Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
Afmæliskveöja:
Þórður Halldórs-
son frá Dagverðará
Á sama hátt og Jökullinn er í
hug manna hér vestra bundinn
Snæfellsnesi verður í mínum huga
Þórður á Dagverðará tengdur
Snæfellsnesi, rótfastur og samgró-
inn þessu sérstæða landslagi sem
sífellt kemur manni á óvart með
birtu sinni og skuggaspili. Mér
finnst á stundum að þessi maður
hafi verið hér alla tíð, samtíðar-
maður Bárðar Snæfellsáss ekki
síður en minn og hljóti að verða
hér meðan mannlíf helst undir
Jökli. Löngu áður en ég fluttist að
Stað á ölduhrygg var ég búinn að
heyra af þessum manni sem hefði
snúið sér frá sjósókn og farið að
mála og haldið sýningu á verkum
sínum i Bogasal Þjóðminjasafns-
ins án þess að biðjast afsökunar á
neinu. Og svo var það einn bjartan
haustdag að leiðir okkar lágu
saman. Eg var að fara til ólafsvík-
ur og hann stóð í Heiðarkastinu
og beið eftir einhverju. Við tókum
tal saman. Hann sagðist fæddur
þarna og benti í áttina að Bjarnar-
fossi, það var i litlu koti sem hét
Bjarnarfosskot, það stóð undir
hömrunum austan við fossinn og
er nú löngu horfið. Ég er einn af
þessum kotungum, bætti hann við
og brosti. Uppi í hlíðinni sagði
hann að væri ölkelda, Bjarnarfoss-
ölkelda. Hann var með öl úr keld-
unni á brúsa og ætlaði að senda
vinum sinum syðra, það er svo
hollt þetta öl að það læknar hvern
einasta sjúkdóm, bara ef drukkið
er nógu mikið af því, sagði hann
og horfði á mig rannsakandi eins
og hann væri að íhuga hvaða mein
það væru sem' hrjáðu mig aðallega
eða til að meta hversu miklu væri
hægt að láta mig trúa um náttúru
þessa öls frá Bjarnarfossi.
Mörg ár eru nú liðin síðan við
hittumst þarna sunnan undir
Fróðárheiði, en þetta varð upp-
hafið að okkar kynnum og vináttu.
Þórður Halldórsson er af merku
gáfufólki kominn i báðar ættir, í
móðurætt úr Árnessýslu, í föður-
ætt af Snæfellsnesi svo langt aftur
sem rakið verður. Það er stundum
sagt að þeir tímar sem við lifum
nú þurrki út allan sérstæðan per-
sónuleik manna, skólar og fjöl-
miðlar hafi þessi óheillavænlegu
áhrif á mótun einstaklingsins. Má
vera að svo sé, en Þórður frá
Dagverðará er fæddur og mótaður
löngu fyrir tið þessara afla enda
einstæð smíð frá náttúrunnar
hendi. Gáfur hans eru marg-
slungnar og minnið frábært, at-
hyglisgáfa rík og meðfædd sem
áunnin þekking á mönnum með
ólíkindum. Mér hefur á stundum
fundist hann vera gæddur spá-
sagnargáfu eða sagnaranda þegar
hann hefur horft fram á leið og
sagt mér hvað næst muni gerast,
hvers megi vænta. Engin þrot
verða á þeim vísum og sögum sem
hann kann og þótt fyrir komi að
hann segi sömu söguna tvisvar er
hitt tíðar að ný og óvænt ævintýri
séu sögð og dregin upp úr hans
þrotlausa sjóði. Mest af þessu
segist hann hafa lært í bernsku
þarna í kotinu undir Bjarnarfossi
eða þá á Tröðum eftir að fjölskyld-
an flutti þangað. En þetta var á
þeim tíma er vísir menn höfðu
ekki uppgötvað þau „sannindi" að
varasamt væri að ofbjóða barns-
heilanum með torskildum orðum
og bungmeltum setningum.
Á áttatíu ára æviferli hefur
Þórður frá Dagverðará fengist við
flest störf og hin ólík störf - jafn-
vel orðið ljósmyndafyrirsæta hjá
því fræga fyrirtæki Kodak. Strax
í æsku vandist hann við sjó, reri
undan Jökli, veiddi í ám og vötnum
og var 4 ára þegar hann færði
móður sinni fyrsta fiskinn úr
Hraunhafnará. Fermingarárið fór
hann með hestburð af rjúpu úr
Staðarsveit og inn í Hólm rétt
fyrir jólin, þær hafði hann skotið
á þremur tímum i Slítandaskarði.
Sautján ára gamall er hann hjálp-
arkokkur á togaranum Agli
Skallagrímssyni er Halaveðrið
Borg f Miklaholtshreppi:
Bjartsýnir og
stórhuga bændur
Borg f Miklaholtshreppi, 18. nóvember.
NÚ HEFUR vetur heilsaA og tekid völdin. Ævinlega er þaö nú svo þegar árstíöa-
skipti veröa milli sumars og veturs og skammdegið fer f hönd, þá setur aö
manni einhvern kvíöa en þeir dagar sem liönir eru af þessum vetri, hafa veriö
mildir og Ifkari sumardögum. Undanfariö hefur rignt mikið, en hlýir dagar þó.
Nokkuð hefur borið á, aö kindur hafi farið afvelta í þessari vætutíð. Af þvf
hefur hlotist nokkurt tjón og sumir bændur eru nú farnir aö hýsa allt sitt fé
til þess að forða þvf frá afveltu.
Forðagæslumaður hefur verið á
yfirreið til þess að athuga heybirgðir
bænda. Telur hann fóðurforða vera
með besta móti, bæði af vöxtum og
gæðum. Eg gat um það i sfðasta
fréttaskeyti að enn væru hér til í
héraði bjartsýnir og stórhuga bænd-
ur. En til þess að standa við þau
orð, læt ég hér fylgja með yfirlit
yfir byggingarframkvæmdir hér í
sveitum árið 1985, sem byggingar-
fulltrúinn, Ólafur Guðmundsson, í
Hrossholti gaf mér.
Kolbeinsstaðahreppur: Kaldár-
bakki, fbúðarhús. Snorrastaðir,
hesthús. Miðgarðar, nýtt fjós.
Haukatunga, fbúöarhús. Hraun-
tunga, fbúðarhús. Hraunholt,
fjós.
Eyjahreppur: Þverá, íbúðarhús og
fjárhús. Söðulsholt, fjárhúsum
breytt í refahús. Laugagerðis-
skóli, fimleikahús klætt utan og
gert fokhelt.
Miklaholtshreppur: Lækjamót, flag-
gryfja. Skógarnes, fjárhús end-
urbyggð, Hjarðarfell, íbúðarhús
stækkuð, bakinngangur byggður.
Staðarsveit: Slitvindastaðir, refa-
hús. Brautarholt, fjós stækkuð
og klæðning á fbúðarhúsi. Foss,
fjós stækkuð. Hoftún, véla-
geymsla. Ytri-Garðar, ferða-
mannagistihús. Vatnsholt, fbúð-
arhús endurbætt. Lýsuhóll, fbúð-
arhús, breyting á þaki og klæðn-
ing að utan. Búðir, kirkja f endur-
byggingu og þvottahús byggt við
hótelið. Bjarnarfoss, fbúðarhús.
Hraunhöfn, íbúðarhús.
Breiðuvfkurhreppur: Knörr, fbúðar-
hús. Arnarfell, veitingahús.
Arnarstapi, amtmannshús, sem
flutt var úr Mýrarsýslu og er
endurbyggt þar. Eyri, fisk-
vinnsluhús. Stóri-Kambur, fisk-
vinnsluhús. Skjaldartröð, þrfr
sumarbústaðir og baðhús byggt
á vegum LítJ. Laugarbrekka,
fjárhús. Akrar II, fbúðarhús.
Grund, fbúðarhús, endurbygging
eftir bruna.
Fróðárhreppur: Geirakot, fbúðarhús
og bflskúr. Mávahlið, garðstofa
og klæðning á ibúð.
Helgafellssveit: Hraunháls, nýtt
fjós, Staðarbakki, vélageymsla.
Innri-Kóngsbakki, fjósstækkun.
Saurar, nýtt fjós. Borgarland,
refahús. Gríshóll, fjárhús.
Skógarströnd: Stóri-Langidalur,
fbúðarhús, hlaða og hesthús.
Setberg, fjósstækkun, mjólkur-
hús og geymsla. Drangar, fjós,
áður búið að byggja stóra hlöðu.
Emmuberg, vélagey msla og ibúð-
arhússtækkun. Steintún, bilskúr.
Eyrarsveit: Eiði, vélageymsla og
Naustum, nýtt fjós.
PálL
reið yfir — og gamall maður er
var með honum þar sagði mér að
fáir hefðu sýnt meiri kjark þar en
þessi 17 ára strákur. Um áratuga
skeið sinnti Þórður refaveiðum á
Snæfellsnesi og gerði þá íþrótt að
eins konar listgrein, en sú saga
verður ekki rakin hér. Marga ferð-
ina fór Þórður yfir Fróðárheiði í
myrkri og byl og kynntist þá við
kynjaverur þjóðtrúarinnar engu
síður en stríðleik veðra á þeim
slóðum. Dimma haustnótt fyrir 30
árum er hónum bjargað úr siglutré
báts sem brotnað hefur á skeri út
af Ólafsvík í hamslausu sunnan-
veðri. Honum er bjargað á síðustu
stundu og hann sér sjálfan sig
dreginn inn á þilfarið á bátnum
af þeim mönnum er æðrulaust
leggja sig í lífshættu við að sækja
hann í mastrið í myrkri og hafróti.
Eftir þá reynslu hef ég aldrei ótt-
ast dauðann segir Þórður, og allt
mitt viðhorf til lífsins hefur breyst
á vissan hátt. Það er flest svo
smátt og ómerkilegt sem menn eru
að þrefa um og drepa sig fyrir að
þeir gleyma lífinu sjálfu. Og hann
hefur ósjálfrátt tekið upp orð sem
lýsa hans lífsafstöðu etv. best:
„Það er gaman að þessu öll saman,
drengir” - en þau tekur hann sér
í munn þegar aðrir myndu fjarg-
viðrast og nota gífuryrði um hlut-
ina.
Kominn úr þessari lífsreynslu
óveðursnæturinnar á Breiðafirði
snýr Þórður sér að því að festa á
léreft töfrafullt landslag í kringum
Jökul, en honum er það ekki nóg,
hann sest niður og les vini sinum
Lofti heitnum Guðmundssyni rit-
höfundi tvær bækur um mannlega
náttúru undir Jökli, bækur sem eru
einstæðar að skemmtan og frá-
sagnargleði. Gömul kona og merk
sagði um þessar bækur við mig er
furðusagnir þeirra bar á góma:
„Það er nú svo undarlegt að ótrú-
legustu sögurnar hans Þórðar eru
allar sannar." - Af þessu ætti
mönnum að vera ljóst að það ótrú-
legasta getur hvergi gerst nema í
lífinu sjáfu - undir Jökli!
Þótt Þórður frá Dagverðará hafi
aldrei kvænst né eigi afkomendur
að gleðja augu sin við i ellinni þá
á hann marga góða vini sem sam-
fagna honum á þessum afmælis-
degi 25. nóvember þakklátir fyrir
að hafa eignast svo skemmtilegan
vin og hjartahlýjan. Á sinni löngu
ævi hefur hann verið veitandinn í
mikilli veislu þar sem hann hefur
reitt fram gáfur sínar og skemmt-
an samferðamönnum til yndis-
auka, en líka vináttu sína einlæga
og fölskvalausa og hjálpfýsi án
enda. Hafðu vinur þökk fyrir.
Þórður er nú staddur á Staða-
stað og mun taka á móti gestum
að kvöldi laugardags 23. nóvember
í félagsheimilinu á Lýsuhóli.
Rögnvaldur Finnbogason
Staðastaö
Hvar sem Islendingar eru niöurkomnir á jarökringlunni
gera þeir ætíö sitt besta til aö skapa þjóölega stemningu á jólunum.
Ekkert er jafn nauösynlegt viö myndun þeirrar stemningar eins og
ekta Islenskur jólamatur.
Viö hjá SS bjóöum þér aö annast umstangiö og senda jólamatinn til vina og
venslamanna erlendis. Þú kemur bara til okkar í SS-búöirnar tínir
kræsingarnar í körfuna og smegir jólakortinu meö — viö sjáum
svo um afganginn. Og nú er eins gott aö taka fljótt viö sór
ef enginn á aö fara í jólaköttinn, allt sem á aö fara meö flugi eöa skipi til Evrópu
þarf aö vera klárt f síöasta lagi 10. desember — einnig flugpóstur
til N-Ameríku, en síöasta jólaskipiö vestur um haf fer 30. nóvember.
Gleymum ekki þeim sem þurfa aö dvelja fjarri heimaslóöum um hátíöirnar
— sendum þeim hangikjöt I pottinn!
AUSTURVERI — GLÆSIBÆ — HAFNARSTRÆTI — ViÐ HLEMM