finnst aö ég hafi samt ekki verið metinn sem skyldi. Af hverju þaö er veit ég ekki. Hvort ég vann til þess aö einhverju leyti eöa ekki ... — Ertu bitur út at viótökum á íslandi? Já, ég hugsa þaö. Mér hefur alltaf fundist þetta en ég veit ekki út af hverju. Þetta er svo lítiö viökvæmt, þú veist til dæmis baö Tónlistarfé- lagió mig aldrei um aö syngja, þegar ég hélt tónleika geröi ég þaö áeiginspýtur. En maöur þarf víst aö hafa ein- hvern til aö hampa sér til aö komast áfram og ég hef kannski ekki verið nógu drífandi aö því leyti. Á hinn bóginn vil ég taka fram aö ég á indælt fólk aö heima og þegar ég hef haldið tónleika þar, hef ég feng- iö mjög góöar viðtökur og góöa krítík. Mér þykir alltaf vænt um island og ég sakna óskaplega minnar fjöl- skyldu. En það er svona í lífinu, maóur getur ekki bæöi átt kökuna og étiö hana. Maóur veróur aó gera þaö upp vió sig. Og hérna finnst mér ég hafa möguleika á aö gera þaö sem mér fannst vera hlutverk mittílífinu. Þaö var eitt sinn viötal vió mig í Vikunni og mér fannst fyrirsögnin heldur óhugnanleg: Úr sviðsljósum Evrópu í ystu myrkur. Ég hugsaöi síöar meir meö mér, „Andskotinn hafi þaö, ég skal snúa þessu viö áöur en ég dey" — og nú held ég aö ég sé aö komast inn í heimsljósiö á ný. Ég held mér ætli aö takast þaö. Kjarvalsmálverk frá Dinesen — Nú býrðu í St. Paul? Ég á indælt lítiö heimili í St. Paul. (Hreinn sýnir mér myndir frá heimil- inu. Á þeim eru hinn þekkti söngvari Gerard Suzet og vinkona hans, Virginia Olsen.) Virginia er vinkona mín og var forseti Schurt-klúbbsins sem er 130 ára gömul stofnun í St. Paul, sem annast skipulagningu á konsertum og óperum. Hún er líka forstjórióperunnaríSt. Paul. (Á einni Ijósmynd sjást sex myndir eftir Kjarval á einum veggn- um heima hjá Hreini.) Hefuröu heyrt talaö um Dinesen-hóteliö í Róm? Laxness hefur skrifaö um þaö, en hann bjó hjá henni Dinesen fyrir margt löngu. Kjarval gaf henni sex myndir eftir sjálfan sig og hún gaf mér þær. Þá sagöi Halldór Laxness: Ég er á rangri hillu ... Svona er aö vera tenórsöngvari, þeir fá allt upp í hendurnar. En óg rithöfundurinn fékk ekki einu sinni eina mynd! — Þú ert einhleypur? Ég hef aldrei gifst. Ég bjó meö vinkonu í nokkur ár. En maöur þeyttist um og bjó hist og her. Og úr því aö maöur gat ekki borið ábyrgö á sjálfum sér gat maöur varla boriö ábyrgð á öörum. Ég ætlaói einu sinni aö skrifta fyrir kaþólskum presti í Vín og þegar ég sagði honum aö ég heföi búiö meö konu í fjögur ár án þess aó giftast, sagöi hann: „Nei, þú ert sko ekki kaþólskur, þú ert í mesta lagi lútherskur!" Svo rak hann mig út og sagöist ekki veita mér neina aflausn. En ég fór til annars prests sem tók þetta ekki svona alvarlega. En nú vil ég ólmur ná mér í konu og giftast. Ég á óskaplega góöa vini og kunningja en samt er ég einn. Maöur er kominn á þennan aldur og þarf á sálufélaga aö halda — nú erég tilbúinn. Hreinskilni er lykillinn — Hverju avararðu ef þú ættir að líkja lífi þínu vió óperu? Ja — ég held aö þaó séekki langt frá... Ævintýrum Hoffmans! Hann var alkóhólisti og sá aldrei raun- veruleikann fyrren í lokin. Mér finnst ég hafa þroskast mik- iö viö þaö aó fara í gegnum þessa meðferð í Hazelden. Maöur er brytj- aöur niöur og síöan byggöur upp aftur. Náttúrulega þola þaö ekki allir, en mér fannst ég gera mér grein fyrir því hver ég er. Síöan gat ég breytt mér aö sumu leyti og líka sætt mig viö þaö sem ég gat ekki breytt. Ég er mjög trúaður og þaö hefur hjálpaö mér geysilega. Guö vinnur í gegnum fólk ... sko, óg þóttist vita og geta allt.. . þess vegna baö ég aldrei um hjálp og sagöi aldrei frá neinu. Þaó sem mór var kennt á Hazeld- en var að finna lykilinn: „Hvar er lykillinn að þinni meðferö?" — Lykill, hvaöa fjandans lykill? Ég vissi ekkert hver meiningin var. x Ókey, sögöu þeir, komdu meö skriflegt svar. Þaö tók mig fimm daga: Lykillinn er hreinskilni. Þaö eina sem getur bjargaö mér í dag er hreinskilnin. Ég verö aö vera hreinskilinn — ég verö aö opna mig, segja minar tilfinningar, tjá mig. Þegar ég haföi gert mór og öör- um grein fyrir þessu þarna á Haz- elden, var þaö líkast því sem ég heföi misst móöinn og gefiö mig á vald meóferöarinnar. Þá fann ég hvaö þaö var gott aó fá hjálp og ráöaekki fram úr öllu einn. LOFALESTUR Bók um lófalestur KOMIN er út bókin „Lófalestur“ eftir Peter West, en höfundur staö- hæfir aó leyndarmál skapgerðar komi fram í hönd hvers manns. „Um langan aldur hefur mönnum fundist eitthvaö spennandi vió aö láta lesa í lófann á sér. En fsstir vita að lófalestur er vísindaleg aðferð sem getur veitt margvíslegar upplýs- ingar um skapgerðareinkenni raanna og hæfileika þeirra á ýmsum svið- um,“ segir m.a. í frétt frá útgefanda. „Höfundur bókarinnar, Peter West, er þaulreyndur í faginu. Hann leiðir okkur um völundarhús þessarar ævafornu listgreinar og lýsir því, hvernig nota má línur og mynstur lófans, lögun handar- innar í heild og einstakra hluta hennar og síðast en ekki síst handahreyfingar til að fá gleggri vitneskju um okkur sjálf og aðra. Náttúran hefur rist óafmáanlegar rúnir sínar í hendur okkar, og margt óvænt kemur í ljós þegar farið er að lesa í lófann." Þýðandi bókarinnar er óskar Ingimarsson, en útgefandi Set- berg. í bókinni, sem er 145 blaðsíð- ur, eru margar myndir efninu til skýringar. BARBWRA i , ttartland Veðmál ogást Veðmál og ást — ný bók eftir Barböru Cartland SKUGGSJÁ, Hafnarfirði, hefur gefíð út bókina,, Veðmál og ást“ eftir Barböru ('artland. Þetta er tólfta bókin, sem Skuggsjá gefur út eftir Barböru Cartland. „Hertoginn af Brockenhurst veðjar við Freddie vin sinn um það, að hann geti farið einsamall ríðandi frá London til York án síns venjulega fylgdarliðs og án þess að láta uppi hver hann er í raun og veru," segir m.a. í frétt útgef- anda. „Þegar hann gistir á krá nokkurri á leiðinni, hittir Brock hertogi hina fögru Valoru Melford, sem er ung og saklaus stúlka. Stjúpmóðir hennar, sem er með henni á kránni, ætlast til þess að Valora giftist gegn vilja sínum gömlum barón. Brock hertogi hjálpar Valoru til að flýja frá stjúpmóður sinni, og þau leggja á flótta á hestbaki. A leiðinni bíða þeirra ýmsar hættur og ævintýri, áður en þau ná til York.“ Bókin er 173 bls. að stærð. Sig- urður Steinsson þýddi. Hreinn syngur fyrir fullu húsi í Ordway-óperunni í St. Paul. Undirleik annaðist Lawrence Henry.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.