Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 Domingo og Pavarotti farnir að eldast 4f? - Kristján gæti hagnazt á því v '■ rA Árni Snævarr ræðir við Mauritzio Barbacini, hljómsveitarstjóra Mauritzio Barbacini er sveitungur Verdis og hefur því enn meiri mætur á honum en ella. „Kveikjan að því að ég kom til Islands voru kynni mín af Kristjáni Jóhannssyni, við hittumst í hópi tónlistar- manna í Veronu, og við urðum strax vinir. Við unnum saman að gerð plötu hans og svo á tónleikum hérlend- is í kjölfarið. Þegar hann stakk upp á því að ég stjórnaði hljómsveitinni í Grímudansleik, sló ég til.“ Það er Mauritzio Barbacini, hljómsveitarstjóri, sem hefur orðið. Þjóðleikhúsið hefur sem kunnugt er tekið óperuna Grímudansleik eftir Verdi aftur upp. Uppfærslan hefur notið fádæma vinsælda og fengið lof gagnrýnenda. rímudansleikur þykir ákaflega erfitt verk í uppsetningu jafnvel hjá hin- um stóru óperu- húsum. Mér fannst spennandi og ögrandi að takast á við hann í framandi landi, ekki síst þar sem þetta verk er ákaflega dæmigert fyrir ítalska óperu," segir Barbacini. Barbacini fæddist í Reggie Emilia árið 1946 og varð þrjátíu og níu ára gamall á miðvikudaginn var, 20. nóvember. Hann er kominn af mikilli tónlistarætt, en faðir hans á stórt flutningafyrirtæki á Norður-Ítalíu. Faðirinn var ekki á því að hleypa Mauritzio og tvíbura- bróður hans beint út á tónlistar- brautina, heldur skyldu þeir afla sér „praktískrar" menntunar fyrst. Nam Mauritzio því raf- magnsverkfræði en hefur að mestu helgað sig óperuheiminum. Svo skemmtilega vill til að tvíbura- bróðir hans er Islendingum að góðu kunnur því hann söng hér í óperu Rossinis, Stabat mater, í fyrra. Barbacini er ekki aðeins góður hijómsveitarstjóri, hann er ágæt- ur píanisti, og kunnugir segja að hann sé glettilega góður söngvari, enda þótt hann haldi því ekki á loft. Eftir nám í píanóleik og tón- smíðum nam hann hljómsveitar- stjórn hjá Franco Ferrara. Hann hefur starfað með ýmsum af helstu stjórnendum og leikstjórum ít- alskrar óperu, svo sem Ricardo Mutti, Franco Ferrara Methe, Claudio Abbado og Carlos Kleiber, auk þess sem leiðir hans og Rostropovich hafa legið saman. En gefum Barbacini orðið aftur. Kristján hefur stórkostlega rödd „Ég kom hingað fullur góðs vilja, en vissi vart við hverju var að búast. Ég var strax ánægður með hversu áhugasamir samstarfs- menn mínir voru, og að þeir vildu leggja mikið á sig til að ná góðum árangri. Engu að síður var ég í vafa um hvort þetta myndi ganga upp allt fram að frumsýningu. Þar kom til að ég þekkti hvorki söngv- arana vel — að Kristjáni undan- skildum — né kór og hljómsveit. En gæfan var mér hliðholl, allt gekk vel og óperunni var mjög vel tekið. Ég er ánægður með þá hlýju sem ég finn i fari íslendinga. Það er haft á orði að þeir séu kaldir en það er ekki alveg rétt. Það kom mér líka skemmtilega á óvart að þeir fara ekki ólíkt að og ítalir við að skapa tónlist. Vissulega höfum við ekki eins mikið pláss til að flytja Grímu- dansleik og tíðkast í stærri leik- húsum. Því er ekki hægt að hafa eins fjölmenna stroksveit og verkið býður upp á, en ég held það komi ekki að sök. Tónlistin nýtur sín engu að síður. Grímudansleikur er eitt af mestu verkum óperulistarinnar og jafn sjálfsagður hluti af efnisskrá stórra ópera, eins og Rigoletto og La Traviata. Sem dæmi má nefna að á næstu mánuðum verður hún flutt í Frakklandi, í Tórínó og í Fíladelfíu." — Hvaða dóm leggur þú á frammistöðu flytjenda og upp- færslu Þjóðleikhússins í heild? „Eins og ég sagði áðan var ég í vafa fram á síðustu stundu. Eg hugsði með mér að hér væri ekki rík óperuhefð og að tíminn til stefnu væri of skammur. En hlýja og vinnugleði listamannanna gerði kleift að skilja viðfangsefnið á skömmum tíma og gera því góð skil án teljandi erfiðleika. Mér er óhætt að segja að Grímudansleik voru gerð sömu skil og um hefði verið að ræða í Tórínó, Mílanó eða Róm. Nú, um frammistöðu söngvar- anna er það að segja að Kristján Jóhannsson hefur stórkostlega rödd. Og það eru ekki margir sem færu í fötin hans og gætu sungið þetta erfiða hlutverk 14 sinnum á aðeins 25 dögum. Það lékju það ekki margir söngvarar eftir hon- um. Kristinn Sigmundsson hefur fallega rödd en kannski krefst hlutverk hans sterkari raddar. En Kristinn er mjög hæfileikaríkur, vel gefinn og hefur mjög gott vald á rödd sinni. Ég held að hann eigi eftir að ná verulegum árangri, ekki aðeins á íslandi heldur og erlendis. Hrönn Hafliðadóttir var að stíga sín fyrstu skref í stóru erfiðu dramatísku hlutverki og hún sýndi að rödd hennar býður upp á mikla möguleika. Minni hlutverkum voru líka gerð góð skil. Katrín Sigurðardóttir kom ljóð- rænunni í hlutverki óskars vel til skila og lék mjög vel. Það gerðu allir sitt besta og komust vel frá þessu. Erfítt að vera langdvöl- um frá fjölsky Idunni Ég má líka til með að minnast á eitt. Ég var mjög ánægður með samstarfið við hljómsveitina. Víð- ast hvar erlendis stendur maður í eilífu stappi við stéttarfélög. Það má ekki vera einni fiðlu of lítið til að allt fari í háaloft. Við slíkar aðstæður situr tónlistin ekki í fyrirrúmi. En mér líkaði sérstak- lega vel viðhorf íslensku lista- mannanna til starfsins. Þeir vildu raunverulega leggja sig fram við að skapa góða list. ísland er að sönnu á hjara ver- aldar í vissum skilningi, en það er gott að losna við þá streitu sem iðulega fylgir mínu starfi. Þeir útlendingar sem störfuðu við upp- færsluna voru mér sammála um að andrúmsloftið sé vingjarnlegt hér og gott að einbeita sér að list- sköpuninni." Mauritzio Barbacini hefur eftir föngum reynt að kynna sér ís- lenskt menningarlíf. Hann hafði til dæmis nýlega hlýtt á sinfóníu- hljómsveitina flytja Requiem eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.