Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
ftfcKgna Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Prófkjörid
og borgarstjóri
Nú þegar sjálfstæðismenn í
Reykjavík ganga til próf-
kjörs er ekki úr vegi að minna
á þá mikilvægu forystu, sem
þeir og bæjarfélagið allt hefur
fengið með ómetanlegum störf-
um Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra. Hann hefur farið hægt í
sakirnar í prófkjörsbaráttunni
og er engu líkara en hann hafi
það efst í huga að leyfa sam-
starfsmönnum sínum að vera
sem mest í sviðsljósinu. Forysta
hans í borgarmálefnum hefur
borið góðan ávöxt og um leið og
hann kann þá list góðs stjórn-
anda að láta aðra njóta sín
heldur hann um stjórnartaum-
ana af þeirri festu og öryggi að
aðdáun hefur vakið. Davíð er
ungur maður og það er táknrænt
fyrir sjálfstæðisstefnuna, hve
mikil ábyrgð honum var falin
svo ungum. Hann hefur staðið
við það fyrirheit, sem við eigum
í ungu, dugandi fólki.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
treyst mörgu ungu fólki fyrir
ábyrgðarmiklum störfum. Er
það í samræmi við þá stefnu
flokksins að leyfa einstaklingum
að njóta sín. Fullhugum er
nauðsynlegt að finna kröftum
sínum viðnám. Þegar þeir fá
tækifæri til þess eins og gerst
hefur hvað eftir annað við stjórn
Reykjavíkurborgar nýtur allt
umhverfið þess. Borgarlífið ber
þess merki. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur einnig kjörið ungan
mann til forystu, Þorstein Páls-
son, og sýnt honum óvenjulegt
traust. Kröfurnar eru einnig
miklar. Samstarf þessara
tveggja nýju forystumanna
Sjálfstæðisflokksins hefur verið
til fyrirmyndar. Hvað sem líður
daglegri stjórnmálabaráttu og
sveiflum í vinsældum vegna
einstakra verka eða erfiðrar
stöðu ríkisstjórnar, ætti öllum
að vera ljóst, að enn sem fyrr
er vaxtarbroddur íslenskra
stjórnmála í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Þegar Davíð Oddsson hóf
þátttöku í stjórnmálum í borg-
arstjórn Reykjavíkur, höfðu
ýmsir fyrirvara á raunsæi hans
sem stjórnmálamanns. Kom þar
margt til, svo sem æska hans
og listrænt upplag. Reynslan
hefur sýnt, að þessar áhyggjur
voru óþarfar. Þvert á móti hefur
Davíð Oddsson orðið kunnastur
fyrir það sem borgarstjóri, hve
sýnt honum er um að taka af
skarið í erfiðum málum. Hafa
andstæðingar hans það helst á
orði, að hann stjórni of mikið
og af of mikilli festu. Honum
hefur tekist að ávinna sér óskor-
að traust samherja og innan
borgarstjórnarflokks sjálfstæð-
ismanna hefur ríkt meiri sam-
heldni en menn eiga nú að venj-
ast í íslenskum stjórnmálum.
Prófkjörsbaráttan ber þessa
skýr merki, þar tíðkast þau nú
ekki hin breiðu spjótin.
Þannig hefur verið haldið á
málum í borgarstjórn Reykja-
víkur á þessu kjörtímabili, að
vinstri minnihlutaflokkarnir
hafa mátt sín lítils. Undir for-
ystu borgarstjóra hefur tekist
að sjá við áróðursbrögðum
þeirra og afhjúpa ábyrgðarleys-
ið. Hefur það á stundum leitt
til þess, að fulltrúar vinstri-
sinna hafa neyðst til að líta í
eigin barm og huga að því, sem
þar fer úrskeiðis í stað þess að
iðka sýndarmennskuna eina
saman. Það krefst samheldni og
stjórnvisku hjá meirihlutanum
að halda þannig á málum. Mest
reynir á borgarstjóra sjálfan í
slíkum átökum og er skýr dóm-
greind dýrmætur eiginleiki, ekki
síst nú á tímum, þegar menn
gera meiri kröfur til annarra
en sjálfra sín.
Prófkjör sjálfstæðismanna í
höfuðborginni er að sjálfsögðu
mikilvægur stjórnmálaatburð-
ur, sem þjóðin fylgist rækilega
með. Það þarf mikinn þroska til
að slík barátta fari fram með
þeim hætti, sem til sóma er.
Allt bendir til, að baráttan, sem
lýkur í dag, hafi verið háð á
þennan hátt. Fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn skiptir miklu, að vel
takist til. Fylgi hans í höfuð-
borginni er og verður burðarás
flokksins. Höfuðborgarbúar og
þjóðin öll þarfnast þess, að nið-
urstaða prófkjörsins leiði til
öruggrar forystu í borgarstjórn
á næsta kjörtímabili.
Mikið umrót er í íslensku
þjóðlífi um þessar mundir.
Festa og öryggi ríkir þó í mál-
efnum og stjórn höfuðborgar-
innar. Til hennar leitar stærstur
hluti þeirra landsmanna, sem
eiga undir högg að sækja vegna
elli eða sjúkdóma. Hvergi hefur
Sjálfstæðisflokkurinn sannað
það betur en með góðri stjórn
sinni í Reykjavík, að sú mynd
er fráleit, sem andstæðingarnir
reyna að draga upp af honum,
þegar þeir segja hann andvígan
félagslegri íhlutun borgurunum
til hagsþóta. Það er svo styrkur
flokksins að velja þá til forystu
fyrir sig í borginni, sem hafa
baráttuþrek æskumannsins og
vilja taka vandamálin nýjum
tökum og eru óhræddir við það.
Morgunblaðið hvetur sem flesta
til að leggja sitt af mörkum til
þess að höfuðborginni verði
áfram vel stjórnað með þátttöku
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
dag og á morgun.
að er ótrúlegt hvað
menn geta haft ólíkar
skoðanir á ritverki
Indriða G. Þorsteins-
sonar um Jóhannes S.
Kjarval. Sumir gagn-
rýnendur hafa hakkað
það í sig ef svo mætti að orði komast,
aðrir hafa hrósað því og bent á margvís-
lega kosti þess. Engin leið er að vita
hvers vegna þessar ólíku skoðanir eru á
verkinu og varla nægt að skýra þær með
ólíkum smekk einum saman. Að vísu
hafa menn ólíkan smekk, það er rétt.
Afstaða til bókmennta — og raunar
allra lista — er harla einstaklings-
bundin og því fer bezt á því að fólk kynni
sér sjálft þau verk sem efst eru á baugi
en láti ekki gagnrýnendur mata sig.
Þeir geta verið glámskyggnir. Það fer
vel á því að jafn ágætur rithöfundur og
Indriði G. Þorsteinsson skuli hafa lokið
verki sínu um Kjarval á 100 ára af-
mælinu og út í hött að fá eitthvert böl-
sýniskast út af því. Menn hefðu frekar
átt að harma það ef Indriði hefði sprung-
ið á limminu. Hitt er annað mál hvort
einhverjir aðrir ættu einnig að skrifa
um Kjarval eða ekki. Það stendur öllum
til boða. Það hefur enginn einkarétt á
ævi meistarans. En kannski hefði hon-
um farið bezt að vera ævisögulaus.
Ævisaga hans er hvort eð er öll í mynd-
um hans. En athyglisvert er t.a.m. að
kynnast af bók Indriða fólki Kjarvals
og foreldrum og ýmsum þáttum lífs
hans, t.a.m. Lundúnadvölinni.
Kjarvalshátíðin sem staðið hefur yfir
nú um skeið er viðamikil kynning á
verkum meistarans. Um hana hefur
margt verið skrifað og skrafað en mikil-
vægast er þó að Kjarval hefur sjálfur
komizt að. Menn hafa átt greiðan aðgang
að verkum hans og er það vel. Stundum
er það svo, því miður, að listamenn
komast varla að fyrir látunum í þeim
sem eru ýmist ákafir aðdáendur þeirra
eða fastir gagnrýnendur og óbilandi
andróðursmenn.
Indriði hefur þessu sinni mátt þola
allmikinn andróður þeirra sem eru
öndverðir verki hans. Jafn sjóaður rit-
höfundur og hann glottir þó líklega við
tönn og lætur allt slíkt sem vind um
eyru þjóta. Annaðhvort stendur verk
hans sem merkilegur bautasteinn um
stórbrotið viðfangsefni eða það hrynur
til grunna og gleymist. í ritverki Indriða
er alltof mikil færni æfðs rithöfundar
til að það hrynji. Indriði G. Þorsteinsson
hefur ávallt staðið fyrir sínu og ritverk
hans um Kjarval er þáttur í rithöfunda-
ferli hans, hvað sem öðru líður. Það
getur ekki verið annað en gleðiefni að
svo ágætur höfundur skuli hafa skrifað
veraldarsögu Kjarvals. Og ef einhver
hefur athugasemdir við það vegna þess
að listfræðingar hafa ekki skrifað slíka
sögu frá sjónarhóli myndlistarfræða
ættu þeir hinir sömu að endurskoða
afstöðu sína af þeirri einföldu ástæðu
að engum hefur komið til hugar að
banna listfræðingum að skrifa um
Kjarval. Þvert á móti. Allir listfræðing-
ar heimsins geta skrifað greinar og
bækur um Jóhannes S. Kjarval og við
bíðum einungis eftir því að þeir láti nú
hendur standa fram úr ermum og bæti
við það verk sem Indriði og aðrir hafa
borið fram til kynningar og skilnings á
þessum einhverjum mikilhæfasta og
sérstæðasta listamanni íslenzkrar sögu
fyrr og síðar. Margar bækur verða skrif-
aðar um Kjarval, þegar hann verður
orðinn heimsnafn.
Samstaða tveggja rit-
höfunda - andúð á
skóluðum fræðingum
Einn þeirra sem skilur eins og efni
standa til hve mikilvægt er að fjallað
sé um Jóhannes S. Kjarval með bók-
menntalegt markmið í huga er starfs-
bróðir Indriða og enginn viðhlæjandi,
Guðbergur Bergsson. Það er athyglis-
vert að lesa greinar hans í Helgarpóstin-
um, Púkkað undir Kjarval, þar sem
Guðbergur leggur fyrir lesendur sína
niðurstöður af lestri ævisögu Indriða.
Guðbergur segir í upphafi greinar
sinnar: „Þegar gagnrýnandi gengur að
bók er hann aldrei algjörlega hlutlaus
heldur haldinn vissum fordómum og
óskum um hvemig hún eigi að vera. Og
eins er lesandinn. Hann hefur gert ein-
hverjar fyrirfram kröfur. Síðan fer það
eftir bókinni, gerð hennar og efni, hvort
henni tekst að brjóta niður fordóma
lesenda eða gagnrýnenda og fá hvoru-
tveggja á sitt band, það er að segja: tekst
henni að heilla og láta menn gleyma
öllu við lesturinn nema henni sjálfri.
Vissulega er slíkt ekki algjörlega á færi
neinnar bókar, en bókum tekst misvel
að vera trúar tilgangi sínum."
Hér er skrifað af fordómaleysi og
mikilli reynslu rithöfundar sem áreiðan-
lega hefur oft spurt sjálfan sig eftir
lestur greina um eigin verk hvort það
sé í raun og veru ómaksins vert að vera
að skrifa bækur. Vafalaust hefur hann
svarað því til að hann hafi verið að
skrifa fyrir sjálfan sig og örfáa aðra sem
skipta máli. Það gera allir rithöfundar
öðrum þræði. Þeir skrifa vegna gleðinn-
ar yfir verkinu og ánægjunnar af því
að tala við þá lesendur sem hafa gaman
af að skilja þá en leggja lítið upp úr því
að misskilja bækur.
Þegar Guðbergur hefur skýrt frá því
hvernig hann hefði helzt viljað að ævi-
saga Kjarvals hefði verið segir hann að
slíkar kröfur séu fáránlegar þótt les-
andinn hafi fullan rétt til að vera fárán-
legur í óskum sínum. Þá segir Guðbergur
enn um bók Indriða: „Stíll bókarinnar
er tilgerðarlaus, sléttur og felldur, og
frá byrjun er auðsætt að höfundurinn
ákveður að taka ekki þátt í efninu með
öðrum hætti en þeim að raða því saman
í læsilega heild, með einföldum orðum
og skrúðlausum. Og það hefur honum
tekizt meistaralega, nema þegar hann
fellur í freistni, brýtur staðfasta reglu
sína og fer að túlka. En það gerist ör-
sjaldan." Guðbergur bætir því við án
þess að belgja sig neitt út að líklega
verðum við að bíða eftir „að hérlendis
fæðist góður hugmyndafræðingur sem
er líka listfræðingur og þjóðfélagsfræð-
ingur og fær um að gera okkur ljóst
hvernig golfstraumur evrópskrar menn-
ingar hefur teygt angana hingað, ekki
brennheita heldur kannski glóðvolga".
Þessi orð Guðbergs eru íhugunarefni
fyrir þá sem gagnrýna Indriða á röngum
forsendum. Svo og eftirfarandi ummæli:
„Það að fjalla um einstök atriði bóka
er ekki hlutverk þess gagnrýnanda sem
skrifar í dagblöð, og þess vegna get ég
ekki leyst bókina upp, þannig að kostir
hennar og gallar liggi í augum uppi (og
dómur minn er þá fráleitt algildur). En
sá sem er þolinn við lestur og hefur
eitthvað upp á að bjóða sjálfur, frá eigin
brjósti, getur séð hvorttveggja þegar
hann flettir blöðum þessarar ágætu bók-
ar.“
Guðbergur Bergsson er hógvær í þess-
um dómum og ætlar sér af. Þess vegna
er tekið eftir orðum hans, þau verða
íhugunarefni. Vafalaust mun Indriði G.
Þorsteinsson af þeim sökum einnig
íhuga grein Guðbergs en hann og Al-
menna bókafélagið mættu jafnframt
huga að því að ekki verður hjá því
komizt að gagnrýna ritverkið. Þar er
heimilda alltof sjaldan getið, svo margar
sem tilvitnanirnar eru í bókinni. Jafn
ágætt rit og ævisaga Kjarvals á annað
og betra skilið. Indriði hefur nefnilega
talað við fjölda fólks eins og nauðsynlegt
er þegar slíkt rit er samið og notar
þannig aðferð Sturlu Þórðarsonar og
annarra stórmenna íslenzkrar sagnarit-
unar sem byggðu bæði á munnlegum og
skriflegum heimildum. Auk þess hefur
Indriði notað gögn frá Kjarval sjálfum.
Gott hefði verið að geta slíkra heimilda,
t.a.m. í eftirmála.
Það er ekki sízt rétt hjá Guðbergi
Bergssyni að Indriði hafi sýnt listfræð-
ingum tillitssemi með því að leggja þeim
í hendur góða niðurröðun og frumkönn-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NpVEMBER 1985
35^
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 23. nóvember
un sem þeir geta síðan stuðzt við í
væntanlegum verkum sínum. Og þó
einkum ef það er einnig rétt hjá Guð-
bergi að „í leiðinni geri hann (Indriði)
sjálfum sér þann greiða að geta samið
sjálfstætt skáldverk um Kjarval, þannig
að hann verði sögupersóna. Og það
finnst mér einhvern veginn liggja að
baki látleysi Indriða. Ástæðulaust er að
gruna hann ekki um einhverja græsku,
hann ætlar sjálfum sér bringúkollinn."
Þetta er rétt hjá Guðbergi. Það er
gömul saga og ný að rithöfundar skrifa
fyrst og síðast um sjálfa sig, ekki sízt
þegar þeir skrifa um aðra.
Guðbergur Bergsson þekkti Jóhannes
S. Kjarval mætavel. Þeir töluðu mikið
saman á löngum kvöldum á Hótel Borg.
Skáldið átti áreiðanlega greiðari leið inn
í kvikuna á Kjarval en margir aðrir sem
þóttust þekkja hann betur. Hann hefur
skrifað um hann af ást og gleði. Hann
hefur sýnt í verki að minning Kjarvals
er honum mikils virði. Af þeim sökum
ekki sízt er ástæða til að leggja við
hlustir þegar Guðbergur Bergsson send-
ir Indriða G. Þorsteinssyni, skáldbróður
sínum, blómvönd í tilefni af ævisögunni;
e.k. táknlega yfirlýsingu um samstöðu
ólíkra rithöfunda gegn skóluðu fræð-
ingavaldi og kröfu um „fagleg" viðhorf
þar sem skáldleg sýn dugar þó bezt eins
og við þekkjum af fornsögum okkar. En
auðvitað á þetta að geta farið saman,
einkum þegar haft er 1 huga að Kjarval
var skáld í myndum sínum. En hann var
ekki ljóðskáld þótt hann hefði viljað það
sjálfur. í þeim efnum var hann bergmál
af öðrum, t.a.m. Einari Benediktssyni
sem hann mat mikils. Auk þess skorti
á skólun í meðferð tungunnar til að
Kjarval gæti verið hlutgengt skáld. En
það háði honum ekki í myndlistinni. Þar
kunni hann sitt fag. En það er algengt
að menn vilja vera annað en það sem
þeir eru — og engin ástæða til að gera
of mikið úr þætti Pegasusar í lífi hans.
En sá þáttur segir þó ýmislegt um
manninn og umhverfi hans. Kjarval var
allur í myndum sínum. Þar var hann
meistari. Ævisögulaus meistari eins og
allir miklir listamenn.
Ljódaklúbbur AB
Nú er að koma út önnur bókin í Ljóða-
klúbbi Almenna bókafélagsins og þar
með hefur þetta nýja stórmerka fyrir-
tæki hafið þá sókn sem til var stofnað.
Menn eru alltaf að tönnlast á því að ljóð-
list sé dauð á íslandi, það vanti móttak-
endur. Fólkið hafi ekki áhuga á nútíma
ljóðlist. Allt er þetta rangt eins og Einar
Bragi bendir á í samtali í Þjóðviljanum
um síðustu helgi. Það er nóg af ljóðræn-
um titringi á íslandi um þessar mundir,
það sást vel á Degi ljóðsins og Norrænu
ljóðlistarhátíðinni. Það er vel. Ljóðlist
vekur „allt hið mennskasta í brjósti
okkar" eins og Einar Bragi segir. Samt
gera fjölmiðlarnir ekki mikið til að efla
ljóðlistina, eða hvað gerir sjónvarpið svo
að dæmi sé tekið? Er það ekki sterkasti
fjölmiðill á íslandi? Hvað merkir annars
„sterkasti fjölmiðill" á Islandi? Felst í
því að þar sé mest af erlendum hroða?
Eða góðu erlendu efni? Eða erlendum
fréttum? Eða dægurflugum í framhalds-
þáttum sem kosta stórfé? Hvernig væri
að við reyndum að standa undir þessum
stóru orðum? Nú erum við að hakka í
okkur afbragðsþátt um Verdi, hvenær
gerum við slíkan þátt um merka og
miklvæga íslenzka listamenn? Hvers
vegna ekki að taka höndum saman við
Dani og gera listræna heimildamynd um
ævi Jónasar Hallgrímssonar? Af nógu
er að taka. Hann hefur haft svipuðu
hlutverki að gegna á íslandi og Verdi á
Ítalíu. Eða mynd um Grím Thomsen?
Eða Sturlu Þórðarson með Norðmönnum
sem gleymdu honum á ártíðinni í fyrra,
sællar minningar. Samt gaf hann þeim
sögu Hákonar Noregskonungs og margt
annað sem unnt væri að skemmta sér
við og fræðast af á köldum „vetrarvík-
endum". Eða mynd um Snorra?
Jóhann Hjálmarsson
Guðbergur Bergsson
Indriði G. Þorsteinsson
Jóhannes S. Kjarval
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon
En við vorum að tala um ijóðaklúbb
AB. Það er skemmtilegt til þess að hugsa
að þetta langstærsta bókaforlag lands-
ins skuli hafa þekkt sinn vitjunartíma
í háskalegu hafróti erlendrar fjölmiðla-
ágengni. Allir sem lesa upp ljóð fyrir
íslendinga vita að móttökutækið er í
lagi. Það fundu þeir sem lásu upp á ljóð-
listarhátíðinni í Norræna húsinu ekki
alls fyrir löngu. Einnig þeir sem lásu í
Iðnó á Degi ljóðsins. Og þá ekki síður
þeir sem fara í skólana og lesa upp fyrir
ungt fólk. Það er þakklátt verk. Sá er
hængurinn á að ljóðskáld kunna ekki
við sig í áróðursstellingum. Þau eru
yfirleitt hlédræg. Líta stórt á list sína
og vilja helzt ekki stunda sölumennsku.
Samt kunnu þau tökin á konungum
Norðurlanda á sínum tíma. Hver veit
nema þau fari að hreyfa sig í híðinu og
láta meir að sér kveða en hingað til. Þau
hafa a.m.k. forseta Islands á bakvið sig.
Við fengum þær fregnir frá Noregi ekki
alls fyrir löngu að henni þætti ekki út
í hött að gera hugmynd hrekkjaskáld-
anna norsku að veruleika á íslandi. Hún
var í því fólgin að menningarmálaráð-
íerrann lesi norskt ljóð úr ræðustól
nngsins í upphafi hvers fundar. Forseti
slands sagði þegar málið var borið
undir hana þar sem hún var í einkaheim-
sókn í Noregi: „Hugmyndin er ákaflega
snjöll. Þetta mundi hafa hvetjandi og
uppörvandi áhrif á Stórþingsmenn og
örugglega auka áhuga almennings á
ljóðlist og daglegum störfum manna í
þinginu. Hver einasti samkomudagur
þingsins væri þá þrunginn svolítilli
spennu. Fólk myndi spyrja: „Hvaða ljóð
ætli verði lesið í dag?““ Frú Vigdís vill
helzt gera hugmyndina að veruleika á
Alþingi íslendinga. Það gæti verið
hressilegt nýnæmi og styngi dálítið í
stúf við venjuleg þingstörf.
Eða útvarpið. Hvers vegna hætti það
að lesa upp ljóð dagsins? Eru einhverjir
hatursmenn ljóðsins á vegum útvarps-
ins? Eða sjónvarpið? öttast menn
kannski að það yrði banaþúfa sjón-
varpsins ef lítið ljóð yrði lesið þar ein-
hvern tíma í dagskránni, e.t.v. með fal-
legri mynd af listaverki eða landinu
sjálfu.
Almenna bókafélagið er hvorki hrætt
við ljóðlist né menningu að öðru leyti.
Vonandi er að ljóðaklúbbur þess vaxi
og dafni og verði mörgum til ánægju
og yndis. En tízkan er mikið afl og til
þess að vel fari verður ljóðið að komast
aftur í tízku. Það er ekki í tízku sem
stendur, það er rétt. Ljóð er eins og tón-
list, nær manninum en margt af því sem
nú einkennir tölvuöld. Þess vegna á það
undir högg að sækja þótt undarlegt sé.
En þess vegna á það einnig jarðveg sem
unnt væri að rækta — og það mun betur
en gert hefur verið. íslendingar hafa
aldrei verið ljóðlaus þjóð. Vonandi verða
þeir það aldrei. Stofnun ljóðaklúbbs
Almenna bókafélagsins er ekki sízt
áminning um það. Þá hefur félagið gefið
út úrval íslenzkra ljóða sem Kristján
Karlsson hefur safnað og ritstýrt. Einn-
ig smásagna. Slíkt framtak er ómetan-
legur fjársjóður. Þá hyggst ljóðaklúbb-
urinn einnig gefa út plötur og snældur
með upplestri ljóða. Bækur verða einnig
áritaðar af höfundum og þannig eftir-
sóknarverðari en ella. Menningarsjóður
hefur einnig gefið út ritröð nútímaljóða,
svo og Iðunn. Og fleiri forlög. Næsta bók
í ljóðaklúbbi AB verður heildarútgáfa
af ljóðum Kristjáns Jónssonar fjalla-
skálds í útgáfu Matthíasar Viðars
Sæmundssonar. Margir munu fagna því
svo mjög sem skáldið hefur legið í lág-
inni. Sú bók mun fylgja í kjölfar ljóða-
bókar Jóhanns Hjálmarssonar, Ákvörð-
unarstaður myrkrið. Kristján var tízku-
skáld meðan hann lifði. Hann fór eldi
um landið, minnti á Hannes Hafstein
þegar ljóð hans voru að birtast á æsku-
árum hans. Það er gaman að rifja upp
slíka atburði úr þjóðlífi íslendinga.
Það er við hæfi að gefa út nýja ljóða-
bók eftir Jóhann Hjálmarsson. Jóhann
er vandað skáld. Hann hrópar ekki á
torgum, rödd hans er lágvær. Það er
langt síðan hann hefur gefið út ljóðabók.
Ný bók frá hans hendi er fagnaðarefni.
Skerfur Jóhanns til samtímabókmennta
okkar er mikill, ekki sízt gagnrýni hans
og umfjöllun um bókmenntir bæði hér
í Morgunblaðinu og annars staðar. Hann
hefur haft náin tengsl við rithöfunda á
Norðurlöndum og unnið merkt starf í
þá átt að kynna verk þeirra hér heima.
Morgunblaðið hefur kappkostað að ráða
til sín gagnrýnendur sem eru sjálfir
listamenn. Það hefur marga kosti í för
með sér þótt ekki sé það nauðsynlegt.
Skólaðir fagmenn skrifa oft vandaðar
umsagnir, þótt ekki séu þeir listamenn.
Það skiptir alltaf máli hvað merkur
listamaður segir, jafnvel þótt menn
kunni ekki við skrif hans eða líki þau
ekki. List hans sjálfs gerir orð hans og
afstöðu að merkilegu framlagi hvað sem
öðru líður. Almenna bókafélagið gaf út
fyrir um hálfum öðrum áratug merka
bók eftir Jóhann Hjálmarsson, íslenzk
nútímaljóðlist, þar sem tekið er á málum
af alkunnri vandfýsni höfundar. Þetta
er ásamt öðrum ritum í sama dúr merk
samtímaheimild um ljóðlist okkar tíma
og enginn vafi á þvi að hún er ekki
einasta mikilsverð greining á þróun
nútíma ljóðlistar heldur einnig athyglis-
verð heimild um afstöðu skáldsins sjálfs
til samtímabókmennta. Og síðast en
ekki sízt framlag til menningarsögunn-
ar.
Almenna
bókafélagið er
hvorki hrætt
við ljóðlist né
menningu að
öðru leyti.
Vonandier að
ljóðaklúbbur
þess vaxiog
dafni og verði
mörgum til
ánægju og
yndis. En
tízkan er
mikið afl og til
þess að vel
fari verður
ljóðið að
komast aftur í
tízku.