Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 36
k36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER1985 Rétt að verki staðið Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýlega var sagt frá því í fjöl- miðlum, að Hafsteinn Austmann myndlistarmaður hafi lokið við að gera iistaverk fyrir Lands- yirkjun, sem komið verður fyrir á vegg stöðvarhússins við Hraun- eyjarfoss. Listaverkið, sem nefn- ist „Á móti straumnum" er um 18 metra breitt og 5 metra hátt og vegur 5-6 tonn. Hér er ekki alveg rétt greint frá því, að Hafsteinn útfærði ' hugmyndina á árinu 1981 og tók þá þátt í samkeppni um skreyt- ingu stöðvarhússins í Sigöldu og hlaut önnur verðlaun. Er svo stjórn Landsvirkjunar bað Haf- stein að gera tillögu um skreyt- ingu á húsinu við Hrauneyjar- foss, varð þessi hugmynd frá 1981 kveikjan og uppistaðan í nýja verkinu. Það sem nú hefur skeð, er að Stálsmiðjan hefur lokið við að stækka verkið eftir uppkasti Hafsteins úr sérstöku stáli, er fellur vel að hugmynd lista- mannsins. Hér uppi á íslandi höfum við alltof lengi blandað saman fag- vinnu og hugmynd, sem eru tveir ólíkir hlutir. Á öllum tímum hafa listamenn haft aðstoðarmenn við faglega vinnu, þar sem því var komið við, svo að þeir sjálfir gætu einbeitt sér að hugmynd- inni sjálfri, sem oftast tók alla krafta þeirra. Þá þarf að taka tillit til margra annarra þátta svo sem, að lista- maður er vinnur í smágerðum formum, getur verið ófær um að hugsa í stórum formum og þarf þá aðra til þess að stækka verkið. Þannig er t.d. mikil skreyting á Fomebu-flugvelli eftir Kai Fjell, sem Snorre Andersen listmálari var fenginn til að útfæra, þar sem Fjell treysti sér ekki til að hugsa í svo stórum formum. Þá er hugtakið myndhöggvari nær orðið úrelt á okkar dögum, þar sem unnið er í svo mörgum óskyldum efnum, þar sem hamar og meitill koma hvergi nærri. Efnin eru orðin svo mörg, að útilokað er að einn maður geti fullnumað sig í nema broti af þeim. Svið mótunarlistarinnar hefur víkkað mjög á undanförn- um árum og svo er einnig um svið málaralistarinnar. Þessi tvö svið hafa í senn nálgast hvort annað og fjarlægst. En eftir stendur, að hug- myndin er það, sem mestu máli varðar, og svo skiptir öllu, að útlærðir fagmenn útfæra hana eftir leiðsögn listamannsins. Alltof oft sér maður myndhöggv- ara sjálfa ráðast í verkefni þar sem þá skortir faglega kunnáttu og útkoman getur orðið klúðurs- leg, jafnframt því að verkin taka Hafsteinn Austmann tiltölulega fljótt að láta á sjá og skemmast. Erlendis sér maður hvernig myndlistarmönnum - jafnt málurum sem myndhöggvurum er falið að vinna verk í rúmtaki og lítill munur gerður hér á milli. Ekki er þá ætlast til þess t.d. að viðkomandi fari að hræra steypu eða logsjóða samskeyti, heldur er slíkt allt alfarið lagt upp í hendur útlærðra fagmanna á hverju sviði. Hér er ég að leggja áherslu á, að það er hugmyndin, sem máli skiptir, en ekki það, hvort maður kunni að hnoða leir, leggja mósa- ikflisar eða hræra í gifsi. Hug- myndin ein og sér er meira virði en allur faglegur lærdómur, en hins vegar getur þetta tvennt ekki án hins verið og án fullkom- innar samvinnu þessara tveggja þátta næst ekki rismikill árang- ur. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ný bók um Einar Áskel ÚT ER komin ný bók um Einar Áskel. Hún heitir Þú átt gott, Einar Áskell. Höfundur texta og mynda er Gunilla Bergström en Sigrún Árnadóttir þýddi bókina. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Þegar sagan hefst eru jólin nýliðin og allt orðið hversdagslegt aftur. Einari Áskeli og pabba hans leiðist óumræðilega, en amma segir að þeir hafi bara gott af því. Hún heldur því fram að okkur þætti aldrei neitt skemmtilegt ef okkur leiddist ekki við og við. Við þetta hressist Einar Áskell og hugsar með sér að úr því allt sé svona ömurlega leiðinlegt hljóti eitthvað skemmtilegt að gerast rétt bráðum. En hvað skyldi það vera?“ Sagan er gefin út af Máli og menningu en prentuð í Danmörku. Setning og filmuvinna: Prentstofa G. Benediktssonar. Hafnarfjörður: Adalfundur og kvöldvaka Nor- ræna félagsins NORRÆNA félagið í Hafnarfirði heldur aðalfund og kvöldvöku annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30 í veitingahúsinu Riddaranum við Vest- urgötu. Dagskrá aðalfundar er sam- kvæmt lögum félagsins, en að honum loknum verður kvöldvaka þar sem þátttakendur segja frá vinabæjamóti, sem haldið var í Bærum í Noregi á sl. sumri. Félagar og aðrir velunnarar Norræna félagsins eru hvattir til þess að mæta á fundinn. 7*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.