Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 62

Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 Veiddu norskan hljómsveitarstjóra og tónlistarlífið biómstrar Texti og myndir: E.Pá. Ojvind Solbach og Görlind Foss í stofunni sinni á Patreksfirði. Tónlistarlíf blómstrar á Patreksfirði og nágrenni, eins og blóm sem springur út við að fá allt í einu umönnun. „Það hefur virkað sem vítamínsp- rauta að fá hingað hann Ojvind," sagði hver um annan af þeim sem blaðamaður hitti á ferð i Barða- strandarsýslu fyrir skömmu. Oj- vind Solbach er Norðmaður sem haustið 1982 kom til Patreksfjarð- ar til að taka við Tónskólanum — í eitt ár — og er þar enn. Síðan hefur Tónskólinn ekki aðeins bólgnað út bæði hvað snertir nemendafjölda og fjölbreytni hljóðfæra. Skólastjórinn var ekki búinn að vera á staðnum í 3 mán- uði þegar farið var að kaupa hljóð- færi og koma upp lúðrasveit, sem nú leikur við ýmis tækifæri. Auk tónleika fyrir fullu húsi á vorin, hefur verið komið upp skemmtileg- um kabaretthljómleikum í Félags- heimilinu og áform um áframhald. Fyrir utan skólastjórnina er Oj- vind Solbach svo organisti í 7 kirkjum og æfir kirkjukórana. Orgelin voru víst ekki öll upp á það besta er hann kom, svo að hann tók sjálfur í sundur pípu- orgelið í Patreksfjarðarkirkju, sendi út pípur sem þurftu viðgerð- ar við og setti það allt saman aftur. Og fleiri fréttir af þessu batnandi og vaxandi tónlistarlífi í héraðinu bárust til eyrna. Það var því ekki að undra þótt fréttamaður á ferð vildi ná tali af þessum Norðmanni, sem Patreks- firðingar höfðu góðu heilli veitt í sitt net, eins og einn þeirra orðaði það. „Þú verður ekki í vandræðum með að finna staðinn, það er nýtt hús sem hann hefur keypt og á neðri hæðinni er verslunargluggi með hljóðfærum." Eftir slíkum leiðbeiningum var auðvelt að finna staðinn í nýju hverfi á Patreks- firði. Auðséð að húsráðendur eru að tjalda til meira en einnar næt- ur. Það vekur vitanlega upp spurn- inguna: Hvernig bar það að, að erlendur hljómsveitarstjóri tók sig upp og hélt til Islands og það vestur á firði og er að setja sig þar niður? „Ég sá í Noregi auglýsingu frá Tónskólanum og grunnskóla Pat- reksfjarðar um að þá vantaði tón- listarkennara. Þar sem mig hafði lengi dreymt um að koma til ís- lands, þá skrifaði ég eftir frekari upplýsingum. Hugsaði svo ekki meira um það. Og allt í einu kom bréf og skeyti frá íslandi", svarar Ojvind þegar við erum sest hjá honum og konu hans Görild Foss, sem kom á eftir honum og kennir líka á hljóðfæri. „Nei, ég vissi ekkert um Patreksfjörð. Hugsaði bara með mér, að ef mér ekki lík- aði, þá væri þó ekki um að tefla nema eitt ár, og þá mundi ég bara halda áfram eitthvað annað eftir árið. Ég kom um hávetur, en var ekki búinn að vera lengi þegar ég fann hve vel ég kunni við mig. Fannst gott að komast burt frá stórbæjarstreitunni, sem er svo yfirþyrmandi í öðrum löndum." Ojvind Solbach kvaðst hafa verið í músikinni alla sina æfi, starfaði m.a. í Þrándheimi, Sunddalsöra og víðar í Noregi og einnig í Þýska- landi. Fyrst og fremst sem hljóm- sveitarstjóri, en einnig hljóðfæra- leikari. Hans hljóðfæri er í raun- inni trompet, en hann leikur einnig á mörg önnur hljóðfæri. „Mér fannst spennandi að koma til stað- ar þar sem ekki er mikið tónlistar- líf. Það veitir svo mikla ánægju að vinna með áhugafólki. Allt annað en að vinna með atvinnu- mönnum, eins og ég hefi gert fram að þessu," segir Ojvind þegar spyrjandi virðist vænta frekari skýringa. „Að vísu hafði ég áður verið með stórar barnalúðrasveit- ir. Var m.a. með stærstu barna- hljómsveitina í Noregi í eitt ár, 125 börn á aldrinum 9—16 ára. Þá fórum við í hljómleikaferðir til Finnlands og Danmerkur, vorum beðin um að leika á sjálfa Jóns- messunóttina í Tívolí í Kaup- mannahöfn." En hér á Patreksfirði var enginn vottur af slíkri hljómsveit, svo þú dreifst hana bara upp? „Hér höfðu börnin lært eitthvað á píanó og blokkflautu, en ekkert á blásturshljóðfæri. Svo við drif- um i að safna peningum eða fá þá lánaða og tókst að kaupa 35 hljóð- færi. Getum því haft upp í 35 manna lúðrasveit. Hana mynda mest krakkar og unglingar úr grunnskólanum og 2—3 fullorðnir sem líka vildu læra á blásturs- hljóðfæri. Síðan bættum við gítar- kennslu við, kennum á rafmagns- gítar, vanalegan gítar og bassagit- ar og ég vonast til að fá tónlistar- skólanemana til þess að stofna rokk-hljómsveit. Krakkarnir þurfa að fá tilboð í samræmi við það sem þau vilja sjálf. Þau vilja mörg aðeins læra á gítarinn og þau eiga að fá tækifæri til þess. Þau þurfa sína rokkhljómsveit. Einnig hefur verið keypt rafmagnsorgel, svo við getum nú kennt á það, sem ekki var hægt áður.“ í Tónskólanum á Patreksfirði eru nú 110 nemendur og kennarar eru þrír. Auk þess hefur verið komið upp deild á Bíldudal, sem Ojvind Solbach hefur einnig umsjón með. Þar kennir Tone dóttir hans, sem kom á eftir honum til íslands. Hún kom fyrir einu ári og líkar vel. Þessi mikli áhugi bendir ekki til þess að allir sitji við sjónvarp og videotæki á kvöldin á Patreksfirði. Ojvind segir okkur að nokkrir nemendanna séu með 3 hljóðfæri og þeir séu sannarlega alveg upp- teknir á hverju kvöldi í Tónskólan- um. Kennsla fer fram allan dag- inn. Tónskólinn er til húsa í nýja grunnskólanum, en orgelkennslan fer fram á heimili Ojvindar og konu hans, þar sem orgelinu hefur verið komið fyrir þar til nýtt Tón- skólahús er fullbyggt og rýmra verður um skólann. Organisti í 7 kirkjum Ekki situr skólastjóri Tónskól- ans heldur auðum höndum um helgar. Einu sinni til tvisvar sinn- um á hverjum sunnudegi heldur hann til messu í einhverri af þeim 7 kirkjum sem hann er organisti í, en þær eru kirkjan á Patreks- firði, Tálknafirði, Brjánslæk, Haga, Saurbæ, Sauðlauksdal og Breiðuvík. Hann tjáir okkur að í vetur hafi verið keypt ný raf- magnsorgel í Bíldudalskirkju og Saurbæjarkirkju, svo að þar eru nú góð hljóðfæri. Og organistinn hefur sjálfur gert upp pipuorgelið í Patreksfjarðarkirkju , sem ekki „Ég vona að kirkjugestum Ifki orgelið núna“, sagði organistinn, eftir að hafa tekið pípuorgelið í sundur, sent pípurnar út til framleiðandans og sett það saman aftur. Görlind leiðbeinir sex ára nemanda, Berglind, sem er að læra á flautu. „Segðu mér að sunnan“ eftir Steingrfm Sigfússon túlkað og sungið í Félags- heimilinu á Patreksfirði. „Sfldarvalsinn*1 fluttur á Steingrímskvöldi til heiðurs höfundinum Steingrími Sigfússyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.